Þjóðviljinn - 21.04.1955, Side 5
Fímmtudagur 21. apríl 1955 — ÞJÓÐVlLJlKlN — (17
Þættir úr heilsuverndar- og fé-
logsmálaþróun Sovétríkjanna
■
■
I G/eð/’/egf sumar
\ -isgcirsbúð Batóursgöttii í!l
Framliald af 15. síðu
berhögg við, þrátt fyrir mjög
fullkomna heilsuvernd á öðrum
sviðum.
Þessa fáu drætti úr heilbrigð-
ismálum rússnesku þjóðarinnar
læt ég nægja, þótt margt væri
annað fróðlegt að sjá í þeim
efnum, og sný mér að lokum að
nokkrum málum í félagslegri
þróun, sem mér virtust vera
eftirtektarverð.
Um kaupgjald og verðlag i
Rússlandi hefir verið mikið
deilt í hinum vestrænu löndum
og sitt sýnst hverjum. — Hættir
mönnum þá.við að líkja þess-
ari víðlendu þjóð, sem telur
hundruð milljóna íbúa og átti
ekkert félagslegt öryggi til fyr-
ir nokkrum áratugum, við t. d.
Norðurlöndin, sem búa við
einna fullkomnustu félagsmála-
löggjöf í heimi, enda hægara
, um vik vegna mannfæðarinnar.
Frá minu sjónarmiði er það
ekki kaupgjaldið, sem gefur
milljónafjölda Sovétríkjanna
forhlaup umfram aðrar marg-
milljónaþjóðir, því mér virtist
kaupgjaldið vera fremur lágt
þar. En það er hið margvíslega
öryggi, sjúkratryggingar og
ellitryggingar öllum til handa,
sem þekkist sennilega óvíða eins
skipulagt og þar, þegar um stór-
þjóðir er að ræðá. Aðstoð til
náms er veitt þeim sem hæfir
eru til þess taldir, og háskóla-
stúdentar með mikla eða sér-
stæða námshæfileika eru laun-
aðir fyrir að læra. Mæðra-
vernd, barnavernd og fullkomið
jafnrétti karla og kvenna, bæði
í launamálum og atvinnumál-
um, virðist vera mjög til fyrir-
myndar. Og þá kem ég að því
atriði, sem mér þótti einna mest
til koma í Sovétríkjunum, en
það var staða konunnar þar.
Svo míkið eimir enn af kven-
réttindakonunni eftir í mér,
þrátt fyrir margskonar von-
brigði í þeim efnum, Hvarvetna
sem komið var, voru konur jafn-
hliða í forustu. Við komum á
mæðraheimili, barnaheimili, i
súkkulaðiverksmiðju, æskulýðs-
höll, í 2 hljómlistarskóla, heilsu-
vemdarstöð, menningarfélags-
heimili og sumardvalarheimili
stálpaðra unglinga, og stjórn-
uðu þessum stóru fyrirtækjum
konur. Um 40% í læknastétt
landsins eru konur. í Tiflis í
Grúsíu var kona ein gestgjafi
okkar. Okkur var sagt að hún
væri heimsfræg. Menn geta
nefnilega líka orðið heimsfrægir
fyrir austan tjald, svo er víð-
lendið mikið. Þessi kona var á
að gizka lítið innan við fertugt,
tíguleg og siðfáguð. Hún var
læknir að menntun og ferðaðist
hún um sem fyrirlesari í Sov-
étríkjunum. Maður hennar var
og þekktur kennari í skurð-
lækningum við háskólann í
Tíflis.
I í Tiflis var okkur sýnt
kennslutæki fyrir unglinga,
sem var mjög til fyrirmyndar,
þar. Þess konar fyrirtæki eru
starfandi víða um Sovétríkin, og
eru algerlega sjálfstæðar
stofnanir. Stórt landsvæði er
afhent fyrir námsstarfið, og er
þar byggð lítil járnbraut með
öllu tilheyrandi. Síðan eru börn
frá 11 ára að aldri ráðin til
starfa undir forsjá fullorðins
og sérmenntaðs kennara í járn-
brautarfræðum. Brautirnar eru
siðan algerlega starfræktar af
börnum frá 11—15 ára að aldri.
Við ókum með litlu brautinni
í Tíflis á leiðarenda, og minnist
ég lengi hinnar barnslegu gleði
blandaðrar sj álfstæðiskennd, í
augnatilliti drenghnokkans, sem
stjórnaði brautinni og hélt ör-
lögum okkar í hendi sér á vega-
spottanum þeim.
Á margvíslegum keppnímót-
um í heiminum, sem Rússar
taka þátt í hin síðari ár, eru
þeir oft fremstir og alltaf fram-
arlega. Gildir það bæði um í-
þróttir, listdans, skák og hljóm-
list. Margir undrast þetta og
aðrir tregðast við að viður-
kenna það. Þegar maður hefir
ferðast um í Sovétríkjunum og
séð hin svoköltuðu menningar-
heimili, sem starfrækt eru í
sambandi við hvern skóla,
verksmiðju, samyrkjubú og yf-
irleitt þar sem nokkur hundruð
manns eru saman komin, hættir
maður að undrast yfir þessu
fyrirbæri síðari ára. Á menn-
ingarheimilunum er siúlligáfan
uppgötvuð í hvaða mynd sem
er. Unglingurinn er tekinn í
forsjá og honum beint inn á þá
braut, sem hugvit hans og gáfur
stefna að. — Við dvöldum sól-
skinsbjartan eftirmiðdag í skóg
arrjóðri, þar sem staðsettur
hafði vérið sumardvalarstaður
fyrir uþglinga 13—15 ára að
aldri. Þár var auðvitað leiksvið
eins og iallsstaðar á samkomu-
stöðum llússa. Börnin, sem þar
komu frþm, sýndu ótvíræða list-
hæfileika. Lítil stúlka las
kvæði eítir Pushkin með sterk-
um draiinatiskum hreim. Hópur
bama göng hin tregablöndnu
Ijóð sléútunnar, og 2 drengir og
2 stúlkuir dönsuðu þjóðdansa af
óskiljaníegri list. Á slíkum leik-
fjölum feyrja sennilega ballett-
ástmeyjör koparriddarans og
Svanavatnið, einsöngvarar ó-
perunnar Eugen Onegin og
stjórnendur tónverka Tschai-
kowskis. En framangreind list
flutt í Rússlandi er þeim ó-
gleymanleg, sem á hlýða og
horfa, og á sennilega hvergi
sinn líka í heiminum.
Margir hafa spui't mig um hý-
býlakost almennings í Rúss-
landi. — Sem gestir rússnesku
kvennanna höfðum við þá sér-
stöðu, að við fengum tækifæri
til þess að koma inn í þó nokkr-
ar einkaíbúðir, þar á meðal í
íbúð söngkonunnar frú Kazan-
tseva, sem heimsótti ísland á
vegum MÍR fyrir nokkrum ár-
um, en hún þýr í tveim her-
bergjum í skýjakljúf í Moskva,
og í 3 verkamannaíbúðir í Tíf lis.
Ennfremur komum við inn í
nokkrar samyrkjubúsíbúðir. Á
íbúð frú Kazantseva og verka-
mannaibúðunum var furðu lít-
ill munur að stærð. Verka-
mannaíbúðirnar voru sæmilega
rúmgóðar, en búnar frekar fá-
breyttum húsgögnum. í einni
þeirra var píanó, enda spiláði
dóttirin vel. Eldhúsin stóðu
langt að baki nútíma islenzkum
eldhúsum, eins og þau gerast
víða hér í Reykjavík, en þau
eru lika óvenjulega fullkomin
og langtum fremri enskum eld-
húsum og flestum dönskum,
þeim er ég hefi séð, svona upp
og ofan hjá verkafólki. Þrátt
íyrir fábrotin eldhús, kvað rúss-
neska konan vera dugleg mat-
selja, og var sá matur, sem við
fengum hvarvetna mjög góður,
fjölbreytilegir réttir, kryddaðir
og sérstæðir. Brauðin voru t. d.
ljúffeng og vel bökuð, og vegna
þess að ég hafði heyrt því fleygt
hér heima, að bakarar væru
mjög óánægðir með að baka úr
því mjöli, sem flutt hefur verið
inn á viðskiptasamningum okk-
ar við Rússa, bað ég um upp-
skriftir á bakstri hinna ágætu
brauða, sem við fengum. En ég
græddi lítið á því, þar eð leið-
beiningarnar voru mjög likar
því sem ég átti að venjast.
Ekki fannst mér mikið koma
til búðarvarnings, sem við sáum, •
og fórum við þó nökkrum j
sinnum í búðir, bæði einar og í £
fylgd með túlkum okkar. Víða |
Fraxnhald á 18. síðu.
|r «ö:..,feÆ3,Kft«:iib»rnaÍáínbrautin. , ævintýraleiksins
fslenzku konumar rœöa við grisk-kaþólskan prest eftir
messugerð í kirkju hans.
GléSilegf sumar
Ðavíð S. Jónsson & C:@»
G/eð/7egf sumar
Almerma byggingafélapð ki.
GleBiIegf sumqr >!
Bílamarkaðiirími
H. Jónsson & Co.
Brautarholti 22
Gleðilegf sumar
Verzlunin Aláan,
sumar
Kústa- og pensIagerðÍH
Hverfisgötu 46
GleSilegt sumar
Gislí J. Johnsef»
w
Gte&ilegt sumar 'W
ölíuverzlun Jslanðs kf»
Gle&ilegf sumar
Stálsmiðjan hJ.
Jámsteypan hJ,
,-v »
■ -4 ,
Gleðilegt sumar
Aðalstræti 8, Garðastræ'tí 6,
Laugaveg 20.
GleZilegf sumar
•' Kr. Krístjánsson h.S.
Xaugaveg 168—110
»••■»*•*•»•»•*»••*•********•■*«•*««»••«.'•••••■'•••••■•••■•••••••••••••••M'MMieMIUtllilltilitltltWilIiM