Þjóðviljinn - 24.04.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. apríl 1955
AUir verdn
að stattAn Min<in
Fernandel bakar brauð — Skemmtileg gamanmynd
— Hrókur sendir Röðli aímæliskveðju —
ÞESSA DAGANA er verið að
! Á Hverfisgötu 21 þar sem
verkfallsverðirnir hafa aðset-
ur sitt eru verkfallskonur að
hita kaffi. Ég brá mér þangað
hér um daginn og hafði tal af
þeim. Tvær konur voru þar
að ganga frá eftir miðdags-
kaffið. Ég snéri mér að .þeirri
eldri og bað hana að svara
nokkrum spurningum, og gerði
hún það góðfúslega.
,,Þú ert sjálf í verkfalli?“
„Já, ég er í Iðju og við er-
. um í verkfalli."
„Viltu segja mér eitthvað frá
kjörum ykkar þarna í Iðju?“
„Mánaðarkaupið er 2084,00
kr. eftir síðustu hækkun, það
er að segja hæsti taxtinn, sá
.taxti sem ég vinn á. I húsa-
leigu borga ég svo 400,00 kr.
fyrir utan ljós og hita, en það
álít ég nærri sanni að álíta
meðalhúsaleigu hjá einhleypu
fólki hér í dag. ■ Þannig fer
meir en y4 af laununum í
húsaleigu, ljós og hita svo
maður hefur ekki ráð á að
veita sér mikinn lúxus fyrir
afganginn; það er að segja
afgangur launanna hrekkur
rétt fyrir brýnustu lífsnauð-
synjum og varla það, þó mið-
að sé við hæstu launaflokkana
í starfsgreininni. Enda munu
margar konur sem vinna þessi
störf þurfa að vinna meira og
minna annað til að draga fram
: iífið.“
„Heldur þú að það sé mjög
algengt að konur vinni annað
með, og hvað þá helzt?“
. „Allar konurnar sem vinna
. með mér, og ekki eru giftar
. konur sem vinna heima á
heimilum sínum, vinna eitt-
i hvað annað, t. d. er algengt
að þær þvoi gólf að aflokinni
aðalvinnunni; það virðist vera
svo ástatt í okkar þjóðfélagi
• í dag að engin ein laun
. nægi til að sjá sér farborða
með.“
’ „En hvernig farið þið þá að
■ elda handa ykkur og þjóna
] ykkur, þegar þið vinnið svona
; mikið, þið borðið kannski
■ úti?“
J „Fyrirtæki það er ég vinn
. hjá hefur matarfélag, þar
. getur starfsfólkið fengið eina
heita máltíð á dag á kostnað-
' arverði, tel ég það mikið hag-
I ræði fyrir fólkið og það ættu
1 fleiri fyrirtæki að taka upp.“
f „Hvernig finnst þér stúlk-
urnar í þínu stéttarfélagi líta
1 á þetta verkfall ?“
í „Allar stúlkur sem þurfa
'I að sjá um sig sjálfar eru á
' einu máli um það að kaupið
1 sé of lágt og ekki hægt að
lifa af því. Við munum því
1 ’ allar sammála um nauðsyn
! þess að halda fast við þá
- kröfu að fá verulegar kjara-
bætur út úr þessu verkfalli,
! ég vona bara að enginn verði
svo skammsýnn að semja um
1 neinar smánarbætur, það er
! sannarlega ekki svo gaman
' að standa í verkföllum að það
] sé gert nema í brýnustu nauð-
j eyn. Ég er búin að standa í
svo mörgum verkföllum - að
ég veit orðið hvað það er.“
„Ertu búin að hita kaffið
hér lengi?“
„Þetta er fyrsti dagurinn
sem ég er hér, við skiptum
því á okkur; það er okkar
framlag til verkfallsins. Við
teljum það sannarlega ekki
eftir okkur, við vitum að ekk-
ert vinnst nema eitthvað sé á
sig lagt fyrir það og þetta er
það minnsta sem við getum
látið af mörkum“.
Ekkjait í
kJaSlaraimm
Þá legg ég leið mína til
ekkjunnar í kjallaranum sem
býr þar með fjögur börn sín.
„Þú ert í verkfalli, er það
ekki ?“
„Jú, ég er í Iðju og við er-
um í verkfalli".
„Fer nú ekki að kreppa
talsvert að hjá fólki sem
úr litlu hefur að spila.“
„Jú auðvitað kreppir að, en
ég er nú svo vöa að þurfa
að herða sultarólina. Ég hefi
fesjgiö peninga úr verkfalls-
sjóði og ég get ekki sagt að
um neina vöntun sé að ræða
enn sem komið er.“
„Er veruleg björg að þessu
sem þið fáið úr verkfallssjóði,
mér skilst nú að það skiptist
milli svo margra að þar muni
ekki koma mikið í hvers
manns hlut?“
„Já það er mikil hjálp að
því, og það er meira en það,
það er að finna huginn sem
á bak við það liggur, finna
að maður stendur ekki einn í
baráttunni. Fólk sem stendur
utan við verkfallið skilur kjör
manns og tekur þátt í þeim,
það getur stundum verið svo
óendanlega mikils virði. Hvers
dagslega finnst manni fólk
svo sorglega skilningslaust á
að lítilmagnarnir í þjóðfélag-
inu þurfi líka að lifa mann-
sæmandi lífi.“
„Hvaða áhrif heldur þú að
svona langt verkfall hafi á
þá sem standa í þeim?“
„Þau þjappa okkur tvímæla-
laust saman, við finnum það
betur en áður að við erum
ein stétt sem hefur sömu
hagsmuna að gæta. Ég get
lítið lagt að mörkum til verk-
fallsins yfirleitt, en ég hefi
talað við margt fólk úr minni
stétt, jafnvel fólk sem ekki
fylgir verkalýðnum að málum
venjulega og allir finnst mér
vera á sama máli um það að
nú sé lífsspursmál að halda
saman og láta aldrei bugast.
Það er það versta að sum
verkalýðsfélög virðast ekki
hafa skilning á þessu, t. d. er
það sannarlega hart að stór
félög hér í bænum eins og
verkakvennafélagið Framsókn
skuli ekki gera samúðarverk-
fall. Mér er sagt að konur
úr því félagi vinni karlmanns-
verk núna á vinnustöðvunum
og er það sannarlega hart af
þeim að geta komið þannig
að baki samherjum sínum.“
„Þú heldur þá að ekki sé
veruleg hætta á að verkalýð-
urinn gefist upp að svo
stöddu?“
„Nei, nú má enginn gefast
upp, allir verða að standa
saman og það væri áreiðan-
lega hreint glapræði að fara
að semja um einhverjar hunds
bætur núna, enda skil ég ekki
að nokkrum detti það í liug.
Það getur hver heilvita mað-
ur séð að það þjóðfélag sem
hefur efni á að flytja inn allt
það skran sem hér sést í búð-
argluggunum hefur efni á að
borga þ'eim sem framleiða
verðmætin mannsæmandi laun,
og sem betur fer skilur al-
menningur þetta fullkomlega,
það þarf enga hagfræðinga til
að reikna það út fyrir mann.
Hitt er annað mál, verkfallið
þarf að leysa sem allra fyrst,
það er allra hagur. En hvað
sem öðru líður, við gefumst
aldrei upp ekki einu sinni þó
verkfallið standi til 17. júní,
við munum harðna við hverja
raun og standa því fastar
saman sem meira þrengir að
okkur.“
María Þorsteinsdóttir.
Fyrir nokkru flutti Karl
Kristjánsson, alþingismaður
frá Húsavík erindi í útvarp
um daginn og veginn.
Þessi þáttur vakti hjá mér,
gömlum sveitamanni, ýmis-
konar hugsanir, bæði vegna
þess efnis, sem um var talað,
en ekki síður hins, hver flytj-
andinn var.
Karl talaði um rótleysið í
þjóðlífinu, hinar snöggu lífs-
breytingar og afleiðingar
þeirra, en innan um blandað
siðaboðskap og nokkurri um-
vöndun.
Þetta var í sjálfu sér gott
erindi, ekki síst tilvitnanir í
H. Laxness og Eyjólf á
Hvoli. Hið eina furðulega —
jafnvel grátbroslega — var,
að þingmaður úr tindátaliði
ríkisstjórnarinnar skyldi ger-
ast til þessa flutnings, sem er
í svo æpandi mótsögn við at-
hafnir þeirra og siðferði.
Ef einhver algengur þing-
maður stjórnarliðsins hefði
flutt þvílíkt erindi, hefði um
ekkert verið að tala. Engum
myndi hafa til hugar komið að
hafa orð um. Fólkið er löngu
orðið leitt á blekkingaþvoglinu,
falsinu og utangarnavaðlinum.
Þá hefði ég ekki heldur eytt
að þvílíku einu orði. Ekki á-
litið það ómaksins vert.
En þessum þingmanni virð-
ist svo farið, að enn finni hann
sýna skemmtilega kvikmynd í
Nýja bíó, þar sem er myndin
um þorpsbakarann með hinum
óviðjafnanlega og manneskju-
lega Fernandel í aðalhlutverk-
inu. Myndin er þrungin góðlát-
legri kímni, persónurnar eðli-*
legar og líkjast venjulegu
fólki, og því er lýst á skemmti-
legan hátt hvernig einkaerjur
milli tveggja fjölskyldna verða
að feikilegu hitamáli í litla
þorpinu og þorpsbúar skiptast
í tvo andstæða flokka. Og ekki
batnar ástandið við það að
selja óvinumjyjujjú brauð, því
að enginn hefur komið nálægt
brauðbaksti’i í þorpinu nema
póstþjónninn sem hafði verið
vikapiltur hjá bakaranum fyr-
ir þrjátíu árum og er þar að
auki erkiasni og glópur. Eftir
mikið þóf og mörg kátbros-
leg atvik fellur allt í ljúfa löð
eins og vera ber í slíkri mynd.
Þetta er mynd sem allir ættu
að hafa ánægju af.
HRÓKUR skrifar: — „Kæri
Bæjarpóstur. Eg yrði þér mjög
þakklátur, ef þú vildir birta.
þessa þakklætis- og afmælis-
kveðju til Röðuls fyrir mig,
því að nú er eitt ár síðan Röð-
ull, sem nú er orðinn einn vin-
sælasti skemmtistaður bæjar-
ins, hóf starfsemi sína. Fannst
mörgum í stórt ráðizt og eig-
andinn taka upp í sig stór orð,
er hann lofaði væntanlegum
gestum innlendum og erlend-
nokkuð háskann af rótleysinu,
siðspillingunni, fjárglæfrunum
og landsöluáhrifunum. Það er
a.m.k. eins og hann vilji taka
undir hin skapheitu og skáld-
legu ummæli íhaldsskáldsins:
„Mér fannst ég finna til“.
Það er og nokkurt útlit fyr-
ir, að Karli sé ekki með öllu
grunlaust, hvar orsakanna sé
að leita að þessum afmönnun-
ar ófögnuði.
Rótleysið er svo sannarlega
einkunn dagsins í dag. Hvergi
er það meira né átakanlegra,
hvergi dýpra né geigvænlegra
en innan alþingis — í hópi
flokksbræðra og samstarfs-
manna Karls sjálfs.
Engir menn eru jafn sárlega
slitnir úr sambandi við alþýðu
þessa lands sem alþingismenn
ríkisstjórnarinnar og hún
sjálf, bæði nú sem á undan-
förnum árum. Þetta hygg ég
að Karl finni með sjálfum sér,
þótt það — af sálrænum á-
stæðum — brjótist út í álasi á
aðra.
Karl Kristjánsson er fremur
nýsveinn í þingmennskunni,
sprottinn úr rammíslenzkum
jarðvegi og sennilega ekki enn
orðinn samdauna andrúmslofti
flokksherbúðanna og verzlun-
aríþróttum valdabaráttunnar. j|
Aldrei hefur bilið millij
þingsins og þjóðarinnar veriðl
breiðara en nú, og hefur þó*
um skemmtikröftum á hverju
kvöldi. En rekstur hússins hef
ur sennilega farið fram úr
vonum manna: Öllu er mjög
vel við haldið, jafnt sölunum
sem salernum, þjónusta öll
fyrsta flokks og bæði innlend-
ir og erlendir skemmtikraftar
á hverju kvöldi. Ef hinir er-
lendu skara fram úr hinum
innlendu, ættu þeir að hvetja
þá síðarnefndu til dáða, HJnir
erlendu skemmtikraftar sem
húsið hefur fengið, hafa verið
ærið misjafnir, sem ekki er
nema von, þar sem bæði dýrt
og erfitt er að afla fyrsta
flokks erlendra skemmti-
krafta. I þetta sinn hefur mjög
vel tekizt með val skemmti-
krafta, en tríó Marks Olling-
ton og söngkonan Vicky Parr
bera mjög af fyrri erlendum
kröftum hússins. Þetta er
mjög samstillt og lifandi tríó,
aldrei dauður punktur og ligg-
ur vafalaust mikil vinna í
þessu því að þau eru alltaf
með ný lög handa gestum, sem
eru skemmtilega útsett af
M.O., og V.P. syngur svo
mjúkt og viðkunnanlega. Að-
alhljómsveit hússins er tríó
Ólafs Gauks, sem ásamt Hauki
Morthens gerir íslenzku dæg-
urlögunum góð skil. Eg veit
að ég mæli fyrir munn margra
þakklátra gesta, er ég óska
Röðli langra lífdaga og vona
að hann haldi strikinu. — Með
fyrirfram þakklæti fyrir birt-
inguna. — Hrókur."
ýmsum blöskrað áður. Próf.
Sigurður Nordal segir m.a. um
það í merkri grein fyrir nokkr-
um árum: „Það er blindur
maður, sem getur ekki séð,
hversu langt er milli tilfinn-
inga þjóðarinnar og yfirlýstrar
stefnu meirihluta þingsins".
Og litlu síðar í sömu grein
segir hann ennfremur; ,,Hvað
verður um þingræði og þjóð-
ræði á Islandi, ef gjáin milli
þings og þjóðar, bilið milli
sanninda og velsæmis annars-
vegar og málrófs og háttern-
is sumra stjórnmálaleiðtog-
anna hins vegar, heldur áfram
að breikka.......“
Síðan S.N. reit þessi orð,
vita allir að stórum hefur síg-
ið á ógæfu hlið. Hinir rótslitnu
þing- og flokksbræður Karls
Kristjánssonar hafa ekki ó-
sjaldan brotið lög og þingvenj-
ur, jafnvel stundum sjálfa
stjórnarskrána. Þeir hafa og
neitað þjóðinni um sjálfsá-
kvörðun í hennar dýpstu ör-
lagamálum. Þeir hafa fjötrað
hana við herskáasta vopna-
veldi jarðarinnar og leitt þar
með yfir hana hættur, sem vel
gætu tortímt henni að fullu og
öllu.
Þessir menn eru rótlausir.
Þeir eru hættir að skilja fólk-
ið í landinu, hættir að virða
Framhald á 10. síðu.
Þegar rótleysingjar vitna