Þjóðviljinn - 18.03.1955, Qupperneq 3
Föstudagur 18. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (í
Banaverndarfélagið heldur almennan fund:
Umferðaslysin og börnin
Bœtt verður um slysahættuna 09 hvaða örygg-
isráðstafanir sé hægt að gera
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hélt aöalfund sinn 24.
í .m. Á sunnudaginn kemur heldur félagið almennan
fund til að ræða hættu þá sem bömum stafar af um-
ferðinni og ráðstafanir til að draga úr þeirri hættu.
Á aðalflundi félagsins 24. febr.
var stjómin endurkjörin. Félagið
hefur styrkt nokkra menn til
náms erlendis í ýmsum greinum
kennslu handa afbrigðilegum
börnum. Félagið ætlar að gefa
Skálatúnsheimilinu húsgögn í
clagstofu • barnanna (Áður gaf
það Skálatúnsheimilinu rúm og
rúmfatnað fyrir 60 þús. kr.). Fé-
lagið á nú'kr. 53 þús. í sjóði.
Rædd voru þessi mál:
1. Um óheppilegan skólatíma
þeirra barna, sem eiga að vera
í skóla yfir hádegið og missa
þess vegna af sameiginlegum há-
degisverði með fjölskyldu sinni.
Var í því máli san.pykkt ein-
róma eftirfarandi áskorun.
„Aðalfundur Barnaverndarfé-
lags Reykjavíkur, haldinn í Rvík
24. II. 1955, bendir á þá alvar-
legu staðreynd, að fjöldi barna
er bundinn í skóla frá kl. 11 og
fram yfir hádegisverð, allt fram
um kl. 15, eftir lengd daglegs
skólatíma. Mun hér oftast um að
ræða 3 yngstu aldursflokka
fræðsluskyldra barna. Vegna
þessa skólatíma missa börnin af
sameiginlegum hádegisverði með
fjölskyldu sinni. Verða oft mikil
vandkvæði á því að fá börnin til
þess að neyta fullkominnar mál-
tíðar, þegar þau koma heim úr
skóla síðdegis. Með þessu skipu-
lagi telur fundurinn heilsu barn-
anna stefnt í hættu, auk þess
sem rofin eru mikilvæg tengsl
barns við foreldra, þegar upp-
hafin er samverustund við sam-
eiginlega máltíð. Það er alkunna,
Verkföllin
Framhald af 1. síðu.
• Einhuga
verkalýðshreyfing1
Sjaldan eða aldrei fyrr hefur
verkalýður bæjarins gengið jafn
einhuga til nokkurrar kjara-
baráttu og þeirrar sem nú stend-
ur yfir. Stjórnmálaskoðanir og
annar ágreiningur skiptir mönn-
um ekki í flokka að þessu sinni;
öllum ber saman um að hvergi
skuli slakað fyrr en tryggðar
hafa verið stórvægilegar kjara-
bætur. Og sjaldan eða aldrei
fyrr hefiu1 verkalýðurinn haft
jafn einhuga stuðning þjóðarinn-
ar allrar. Atvinnurekendur
standa algerlega einangraðir
meðal þjóðarinnar; þeir geta að
vísu haldið áfram að vinna
skemmdarverk um skeið — en
þeir bíða ósigur; og ósigur þeirra
verður þeim mun meiri sem
framkoma þeirra er einstreng-
ingslegri og ofstækisfyllri.
að sameiginleg máltíð er meðal
hinna fáu stunda, sem önnum
kafínn faðir getur helgað bömtim
sínum. Það er andstætt uppeld-
islegum tilgangi skólans að rjúfa
þessi tengsl, en ófullnægjandi
næring bamsins dregur úr
hreysti þess og námsgetu.
Af þessum sökum skorar fund-
urinn á menntamálaráðherra og
fræðsluráð Reykjavíkurbæjar að
afnema hið bráðasta þrísetningu í
skólum og að skipa kennslu
þannig, að skólabörnum sé ætl-
aður matmálstími á heimilum sín-
um með venjulegum hætti.“
II. Hin tíðu umferðaslýs á
bömum. Kom fram á fundinum
sú skoðun, að með auknum ör-
yggisaðgerðum af hálfu hins op-
inberá og með fræðslustarfsemi
meðal foreldra megi draga veru-
lega úr slysahættunni. Ákvað
fundurinn, að félagið beiti sér
fyrir aukinni starfsemi í þessa
átt.
Félagið gengst fyrir almennum
fundi um þá hættu, sem böm-
unum stafar af umferðinni, og
um tiltækar öryggisráðstafanir.
Félagið hefur leitað samvinnu
við S.V.F.Í. og umferðalögregl-
una og verða fulltrúar beggja
frummælendur á fundinum, sem
haldinn verður í Tjamarcafé kl
2 e. h. á sunnudaginn, eins og
nánar verður auglýst. Þar gefst
hverjum þeim, sem áhuga hefur
á þessum málum, tækifæri til að
láta í ljós álit sitt og bera fram
tillögur sínar.
Húsnæðisvandræðln gerð
að happdrættisbeitu
Þórunn Magnúsdóttir flutti á bæjarstjórnarfundi í gær
eftirfarandi tillögu:
„Með pví að bœjarstjómin lítur svo á, að áévörðun um
skipulagningu og undirbúning byggingalóða í raðhúsa-
hverfinu við Réttarholtsveg hafi miðaðst við pað, að bær-
inn hefði par forgöngu um byggingu íbúða. til að leysa
braggana af hólmi, telur bœjarstjómin ekki fœrt að gefa
Happdrœtti dvalarheimilis aldraðra sjómanna eða öðrum
aðilum kost á lóðum á pessu svæði“.
íhaldið fórnar hagsmun-
um Reykvíkinga
Framhald af 12. síðu.
oddsen reyndi að mótmæla því
að bærinn dinglaði alltaf aftan
í atvinnurekendum — en gat
ekkert dæmi nefnt um það
gagnstæða. Én svo brátt hljóp
atvinnurekandinn í hann og
hann hótaði minni framkvæmd-
um bæjarins ef samið yrði um
hækkað kaup!
Að vera eða vera ekki!
Bárður Daníelsson kvaðst
ekki vera meðflutningsmaður
tillögunnar, því sínir flokks-
menn litu svo á að kauphækk-
anir væru engin allsherjar
„sáluhjálp'1 til að bæta kjör
verkalýðsins. Hinsvegar kvaðst
hann fylgjandi því að bærinn
semdi, því sett upp sem einfalt
reikningsdæmi þá væri sjálf-
sagt fyrir bæihn að semja í
stað þess að láta allt stöðvast.
Verkalýðurinn íái full-
trúa í ríkisstjórn.
Þórður Björnsson kvaðst ekki
líta svo á að kauphækkun væri
einhlýt kjarabót, ef hún væri
síðan tekin af verkalýðnum með
öðrum ráðstöfunum. Til þess
að tryggja verkalýðnum árang-
ur kauphækkunar þyrfti að
gera margháttaðar ráðstafan-
ir og þá fyrst og fremst að
lækka milliliðagróðann. M.a.
sagði hann; Það þarf að sýna
verkalýðnum meiri trúnað,
þann trúnað að verkalýðurinn
eignist fulltrúa í ríkisstjórn.
Það mun reynast hverri rík-
isstjórn erfitt að hafa samtök
20—30 þús. manna í andstöðu.
íhaldið launar verka-
mönnum
Svo launaði Ihaldið þeim
verkamönnum sem kusu það
við síðustu bæjarstjómarkosn-
ingar með því að borgarstjór-
inn flutti tillögu um að vísa frá
að semja við verkalýðsfélögin.
Þessir neituðu að semja við
verkalýðsfélögin:
Gunnar Thoroddsen,
Auður Auðuns,
Einar Thoroddsen,
Þorbjöm Jóhannesson,
Geir Hallgrimsson,
Sigurður Sigurðsson,
Björgvin Fredriksen,
Jóhann Hafstein.
Fulltrúar Sósíalistaflokksins,
Alþýðuflokksins og Þjóðvarnar-
flokksins greiddu atkvæði gegn
frávísunartillögunni, en Þórður
Bjömsson sat hjá.
Þórunn kvað það myndu hafa
ahnennt verið skilið svo, að
bæjarstjóm samþykkti að
braggabúar skyldu sitja fyrir um
íbúðir í húsum þeim er byggja
ætti við Réttarholtsveg, og væri
hún á móti því að þarna yrðu í
þess stað byggðar íbúðir til að
hafa um þær happdrætti.
Þá spurði hún borgarstjóra
hvað liði byggingu 50—80 íbúða
er bæjarstjóm samþykkti á s.l.
sumri að láta byggja.
Borgarstjóri svaraði því að
Aðalfundur Félags
bifreiðasmiða
Aðalfundur Félags bifreiða-
smiða var haldinn föstudag 25.
febr. og var hann mjög fjölmenn-
ur.
Fráfarandi formaður félagsins
gaf skýrslu um störf félagsins á
síðasta ári. Á fundinum ríkti
megn óánægja yfir innflutningi
á yfirbyggðum bifreiðum.
Formaður var kosinn Sigurður
Karlsson og 4 meðstjómendur
þeir Gísli Guðmundsson, Hjálmar
Hafliðason, Magnús Gíslason
Gunnar Björnsson og til vara
Eyjólfur Jónsson og Eysteinn
Guðmundsson.
Ungir heimilisslofnendur
halda fund á sunnudaginn
Á sunnudaginn kemur verður fundur til undirbúnings
stofnunar félags ungra heimilisstofnenda.
Fundurinn verður haldinn í
Aðalstræti 12 og hefst kl. 2 e. h.
Tilgangurinn með stofnun fé-
lagsins er að ungir heimilisstofn-
endur geti sameinað krafta sína
til lausnar á húsnæðisvandræð-
um sínum og öðrum sameiginleg-
um vandamálum.
Allir sem eitthvað fylgjast með
málum í bænum vita hversu gíf-
urlegum vandkvæðum það er
bundið fyrir ungt fólk að stofna
heimili, og veldur þar húsnæðis-
leysið mestu, þótt engum sé það
eins kunnugt og unga fólkinu
sjálfu, enda er fyrst og fremst
ætlazt til þess að á fundinum
mæti ungt fólk sem er í þann
veginn að stofna heimili, eða
hefur þegar gert það, án þess því
hafi tekizt að tryggja sér hús-
næði.
bygging þessara íbúða væri í
undirbúningi og „gengið út frá“
að framkvæmdir hefjist á þessu
ári. Kvaðst hann telja sjálfsagt
að Dvalarheimilið fengi lóðir við
Réttarholtsveginn því „þarna er
aðili er hefur fjármagn til að
byggja".
Tillaga Þórannar var felld með
10 atkv. gegn 4.
Kópavogur
Framhald af 12. síðu.
Kópavogshrepp, þar sem okkur
þremur sem meirihluta hrepps-
nefndar er boðið að „fá til
SAMANS jafnan ræðutíma og
fulltrúar HVERS hinna þriggja
stjórnmálafélaga, sem til fund-
arins boða“, þannig að við þrír,
meirihluti hreppsnefndar, fengj-
um aðeins % af þeim ræðu-
tíma, sem ætlaður er til fram-
sögu í málinu, en naumast
meira en 1/10 af öllum fundar-
tímanum.
Þessum kostum hinna
„þriggja lýðræðisflokka“ vilj-
um við ekki taka.
Hreppsnefnd Kópavogs-
hrepps hefir þegar samþykkt
að efna til almenns borgara-
fundar um þetta mál, áður en
það verði lagt undir atkvæði
allra kosningabærra íbúa
hreppsins. Teljum við sjálfsagfc
að þeim borgarafundi verðl
hagað svo, að meirihluta og
minnihluta hreppsnefndar í
þessu máli verði veittur jafn
ræðutími og komi þeir sér sam-
an um fundarstjóra og fundar-
sköp, enda verði kjósendum
veittur ríflegur tími til um-
ræðna um málið. Að sjálfsögðu
verði fundurinn eingöngu fyrir
lireppsbúa.
Þá teljum við ófært að halda
slíkan fund á virkum degi.
Erum við til viðræðu um þetta
mál við minnihluta hrepps-
nefndar, og verður ákvörðun um
boðun sliks borgarafundar tek-
in á hreppsnefndarfundi."
(Undirskriftir)
Á hreppsnefndarfundi í gær
samþykkti svo hreppsnefndin,
samkvæmt fyrri ákvörðun,
að boða til borgarafundar 27.
marz og skyldi hvor málsaðili
meirihluti og minnihluti hrepps
nefndar hafa jafnan ræðutíma
og auk þess fá kjósendur ríf-
legan tíma til umræðu um mál-
ið.
M ÁL
OG
MENNING:
Ný fétagsbók ~ Nýtt tímaritshefti
Félagsmenn vitji bókarinnar og tímarits-
ins sem allra iyrst í Bókabúðina á Skóla-
vörðnstíg 21.
ól og menning
Skólavörðustíg 21 — Sími 5055
i 4 i • *«« iii
) MUU« (UM/iG .
■■■■■■■■■■■■^■■■■■•■■■■■■■■■■■,