Þjóðviljinn - 27.03.1955, Qupperneq 7
Ræða
á
5 ára
afmæli
MÍR
Sendiherra Ermosjín, góðir
íundargestir:
Við komum hér saman í
kvöld til að minnast þess að
nú eru fi'mm ár liðin síðan við
stofnuðum 'félag okkar MÍR,
og ég vil af því tilefni minna
á hlutverk okkar enn einu
sinni og rifja upp þau mark-
mið, sem við settum okkur í
npphafi, um leið og ég vík
að gildi þeirrar starfsemi sem
við höfum rekið.
Hér hafa starfað ýmis félög
að sumu leyti hliðstæð okkar
félagi, ég á við vináttufélög
jnjög takmarkaðra hópa við
aðrar þjóðir, venjulega þjóðir
sem við vorum áður í opin-
berlega yfirlýstu vinfeingi við.
Það var aukaatriði hvort þessi
félög höfðu nokkurt starf með
höndum til eflíngar vináttu og
skilningi á þeirri þjóð sem fé-
lagið var helgað, með því sú
vinátta var laungu fulltreyst í
landinu og einginn efaðist um
liana. Það hefur til dæmis
aitaf verið gefið mál, að við ís-
lendíngar, værum vinir breta,
og það svo miklir vinir, að
einu megi gilda hvernig þeir
komi fram við okkur jafnvel
þó þeir snúi verslunarstíði á
hendur okkur, eða ákæri okk-
ur sem banamenn breskra sjó-
manna, þá geti aldrei borið
neinn fölskva á þann hreina eld
sannrar vináttu sem við berum
fil þeirra. Það er ekki mikill
vandi að stofna vináttufélög
við þjóðir sem eru svona mikið
elskaðar á íslandi fyrirfram.
Ráðstjórnarrikjasambandið
hafði hinsvegar ólíka aðstöðu
á fslandi. Eingin þjóð, ekkert
ríki, ekkert land hafði verið
úthrópað af jafnfáránlegum
ofsa á íslandi, þó hafði þetta
Tíki, eða sú þjóð sem byggir
landið, í aungvu efni vikið
illu að okkur, hvorki orði né
hugrenníngu, þaðanafsíður í
verki. Ráðstjórnin hafði aldrei
auðsýnt okkur annað en fylstu
virðingu, aldrei leitast við að
feygja híngað ásælnishramm,
en skift við okkur án nokkurra
tilmæla um stjórnmálafríðindi
sér eða öðrum til handa. En
jafnvel þó þeir ráðstjórnar-
anenn hefðu við okkur svo
mikil viðskifti, að þeir voru
stundum og eru enn einna
stærstir viðskiftavina okkar,
iintvi blpð viðskiftavina þeirra
19. marz s.l. átti MÍR fimm
ára afmæli og var þess
minnzt með samkomu kvöld-
ið eftir. Þar flutti Halldór
Kiljan Laxness forseti fé-
lagsins ræðu þá sem hér
fer á eftir:
hér ekki látum, og linna ekki
enn, að svívirða og úthrópa
þetta fólk, land þess og ríki
stjórnarfar og stofnanir, bæði
sýknt og heilagt. Þó níðið í
dagblöðum íslenskra útflytj-
enda um þennan höfuðvið-
skiftavin væri sjaldan mjög
gáfulegt, og bæri oft með sér
að það væri sett saman af
mönnum sem virtust eitthvað
skrýtnir á geðsmunum eða
jafnvel „undir áhrifum“ oftar
en góðu hófi gegnir, þá hefur
aldrei komið fyrir að rússar
létu sem þeir heyrðu þetta
agg og vei í íslenskum við-
skiftavinum sínum: aldrei
sögðu rússar ilt orð á móti um
íslenskt stjórnarfar, og þykir
þó stjórnarfar okkar ekki al-
tént par þokkalegt eða beinlín-
is til fyrirmyndar neinsstaðar
í heiminum. Við í MÍR höfum
þannig haft sérstöku hlutverki
að gegna í almennum manna-
siðum gagnvart Ráðstjórnar-
ríkjum, með því að vinna að
gagnkvæmum menníngar-
teingslum auknum skilníngi og
vináttu milli þessara viðskifta-
þjóða, íslands og Ráðstjórnar-
rikjanna. Þar sem opinber mál-
gögn utanríkisverslunar vorrar
hafa lagt nið, svívirðíngar og
óhróður um kaupunaut sinn
sem kaupbæti ofaná vöruna
sem þeir selja honum, höfum
við í MÍR reynt að bjarga
sóma landsins gagnvart hinum
sama kaupunaut með því að
stuðla að heilbrigðri vináttu,
andlegum samskiftum, bróður-
legum skilníngi og friðsamlegri
sambúð milli þessara tveggja
þjóða.
Við höfum lagt til þann sið-
ferðiléga grundvöll sem ís-
lenskir kaupmenn, viðskifta-
stétt íslands og stjórnarvöld,
skorti manndóm til að skapa
af sinni hálfu milli vor og
þessa góða nágranna og mikla
viðskiftavinar íslensku þjóðar-
innar.
Við höfum komið upp um
ýmsar lygasögur og gert mátt-
lausan margskonar óhróður
sem dagblöð íslensku út- og
innflytjendastéttarinnar hafa í
blöðum sínum og öðrum mál-
gögnum kappkostað að dreifa
út um þennan ágæta viðskifta-
vin sinn, og gert það sem í
okkar valdi stóð til að skapa
skilnípg og yjngemd hjá ís-
Sunnudagur 27. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
lenskum almenningi i garð ráð-
stjórnarþjóðanna. »
Ég ætla ekki á þessu smá-
afmæli að fara að hælast um
yfir því starfi sem þetta únga
félag hefur unnið. En hinu ber
að fagna, að starf okkar hefur
átt skifníngi að mæta hjá
landsmönnum og eignast sterk
ítök í landinu. Þrátt fyrir
stöðugan skætíng um MIR í
opinberum málgögnum þeirra
aðilja sem auðgast á verslun
við Ráðstjórnarríkin, hefur al-
menníngur hvarvetna á land-
inu, ekki síst hér í Reykjavík,
eflt félagið til starfsemi sinnar
með því að fjölsækja fræðslu-
fundi og skemtunar af marg-
víslegu tagi, sem félagið hefur
geingist fyr.ir, Ég vil nota
þetta tækifæri til að leggja á-
herslu á ánægju okkar yfir því
að stuðníngur almenníngs við
hinn menníngarlega tilgáng
þessa félags hefur hvorki ver-
ið bundinn af stjórnmálaaf-
stöðu né mótaður af henni.
Það hefur sannast, að þó að
Ráðstjórnarríki séu sósialistisk
verklýðsríki, sem er stjórnað
eftir vkenningu marxismans,
hefur fjöldi fólks með alt aðr-
ar skoðanir á hagstjórnarmál-
um hérlendis fagnað þeirri
margvislegu fræðslu- og menn-
íngarstarfsemi sem farið hefur
fram í landinu á vegum MIR.
Áhugi á háttum manna í
verklýðsríkinu er svo almenn-
ur, og laungun til skilníngs
á því svo rík í íslenzku þjóð-
inni, þessi gamla góða venja
íslendínga að vilja hafa það
heldur er sannara reynist, að
segja má að þetta þjóðlega við-
horf hafi verið okkur styrkast-
ur bakhjallur í starfi. Því mið-
ur hefur starfsemi okkar ekki
haft annan efnahagsgrúndvöll
en þann sem hún hefur skapað
sér sjálf með skírskotun sinni
til íslensks almenníngs. Starf
félagsins um alt land hefur
verið unnið í sjálfboðavinnu
að mestu leyti, og við tiöfum
sj.aldnast búið svo vel að geta
haft fastan starfsmann, og sem
stendur háir það mjög starf-
semi okkar að við höfum ekki
yfir neinum reglulegum starfs-
kröftum að ráða, ekki einu
sinni brot úr degi hverjum.
— En það er ekki mitt hlutverk
að rekja þau vandamál hér að
þessu sinni.
Hitt er okkur ljúft, að þakka
á þessu litla afmæli, hve góð-
um vilja ng skilníngi við höf-
um átt að mæta hvarvetna á
landinu í starfi okkar að aukn-
um vináttu- og menningar-
teingslum milli íslendínga og
ráðstjórnarþjóða. Starfsemi
MÍR á ókomnum tímum er
undir því komin að takast
megi að halda þessari þægilegu
samvinnu áfram bæði við ein-
staka menn, áhugahópa og fólk
af ýmsum stéttum og flokkum
víðsvegar á landinu.
í annan stað vil ég leyfa mér
að flytja fuiltrúanum fyrir
VOKS, herra Ivanof sendisveit-
arritara, sem hér er staddur
meðal okkar í kvöld, þakkir
fyrir komu hans hér, og biðja
hann taka á móti kveðjum
okkar til þessa bróðurfélags
okkar og þakklæti fyrir hina
ómetanlegu hjálp sem VOKS
hefur ^eitt okkur, bæði sem
meðalgángari í því að útvega
okkur híngað sendinefndir
mentamanna og lista frá Ráð-
stjórnarríkjum og einnig í því
að taka á móti íslenskum
sendinefndum sem á okkar
vegum hafa farið austur, og
greiða götu þeirra.
i------------------------------------------------------------------------
Eiti Sítil ríma
Kveðin undir Armensku
pjóolagi handa verkfalls-
vör&um, en Lísitsían söng
petta lag inn á plötu, er
hann kom hingaö um ár-
ið, og er platan stundum
leikin~í útvarpið.
Heimtar "lýður he’gan rétt.
Heyr sitt strið við yfirstétt.
(Hverrar bíður banakvöld.
Böðuls tíð er liðin ö!d )
Hverra hendur byggðu borg,
brutu lendur, gerðu torg?
Varðinn stendur, verkin sjá
vítt um strendur Iandsins má.
Rik.'ur þriggja hæða höll
hlaut og tryggir kjör sin öll.
Hverjir þiggja þrengstan rann?
Þeir, sem byggja yfir hann.
Annar brauð sitt brýtur sæll,
berst hinn dauða til.sem þræll,
Jafnar auði skipta skal.
Ska.pa snauðum betra va|.
i Berjumst sa.man, lallir eitt,
i ekkert gamanspil er þreytt.
Grýlan rama, efld við auð,
okkur kramið getur blauð.
Þvi má standa þessa vakt.
Þeirr.a brandur geigar - skakkt
umgengst vandann auðvald sýkt.
Okkar land skal frjálst og rikt.
Samherji.
——---------------—------------1
SKAK Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson
MAUGIU
Þeir voru furðu margir sem
lögðu leið sína um Þórskaffi á
sunnudaginn var, þrát,t fyrir
kulda og aðra farartálma, enda
átti að tefla þar þá skák, er
flestir bjuggust við að mundi
verða úrslitaskák skákþings
Reykjavíkur, viðureign þeirra
Guðjóns M. og Inga R. Þar
tefldi hvorugur til jafnteflis,
Guðjón lagði full hart að sér
við að halda taflinu flóknu,
en taflmennska Inga var heil-
brigð og góð, enda snerist skák-
in honum í vil þegar á leið.
En jafnframt því sem vinn-
ingslíkur hans uxu minnkaði
umhugsunartíminn og að lok-
um gerðist það sem komið
hefur fyrir Inga fyrr: hann
lék af sér taflinu í fáeinum
flýtisleikjum. Þar með var
Guðjón orðinn efstur, en sú
dýrð stóð ekki lengi, því að
á mánudagskvöldið kollsigldi
hann sig gegn Arinbirni. Nú
eru efstir þessir fimm: Arin-
björn og Jón Þorsteinsson,
Guðjón, Jón Pálsson og Ingi.
Gæti vel farið svo, að allir
fimm yrðu jafnir og þyrfti þá
ný úrslit til þess að skera úr
um hver sé Reykjavíkurmeist-
ari í skák árið 1955.
Þótt teflendur þeirrar skák-
ar, er hér fer á eftir, hafi báð-
HVATIU
ir verið meðal þátttakenda á
skákþingi Reykjavíkur í ár, er
hún ekki tefld á því móti held-
ur fyrir rúmum þremur árum,
á skákþingi Reykjavíkur 1952.
Hollenzkur leikur,
Hvítt: Freysteinn Þorbergsson.
Svart: Gunnar Ólafsson.
I. d2—d4 f7—f5 2. e2—e4
f5xe4 3. Rbl—c3 Rg8—f6 4.
Bcl—g5 b7—b6
Hvítur beitir Stauntonbragð-
inu (e2—e4) gegn hollenzku
vörninni. f stað b6 er c6 eða
Rc6 venjulegri leikur
5. f2—f3
Dálítið vafasamur leikur, Bc4
lá beint við, svari svartur þá
e6, getur hvítur leikið d5 með
sókn.
5 ....Bc8—b7
Hér kom e4—e3 sterklega til
greina og er þá e. t. v. sbezt
fyrir hvít að leika Ddl—clxe3.
6. Bg5xf6
Sterkara sýnist d4—d5.
6 ........ e7xe6 7. f3xe4
Rb8—c6 8. Bfl—c4 Rc6—a5
9. Bc4—d3 Bf8—b4 10. Rgl—e2
c7—c5!
Hótunin c5—e4 fær þessari
sókn á miðpeðin aukinn þunga.
Hvítur hefði beitur leikið 10. a3.
II. a2—a3 Bb4xc3 12. Re2xc3
c5xd4 13. Rc3—b5 O—O 14.
b2—b4
Hvítur sér sér leik á borði
til að vinna skiptamun.
14. ... Ra5—c6 15. Rb5—d6
Dd8—c7 16. Bd3—c4f Kg8—h8
ABGDEFGH
Leiki hvítur nú 17. Rf7t svarar
svartur Hxf7 18. Bxf7 Re5, 19.
Bh5 (annars vinnur svartur
strax með Dc3t, Kf2, De3t og
Ba6t) Dc3t og síðan Rdl eða
Bxe4. Svartur á þá unnið tafl
vegna þess hve menn hans
standa vel og d-peðið er öflugt.
17. Rd6xb7
Hvítur velur aðra leið, sem
einnig færir honum skipta-
mun, en með heldur minni á-
hættu.
17. ... Dc7xb7 18. Bc4—d5
Db7—c7 19. b4—b5
Varlegra hefði verið að hróka.
19. ... Rc6—e5 20. Bd5xa8
Dc7—c3t
Þessi skák er furðulega ó-
þægileg þegar þesá er gætt ’ að
svartur ó aðeins tvo menn úti.
Framhald á 10. síðu.