Þjóðviljinn - 24.04.1955, Síða 1

Þjóðviljinn - 24.04.1955, Síða 1
VILIINN Sunnudagur 24. apríl 1955 — 20. árgangur — 91. tölublað í dag tryggja Kópavogsbúar heil- brigða framtíð byggðarlags síns með því að fella kaupstaðarbrölt hinna þriggja pólitísku Bakka- bræðra og lýsa yfir vilja sínum um sameiningu við Reykjavík Kosið í Neðra Saxlandi í dag Kosningar verða í dag til fylk- isþingsins í Neðra Saxlandi í Vestur-Þýzkalandi. Taiið er að í þessum kosningum megi fá nokkra vísbendingu um, hvaða afstöðu Vestur-Þjóðverjar taka til hervæðingarstefnu stjórnar Adenauers. í Neðra Saxlandi hafa sósíal- demokratar haft stórnarforustu allt frá fyrstu kosningum eftir stríð. Þeir styðjast nú við flótta- mannaflokkinn. Sósíaldemókrat- ar eiga 61 af 142 þingmönnum, Framhald á 11. síðu. í dag greiöa kjósendur í Kópavogi atkvæöi um fram- tíöarskipun sveitastjórnarmála sinna. Fer fram almenn, leynileg atkvæöagreiösla í barnaskóla hreppsins um þessi mál og hefst hún kl. 10 árdegis. Fyrir kjósendur veröa lagöar tvær spumingar: 1. Óskiö þér aö hreppsnefnd leiti eftir og vinni að sameiningu hreppsins viö Reykjavíkurbæ, en hreppurinn haldi áfram fyrst um sinn. — 2. Óskiö þér eftir stofnun sérstaks kaupstaöar í Kópavogi meö lögum, skv. frumvarpi því sem liggur fyrir Alþingi. Gefst kjósendum kostur á aö svara hvorri spurningu um sig meö þvi aö merkja x viö já eöa nei. Á úrslitum þessarar atkvæða- greiðslu veltur það, hvort þrem- ur sjálfskipuðum pólitískum „foringjum" í Kópavogi tekst eða mistekst að fullkomna það reginhneyksli, sem hið svo- nefnda Kópavogsmál er orðið, en með framkomu sinni í því má)i hafa þessir pólitísku Bakkabræður, Hannes Jónsson, Jón Gauti og Þórður hrepp- Stjóri, orðið flokkum sínum til stórskammar. Hefur þeim t.d. tekizt svo rækilega að gera Ól- af Thors og Steingrím Stein- þórsso'n að athlægi og viðundri í þingsölunum, að ólíklegt er að flokkar þeirra kunni þeim mikla þökk fyrir. Or Örvæntingartilraun Bakkabræðra Bakkabræðurnir þrír eru orðnir vonlausir um málstað sinn vegna þess að þeim tókst ekki herbragðið að láta berja í gegn lög á Alþingi um „Kópavogs- kaupstað" áður en Kópavogs- búar fengju að láta álit sitt í Ijós í almennri leynilegri at- kvæðagreiðslu. Hafa þeir gripið til þess ör- þrifaráðs að skora á fylgismenn sína að taka ekki þátt í atkv.- greiðslunni. Er það fáránleg afstaða, því Bakkabræðurnir þrír hafa látið tilkynna það á Alþingi að á níunda hundrað kjósenda fylgi þeim í kaup- staðarsókninni. Foringjar slíks liðs ættu ekki að þurfa að vera hræddir við atkvæðagreiðslu! ★ Kópavogsbúar afstýra vandræðum En þó er það nú óttinn sem ræður gerðum þeirra. Óttinn við það að kjósendur í Kópa- vogshreppi sýni í atkvæða- greiðslunni í dag, að íslend- ingar fyrirlíta þær ósvífnu, ó- lýðræðislegu aðfarir, sem hinir þrír pólitísku Bakkabræður hafa haft í þessu máli og á- kveði sjálfir í leynilegri kosn- ingu framtíð byggðarlags síns. Þeim Hannesi, Gauta og Þórði hefur tekizt að verða flokkum sínum til minnkunar. — Kópavogsbúar af ö 11 u m f 1 o k k u m munu sýna það í dag, að þeir láta ekki þessum mönnum haldast uppi að gera1 Kópavog að viðundri í augum J allrar þjóðarinnar, afstýra kaupstaðarbröltinu og tryggja með því liagsmuni hreppsbúa og heilbrigða framtíð og þróun byggðarlags síns. íhaldið ætlar að smala! Jón Gauti fór þess á leit við verkfallsstjórnina í gær, að liann fengi undanþágu fyrir benzíni, til afnota við smölun fólks á kjörstað við atkvæðagreiðsluna í dag'- — Sýnir þetta að ihaldið ætlar að safna liði þrátt fyrir allar yfirlýsingar. Jafnvel olíufélögin neyðast til að hnekkja lýgi MorgnnblaðsinsC Áfergja Mörgunblaðsins við að ófrægja verkalýðssam- tökin eru slík*að jafnvel olíufélögin!! neyðast til þess að leiðrétta lygar þess, eins og eftirfarandi yfirlýsing sannar: „23. apríl 1955 „<ít af skrifum Morgunblaðsins í gær um stöðvun benz- ínafgreiðslu á Hreyfilsbíla á Hlemmtorgi, vill Olíuverzlun íslands h.f. hér með lýsa yfir að lyklar að stöðinni voru alls ekki teknir af framkvæmdastjóra Hreyfils, lieldur tilkynnti framkvæmdastjórinn að hann mundi liætta af- gTeiðslu meðan verkfallið stæði, nema samkomulag næð- ist um afgreiðsluna. f.li. Olíuverzlnnar íslands Hreinn Pálsson'*. Klati af bílagrúanum fyrir utan SÍS í jipphafi verkfallsins 30 þús. kr. bættust í Yerkfallssjóðinn s gær 7 gœr bœttust 30 þúsund krónur í verkfallssöfn- unina og er verkfallssjóðurinn þá oroinn 475 þús- und krónur. Þessi framlög bárust: Söfnun hjúkr- unarkvenna: a) á Vífilsstöðum kr. 1750.00 b) á Landspítalanum kr. 900.00 c) á Hvítabandinu kr. 1650.00 eða samtals kr. 4300.00. Starfsfólk Skatt- stofunnar kr. 2380.00; prentarar, viðbótarsöfmin kr. 6820.00; Verkamannafél. Húsavíkur kr. 1500.00; söfnun hjá verkamannafélaginu „Hlíf“, Hafnar- firði kr. 5000.00; framlag frá Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði kr. 5000.00; Lögreglu- félag Suðurnesja kr. 500.00. Auk þessa hefur verið skilað af söfnunarlistum kr. 4500.00. Nú vantar aðeins herzlumuninn til þess að kom- ast í hálfa milljón og verður því marki vœntanlega náð mjög bráðlega. Vsrkfallsstjérnin veitti læknum bæjarins benzínundanþágu í gær Verkfallsstjórnin ákvað í gærmorgun án nokkurs samráðs við olíufélögin að láta benzín á alla læknabíla og fór afgreiðslan fram á benzínstöð Hreyfils á Hlenuntorgi. Læknafélagið leitaði eftir þessu við verkfallsstjórnina í fyrrakvöld og afgreiddi hún málaleitun þeirra í gærmorgun. Læknar höfðu áður leitað máls á þessu við olíufélögin, en það var að fara í geitarhús að leita ullar, þar sem olíufélögin hafa ekkert ráð á benzínafgreiðslu nú án vilja verkfallsmanna. Samningafundur í nótt Samningafundir eru nú oftar og standa lengur en verið hefur frá upphafi verkfallanna. í fyrrakvöld hófst fundur kl. 8.30 og stóð til klukkan að ganga sex í gærmorgun. i gœrkvöld hófst svo fundur aftur og stóð hann enn þegar blaðið fór í prentun. Bílar fluttir inn fyrir 80 milljónir síðan í haust Sú upphœS ein Jafngildir yfir 10.000 kr. á hvern verkfallsmann Frá því í haust hafa verið fluttir til landsins 11-1200 bílar sem kosta í útsölu um 80 milljónir króna. Sú upphæð ein samsvarar yf- ir 10.000 kr. á hvern mami af þeim f jölda sem staðið hefur í verk- falli á annan mánuð. Þessi staðreynd sýnir glöggt að það vantar vissulega ekki fé til þess að uppfylla réttlætis- kröfur verkafólks. Auðvitað skal ekki dregið í efa að veru- legur hluti bílanna er fluttur inn af þörf, en það er jafn ör- uggt að enginn bíll er svo þarf- ur að hann yfirskyggi þörf al- þýðulieimilanna á mannsæm- andi kaupgjaldi. Mjög mikill hluti bílanna er einnig hreinir lúxusbílar, krómuð amerísk ferliki, ófagrir álitum og rán- dýrir í innkaupi og rekstri. Það er athyglisvert að mik- ill hluti fai-msins í skipum þeim sem nú bíða í liöfninni eru bíl- ar — meiri bílar. Hvernig láta atvinnurekendablöðin sér detta í hug að hægt sé að beygja verkamenn þegar hinar aug- ljósustu röksemdir fyrir kröf- um þeirra blasa við hverjum manni á hverjum degi á hverju götuhorni? fflteykvíkingar! Leggið allir fram fé iil aðstoðar rerkfaUsmönnum!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.