Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. april 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Til þeirro sem svÁfu hcimo Þessar línur eru ekki ritaðar fyrir verkfa]l 1 sverðina sem vakað hafa við skyldustörf sín, verk- fallsgæzluna. Þeir vita það sem hér er sagt. Þetta er skrifað fyr- ir ykkur í hópi þeirra 7 þúsunda verkfallsmanna sem hafið sofið lieima meðan félagar ykkar vöktu á verðinum. Náttmyrkur, regn og rok Það er nótt. í ljósinu sem bíll- inn kastar fram á veginn sést hvernig rokið skefur vatnið úr pöllunum á veginum. Pramundan grár iðandi veggur. Köld úr- hellisrigning. Einmitt veðrið sem rnenn gefa einkunina: ekki hundi út sigandi. Vatnsausturinn er svo mikill að ekki er viðlit að sjá neitt út um rúðurnar, nema bogana á framrúðunum iþar sem vinnukonurnar hamast. Bíllinn skekst til fyrir rokinu. Um leið og ég skrúfa örlítið nið- ur hliðarrúðuna lemst köld skvetta i mitt innivana áhorf- andafés. Ég loka sem skjót- ast. • Vökul augu í regn- inu og nóttunni Þarna birtast menn á veginum framundan. Þeir standa þarna á bersvæði. Rokið lemur þá. Vatnið streymir af þeim. Þeir horfa gegn regni og stormi vökulum augum eftir því hverjir hér séu á ferð. Þeir tala við bíl- stjórann gegnum opna framrúð- nna, en þótt þeir kalli er mér ó- gerningur í aftursætinu að heyra gegnum rokið nema það sem bílstjórinn inni segir. Við höldum áfram. Þeir standa eftir og horfa vökulum augum gegn náttmyrkri, regni og roki. bareflið að kveðju á vegunum. Það hefur verið smalað gegn verkfallsvörðunum slagsmálaliði, það hefur verið ráðizt á þá með bareflum, það hefur verið spraut- að á þá úr slökkvitækjum. Menn eins og bílstjórinn á L 31 — „bílstjóri Ingólfs á Hellu", eins og hann er nefndur — hafa hrækt á þá. Bílstjórar á BSR hafa slegið þá með bareflum. En aldrei hefur æðrulaus ró þeirra brostið. Ég hef séð þá horfa brosandi gegn reiddum hnefum. — En það fylgir ekkert bros höggum þeirra þegar þeir neyð- ast til að slá. • Höldum ferðinni áfram Við skulum halda ferðinni á- fram, þar sem við hættum áðan í ausandi regni, roki og myrkri. Af venjulegri forvitni og frekju, þessum tveim óhjákvæmilegu förunautum blaðamennskunnar, hef ég verið . að fJækjast um og fylgjast með viðburðum næt- urvaktanna. Það hefur verið ró- legt. Lítil umferð. Hamstur- benzínið (geymt í íbúðarhúsum, skúrum, sumarbústöðum, hraun- gjótum fjarri byggð sem lóðurn inni í bæ) nú að mestu þrotið. Þess eru jafnvel dæmi að sól- arhringar hafi sézt labbandi, en þá kváðu þessir ferhjólingar á- líka burðugir og fýllinn þegar hann villist inn yfir landið og sér ekki sjó. • Sólarhringamir slá sér að Það hefur frétzt til leiðangurs Gvendar sólarhrings á leið úr Borgarfjarðarreisunni. Og slags- málaliðsbílar B.S.R. hafa hópazt upp í Kollafjörð til móts við fyrrnefndan foringja sinn. En komu þeirra seinkar. Þegar tölu- vert er liðið nætur skreppum við því í þrem fólksbilum eins og leið liggur upp Mosfellssveit. Fyrir neðan Lágafell birtist mik- il ljósamergð. Þar eru slags- málaliðsbílar B S.R.-smyglaranna, — við afleggjarann upp að skemmunum neðan Lágafells- túnsins. • Kemur líf í tuskurnar Smyglbíllinn R 3555 o.fl. höfðu farið upp að húsunum. En það gefst liítill tími til að skoða slagsmálalið B.S.R. að sinni, þvi niður á afleggjarann og út á veginn geystist Vöku-„björgunar- bíllinn" R 3555. Samtímis kemur líf í tuskurnar. Jeppi með tveim vei'kfallsvörðum, er farið höfðu fyrstir til móts .við þetta slags- málalið, rennir sér fram fyrir smyglflutningsbílinn R 3555. Næstir eftir smyglbilnum slags- málaliðsbilar. Þá tveir verkfalls- varðabilar. Að baki okkar svo öll slagsmálaliðsþvagan. Á slík- um stundum virðist maðurinn við stýrið og bíllinn verða eitt. Hraðinn er aukinn og hersingin brunar. • Slingrar brotinn og sligaður Enn einu sinni er þessi marg- nefndi Vökubííl, R 3555, kominn í kast við verkfallsverði. Þegar benzínið var tekið af honum um nóttina í Hvalfirði fyrir skömmu, höfðu farið undan honum bæði afturhjólin. Þau eru nú að sjálf- sögðu á sinum stað, en hann hallast allur á aðra hliðina. Hann skjöplast og haltrar líkt og rifinn og tættur hundur sem kemur úr lóðaríi. Pjaðrir brotn- ar og farmurinn undir seglinu slingrar. Og állt í einu fara að héyrast ókennileg hljóð frá kvik- indinu. Það fer af honum gass- inn, líkt og vindur úr stungn- um belg. Loks þagnar hann og staðnæmist —: kemst ekki lengra! • Akandi blankskóar á vinnufötum!! Það néma allir staðar þar sem þeir eru komnir. Bílaþvagan nær góðan spöl. Við sitjum kyrrir og horfum á viðbrögð smyglar- anna. Þeir þyrpast nú fótgang- andi framhjá okkur. Hópast þungbúnir og áhyggjufullir utan- um aflvana ófreskjuna sína fyrir framan okkur. Þarna birtast andlit manna sem ég og þú hafa skipt við. Nú eru þeir að þakka fyrir við- skiptin, með því að gerast verk- fallsbrjótar. Nú hafa þeir klætt sig í nankinsföt til þess að geta skaðlausar barið á verkamönn- um! (menn kasta því á milli sín hvar þessir blankskóar muni hafa fengið gallana lánaða, eða hvort þeir hafi hreinlega stolið þeim!) Það verður löng, löng bið. Þessi nafnfrægi Vökubíll, R 3555, á sök á mörgu andvarpi og svitadropum í liði sólarhringanna áður en vélin kemst aftur i gang. Uppi í Hlégarði hefur ver- ið samkoma. Innilokaðir sam- kvæmisgestir flauta nú a.llt hvað af tekur fyrir aftan bílaþvöguna. Það tekst að greiða hana svo að hinir friðsömu veizlugestir geti ekið leiðar sinnar. Það hef- ur birt —: við erum beint uppi af Korpúlfsstöðum. • Jóhann Ólafsson & Co. líka með! Það er einn bíll þarna í slags- málaliðshópnum sem við áttum ekki beinlínis von á: R 1948, vörubíll, merktur Jóhanni Ólafs- syni & Co. Þetta fyrirtæki hefur nú af sínum litlu efnum lánað einn bil i herferðina gegn reyk- viskum verkamönnum., Ber að þakka það og muna. • Staurar felldir Loks fer að heyrast líf i vél Vökubilsins. Eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir kemst hann í gang. Guðmundur J formaður verkfallsstjórnar og Magnús Bjarnason ritari Alþýðpsam- bandsins hafa nú fært sig inn í jeppann til verkfallsvarðanna tveggja er fyrstir höfðu fa,rið til móts við slagsmálaliðið. Þeir fylgja Vökubílnum í hópi slags- málaliðsins. Við hinir förum á undan þvögunni niður að Smá- löndum. Þar bíður næturvaktin, reiðubúin til að taka kveðjum slagsmálaliðs B.iS.R. Vökubílnum, R 3555, miðar á- takanlega hægt áfram. Það er naumast að Borgarfjarðarreisan hefur tekið á hann! Við hann miðast allur hraði lestarinnar. Loks kemur hún upp úr kvos- inni hjá Gröf, silast inn á beygj- una — og slagsmálalestin blasir nú við okkur í morgunskímunni, eins og hlykkjóttur höggormur. Staurar eru felldir. Næturvakt- in skipar sér í hóp á veginn. Þögulan æðrulausan hóp. • Verða ekki oftar í förum að sinni Vökubíllinn rennur að staurun- um og staðnæmist. Lestin fyrir aftan hann stöðvast einnig. Slags málaliðið streymir út úr bilum sínum, blankskóarnir sem nú hafa klæðzt vinnufötum! Py'k- ingar síga saman umhverfis Vökubilinn. Orðalaust eru verk- fallsverðirnir stokknir upp á hann. Kaðlar eru leystir. Segli svipt. Hrópum eins og: Hvern fjandann eru þið að gera þarna á bílnum! Fjandastu niður! Þú átt ekkert með þetta! hrökkva af þessum þögulu mönnum út í tómið. Það er kurr og nokkur kjaftháttur í liði B.S.R. liðsins. Ofan á það að Gvendur sólar- hringur kom tómhentur meS brotinn og sligaðan bíl úr Borg- arfjarðarreisunni bætist nú það að tapa þessum kæru ílátum. — Við viljum fá tunnurnar! segja þeir eins og forstjórason- urinn við Lónsbrú fyrír norðan. — Það getur nú orðið bið á því drengir mínir, heyrist Guð- mundur J svara og brosir Ijúf- mannlega. — Þið sækið ekki oftar á þessar tunnur i þessu verkfalli, heyrist sagt i hópi verkfallsvarð- anna. • Lögreglan varð að ýta smyglbílnum! Það kemur hópur lögreglu- þjóna. Þeim er slcýrt frá hvað gerzt hafi. Enn verður troðn- ingur. Þegar skoðun í smyglara- bílunum er lokið er hliðið opnað fyrir sólarhringunum. En Vöku- bíllinn R 3555 er nú gersamlega þrotinn að kröftum. Hann kemst ekki í gang. Loks gengur hópur lögregluþjóna að því að ýta hon- um í gegnum hliðið. Þar er hann tekinn á „slef"! Eftir að hliðið hafði verið opn- að létu slagsmálaliðsbílarnir ekki segja sér það tvisvar að aka sem skjótast á brott. En sagan end- urtekur sig. Líka hér. Enn stend ur einn B.S.R.-ingur framan í lögreglunni og þrástagast: — — Við viljum fá tunnurnar okkar! Framhald á 7. siðu. 1 nafni verkalýðsins: skrifið undir mót* mælin gegn notkun kjarnorkuvopna • Þeir eru Dagsbrúnarmenn Þetta voru ósköp venjulegir menn. Enginn ofurmennisbragur á þeim. Þegar þeir mæta í spari- fötunum sínum í manngrúanum á Arnarhóli 17. júní (ef þeir verða þá ekki enn á verkfalls- vakt) munt þú ekki geta séð að þetta séu nolckuð meiri hetjur , en aðrir menn. Þetta sýnast ósköp venjulegír menn, líkt og þú og .ég — en þeir eru Dags- brúnarmenn. í vökuluni augum , þeirra leynist glóð, — sem þú e.t.v. tekur ekki eftir i fyrstu, því hún er þeim mun heitari sem hún lætur minna yfir sér. Glóð þess óbifandi ásetnings að sigra eða falla með sæmd. j Þau eru mörg andlitin sem ; ág, áhorfandinn, hef séð á verði nótt eftir nótt allt frá fyrsta degi verkfallsins. Þessir menn j vita að án verkfallsvörzlu er ■ ekkert verkfall. Þeir hafa erft þann samruna seiglu og hörku j er gegnum óáran og ísalög, eld- Kos og hríðir, hungur og erlenda áþján björguðu 'lífi þessarar þjóðar á undanförnum öldum og fra.m á þennan dag. Þeir eru arf- takar beztu eiginleika þjóðarinn- ar. # Aðdáunarverð ró Það sem ég lief undrazt mest S þessu verkfalli 'er ró þessara * manna. Æðruleysi þeirra og jafn- ■ aðargeS. Frá því verkfallsvarzl- ■ an á vegunum hófst hefur skiln- . ingur hins almenna vegfaranda | á nauðsyn vörzlunnar sett svip sinn á umferðina: En það hafa ! líka verið einstaka gikkir, fifl l og Xantar sem hafa hnefann eða Á fundi þeim sem Samtök íslenzkra friðarsinna boð- uðu til í Austurbæjarbíói sl. laugardag flutti Guðgeir Jónsson ræðu bá sem hér fer á eftir: Góðir áheyrendur! Félagar mínir í stjórn Full- trúaráðs verklýðsfélaganna í Re.yk.iavík hafa beðið mig að seg.ia hér nokkur orð af hálfu Fulltrúaráðsins. Mér er bað bæði ljúft og skylt, bví að verkalýður allra landa er ok hefur yfirleitt verið andstæður styrjöldum, í hvaða mynd eða formi, sem bær hafa verið. Þessi afstaða verkalýðsins til styrjalda er auðskilin, bví að hvorttveggja er, að verka- lýðshreyfingin er reist á grundvelli bræðralagshugs.ión- arinnar, og af beirri ástæðu hlýtur hún að vera andstæð styrjöldum osr öllu bví, er or- sakar eða eykur hatur bjóða í milli. En svo hlýtur verka- lýðsstéttin einnig að vera and- stæð styrjöldum vegna hags- muna sinna, hún geldur yfir- leitt mesta afhroðið, bæði vegna f jöimennis og svo vegna allrar afstöðu í bjóðfélaginu. Eg get að vísu búizt við að einhverjir dýrkendur bess hetjuljóma, sem rangsnúin saga hefur sveipað um betta alb.ióða böl, muni skírskota til beirrar atvinnuaukningar, Guðgeir Jónsson sem heimsstyrjöldin síðasta hafi orsakað hér á landi og víst er bað — og jafnvel eðlilegt — að bað getur slegið ryki í aupu margra. En ef skyggnzt er dálítið niður fyrir yfirborð beirrar „velmegun- ar“, sem talið er að okkur hafi fallið í skaut, sem afleið- ing styrjaldarinnar, bá mun koma í Ijós hversu ótryggur grundvöllur betta er og að sú fjárhagslega ,,velmegun“, sem einstakir menn hafa orðið að- njótandi, hennar vegna, er ailtof dýru verði keypt fyrir bjóðfélagið í heild. Einhverjir munu ef til vill spyrja: Hvað varðar okkur íslendinga um, bó að beir drepi hver annan úti í lönd- um? Guðmundur skáld Guð- mundsson svaraði bessu í ljóðaflokknum Friður á jörðu á bennan hátt: „Hvað kemur okkur íslending- um við bótt aðrar b.ióðir berjist suður’ í iöndum? Því hér ber aldrei ófrið neinn að höndum. Hvað varðar oss um allra b.ióða frið? Já, svo er spurt. — En skammsýn, skilsljó bjóð, bú skilur ei, hvað til bíns friðar heyrir! Þú veist ei, hvað bér auðnan lengi eirir, ef Norðurlöndin döggvar dauðablóð". Og enn segir í sama ljóða- f lokki: „Og munið eitt: að aldrei smábjóð nein er óhult meðan striðið loftið sk.yggir, —* rétt hennar engin vernd með vopnum tryggir, bað getur alheimsfriðar fullgerð ein“. Þetta orti Guðmundur skáld, áður en f.yrri heims- st.yrjöldin skall á. Hvað mundi hann segja nú um nauðsyn íslendinga á að efla og hlúa að friðarhug- sjón mannkynsins ? En við þurfum ekki að spyrja hvað einn eða annar, sem genginn er, mundi segja um bessi mál nú. Það liggur svo í augum uppi að menning okkar og ef til vill tilvera okkar er undir bví komin að ekki brjótist út briðja heims- styrjöldin. Það er ekki mikið framlag til friðarmálanna, að skrifa undir mótmæli gegn notkun kjarnorkuvopna, en bað er kannski bað eina, sem við get- um gert eins og nú er komið högum okkar. og bað er s.jálf- sagt að gera bað, því bótt við séum ekki fjölmenn b.ióð, bá skulum við minnast bess að hvert hár gerir skugga. Og bó að lóð okkar verði ekki bungt á metaskálum góðs og ills bá skiptir bó mestu máli að okkar litla lóð verði lagt í rétta vogarskál. Eg segi bví, i nafni verka- lýðsins: skrifið undir mótmæl- in gegn notkun kjarnorku- vopna. Á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.