Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Erich Marla BEMAEQIJE: r-------------------------' Að elsha ... ... og deyja *.________________________j 110. dagur fólki. Þú getur gert það á eftir þegar ég er farinn“. ,,Jæja þá. Heldurðu að við megum reykja hérna?“ „Nei. En þú hefur víst engar áhyggjur af því.“ „Nei. Við skulum njóta þess sem við getum áður en okkur verður fleygt út. Það líður ekki á löngu. 1 dag ætla ég að reyna aö finna stað, þar sem við þurfum ekki að sofa í fötum. Við kærum okkur ekki um að fara til séra Biedendieck, er þaö?“ „Nei. Heldur vil ég fara aftur til Pohlmanns." Sólin hækkaði á lofti. Hún skein á súlurnar og varpaöi skuggunum af þeim upp að veggnum. Fólkið í göngunum hreyfði sig milli birtu og skugga eins og' í fangelsi. Börn grétu. Einfætti maöurinn í garðshorninu spennti á sig gervifótinn og.dró buxnaskálmina niður, Gráþer tók sam- an brauðið, smjörið og kaffi. „Hana vantar tíu mínútur í átta,“ sagði hann. „Þú veröur aö fara. Ég kem og sæki þig í verksmiðjuna Elísabet. Ef eitthvað kemur fyrir er um tvo aðra staði að ræða: garöinn hjá frú Witte eöa hér“ „Já.“ Elísabet reis á fætur. „Þetta er í síðasta skipti sem ég þarf að vera dag í burtu.“ „Við verðum lengi á fótum í kvöld. Klukkustundum saman. Það bætir upp eyðilagðan dag.“ Hún kyssti hann og flýtti sér burt. Gráber heyrði ein- hvern hlæja. Hann sneri sér reiðilega við. Ung kona stóö á milli súlnanna og hélt um lítinn dreng sem stóð uppi á veggnum; barnið í’eif í hár hennar og hún var að hlæja við því. Hún hafði alls ekki séö Gráber og Elísabetu. Hann tók saman dótið. Svo ætlaði hann að hreinsa vatnsgeyminn sinn. Einfætti maðurinn kom á eftir hon- um, stirður í gangi. „Hæ þarna, félagi! “ Gráber nam staöar. „Varst þú ekki meö kaffið?" spurði einfætti maðurinn. „Jú. Viö drukkum það allt.“ „Auðvitað." Maðurinn var með mjög stór blá augu. „Ég var aö hugsa um kaffikorginn. Ef þú ætlar að fleygja honum, ættirðu heldur að gefa mér hann. Þaö er hægt að sjóða hann upp aftur.“ „Já, auðvitað.“ Gráber hreinsaöi burt kaffikorginn. Svo tók hann sam- an dótiö og bar þaö þangað sem hægt var að skilja það eftir. Hann gerði ráð fyrir stríöi við guðrækna kirkju- vörðinn. En í stað hans var gamli rauðnefjaði vörðurinn kominn. Þaö var messuvínslykt af honum og hann sagöi ekki neitt. Húsvöröurinn sat við gluggann sinn í brunna húsinu. Hann veifaöi til Grábers þegar hann sá hann. Gráber fór inn. „Er póstur til okkar?“ „Já. Til konunnar þinnar. Ungfrú Kruse stendur á bréfinu. Er þaö ekki í lagi?“ „Jú“ „Gráber tók viö bréfinu. Hann tók eftir því að hús- vörðurinn horfði á hann kynlegu augnaráði. Hann leit á bréfið og honum varð hverft viö. Það var frá Gestapo. Hann sneri umslaginu viö. Það var límt aftur eins og einhver hefði þegar opnað það. „Hvenær kom það?“ spuröi hann. „í gærkvöldi.“ Gráber leit á umslagið. Hann var þess fullviss aö hús- vörðurinn hefði lesið bréfið, svo að hann reif þaö upp. Það var beiöni til Elísabetar um aö koma til viðtals klukkan hálftólf þá um morguninn. Hann leit á úriö sitt. Klukkan var tæplega tíu. „Gott,“ sagöi hann. „Loks- ins! Þessu hef ég beöið eftir lengi.“ Hann stakk bréfinu í vasa sinn. „Nokkuð meira?“ „Er þetta ekki nóg?“ spurði vörðurinn og leit á hann. Gráber hló. „Veiztu um íbúð handa okkur?“ „Nei. Þurfiö þiö íbúð?“ „Ekki ég. En konan mín.“ „Jæja?“ sagði húsvörðurinn sannfæringarlaust. „Já. Ég vildi meira að segja borga vel fyrir að fá hana.“ „Jæja?“ sagði húsvörðurinn aftur. Gráber gekk burt. Hann fann á sér að húsvöröurinn feorfði á eftir hqiium. jEíanii nam staðar og lét sem hann Til þeirra... Framhald af 5. síðu. • „Ég.bara laumast"! Við höfum vart lokið úr kaffi- bolla niðri á Hverfisgötu 21 þeg- ar tilkynning kemur um að Borg arbílstöðin safni liði og aki sem óðast suður í Kópavog. Þeir háu herrar hafa þrisvar sinnum ver- ið stöðvaðir við að dæla úr gamla tanknum hans Helga frá Klaustri. Mér tekst að srnjúga inn í jeppann til verkfallsvarð- anna sem . lengst höfðu vaktað siagsmálalið B.S.R. Um leið hendist hann af stað. Suður á Kópavogshálsi biða 20-30 bíiar afgreiðslu í grennd við gamla tankinn hans Heiga Lárussonar. Magnús Oddsson stöðvarstjóri á Borgarbílstöðinni stendur önnum kafinn við að dæla úr tanknum (þeir segja að honum hafi tek- izt áð rtá 65 lítrum!) VerkfaUsverðirnir þrír hlaupa að tankinum: — Hættið þessu tafarlaust! — Eg má afgreiða, svarar Magnús Oddsson með sauðþráa- svip. — Þú veizt að þetta er verk- fallsbrot. Hættu þessu tafarlaust! Sauðþráasvipurinn á Magnúsi Oddssyni eykst og hann reynir enn að snúa sveifinni. — Hættu strax — eða ætlarðu kannske að láta slást núna? — Nei, ég slæst ekki, ég bara laumast, svarar Magnús. Eg fer á bak við ykkur bara þegar ég get. Borgarbíistöðvarmenn hafa þegar tekið til hjólanna. Það er eins og þeim sé blásið burt. Þeg- ar næsti verkfallsvarðarbill kem- ur á vettvang eru flestir komnir út á veginn. Við sjáum á eftir þeim í loftköstum á )eið til R vikur. □ Að sinni skrifa ég ekki meira fyrir ykkur sem hafið sofið heima. Þetta er aðeins nokkur frásögn af einni nóttu. Velkomn- ir á vakt næstu nótt. •— J. B. A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRIMANN HELGASON „Pressuliðið" vann landsliðið í karla- flokki 25:22 en í kvennaflokki vann landsliðið 10:8 Það verður ekki annað sagt en að þetta síðasta handknatt- leikskvöld á þessu keppnistíma- bili hafi verið skemmtilegt. Úr- slit beggja leikja komu á sinn hátt nokkuð á óvart. I kvennaflokki var almennt búizt við að landsliðið mundi sigra með miklum yfirburðum og leit sannarlega svo út um miðjan fyrri hálfleik er þeir höfðu 4:1. En í hálfleik höfðu stúlkur pressuliðsins bætt markatölu sína svo að leíkar stóðu 5:4. Síðari hálfleik töpuðu lands- liðsstúlkurnar með eins marks mun og lauk leiknum þannig 10:8. Leikur landsliðsins var þó á- kveðnari og skyttur meiri. Geir- laug í landsliðsmarkinu var ekki til að spauga með, en gripa varð til varamarkmanns í pressuliðinu. Hafnfirzka stúlkan Guðlaug Kristinsdóttir (G-ulla úr FH) átti vissulega sinn stóra þátt í því hve vel gekk, því auk þess að skora flest mörk gætti hún skemmtilega hinnar skothörðu Sigríðar (Sirrí) sem vön er að skora flest mörkin í þeim leikj- ■ um sem hún keopir í. Sem sagt leikurinn varð furðu jafn og Gunnar M. Magnúss: Börnin frá Víðigerði „Ilát“, kallaði einhver. ,,Já, svo ælið þið á gólfið“, hélt Stjáni áfram ,,vegna ílátaleysis, en nennið ekki að fara upp og láta fýluna úr ykkur í sjóinn. Ykkur hefði verið skammar nær að selja færri koppa og kyrnur á uppboðinu, sem þið fenguð ekki skó- bótar virði fyrir. En ég get sagt ykkur það, að ef Englar koma hérna niður, megið þið vara ykkur á sóðaskapnum. Ég á ekki við neina engla með vængi á herðablöðunum, eins og þið hafið séð myndir af. Nei, ég á bara við ensku mennina, Englendingana, sem eru hérna uppi á þilfarinu og. um allt skipið. Það eru menn, sem reiðast, þegar þeir reiðast, og þeir geta rekið fólk af skipinu á hvaða klukkutíma sem er. Það er nú eitthvað öðruvísi lyktin í Englandi og Ameríku eða hjá ykkur“. ,,Æ, góði þegiðu. Þú ert búinn að sýna það, að þú ert mestur í munninum og frakkastur í því að hræða aðra“. Geiri sneri sér fram og virtist í réttu skapi til þess að svara Stjána. ,,Þú hef- ur íengið alla íslendingana, sem eru hérna um borð, á móti þér, vegna þess, sem þú gerðir í gær. Og þú hefur líka Englendingana á móti þér. Þú verður tekinn eins og óskilagemsi og sendur heim með sömu ferðinni“. „Þú er’t' ótukt“, heyrðist í einum litlum krakka frá Neðri-Bænum. „Bíddu við, þangað til ég kem aftur“. Stjáni þaut upp, en skipti sér ekkert af neinu kvabbi. Einhver hafði líknað Pétursínu og gefið henni að drekka. spennandi og sigurinn hlaut betra liðið. Ef litið er á einstaklinga. karlaliðanna munu allir sam- mála um að landsliðið hafði þá sterkustu. En í flokksleikjum þarf það ekki að vera einhlítl að liafa sterkustu einstakling- ana. Þar ræður oft eins um úr- slitin samleikur og hreyfanleiki og svo varð að þessu sinni. All- ur leikurinn einkenndist af þessu meira og minna. Leikurinn var jafn lengi vel og liðin skiptust á um að hafa forustu. Landsliðið lék stórt og sterkt ef svo mætti segja en „pressan“ náði meiri hreyfan- li?ik og „pressaði“ sig meira inn á línu, og síðasta stundar- fjórðunginn hafði „pressuliðið“ yfirburði. 1 hálfleik stóðu leikar 14:12 fyrir landsliðið. Er 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik hafði landsliðið 4 yfir, 18:14, en þá náðu „pressu“menn bezta leik sínum, og gerðu 4 mörk í röð 18:18. Ehn nær landsliðið yfirhöndinni og skor- ar Hörður Felix nú 3 njörk en ,,pressan“ aðeins eitt (Hans) 21:19. En þá taka þeir loka- sprettinn og gera 6 mörk í röð Karl Ben., Bergþór, Karl Ben., Bergþór, Þorgeir og Frímann. 25:21. Síðasta markið setti Sig. Jónsson fyrir landsliðið úr víta- kasti. Þannig lauk þessum eina landsleik í karlaflokki í hand- knattleik á árinu með tapi. Hafnfirðingarnir tveir sem léku með „pressu“liðinu féllu vel inn í leik Reykvíkinganna og í byrj- un áttaði landsliðið sig ekki á skothörku Birgis en á fyrsta stundarfjórðungi hafði hana sett 6 mörk. Það skemmtilega við þennan leik er vitundin um það að vió höfum orðið svo mörgum góðum handknattleiksmönnum á að skipa sem raun ber vitni. Það hlýtur líka að ýta undir það, að handknattleiksmenn vorir komist í meiri samskipti við er- lenda handknattleiksmenn en verið hefur. Mörk ,.pressuliðsins“ skoruðu: Birgir 7, Karl Ben og Hans Steinmann 4 hvor, Frímann, Þorleifur, Þorgeir og Bergþór gerðu sín 2 mörkin hver og Sigurður Sigurðsson og Ólafur Thorlacius 1 hvor. Fvrir lands- liðið settu þessir mörkin: Karl 6, Sig. Jónss. 4, Hörður 4, Ás- geir 3, Valur Benediktsson, Snorri. Pétur og Sigurhans eiit hver. Áhorfendur voru margir. T i L LIGGUR LEIÐIH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.