Þjóðviljinn - 06.04.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.04.1955, Blaðsíða 1
Boðskapur Sjálfstæðisflokksins verður ekkl misskilinn: 1tÞað á að hafa vélbyssur og skjóta þessa helvítis hunda”! „Járningamaður ílialdsins" Einar Ásmundsson o.fl. smöluðu Heimdallar- skríl og landeyðum til endurtekinna árása á verkfallsmenn í fyrrinótt Verkalýðssamtökin verða að sýna þessum stríðsóða auðstéttarskrí! að verkalýður Reykjavíkur lætur ekki bjóða sér slíkar gangsteraðfarir Deiluaðilar höfðu með sér samningafundi í gær. Hófust þeir kl. 2 og stóðu enn þegar blaðið fór í prentun. — Þegar Þjóðviljinn liafði samband vi<S samninganefnd verklýðsfélag* anna laust fyrir miðnætti höfðu eingöngu verið ræddar sérkröf* ur félaganna — og engin tilbocí höfðu komið fram frekar en fyrr frá atvinnurekendum. Togari Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar, Júní, kom af veiðum í gær með 170 lestir af salt- fiski. Var uppskipun langt kom- Sjálfstæðisflokkurinn hefur kastað grímunni. Und- irtektir almennings undir fjársöfnunina til styrktar verkfallsmönnum hafa sýnt atvinnurekendum og ríkisstjórninni að verkamenn verða ekki sveltir til hlýðni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því gripið til þess ráðs að skipuleggja Heimdallarskríl og róna í slagsmálalið gegn verkalýðnum. • í fyrrinótt sendi Sjálfstæðisflokkurinn þrisvar slíkan liðsflokk til næturárása á verkfallsmenn. Var fyrsta árásarferðin farin undir forustu Einars Ásmundssonar í Sindra, manns er verkalýðssamtökin þekkja af gamalli fjandsemi, manns er sagði fyrir þremur dögum um reykvíska verkfallsmenn: „Það á að hafa vélbyssur og skjóta þessa hunda!” Með þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn opinberað hug sinn til verkalýðsins, það er dagskipun hans til árása á verkalýðinn. í gær var sagt frá árás þeirri er gerð var s.l. sunnudag, und- ir forustu Einars Magnússonar guðfræðings og menntaskóla- kennara á verkfallsmenn uppi við Geitháls. Stingur sú árás mjög í stúf við framkomu al- mennra vegfarenda, sem yfir- leitt hafa sýnt fullan skilning á starfi verkfallsvarðanna og rétti þeirra til að hindra verk- falisbrot. Beið ekki með að berja verkfallsmenn Á sunnudaginn koni einn af gæðingum Sjálfstæðisílokksins, Einar Ásmundsson í Sindra, sem almenningur í Reykjavík þekkir undir nafninu „járningamaður íhaldsins“ til landsins. Á leiðinni heim sagði hann um reykvíska verkfallsmenn: „Það á að hafa vélbyssur og skjóta þessa hunda.“ (Tveim eða þrem blótsyrðum úr setningunni er hér sleppt). Einar Ásmundsson lét ekki bíða að berja á reykvískum verkfallsmönnum, hann hafði ekki verið heilan dag á landinu þegar hann smalaði Heimdallar- skríl og hafði forustu slagsmála- liðs er sent var til árása gegn verkfallsmönnum skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Fyrsla atlaga skrílsins Slagsmálalið íhaidsins sem gerði fyrstu árásina gegn verk- fallsmönnum fór i nær 20 bílum upp hjá Smálöndum nokkru eft- ir miðnætti og réðist á verk- fallsverðina þar. Tóku verkfalls- I»essi iiiíiner I bílaflotanum er flutti slagsmálalið Ihaldsins gegn verkalýðnum í fyrrinótt voru m.a. þessir bílar: G 914 (er gerði ítrekaðar tilraunir til að aka á verkfallsverði), R 119, G 1077, R 5003, R 6721, Ö 229, Z 244, R 2052, R 5154, R 6256, R 2640, R 2124, R 1651, X 785, R 6766. verðirnir dólgshætti þeirra með ró og stillingu og réðist þá Heim- dallarskríllinn á þá með bar- smíðum og reyndi að velta bíl þeirra út í skurðinn. Var þetta hindrað og varð slagsmálalið fhaldsins að hverfa frá við svo búið, — enda munu ýmsir í þeim hópi ekki sækjast eftir návist lögreglunnar, en hún var komin á vettvang. Rannsókn Blöndalsmáls- Ins er enn leynileg Þjóöviljinn hafði í gœr tal af sakadómara og spurðist fyrir um gang Blöndalsmálsins. Kvað sakadóvmri rann- sóknina vera í fullum gangi ,og myndi hún standa lengi enn. Ekki væri enn tímabœrt að aflétta leyndinni sem hvílir yfir rannsókninni og vœri engar fréttir hœgt að segja um málið að svo stöddu. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá mun Gunnar Hall hafa gefíð upp lánardrottna fyrirtækisins, lánsupp- hæðir og lánskjör, og munu fjármálamennirnir skípta mörgum tugum. Er nú verið að yfirheyra pá fríðu fylk- ingu; m.a. var Sig. Berndsen yfirheyröur í gær. AIIiz fyrir einn og einn fyrir alla Herðum enn á söfnuninm Heitndellingar fyikja gegn verkamönnunt Leið nú nokkur tími. En það var síður en svo að slagsmálalið íhaldsins væri hætt fjandsemi Framhald á 8. síðu. ið í gærkvöld,- og munu lang- flestir verkamenn í Hafnarfirði hafa verið í vinnu í gær sam- kvæmt nýju samningunum. Júlí kemur af veiðum í dag með 170-180 lestir af saltfiski. Allir Hafnarf jarðarbátarnir stunda enn veiðar, nema bátur Ingólfs Flygenrings alþm. Eðvarð Eggert Sigriður Hanníbal Fnndnr í Gamla bíói kl. 3 í daí! Fjársöfnunin ,til verkfallsmanna er komin upp í eitt hundrað og fimm púsund krón- ur — auk peirra sjötíu og fimm púsund króna, sem verkfallsmenn hafa fengið frá Loftleiðum. Er verkfallssjóðurinn pá orðinn eitt hundrað og áttatíu púsund krónur. í gœr skilaði Félag íslenzkra kjötiðnaðarmanna kr. 1500.00. Þá var skilað af söfnunarlistum, frá starfsmönnum í Áburðarverksmiðjunni, kr. 2150.00. Einnig var skilað söfnun af mörgum söfnunarlistum, víðsvegar, svo uppliœð- in komst upp í fyrrnefnda tölu. .Uerðum pnn á söfnuninni. — Munum kjörorðið: AUir fyrir einn og einn fyrir alla. Samninganefnd verklýðsfélaganna gengst fyrir fundi í Gamla bíói kl. 3 í dag. Fundarefni: Verk- fallsmálin. Ræðumenn: Eðvarð Sigurðsson. Eggert Þorsteinsson, Sigríður Hannesdóttir og Hannibal Valdimarsson. Aðgangur er heimill meðlimum þeirra félaga, sem í vinnudeilu era.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.