Þjóðviljinn - 27.03.1955, Side 10

Þjóðviljinn - 27.03.1955, Side 10
310) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 27. marz 1955 I Einkaútilytjandi: j jj lMI © •nnast Ctflutning og inn- s I FLUTNING Á TIMBBI, TRJÁIÐNABARVÖRUM OG PAPPÍRS V ÖRUM 41. Vodickova Praha II Tchécoslovaquie | Sinfóníuhljómsveitin Ríkisútvarpið \ ■ ■ m m Tónleikar ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ j í Þjóöleikhúsinu þriöjudaginn 29. marz kl. 7 síöd. Stjórnandi OLAV KIELLAND Einleikarar: INGVAR JÓNASSON og JÓN SEN ■ ■ ■ ■ Verkefni: : Bach: Konsert fyrir tvær fiölur og strengjasveit, : 1 d-moll. m ■ Brahms: „Tragískur forleikur“, op. 81. Tschaikowsky: Sinfónía nr. 5 í e-moll, op. 64 Aögöngumiðasala í Þjóöleikhúsinu. Tilboð óskast í 4ra tonna a! • i I ■ ■ vörubif reið • ■ ■ G-1417, Chevrolet 1953, eins og hún er nú, eftir j s skemmdir af árekstri. I Tilboöum sé skilað fyrir föstudagskvöld, 1. apríl, j til bœjarfógetaskrifstofunnar í Hafnarfirði, sem I í gefur allar nánari upplýsingar. I 2 í Tiikynning um þátttöku í Varsjármótinu Nafn: ..................................... - Heimili: .................................. Atvinna: .................................. Fæðingardagur og ár:....................... Félag: .................................... (Sendist til Eiffs Bergmanns, Skólavörffnst. 19, Rvik) ir ■ 5 ■ ■ ? Hver ber skarðan hlut frá borði? Hvað dvelur? Framhald af 6. síðu. andvirði takmarkaafkasta kaupmannsins annarsvegar og kaup hans hinsvegar. Hann bætir við manni, meðan hann gerir sér vonir um, að and- virði takmarkaafkastanna sé jafnt laununum. I frjálsri samkeppni svara launin þann- ig til takmarkaafkastanna, eins og þau eru metin til pen- inga.“ Samkvæmt þessu mun and- virði ,,takmarkaafkastanna“ nú vera hærra en tímakaup dagvinnustundarinnar og að minnsta kosti jafn hátt með- alkaupgjaldi unninna vinnu- stunda. Bendir það ekki tví-_ mælalaust til þess, prófessor Ólafur Björnsson, að tíma- kaup verkamanna sé of lágt? Greinar þessar voru skrif- aðar í því skyni að vekja at- hygli á þessum atriðum: 1. að samanburð í launa- málum verkamanna ber fyrst og fremst að miða við dag- laun, þar sem 8 stunda vinnu- dagur er viðurkenndur með samningum verkamanna og at- vinnurekenda. 2, - að vísitala framfærslu- kostnaðar er úrelt og sýnir ekki lengur sanna mynd verð- lags. 3. að breytingar á sköttum og tryggingum ásamt vöru- skorti hafi haft lítil áhrif á kaupmátt launa verkamanna, 1947—1954, (hvergi nærri 7% heildartekna). 4. að þjóðartekjurnar muni að öllum líkindum hafa auk- izt á tímabilinu 1947—1954, en skipting þeirra orðið ójafn- ari en áður. 5. að ástandið á vinnumark- aðnum bendi ótvírætt til þess, að hækka þurfi kaupgjald verkamanna. Haraldur Jóhannsson. * (Þjóðarframleiðslan skiptist — svo að farið sé með sjálfsagða hluti, — milli framleiðslu. sem ihefur neyzluvörur að lokatak- marki, og þeirrar, sem hefur fjárfestingarvörur að lokatak- marki. Á sama hátt er þjóðar- tekjunum ýmist eytt til neyzlu eða sparað er. Og nauðsynlegt er að sömu hlutföll verði milli neyzlu og sparnaðar við notkun þjóðarteknanna og milli neyzlu- varagerðar og fjárfestingar í þjóðarframleiðslunni. Ef út af er brugðið raskast verðgildi peninga. Ef sparnaður minnkar eða mö.o. stærri hluta þjóðar- teknanna er varið til kaupa neyzluvarnings án þess að fleiri framleiðsluþáttum sé varið til framleiðslu þeirra verða ekki nsegar vörur á boðstóium, að ó- breyttu verðlagi, handa öllum þeim, sem kaupa vilja. Og þar sem verðgildi peninga fer eftir magni þeirra vara, sem kaupa má fyrir þá, hsekka vörurnar í verði, þ.e. gildi peninganna rýrnar). * Andvirði innfluttra neyzluvara hefur öll fjögur undanfarin ár, numið nær réttum þriðjungi heild- arinnflutnings. Aúkning innflutn- ings um 10% jafngilti þannig aukningu heildarinnflutnings um 3%%, að öðrum liðum óbreytt- um. Barnaskemmtun Sunnudagaskóli Óháða frí- kirkjusafnaðarins heldur barna- skemmtun kl. 10.30 til 12 f. h. í dag þar sem hann- er til húsa. Aðgangseyrir er 5 krónur fyrir 5 ára börn og yngri en 10 kr. fyrir eldri börn. Aðgangseyri þennan má einnig skoða sem lítilsháttar skólagjald upp í kostnað við skólahaldið, kvik- myndasýningarvél og myndir, og veitir gjaldkeri safnaðarins gjaldinu viðtöku við inngang- inn. Á skemmtuninni í fyrramálið verða sagðar sögur, lesið upp, leikið á hljóðfæri og sungið, og loks verða sýndar skemtilegar kvikmyndir við bama hæfi. M. a. verður sýnd stutt kvikmynd sem tekin var í sunnudagaskól- anum í vetur. Framhald af 4. síðu. sparifjáreignir sem þau gátu sparað saman á stríðsárunum og dögum nýsköpunarstjórn- arinnar. Og atvinnurekendum og núverandi ríkisstjórn er bezt að gera sér ljóst strax, að verkalýðsstéttin lætur ekki bjóða sér svona hungurkjör lengur. Verði lengur þrjóskazt við að semja við verkalýðsfé- lögin um það kaupgjald sem nægir til sómasamlegrar lífs- framfærslu launþega, þá get- ur svo farið að atvinnurekend- um og ríkisstjórn, finnist kald- ur gustur blása um sig á næst- unni. Verkamenn standa nú fastar saman um kröfur sínar en nokkru sinni fyrr, og eru staðráðnir í því að sigra, hvað svo sem það kostar. Alþýðumaður. tþrótti’ Framhald af 9. síðu. sem hlotið hefur rothögg ætti að sneiða hjá hnefaleikapallin- um næsta mánuðinn á eftir. Að sjálfsögðu er sá maður ekki fullfrískur sem sleginn hefur verið niður aftur og aft- ur með stuttu millibili.“ „Getur högg á hnefaleikapall- inum valdið dauða?“ „Heilbrigður hnefaleikamaður í fullri þjálfun þolir jafnvel hin hroðalegustu rothögg. — Mannslíkaminn er margfalt sterkari en flestir álíta." SKÁKÞÁTTIIIINN Framhald af 7. síðu. Bezta svar hvíts sýnist vera 21. Kfl, hann á þá fullnægj- andi vöm gegn nærtækustu sóknarleikjum svarts Rc4 og Rg4; t. d. 21. Kfl Rg4 22. Del Re3f 23. Kf2 Dxc2f De2. 21. Kel—e2 Dc3—e3t 22. Ke2 —fl De3—f4t 23. Kfl—cl Df4 —e3t 24. Ddl—e2 Þetta var á misskilningi byggt. Betra var að leika aft- ur Kfl. 24. ... De3—c3t 25. Kel—f2 d4—d3! Þennan leik hafði hvít sézt yfir. Eftir c2xd3 Rxd3t vinnur svartur aftur það sem hann hefur fómað, t. d. 26. Kf3 Relt 27. Kf2 Dxal 28. Hxel Dd4t og Hxa8, en það fram- hald var þó betra en það sem nú dynur yfir. 26. De2—el Re5—g4t 27. Kf2—fl d3—d2! Hörmuleg staða! Leiki hvítur Ddl tapar hann drottningunni strax, en eftir Dbl verður hann mát (28. — De3!). 28. Del—g3 Dc3xalt 29. Kfl—e2 Dalxhl og hvítur gafst upp, enda er hann tveimur mönnum undir (Kxd2, Rxh2!, hvítur verður nú að leika drottningunni, en þá hirðir svartur biskupinn.) Kyndug skák! Verkamannaíélagið Dagsbrún Félagsfundurl verður í Iðnó mánudaginn 28. þ.m. kl. 2 e.h. Fundarefni: Verkfallsmálið | Stjórnin Shákdæmi Skákdálkur enska blaðsins New Statesman and Nation flytur mikið af skemmtilegum skákdæmum og þrautum. Þar rakst ég fyrir skömmu á þetta dæmi. Það er að vísu hvorki þyngra né veigameira en svo, að flestir ættu að geta leyst það án þess að setja upp borð og menn. En lausnarleikurinn er ljómandi fallegur. Lausn á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.