Þjóðviljinn - 27.03.1955, Side 9

Þjóðviljinn - 27.03.1955, Side 9
Sunnudagur 27. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI FRÍMANN HELGASON km ii ----------------— Álit ensks læknis á skað semi hnefaleikanna Handknatt- leiksmótið Hnefaleikaunnandi hefur sent Iþróttasíðunni eftirfarandi grein, sem hann þýddi úr danska íþróttablaðinu (Idræts- hladet). ,,Þegar því er haldið fram, að hnefaleikar séu skaðlegir, þá er slíkt hreinar ýkjur,“ segir vel þekktur enskur, læknir, sem ekki vill geta nafns síns með tilliti til starfsaðstöðu sinnar. ,,Eg hefi nú verið læknir á hnefaleikamótum í 25 ár og veit því hvað ég segi í þessu efni.“ „Álitið þér, að 10 til 15 lotur séu skaðlegar fyrir hnefaleika- mennina?“ „Alls ekki. Hnefa- leikamaður í góðri þjálfun bíð- ur ekki hinn minnsta hnekki af slíkri keppni.V „Hvaða aldurstakmark viljið þér setja gagnvart hnefaleika- keppni í mörgum lotum.“ „Eg myndi ekki ráða neinum hnefaleikamanni til að taka þátt í 15 lotu keppni, ef liann er orðinn meira en 36 ára að aldri, nema þá því aðeins, að hann væri að verja titil og í fullri þjálfun." „Er hættulegt fyrir 18 ára ungmenni að taka þátt í hnefa- leikakeppni, sem er meira en 8 lotur.“ „Eg held því fram, að ekkert sé við það að athuga, að 18 ára maður taki þátt í 8 lotu hnefaleikakeppni. Hér í landi mega 16 til 18 ára unglingar aðeins keppa í linefaleikum sem takmarkast við 6 lotur, en 18 ára til tvítugir menn mega taka þátt í 8 lotu hnefaleika- keppni.“ „Hvað segið þér um fall- högg?“ „Þegar hnefaleikamaður ' er sleginn rothögg lamast nokkrar heilafrumur, en þessar frum- ur ná sér aftur að fullu. Þá fyrst er hætta á ferðum, er hnefaleikamaðurinn hefur hlot- ið mörg fallhögg og rothögg í röð, því að þá getur hent sig að svo fari að frumurnar geti ekki náð sér. Hnefaleikamaður Framhald á 10. síðu. Á þriðjudag urðu úrslit í handknattleiksmótinu þessi: 3. fl. B: IR — Fram 7-5; 2. fl. kvenna: Ármann A — Fram 12-0; meistaraflokkur kvenna: KR — Þróttur 9-8; FH — Valur 9-5; 2. fl. B karla: FH — Fram 17-13; KR — IR 15-14. Klukkan 20 í kvöld heldur mótið áfram og keppa þá í 3. fl. B Valur — KR, 2. fl. kvenna FH — Fram, meistaraflokki kvenna Þróttur — Ármann og Fram — Valur, og loks í 1. fl. ÍR varð IsUsmeistari í körfnknatt- leik eítsr jafnan leik við Gosa Gosi vann 2. flokks keppnina Úrslitaleikir í körfuknatt- leiksmótinu fóru fram s. 1. föstudagskvöld. Auglýstir höfðu verið 3 leikir en aðeins einn fór fram því að tvö lið komu ekki til leiks. Voru það Ár- mann B í II. fl. og ÍKF frá Suðurnesjum. Olli þetta von- brigðum meðal áhorfenda, þeirra sem sjá áttu um mótið og höfðu augiýst það sérstak- lega þetta kvöld, og ennfremur þeirra sem leika áttu. Er slæmt af mörgum ástæðum að svona skuli koma fyrir. Eini leikurinn sem fram fór var úrslitaleikurinn í meistara- flokki sem var milli ÍR og Körfuknattleiksfél. Gosa. Var leikur þessi hinn skemmtileg- asti og er á leið mjög tví- sýnn. ÍR hafði yfirhöndina til að byrja með eins og mark- staðan í hálfleik sýnir 25:15. En Gosi sækir sig og hafði jafnað er leikar stóðu 30:30. iR tekur forustuna aftur og nær 34:36. Síðar komst Gosi í 35:36. Þegar tíminn var að verða búinn stóðu leikar 37:37. Er þá dæmt tvöfalt víti á IR. Tíminn er búinn, það má aðeins taka vítaköstin, — sem bæði mistókust — ÍR hafði betri stigastöðu eftir fyrri leiki mótsins. Cunnar M. Magnúss: \ Börnm frá Víðigerði heiðríkjur, stjörnubjört kvöld og hlæjandi mána yfir náfölri sveitinni. Veturinn breiddi hvítan feld yfir sveitina, eins og venjulega, steypti gljáandi, spegilslétt svell yfir tjarnirnar og vötnin, bjó til hjarn- brekkur, skíðafæri, skautasvell og sleðafæri, svo að börnin tíndu saman öll leikföng, sem tilheyra þessum tíma, og báru út á hlað, en af hlaðinu lágu svo allar leiðir. Börnin í Víðigerði gleymdu því, að með vor- inu ættu þau að flýja þetta kalda og hrjóstruga land. Þegar þau voru komin á hrossleggjun- um eða skautunum út á svellin, tunnustöfunum eða skíðunum upp í hlíðarnar eða sleðunum í brekkurnar, hólana og börðin, nutu þau himin- dýrðar gleðinnar og hugsuðu ekki um erfiðleik- ana, kuldann og stritið, sem fullorðna fólkið í bæjunum var sífellt að tala um. Sagan endurtók sig dag eftir dag í bæjunum, því að allir voru í Ameríkuhug. Þegar hvíta kafaldið sveiflaðist og þyrlaðist kringum bæina í svartamyrkrinu á vökunni, mokaði snjónum upp að bæjardyrunum og rúðunum, þá hryllti kvenfólkið við að fara í karlmannsföt og illhlífa sig, til þess að toga niður úr kúnum, þessum stritlum, sögðu allir. Og þegar karlmennirnir fóru á fætur í nístandi kuldanum, til þess að fara í fjárhúsin, fannst þeim dauðaónot fara um sig alla við það að bryðja frosið skyrið í morgunmálið. Þeir skulfu, svo að 'tennurnar glömruðu í þeim. Samkvæmt samþykktum hreppsnefndar Kópavogs- hrepps 9. og 17. þ.m. um ALMENNA, LEYNILEGA ATKVÆÐAGREIÐSLU um það, hvort gera eigi hreppinn að KAUPSTAÐ NÚ ÞEGAR, eða hefja umræður um SAMEININGU HREPPSINS VIÐ REYKJAVÍK, verður Methlaup Gunnars Eins og menn muna fóru nokkrir frjálsíþróttamenn frá Nor'öurlöndum til Bandaríkjanna fyrr í vetur og kepptu þar á fjölmörgum innanliússmótum við góöan orðstír. Sá norrænu keppendanna, sem vakti einna mesta athygli fyrir vestan, var hinn kunni, danski hlaupari Gunnar Niel- sen; hann sigraði hvað eftir annað beztu langhlaupara Bandaríkjanna og setti nýtt heimsmet í míluhlaupi innanhúss. Myndin hér fyrir ofan var tekin rétt um það bil, er Gunnar hóf endasprettinn í methlaupi sínu í Madison Square Garden í New York. í fararbroddi er Wes Santee frá Kansjxs, á hælum hans Dwyer og Gunnar þriðji. Almennur borgarafundur haldinn aö tilhlutan hreppsnefndar í barnaskól- anum í dag, sunnudaginn 27. marz kl. 4 síðdegis. Fundurinn er aðeins fyrir hreppsbúa Báðir málsaðilar, meirihluti og minnihluti hrepps- nefndar, hafa jafnan ræðutíma á fundinum, en kjósendum ætluö IV2 klst. til frjálsra umræöna. Leynileg atkvæðag relðsl a » ' um málið fer fram sunnudaginn 24. apríl, skv. gildandi kjörskrá og reglum um sveitarstjórnar- kosningar. Kjörskrá líggur frammi í skrifstofu hreppsins. KÆRUR skulu komnar til oddvita fyrir 9. apríl. Oddvifi Kópavogshrepps «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.