Þjóðviljinn - 24.04.1955, Page 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. apríl 1955
ie 1 dag er sunnudagurinn 24.
apríL Georgius. — 114. dagur árs-
ins. — Tungl í hásuðri kl. 15:23.
Árdegisháflæði kl. 7:18. Síðdegis-
háfheði kl. 19:42.
Dagskrá Alþingis
mánudaginn 25. janúar 1955
Efrldeiid (kl. 1:30)
1. Iðnskó'ar, frv. Prh. 2. umr. 2.
Ja.rðræktarlög. frv. 3. umr. 3. Jarð-
ræktar- og húsagerðarsamþykktir,
frv. 2. umr. 4. Riíkisreikningurinn
1952, frv. 3. umr.
Neðrideild (kl. 1:30)
1. Bæjarstjórn í Kópavogskaup-
stað, frv. Frh. 3. umr. (Atkvgr.)
2. Ríkisborgararéttur, frv. Frh. 3.
umr. (Atkvgr.) 3. Tekjuskattur og
eignaskattur, frv. Frh. 2. umr.
(Atkvgr.) 4. Verðlagsbreyting, frv.
2. umr. 5. Meðferð ölvaðra manna
og drykkjusjúkra, frv. 3. umr. 6.
Síldarverksmiðjur ríkisins, frv. 3.
umr. 7. Almenningsbókasöfn, frv.
2. umr. 8. Húsnæðismál, frv. 3.
umr. 9. Ibúðarhúsabyggingar í
kaupstöðum og kauptúnum, frv. 2.
umr. 10. Landnám, nýbyggðir og
endurbyggingár í sveitum, frv. 2.
umr. II. Ræktunarsjóður íslands,
frv. 2. umr. 12. Togarakaup Nes-
kaupstaðar, frv. 2. umr. 13. Tog-
arinn Viiborg Herjólfsdóttir, frv.
2. umr.
Eeiðrétting
Nokkrar línur féllu niður á leik-
dómnum í gær, þar sem rætt var
um Helga Skúlason. Réttilega átti
setningin að vera á þessa leið:
„Bróður Hajtang leikur Helgi
Skúlason, vandasamt h'lutverk og
margþætt sem krefst mikillar
þjálfunar og öruggrar tækni —
hann er fyrst þrætugjarn og svall-
samur stúdent, síðan eldheitur
byltingarsinni og dauðadæmdur
tötramaður, loks embættismaður
hins unga keisara. Leikur Helga
er einarður og . þróttmiki'll sem
áður, og þarf enginn að efast um
beiskju og uppreistarhug hins
unga manns" osfrv.
Sera L. Murdocli
flytur erindi í Aðventkirkjunni kl.
5 í dag og nefnist það Markverð-
asti viðburður vorra daga. Aliir
ve'lkomnir.
Kvenfélag Kópavogshrepps
minnir félagskonur á fundinn í
barnaskólanum annað kvöld kl.
8:30.
Æfing
í dag
kl. 5 eh.
FEHMINGAR 1 DAG
Nesprestakall
HelgidagsUeknir
(frá kL 8 árdegis tii kl. 6 síðdeg-
is) er Hulda Sveinsson, Nýlendu-
götu 22, sími 5336.
Næturvarxla
er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími
7911.
LTFJABÚÐIR
Holts Apótek | Kvöldvarzla til
UT | kl. 8 alla daga
Apótek Austur- | nema laugar-
bæjar daga til kl. 4.
Stúlkur:
Guðrún Örk Guðmundsdóttir,
Baldursheimi, Seltjarnarnesi.
Heiðut- Guðmundsdóttir,
Tjarnarstíg 3. Seltjarnarnesi.
Málfríður Erla Konráðsdóttir,
Þórsmörk Seitjarnarnesi.
Elísabet Jónsdóttir,
Blómvöllum Seltjarnarnesi.
Hjördís Ólafsdóttir,
Nesvegi 46.
Ingveldur Jenný Jónsdóttir,
Grandavegi 37.
Erna Maria Ragnarsdóttir,
Reynimel 49.
Ragnheiður Valdimarsdóttir,
Ægissíðu 98.
Soffia Pétursdóttir,
Ásvallagötu 4.
Xngunn Jensdóttir,
Grenimel 14.
Þórlaug Steingerður Gunnarsd.,
Kamp Knox, G. 1.
Jytte Aares Hjaitested,
Ásvallagötu 73.
Ragnheiður Guðfinna Haraldsd.,
Víðimel 63.
Edda Jónsdóttir,
Hagamel 12.
Þórunn Gestsdóttir,
Skaftahlíð 36.
Guðrún Árnadóttir,
Hagamej 16.
Þóra. Johnson,
Miklubraut 15.
Drengir:
Pétur Kjartan Esrason,
Fornhaga 19.
Gauti Indriðason,
Sörlaskjóli 34.
Haukur Már Kristinsson,
Kamp Knox, G. 7.
Einar Júlíusson,
Kvisthaga 1.
Þorgils Agnar Kristmanns,
Víðimel 23.
Magnús Þór Jónsson,
Me'ihaga 14.
Guðmundur Gaukur Vigfússon,
Víðimel 21.
Páll Beck Valdimarsson,
Reynimel 44.
Sveinn Pétur Kjartansson,
Ásvallagötu 69.
Hilmar Heiðdal,
.Sörla.skjóli 13.
Borgþór Herbertsson,
Ægissíðu 68.
Halldór Friðrik Gunnarsson,
'Hjarðarhaga 28.
Sigurjón Andrésson,
Þjórsárgötu 5.
Halldór Kjartansson,
Granaskjó’.i 3.
Karl Gústaf Grönvold,
Spitalastig 1.
Gísli Steinar Jónsson,
Kársnesbraut 25.
Gunnar Ingibergur Guðjónsson,
Bjarnastöðum, Grímstaðaholti.
Einar Örn Lárusson,
Nesvegi 64.
Guðni Georg Sigurðsson,
Reynimel 56.
Gunnsteinn Lárusson,
Þvervegi 16.
Árni Reynis,
Hringbraut 52.
Kristinn Kristinsson,
Breiðagerði 2.
Nýlega voru géfin
saman í hjónaband
af séra Birgi Snæ-
björnssyni ungfrú
Hrefna Jakobsdótt-
ir og Yngvi Ragn-
ar Loftsson, verzl-
unarmaður. Heimili brúðhjónanna
er að Þórunnarstræti 120 Akul-
eyri.
Bergur Guðnason,
Drápuhlíð 5.
Guðmar Eyjólfur Magnússon,
Borgargerði 12.
Gunnar Árni Þorkelsson,
Hörpugötu 39.
Eysteinn Bergmann Guðmundsson,
iShellvegi 10, Skerjafirði.
Laugarneskirkja
1 varp:
tónteil
/ \\\\ ^ virkjal
7 \ \ eftir B
/ ' pest-k'
Stúlkur:
Aðalheiður Lilja Sigurðardóttir,
Birkih’íð við Reykjaveg.
Arnbjörg Pájsdóttir,
Hofjaig 22.
Birna Júlíusdóttir,
Laugateig 42.
Dórs, Diego Þorkelsdóttir,
Heiði við Kleppsveg.
Dóra Þóhallsdóttir,
Hofteig 6.
Hafdis Jónsdóttir,
Stakkholti 6.
Helga Lísbet Bergsveinsdóttir,
Kambsvegi 6.
Hólmfniður Solveig Kofoed Han-
sen, Dyngjuveg 2.
Ingibjörg Beinteinsdóttir,
Stakkholti 3.
Ingibjörg Ingölísdóttir,
Si.lfurteig 2.
Jónína Guðrún Kjartansdóttir,
‘Kirkjuteig 18.
Sigríður Borg Harðardóttir,
Stakkholti 3.
Sigríður Magnúsdóttir,
Stalckholti 3.
Sigurborg Skjaldberg,
■Stakkholti 3.
Drengir:
Arnar Laxdal Snorrason,
Sigtúni 49.
Björgvin Gúnnarsson,
Stakkhoiti 3.
Böðvar Árnason,
Stakkholti 3.
Guðjón Tómasson,
Hólum við Kleppsveg.
Guðlaugur Gauti Jónsson,
Hofteig 8.
Guðmundur Heiðar Guðmundsson,
Langholtsvegi 60.
Hallvarður Ferdínandsson,
Nóatúni 26.
Hreinn Guðmundsson,
iStakkhoiti 3.
Framhald á 10. síðu.
Messur í dag
Háteigsprestakall
Messa í hátíðasal
Sjómannaskóians
kl. 11 (Ath. breytt-
an messutíma
vegna útvarpsins).
Séra Jón Þorvarðsson.
Dómkirkjan
Fermingarmessa kl., 11. Séra Ósk-
ar J. Þorláksson. Fermingarmessa
kl. 5. Séra Jón Auðuns.
Laugarnesklrkja
Messa kl. 2. Ferming. Barnaguðs-
þjónusta fellur niður. Séra Garðar
Svavarsson.
Bústaðaprestakall
Messa á Háagerðisskóia kl. 2. —
Barnasamkoma kl. 10:30 árdegis
sama stað. Séra Gunnar Árnason.
Langlioltsprestakall
Messa kl. 10:30 árdegis. Ferming.
Séra Árelíus Nielsson.
Fríkirkjan
Messa kl. 2 (Ferming). Sr. Þor-
steinn Björnsson.
Óliáðl fríklrkjusöfnuðuriim
Fermingarmessa í Kapellu Há-
skólans kl. 2. séra Emil Björnsson.
Kl. 9:30 Morgunút-
varp: Fréttir og
tónieikar: a) Læ-
virkjakvartettinn
Haydn (Buda-
pest-kvartettinn
leikur). b) Xrmgard Seefrid syng-
ur lög eftir Brahms. c) Sautján
tilbrigði op. 54 eftir Mendelssohn
(Cor de Groot leikur á píanó )
d) Hermann Schey syngur fjórar
ballötur eftir Loewe. e) For’.eikur
að baUettinum Sköpun Prómeþevs
eftir Beethoven (Hljómsveitin
Philharmonía leikur; Nikolai Mal-
ko stjórnar.) Veðurfregnir verða
lesnar k). 10:10. — 11:00 Messa í
hátíðasal Sjómannaskólans (Sr.
Jón Þorvarðsson). 12:15 Hádegis-
útvarp. 15:15 Miðdegistónieikar: a)
Sinfóniuh' jómsveitin leikur; Olav
Kielland stjórnar. 1. Leonóru-for-
lsikur nr. 3 eftir Beethoven. 2.
Norsk kunstnerkarnevel op. 14
eftir Johan Svendsen. b) Renata
Tebaldi syngur óperuaríur eftir
Verdi og Gounod (pl.) c) Fiðlu-
konsert nr. 2 í d-mo!l op. 22 eftir
Wieniawsky (Jascha Heifetz og
Fílharmoníska hljómsveitin í Lun-
dúnum leika; Sir Barbirolli stjórn-
ar) 16:15 Fréttaútvarp til Islend-
inga erlendis. 16:30 Veðurfregnir.
18:30 Barnatími (Þ. Ö. St.): Efni:
Söngur, píanóleikur, sögur, kvæði
og samtöl, flutt af börnum á Ak-
ureyri og tekið á segutband undir
stjóin Jóns Norðfjörðs leikara.
19:25 Veðurfregnir. 19:30 Tónleik-
ar (pl.): Ensk svíta i d-moll eftir
Baoh (Alexander Borowsky leikur
á píanó). 19:45 Auglýsingar. 20:00
Fréttir. 20:20 Leikrit: Drauma-
stúikan eftir Elmer Rice, i þýð-
ingu Ásgeirs Hjartarsonar. Leik-
stjóri: Rúrik Hara'dsson. Leik-
endur: Þóra Friðriksdóttir, Lárus
Pálsson, Steindór Hjörleifsson,
Ævar Kvaran, Hildur Kalman,
Hólmfníður Pálsdóttir, Þorsteinn
Ö. Stephensen, Anna Guðmunds-
dóttir, Helgi Skúlason, Gestur
Pálsson Jón Aðils, Rúrik Hara'ds-
son, Rósa Sigurðardóttir, Einar
Ingi Sigurðsson, Baidvin Halldórs-
son, Haraldur Björnsson, Árni
Tryggvason, Valdimar Lárusson
og Kiemenz Jónsson. Kl. 22:00
Fréttir og veðurfregnir; síðan
dans’.ög af piötum til kl. 01:00.
Útvarpið á morgun
Fastir liðir eins og venjulega. Kl.
20:30 Útvarpshljómsveitin: Lög úr
óperunni La Boheme eftir Puccini.
20:50 Um daginn og veginn
(Kjartan Jóhannsson alþm.) 21:10
Einsöngur: Gunnar Kristinsson
syngur; Weisshappel leikur undir.
a) Tvö lög eftir Pál Isóifsson:
Kóngsdóttir sat í dýrri höll og
I harmanna helgilundi. b) Tvö lög
eftir Brahms: Von ewiger Liebe
og Die Mainacht. c) Aria úr óper-
unni Tannháuser eftir Wagner.
•21:30 Erindi: Starfsemi neytenda-
samtakanna (Sveinn Ásgeirsson
hagfræðingur). 22:00 Fréttir og.
veðurfregnir. 22:10 Islenzk málþró-
un (Jón Aðalsteinn Jónsson cand.
mag.) 22:30 Létt lög: Lys Assia
og Rudi Schuricke syngja (pl.)
Dagskrárlok kl. 23:00.
Til Sólhelmadrengsins
hafa borizt 20 krónur frá L. J.
•Trá hóíninni
Ríkisskip
Hekla fór frá Reykjavik í gær-
kvöid vestur um land til ísa-
fjarðar. Esja fór frá Reykjavík
i gær austur um land til Vopna-
fjarðar.
Eimskip
Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn
23. þm til Leith og Reykjaidkur.
Selfoss fór frá Leith 22. þm til
Islands. Drangajökull fór frá New
York 19. þm til íslands. Önnur
skip Eimskipafélagsins eru í Rvík.
Sambandsskip
Hvassafell er 'í Rotterdam. Arnar-
fell er í Reykjavík. Jökulfell átti
að fara frá Boulogne í gær til
Hamborgar. Disarfell er á Akur-
eyri. Helgafell er í Hafnarfirði.
‘Smeralda er í Hvalfirði. Granita
er á Borðeyri. Jörund Basse átti
að fara frá Rostock í gær til
Ólafsfjarðar, Hofsóss og Sauð-
árkróks. Fuglen fer væntanlega
frá Rostock á morgun til Raufar-
hafnar, Kópaskers og Hvamms-
tanga. Erik Boye fer væntanlega
frá Rostock á morgun til Borð-
eyrar, Norðurfjarðar, Óspakseyr-
ar og Hólmavíkur. Pieter Born-
hofen er á leið frá Riga til Isa-
fjarðar, Skagastrandar, Húsavíkur,
Norðfjarðar og Vopnafjarðar.
SKÁKIN
ABCDEFGH
Hvítt: Botvinnik
Svart: Smisloff
38. Dg2—fl Bf8—g7
Nú væri Bxa6 einfaldasta vinn-
ingsleiðin, en Botvinnik kýs að
halda Smisloff í óvissu ögn leng-
ur og setja b-peðið í uppnám líka,
39. Bb2—cl Bg7—f6
40. Hgð—g4
ABCDEFGH
litli Kláus og stóri Kláus
Ævintýri eftir H. C. ANDERSEN Teikningar eftir Helge Kuhn-Nielsen
15.
Þú verður að selja mér þennan galdrakarl, sagði bóndinn,
þú getur sett upp á hann, hvað sem þú vilt; já. meira að
segja, ég skaj þegar í stað gefa þér eina skeppu af
peningum fyrir hann. — Nei, það get ég ekki, sagði
litli Kláus, gáðu að þvi, hvað mikið gagn ég get haft
af þessum galdrakarli. — Æ, mér er svo skrambi hug-
leikið að fá hann, sagði bóndinn og linnti ekki á bæn-
inni. — Jæja þá sagði litliiKiáus 'loksins, fyrst þú hefur
verið svo vænn að hýsa mig í nótt, þá ætja ég að gera
það fyrir þig. Þú skalt fá galdrakarlinn fyrir eina. .skeppu
af peningum, en ég vil hafa hana kúfmælda. — Það skaltu
fá, sagði "bóndinn, en kistuna þarna verðurðu að taka
með þér, ég vi'l ekki hafa hana stundu lengur í mínum
húsum. Það er ekki að vita, nema hann sitji í kistunni enn,
Sunnudagur 24. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Ég
vil
fn
tunnunn
mioo
jóðviljinn hefur áður
sagt frá því að verka-
menn á Akureyri settu upp
verkfallsvaktir á vegina, eins
og stéttarbræður þeirra hér
syðra, en fátt hefur til þessa
verið sagt frá þeim syðra. Til
að bæta þettá örlítið upp
er birt hér frásögn úr Verka-
manninum á Akureyri.
yerkfallsvörður við
Lónsbrú
Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar, sem nú hefur átt í
verkfalli hólfan mánuð, hefur
sett bann við vöruflutningum til
bæjarins og frá, undanskildir
þessu banni eru þó allir flutn-
ingar í sveitirnar í kring, og
frá þeim, aðrir en með benzín
og olíur. Til að framfylgja þessu,
hefur verkfallsnefndin haft verk-
fallsvörð á þjóðveginum uían
við Lónsbrú. Samskonar ráðstaf-
anir hafa verði framkvæmdar á
vegum i nánd við Rvík. Af frétt-
um blaðanna syðra sézt, að aftur-
haldið og auðmannaklíkan sem
ætlar sér að svelta verkalýðinn
til hlýðni við sig, hefur hvað
eftir annað staðið fyrir hinum
dólgslegustu árásum á verkfalls-
verðina þar. Nótt eftir nótt hef-
ur verið sent árásarlið frá stöðv-
um Sjálfstæðisflokksins, búið
bareflum og ‘ handslökkvitækj-
um! til að berja á verkfalls-
vörðunum. Þessar fantalegu til-
raunir hafa þó mistekizt að
mestu, vegna þess að verkamenn
hafa fjöimennt á vaktirnar síðan
fyrstu árásirnar voru gerðar og
hefur það komið í veg fyrir að
glæpaliði íhaldsins tækist sitt
ætlunarverk. Til þessara árása
hafa einkum verið notaðir
dæmdir menn og hverskyns
drullusokkar, lögreglu og réttvísi
að illu einu kunnir. Hér í bæn-
um finnast aftur á móti lítið af
slíkum manntegundum, góðu
heilli, og hafa verkfallsverðir við
Lónsbrú yfirleitt mætt skilningi
og kurteisi hjá vegfarendum og
öðrum, enda er umferð algerlega
l^tin afskiptalaus að öðru leyti
en því, sem að framan greinir.
Föstudagurinn langi
og „postularnir“ 12
Á fjórða tímanum fyrra föstu-
dag, sem var hinn heilagi og
langi föstudagur kristninnar,
renndu tveir fólksbílar út
fyrir Lónsbrú og staðnæmdust ó-
beðnir hjá verkfallsvörðum þar,
en þeir voru þrír á vakt. Út úr
bílunum stigu tólf menn, post-
ulatalan að Júdasi meðtöldum.
Voru þar komin ungmenni úr
Menntaskólanum á Akureyri. Á-
vörpuðu þeir vaktmennina laus-
lega, en kváðust vera hér komn-
ir til þess að brjóta „þessa ólög-
legu vörzlu á vegum úti, á bak
aftur, og opna veginn“. Þeim var
hógværlega bent á að vegurinn
væri opinn öllum venjulegum
borgurum og öllum farartækjum
öðrum en þeim, sem fluttu vörur
í banni verkalýðssamtakanna.
Ekki létu hinir 12 unglingar
neinar fortöhir eða rök á sig fá,
en urðu brátt hinir gunnreif-
ustu í munninum og viðhöfðu
stór orð um að láta hendur
skipta, ef vörðurinn yrði ekki
tafarlaust leystur upp. Sögðust
þeir vera umbjóðendur „lýðræðis-
ins í vestri“, og sjálfkjörnir
vökumenn yfir andlegu og efna-
legu sjálfstæði þjóðarinnar.
Tunnan og lýðræðið
í landinu
< ,<ii.
; , Verkfallsverðir höfðu sett
steinbákn nokkurt á neðri brún
vegarins, þar sem þeir standa
•vörðinn. Þetta steinbákn er frá
dögum hersins, það er tunnulag-
aður steypukökkur og mun hafa
verið notaður sem hliðstólpi eða
vegvísir meðan herinn dvaldi á
þessum stað. Hér eftir verður
gripur þessi nefndur tunna, þótt
engin tunna sé.
Tunnunni vildu unglingarnir
fyrir hvern mun ryðja úr vegi
og töldu hana brjóta í bág við
„lýðræðið“ og vera hinn mesta
,,skandal“ fyrir frelsið í landinu.
Byrjuðu þeir nú fangbrögð við
ferlíkið og hugðust koma tunn-
unni út af kantinum.
Einbjörn — Tvíbjöm —
og ekki gekk rófan
Sá er hafði aðallega forusíu
fyrir hinum 12 postulum lýðræð-
isins, er forstjórasonur af Akra-
nesi, ekki ógeðugur ungling-
ur, dökkur yfirlitum og með-
almanngildi á vöxt. Svipur hans
og látbragð allt ber með sér að
hann sé vanur því að fá það
sem hann biður um eða langar
í. Það kom fýlulegur þráasvipur
á andlit hans, þegar hann varð
þess var að tunnan gekk lítið
eða ekki, þrátt fyrir fangbrögð
hans og félaga hans. Verkfalls-
verðirnir létu þá að mestu af-
skiptalausa, nema hvað einn
þeirra setti tána fyrir tunnuna,
þegar atrennur drengjanna voru
hvað harðastar og tunnan var í
þann veginn að hreyfast úr stað.
Leiddist nú liðinu þóf þetta
og sáu að tunnan mundi enn um
sinn standa í vegi lýðræðisins i
landinu, nema aðrar og meiri
ráðstafanir yrðu gerðar.
Eigandinn og 30 pappírs-
peningar.
Spyr nú fyrirliðinn með þjósti
nokkrum, hver eigi þessa tunnu,
því eignarrétturinn er auðvitað
næstur lýðræðinu, og sá sem elsk
ar lýðræðið meira en sjálfan sig,
ann eignarréttinum eins og ná-
unga sínum, svo ekki sé meira
sagt. Já, hver á tunnuna? Á þvi
gat leikið nokkur vafi. Senni-
legast var talið að bóndinn í
Grænhól hefði mest tilkall til
hennar, næst Elísabetu Englands-
drottningu. En víst var að bónd-
inn á Grænhól hafði heimilað
verkfallsvörðum afnot af tunn-
unni. Er nú sendur hraðboði .á
fund bóndans og að vörmu spori
kemur hann á staðinn. Hefjast
nú langar viðræður millum hans
og ,,postulanna“ og fala þeir
tunnuna til kaups. Segjast ætla
að íjarlægja þessa tunnu í nafni
lýðræðisins, en búast við að hún
verði leiðitamari út af veginum
ef þeir eigi hana sjálfir. For-
stjórasonurinn af Akranési býður
allt að 30 krónur í tunnuna og
segist greiða út í hönd. Eftir
mikið orðaskak varð það úr að
bóndi slær honum tunnuna fyrir
30 krónur og stóð ekki á greiðsl-
unni. Það voru að vísu 30 papp-
írskrónur, en þrjátíu peningar
samt. Bóndinn hverfur síðan á
braut.
Á fund lögreglunnar
Nú þóttust piltungamir standa
með pálmann í höndunum. ’Tunn-
an var þeirra eign, upp á það
höfðu þeir skriflegt afsal frá
Grænhólsbónda — og nú var
ekki annað eftir en taka hana.
Helzt vildu þeir flytja hana í
bæinn og hafa sennilega ætlað
sér að koma henni fyrir á lóð
Menntaskólans sem sigurtákni
lýðræðis og eignaréttar. En bíla-
kostur þeirra var ekki slíkur að
hægt væri að flytja eignina með
þeim og þurfti því sýnilega að
gera aðrar ráðstafanir. Kemur
drengjunum nú saman um að
senda nokkra í bæinn eftir vöru-
bifreið, sem flutt gæti tunnuna.
Þeim sem til þeirrar ferðar völd-
ust, var einnig sagt að fara á
fund lögreglunnar og fá liðsinni
hennar til að ná eigninni úr
■ greipum vaktmanna. Um afdrif
þessa leiðangurs er fátt vitað, en
enginn leiðangursmanna kom aft-
ur að Lónsbrú. Lögreglan fékkst
ekki til að skipta sér af málinu.
Tunnan fer af stað-
Nú skipuðust málin þannig
ytra, að fleiri verkfallsmenn
komu á vaktina með því að
vaktaskipti áttu að vera kl. 4.
Unglingarnir voru að mestu
látnir afskiptalausir, en þeir
hnoðuðust við tunnuna í sí-
fellu. Kom þar að hún fór á stað
og mátti þá heyra fagnaðaróp
mikil úr liðsflokki drengja. Gátu
þeir nú velt tunnunni nokkra
snúninga eftir veginum, hafa
sennilega ætlað að koma henni á
öruggari stað og heppilegri áður
en lögreglan og vörubíllinn
kæmu. En tunnan gekk hægt og
seinlega, enda voru tær verk-
fallsmanna stundum fyrir til aug-
ljósra óþæginda.
Skólameistari
kvaddur til
Á meðan þessu fór fram höfðu
verkfallsmenn tal af skólameist-
ara í síma, og sögðu honum
hvað drengirnir hefðust þarna að
og væri hyggilegra að skakka
leikinn áður en meira hlytist
af. Skólameistari brá hart við
og kom út eftir. Sló þá nokkuð á
surna í liði ,,postulanna“ þegar
meistari steig út úr bílnum hjá
Lónsbrú. Hann bað þá að hætta
þessum stympingum þegar í stað.
Kvað þetta ekki vera innan
þeirra verkahrings og þeim
mundi sæmra að dveljast ekki
mikið lengur á þessum stað. Og
fleira sagði hann við þá í sama
dúr.
„Mín tunna“
En „eigandi“ tunnunnar taldi
sig ekki geta farið tunnulausan i
bæinn og veifaði „afsalinu“.
Skólameistari hafði hinsvegar
engan áhuga fyrir því og spurði
hvort hann ætlaði að hafa tunn-
una í herbergi sínu.
„Það er sama. Eg vil fá tunn-
una mína — þetta er mín tunna“,
staglaði drengurinn af Akranesi
í sífellu, með ólundarviprur um
alla ásjónuna.
En það var sama hversu oft
og kröftuglega drengurinn lýsti
yfir eignarétti sínurn á tunnunni.
Skólameistari taldi að hann hefði
öðru þarfara að sinna, en velta
einhverjum tunnum út við Lóns-
brú. Kom þar að lokum að skóla-
sveinarnir skriðu inn í bíla sína
og fylgdu skólameistara eftir til
heimkynna sinna. Og tunnan var
færð í sömu skorður og áður!
Tunnunnar vitjað á ný
Daginn eftir, laugardag fyrir
páska, fara M. A.-drengir enn á
stúfana. Er liði safnað af mik-
illi leynd en harðfylgi, og á nú
að láta til skarar skríða og sækja
tunnuna. Mun „tunnueigandimV1
og nokkrir aðrir sem fastast
fylgdu honum að málum á langa
frjádag hafa skipulagt liðsöfn-
un þessa, nema önnur öfl hafi
þar einnig komið til, sem er
ekki ósennilegt.
Ekki vildi þó „eigandinn11 vera
á oddinum í þetta sinn og munu
aðvörunarorð skólameistara hafa
valdið. En hvað um það. Kl. um
sjö að kvöldi er tilbúin 30—40
manna sveit, sem staðráðin er í
því að gera stóra hluti hjá Lóns-
brú. Er leitað eftir bílum á stöðv-
unum til að flytja flokkinn á
staðinn, en þá bregður svo við
að þeim er allsstaðar neitað um
bíla, þar sem stöðvarnar vildu
ekki láta auglýsa bifreiðir sínar
á þennan hátt.
K.E.A.-bílIinn bjargar
En eins og oft áður þegar
neyðin er stærst, þá er hjálpin
næst. Drengjunum tókst með ein-
hverju móti að fá til fararinnar
yfirbyggða vörubifreið, A-927,
sem tilheyrir Raflagnadeild K,
E.A. og ber auðvitað stóran K.
E.A.-stimpil, eins og flestir góð-
ir hlutir hér í bæ. Ekki er vitað
hvort forráðamönnum samvinnu-
fyrirtækisdns hefur verið kunnugt
um ferð þessa eða þeir lánað bif-
reiðina, en telja verður það ó-
sennilegt, að svo stöddu. En inn
í þennan bíl fer allur flokkurinn
og læsir að sér. Er svo ekið sem
leið liggur úteftir. Þá var kl. að
verða 8. Hafa drengir sennilega
valið þennan tíma með hliðsjón
af matmálstímanum og reiknað
út að þá mundi helzt fámennt á
verðinum við Lónsbrú.
En nokkru áður fékk verk-
fallsskrifstofan veður af ráða-
gerðinni og þar af leiðandi voru
fleiri mættir á vakt útfrá en
venjulegt er. Þetta mun hafa
skyggt nokkuð á gleði herdeild-
arinnar og dregið úr henni mesta
móðinn. Þeir keyrðu framhjá
á úteftirleið og létu ekkert til
sín heyra, en sneru þó fljótlega
við og komu aftur. Þegar bíll
þeirra hafði verið stöðvaður
opnaðist afturhurðin og dátarn-
ir fóru að hoppa niður á veginn.
rétt hjá tunnunni, (þær voru
nú reyndar orðnar tvær, því
vaktmenn höfðu fundið aðra
eins, þarna skammt frá, og fært
hana til hinnar ,,seldu“ tunnu >.
Sjálfstæðistunnan
er kyrr
Fylkingin tvísté kringum tunn-
urnar og upp á þeim, og fyrirlið-
inn, þreklegur strákur jsonur
yfirfiskimatsmannsins á Norður-
landi, kvað það meiningu sína
og sinna liðsmanna að sæk.ia
tunnu sém væri skjalföst eigh
skólabróður síns, en tunna þessj
væri mikill þröskuldur í vegi alls
frelsis og lýðræðis þar sem hún
nú væri. Honúm var sagt að
hann skyldi þá taka þessa tunnu.
Framhald á 5. síðu.
Á verkfallsvakt við .Lónsbrú, — Fremri „tunnan“ var seld fyrir
30 pappírspeninga á föstudaginn langa.