Þjóðviljinn - 06.04.1955, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. apríl 1955
Halldór Pétursson:
TapreksturshirHIn býður verka-
Mikið er hvað sá maður þoldi
að tapa, var sagt um Bogesen.
Enginn skynbær íslendingur
nennir nú lengur að bera á
móti þeim fleyga veruleika, að
ailt sé rekið með tapi.
Bændur hafa tapað frá byggð
þessa lands, einokunarkaup-
menn stórtöpuðu, einnig út-
iendu kaupmennirnir arftakar
þeirra, og eftir því sem tæknin
óx og fleiri atvinnuvegir sköp-
uðust hér, Varð tapið gífurlegra.
Nú er svo komið eins og allir
vita, að allt er rekið með
milljónatapi.
Það eru 54 ár síðan ég man
fyrst eftir þessu dásamlega
lausnarorði, tap, og á þessu
tímabili hefur öll okkar við-
reisn átt sér stað, sem ein-
hvern tíma hefði heyrt undir
kraftaverk, þó með tapi sé.
Við erum nú í hópi bezt
stæðu þjóða, og hverjir hafa
grætt?
Svarið liggur beint fyrir,
verkalýðurinn hlýtur að hafa
hirt afraksturinn. Gróðamögu-
ieikar verkafólksins hafa ver-
ið og eru alltaf mjög einfaldir
í sniðum.
Þetta fólk lætur starfskrafta
sína, vinnuna, gegn tötrum og
mismunandi klæðum, ódýrum
mat miðað við hitaeiningar,
bragga og þesskyns vistarverur,
en hrökkvi ekki starfskraft-
arnir fyrir þessu, þá verður
það að veslast upp og snúa sér
til drottins um að fá hærri
vísitölu á himnum.
Svona er þess gróði, en margt
smátt gerir eitt stórt.
★
Óðalsrétturinn í þjóðfélag-
inu fylgir alltaf tapstéttunum,
því þær eiga framleiðslutækin,
það eina, sem hægt er að tapa
á.
Fyrst gróðastéttin, verkafólk-
ið, getur ekki grætt svo mikið
að það geti lifað mannsæmandj
lífi, þurfum við að snúa aftur
að tapstéttunum og knýja þær
til að tapa einhverju handa
okkur til framfleytingar lífinu.
Peningamagn þessara stétta
er ótæmandi, nema þegar á að
greiða kaup, þær geta eytt tug-
um og hundruðum milljóna í,
verkföll, enda eiga þær kann-
ski hauk í horni þar sem At-
iantshafsbandalagið er annars-
vegar.
Rikisstjórnin rétti sendiráði
Bandaríkjanna 20 milljónir af
Marshallfénu og ekki værí ó-
mögulegt að það væri vinnu-
veitendum svo vinsamlegt að
hlaupa undir bagga með þeim.
' Verkalýðsfélögin hafa sett
fram kröfur sínar og staðið í
verkfalli hálfa þriðju viku; á
móti stenclur eins og veggur
alit tapliðið með ríkisstjórnina
í broddi fylkingar.
Aldrei hefur verið sýnilegra,
að nú á loks að venja hið
vinnandi fólk af því að heimta
hærra kaup.
Allir í þjóðfélaginu mega
selja sína vöru það sem þeir
mögulega geta, með réttu og
röngu, nema verkafólkið starfs-
orkuna, því verðlagi skulu tap-
stéttirnar ráða.
Nú skal sorfið til stáls og
verkafólkið svelt til hlýðni,
hungursvipan hefur frá alda
öðli verið eitt sterkasta vopn
ofbeldismannanna og er enn,
þar sem ekki þykir borga sig
að nota vélbyssur. í fremstu
víglínu éru olíusalarnir, af-
sprengi hins djöfullegasta hung-
urvalds, sem veröldin þekkir,
valds sem mer mennskuna und-
ir fótum með biblíuna í annarri
hendi, en byssuna í hinni.
Næstir ganga útgerðarmenn-
irnir, gjaldeyrisbraskararnir,
sem stjórnin ber sérstaka á-
byrgð á, ábyrgð sem kemur til
með að gilda sem sjálfsskuldar-
ábyrgð.
Þá koma heildsalar og aðrir
landleysingjar, sem fylla fylk-
ingu Ólafs hins digra og endur-
borna.
Allur þessi lýður hyllti
hundrað ára afmæli frjálsrar
vérzlunar með því kjörorði að
neita að selja vörur þeim, er
semdu löglega við verkalýðsfé-
lögin í þessari kaupdeilu.
★
Við erum svo óheppin að
ekki standa til kosningar á
þessu vori, þá hefðu ekki verið
vandkvæði á að semja. En við
skulum engu kvíða. Sagan sýn-
ir okkur að alþýðan getur allt
sem hún vill, hvaða vopnum
sem beitt er.
Við erum staðráðnir í því að
sýna þessum herrum, að þeir
skulu ekki einráðir um að
Karlakór Reykjavíkur söng
fyrir nokkrum dögum fallega
og skemmtilega undir stjórn
Sigurðar Þórðarsonar. Til að-
stoðar var Fritz Weisshappel,
sem lék ágætlega undir á píanó.
Samsöngurinn hófst á laginu
„Syngdu gleðinnar óð“ eftir
Karl Ó. Runólfsson í hinum
hefðbundna stíl ættjarðarlaga.
Annað lagið var „Álfaskeið"
eftir Sig. Ágústsson. í því lagi
var Guðmundur Guðjónsson
einsöngvari með kórnum, geð-
þekkur söngmaður með bjart-
an og þýðan róm. Næstu tvö
lögin,, ,,Vögguvísa“ Jóns Leifs
og „Álfafell" Áfna Thorsteins-
sonar, eru ágæt kórlög, og fór
kórinrr mjög vel með þau, en
í því síðara naut hann þess að
hafa jafnágætan einsöngvara
sér til aðstoðar og Guðmund
Jónsson. Grænlandsvísur Sig-
fúsar Einarssonar við hið al-
kunna kvæði. Sigurðar Breið-
fjörðs voru einkar skemmtileg-
ar. Geysitilþrifamikill var söng-
ur Guðmundar Jónssonar í
hinu svipmikla lagi Sigurðar
Þórðarsonar „ísland“. Mjög
skýr og góður var einnig flutn-
ingur þeirra félaga á „Veiði-
mannakór" Webers, framúr-
skarandi kórsöngslagi. „Söngur
ferjudráttarmanna á Volgu“
var að vísu vel fluttur, en radd-
setningu var þar ábótavant að
því leyti, að þar bar allt of
skipta þjóðartekjunum.
íslenzk alþýða hefur svelt
fyrr og lifað samt. Og hver vill
jafha því saman að svelta ár
og aldir undir merki vonleys-
is og örvæntingar og hinu að
svelta um stund með sigurvissu
í brjósti.
Þetta er aðeins dálítið tíma-
spursmál, því það er takmark-
að, sem þeir geta án „þræl-
anna“ verið.
Tökum nýlendufólkið aftur
til fyrirmyndar, sem er komið
á það stig, að því er horfinn
ótti við allt, utan það að hafa
ekki frelsi til bættra lífs-
kjara..
Öreigarnir, eigendur fram-
ieiðslutækjanna, bjóða okkur
nú gleðilega páska í gerfi Ás-
gríms Hellnaprests, sem fræg-
astur er í sögu.
Það var hans siðurr í harðind-
unum þegar fólkið dróst um
byggðina örvasa af hungri og
eymd, þá settist hann út á
varinhelluna, raðaði gnægð
góðmetis í kringum sig og úð-
aði því í sig. Síðan mælti hann
við þá er framhjá fóru: Þetta
borða ég nú veslingur, -en þú
getur snapað gums.
Svar okkar við þessu skal
vera: Verði ykkur að góðu. Við
getum beðið, því tími okkar er
skammt undan.
Þetta er sannmæli, sigurinn
er skammt undan og þann sig-
ur verðum við að læra að hag-
nýta okkur, snúa honum upp í
alhliða sókn íslenzkrar alþýðu,
nýrrar frelsisbaráttu, — annars
verður hann sýndarsigur.
mikið á tenórröddunum, og
maður saknaði hinna þungu,
regindjúpu rússnesku bassa,
sem hvergi eiga fremur heima
en í þessu lagi.. „Kampavíns-
kviða“ eftir Lumbye er kátt og
fjörugt lag og kvæðið slíkt hið
sama, og kórinn flutti það mjög
í hinum sanna og rétta anda.
„Hin horfna“ eftir Járnefelt
tókst líka vel. Næst var lagið
„Á leið til Mandalay“ eftir
Oley Speaks við kvæði Kiplings.
Þetta er einkennilega snjallt
og skemmtilegt lag þrátt fyrir
hálfgerðan ,,slagara“-keim, sem
að því er, og Guðmundur Jóns-
son fór með einsöngshlutverkið
af sannri snilli. Að lokum var
svo syrpa úr „Ilnotubrjótn-
um“, lagaflokki fyrir hljómsveit
eftir Tsjaikovskí. Lögin hefur
söngstjórinn, Sigurður Þórðar-
son, fært í kórbúning. Um það
má deila, hvort rétt sé að um-
klæða tónverk á þennan hátt,
og vissulega ber að gæta alls
hófs í því efni. Þó hygg ég, að
ekki hafi verið framin nein
stórspjöll í þessu tilfelli. Söng-
stjórinn hefur auðsjáanlega
gert sér allt far um að sýna
tónskáldinu fulla hollustu, og
þar að auki er svo hin ágæta
textaþýðing Jakobs Jóh. Smár.a,
sem hæfir prýðilega þessum
fallegu lögum.
B. F.
SamsÖDgur Karlakórs Reykjavíkur
{Morgunblaðið þiggur ódul-1
{ búnar rnútur fré bandarísk- j
um vopnoframleióanda
Morgunblaðið hefur nú prívegis birt lieilsíðu aug
■lýsingu til lofs og dýrðar Atlanzhafsbandalaginu, \
I stórar teikningar og áróðurstexta. Auglýsingarnar
eru greiddar af bandarískum vopnaframleiðanda
,,United Aircraft Corporation“ sem tekur það fram
j að hjá honum starfi „leiðandi (!) teiknarar
og framleiðendur í bandarískum flugvélaiðnaði.“
Þetta eru auglýsingar af alveg nýrri gerð á ís- :
landi. Vopnaframleiðandinn lœtur sér auðvitað :
j ekki til hugar koma að lesendur Morgunblaðsins
hlaupi upp til handa og fóta og fari að kaupa
prýstiloftsflugvélar eftir lestur auglýsinganna.
Þetta er hvorttveggja í senn: erlendur áróður og
mútvr. Vopnaframleiðandinn telur sér hag af því
a& haida uppi sem mestum áróðri í págu Atlanz-
liafsbandalagsins, og segir pað sína sögu um pað ■
j handa hverjum pað bandalag er stofnað. í annan
j stað vill fyrirtáekið styrkja blöð sem eru í pjónustu \
bandalagsins, svo að pau finni í verki að þau eigi \
j góða vini; petta eru sem sé mútur sem ekki er ver- \
\ ið að fara í neina launkofa með.
Að verja sitt skott — Skott er þýðingarmeira sjálf-
stæði þjóðar — Barnaskari á götunni — Lúxusbílar
eða leikvellir?
ÞAÐ HEFUR viðrað vel til að
standa verkfallsvörð að und-
anförnu. Veðurguðirnir eru
verkamönnum hliðhollir, þótt
auðstéttin loki augunum fyrir
réttlætiskröfum þeirra. Og
það er kynlegt með þetta fólk
sem liggur hvað hundflatast
fyrir könum og þolir ekki að
andað sé á neitt sem banda-
rískt er, það umhverfist ger-
samlega þegar það brunar í
bæinn á sínum gljáandi lúxus-
bíl sem minnir einna mest á
leikfangabíl, og verkfallsvörð-
ur stöðvar bílinn með kurt-
eisri beiðni um að fá að líta
í skottið á dollaraglottinu. Nei,
það skal ekki ske mótþróa-
laust. Skottið er allt í einu
orðið þýðingarmeira en sjálf-
stæði þjóðarinnar. Jafnvel frú-
in fær tilfelli yfir því að simp-
ill verkamannsdrjóli skuli fara
höndum um skottið. Nei, þýð-
ingarmest af öllu er að verja
sitt skott! Og svo fer maður
að hugsa um hvemig sálarlífi
þessa fólks sé eiginlega farið.
Frúin sem leggst í rúmið ef
hún fær ekki franskan módel-
hatt fyrir aldarafmæli frjálsr-
ar verzlunai1, eiginmaðurinn
sem stærir sig af því í sinn
hóp að hann styrki fátækan
námsmann með 100 krónum á
mánuði, því að hann sé vinur
fátækra og ,gefur Vetrar-
hjálpinni gömul föt og pen-
ingafúlgu fyrir jólin, þetta
fólk má ekki til þess hugsa
að verkamenn hafi laun sem
hrökkvi þeim fyrir brýnustu
nauðsynjum.
EITT AF ÞVÍ sem fylgir góða
veðrinu er vaxandi fjöldi
bama á götum úti. Ég ætla
ekki að ræða um leikvalla-
skort né heldur þá staðreynd
að börnin í kjöllurum fínu
húsanna fá oft ekki að leika
sér í görðunum því að þeir
eiga kannski að fá verðlaun á
afmæli Reykjavíkur, en af
þessum ástæðum til dæmis
er barnaskarinn á götunum
gífurlegur, og það er vandi
fyrir bílstjóra að aka um
götur bæjarins. Litlu krakk-
arnir sem ef til vill eru í
fyrsta skipti í vor úti upp á
sitt eindæmi skilja ýmist ekki
hættu þá sem af bílunum
stafar eða hræðslan við þessi
marglitu skrímsli lýsir sér í
því að þau hlaupa snögglega
heim til sín til að forða sér,
ef til vill einmitt beint 1 veg
fyrir eitt skrímslið. Og oft er
það snarræði bílstjóranna eitt
sem forðar slysum. Hvað
skyldi annars vera hægt að
byggja marga leikvelli fyrir
þá lúxusbíla sem fluttir hafa
verið inn að undanförnu? Eig-
inlega finnst manni meiri þörf
leikvalla en lúxusbíla, nóg
var fyrir af þeim, en leikvalla-
skortur hefur verið tilfinnan-
legur í langan tíma. Þetta
vandamál blasir við hverjum
sem er þessa góðviðrisdaga,
en það er trúlega of nærtækt
til þess að ráðamönnum þjóð-
félagsins finnist taka því að
reyna að leysa það. Kennið
börnunum bara að passa sig
á bílunum og bílstjórunum að
aka gætilega þegar börn eru
að leik á götunum, og þá ætti
þetta allt að slampast eins og
hingað til!