Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 3
!■■■■■■«• I Óháði iríkixkjusöfnuðurinn Aðalfundur safnaðarins verður í Breiðfirðingabúð, miðvikudagskvöld klukkan 8.30. Til sölu Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. : tveggja íbúða hús í Kópa- j : vogi (tveggja og þriggja her- ] | bergja). Semja ber við und- i : irritaðan, sem gefur nánari ] | upplýsingar. i i Ragnar Olaísson, hrl., j Vonarstræti 12. : [ s • : : ■ : : Félag íslenzkra bifreiðaeigenda i ! I Aðalfundur félagsins verður haldinn í Skátaheimilinu við Snorrabraut n.k. föstudag þann 29. apríl 1955 og hefst kl. 8.30 e.h. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjóm F.Í.B. i INGOLFS flPÓTEK er flutí í Aðalstrætí 4 gengið inn frá Flschcrsundi Rafvirki og málari Rafvirki og málari geta fengið fasta atvinnu hjá ríkisstofnun strax að loknu yfirstandandi verkfalli. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi margra ára reynslu í iðngTein sinni, helzt verkstjórnaræfingu. Áherzla er lögð á fyllstu reglusemi. Til greina kemur aö kjör veröi í samræmi við gildandi kaupgjald hlutaðeigandi stéttarfélags eða eftir reglum iaunalaga. Umsóknir merktar „Framtíðarstarf“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir mánaðamót. Drengjabuxur ! Verð frá kr. 85.00. — j ■ ■ Drengjasokkar, verð kr. 10.50. — ■ ■ ■ Toledo I Fischersundi Utbreiðið Þjóðviljann Bólusetning gegn mænusótt Ákveðið er að bólusetning gegn mænusótt verði framkvæmd fyrir Reykjavík í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg fyrstu dagamaímánaðar. Þar sem bóluefnið er af skom- um skammti, verður bólusetningin fyrst um sinn takmörkuð við aldursflokkana 5-12 ára. Verði afgangur af bóluefninu, verða fleiri aldursflokkar bólusettir síðar. Ekki er um skyldubólusetningu að ræða. Bólusetninguna verður að gera þrisvar á hverju barni, með 1-3 vikna millibili. Kostnaður við bólusetningu hvers barns er ákveðinn kr. 20,00 fyrir öll skiptin og verða aðstandendur að greiða þann kostnað. Bólusetninguna verður að panta sérstaklega og verður hún aðeins framkvæmd á þeim börnum sem pantað hefur verið fyrir. Pöntunum verður veitt móttaka í Heilsuverndar- stöðinni, gengið inn frá Barónsstíg. Um leið verður afhent afgreiðslunúmer, sem fram- vísa skal við bólusetninguna. Kostnaður vegna bólusetningarinnar verður að greiðast við pöntun og gildir afgreiðslunúmerið sem kvittun fyrir greiðslunni. Pöntunum verður ekki veitt móttaka I síma. # Auglýst verður nánar síðar hvenær bólusetningin fer fram. Pantanir verða afgreiddar sem hér segir: Aígreiðslutími eftirtalda daga kl. 9—12 f.h. og 1—5 e.h. Miðvikudag 27. apríl: fyrir börn sem búa vestan Aðalstrætis og Suðurgötu, en norð- an Hringbrautar. fyrir börn sem búa sunnan Hringbrautar, en vestan flugvall- arins. fyrir börn sem búa austan Aðalstrætis og Suðurgötu, norðan Hringbrautar, en vestan Snorrabrautar. l'yrir böm sem búa austan Snorrabrautar en norðan Lauga- vegar og Suðurlandsbrautar. fyrir börn sem búa austan Snorrabrautar en sunnan Lauga vegar og Suðurlandsbrautar. Fimmtudagur 28. apríl: Föstudag 29. apríl: Mánudag 2. maí: Þriðjudag 3. maí: Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykajvíkur. S ■ <«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■«■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■: íniðjudagnr 26. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 I VERKFALLI Framhald af 4. síðu. sem þeir gera allt sem þeir geta til að torvelda framgang verkfallsins. Eftir því sem ég bezt veit stóðu allar stöðvar jafnar að því leyti að þeim var það í sjálfsvald sett hvort þær eða meðlimir þeirra ækju fyrir verkfallsstjórnina 4—5 tíma í sólarhring gegn því að fá eina áfyllingu á benzín- geymi bílsins af benzíni á sól- arhring og höfðu því allir jafna aðstöðu til þessarar benzínundanþágu, eða svo margir sem þörf var á á hverj- um tíma. Þetta benzín gátu bílstjórar fengið með því að greiða það sjálfir og aka svo í þágu verkfallsstjónar þessa 4—5 tíma endurgjaldslaust. Þetta voru nú ekki svo sem nein vildarkjör fyrir bílstjóra, en með þessu móti gátu þó flestir þeirra stundað leigu- akstur eittlivað lengur en þessa 4—5 tíma, og af því eru öll lætin sprottin. Bílstjóarar á B.S.R. og Borgarbílstöðinni hafa ekki linnt látum með verkfallsbrotum og hverskyns níðslu á verkfallsvörðum sem hugsanleg er og ekki látið sig muna um innbrot í því sam- bandi, rifið niður girðingar og spillt gróðri í sjálfri Heiðmörk, svo nokkuð sé nefnt, jafnt sem mannorðsnagdýr innan stéttarinnar stunda iðju sína af alkunnri háttvísi, gegn þeim bílstjórum frá Hreyfli sem vilja ljá bíla sína til verk- fallsstjórnar. Magnús Odds- son mælir fyrir munn sinna manna og heldur því fram að þessir Hreyfilsbílstjórar séu LiðKlakksvíkinga Framhald af 1. síðu. Klakksvík frá embætti með til- styrk danska liðsaflans. í gær tók landsstjórnin í Þórshöfn boði bæjarstjórnarinnar í Klakksvík um samningaviðræður en sams- konar boði hafði verið hafnað fyrir helgina. Viðræðurnar áttu að hefjast í gærkvöldi en af því gat ekki orðið vegna þess að veður hamlaði för fulltrúa Klakksvíkinga til Þórshafnar. Talið er víst á Færeyjum að Danir geri enga tilraun til land- göngu meðan samningaviðræður standa yfir. Sömuleiðis hefur verið frestað fyrst um sinn allsherjarverkfalli til að mótmæla komu hins danska liðs, en það höfðu stjórnir verkalýðsfélaga, atvinnurekenda- samtaka og fleiri samtaka und- irbúið. Klakksvíkingar hafa lagt göml- um togara í hafnarmynnið og sagt er að í honum hafi verið komið fyrir sprengiefni. Bátar liggja stafn við stafn við allar bryggjur. Brunabílar og aðrar til- tækar dælur standa á hafnar- bakkanum. Vopnfærir karlmenn eru búnir haglabyssum, rifflum, vélbyssum, hvalskutlum, hvala- sveðjum, krókstjökum og hverju því öðru sem að vopni má verða. Margar konur og börn hafa verið flutt á brott úr bænum. að beita félaga sínu atvinnu- kúgun með því að meina þeim að fá benzín. Hvaða benzín? Nú er ekkert benzín afgreitt af tönkunum hér í Reykjavík nema það sem verkfallsstjóm gefur undanþágu með, og þvl hlýtur Magnús að meina það benzín sem smyglað er eða á að smygla utan að frá. Nú er það svo að Hreyfilsbilstjórar sem aka hjá verkfallsstjórn hafa engin afskipti af verk- fallsvörzlu, eða hvemig hún er framkvæmd, og því eru um- mæli Magnúsar Oddssonar rakalaus ósannindi. Enda allt það af sömu rótum runnið. En eitt ættum við sem í þessu verkfalli stöndum að muna og það eru nöfn þeirra bilstjóra sem hafa sýnt okkur þann góðvilja og þegnskap að lána okkur bíla sína. Og þó gjald- ið sé létt í vösum núna, þá væri óskandi að þeir fyndu þakklæti okkar á einhvern hátt sem bætur fyrir róg og níð íhaldsins í þeirra garð. Morg- unblaðið var þó svo hugulsamt á dögunum að birta nöfn flestra þessara manna okkur til minnis. Ég segi fyrir mig að ég geymi listann og mun áreiðanlega nota hann þegar mig vantar bíl. Lífstíðarbitlingur umskiptingsins J í hættu! '* Nærri lá að breytíngartíllaga Karls Guðjónssonar um að hinn fyrirhugaði lífstíðarhitlingur handa frægum flokbaumskipt- ingi, bókafulltrúaembættið í frumvarpmu um bókasöfn, yrði fellt niður sem ævilangt emb- ætti, en í þess stað yrði bóka- fulltrúi ráðinn til þriggja ára, líkt og íþróttafulltrúi. Kom í ljós við atkvæða- greiðslu, að ekki voru allir stjórnarþingmenn sammála um nauðsyn þess að rikið stofni nýtt, óþarft bitlingsembætti, þó Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að kaupa sér mann. Stöðvaði for- seti (Sigurður Bjarnason) þá atkvæðagreiðsluna og var sent í skyndi eftir liðsauka, fundust nokkrir ráðherrar af báðum flokkum og björguðu þeir bitl- ingsmálinu; tillaga Karls var felld með 17:13 atkvæðum. Nokkrar smábreytingar til bóta voru gerðar á frumvarp- inu. Lúðvík Jósefsson benti á hve óskýr og vafasöm mörg á- kvæði þess væru, og taldi ráð að senda frumvarpið til umsagn- sagna sveitastjórna og bæja- stjórna, enda þótt margt væri gott um frumvarpið að segja og hann væri fylgjandi sam- þykkt þess. Málinu var visað til 3. umræðU með samhljóða atkvæðum. AUGLÝSIÐ I ÞJÓÐVILJANUM Framreiðslumenn MuniS AÐALFUNDINN að Röðli kl. 5 síðdegis á morgun. FJÖLMENNIÐ! Stjórnin. luiHina V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.