Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 1
 Þriðjudagur 26. apríl 1955 — 20. árgangur — 92. tölublað Engri þjóð stafar meiri hætta af kjarn- orkustríði en íslendingum íslendingar hvattir til oð undirrita ávarp heimsfriS■ arráSsins gegn undirbúningi kjarnorkusfyrjaldar Samtök íslenzkra friðarsinna eru nú að senda frá sér ávarp Heimsfriðarhreyfingarinnar gegn kjarnorkustyrj- öld. Er ætlazt til að menn undirriti ávarpið ásamt heimilis- fólki og öðrum sem til næst strax og endursendi listann samstundis. Á fundi sem Samtök íslenzkra friðarsinna héldu í Austurbæjarbíói s.l. laugardag var samþykkt álykt- un þar sem skorað var á alla íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að undirrita ávarpið og lýsa með því yfir friðarvilja sínum frammi fyrir öllum heimi. Á fundi þeim sem haldinn var í Austurbæjarbíói var Sigriður Eiríksdóttir hjúkrunarkona fundarstjóri en aðrir ræðumenn frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, Kristinn E. Andrésson magister, Guðgeir Jónsson bókbindari, sem talaði fyrir hönd Fulltrúa- ráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík, Sigurjón Einarsson stud. theol. og Björn Þorsteins- son sagnfræðingur. Ályktun fundarins var á þessa leið: „Miklar ógnir steðja að mannkyninu með aukinni fram- leiðslu vetnissprengja á jörð- inni. Hver einasta sprengja sem sprengd er, eykur hættuna á því, að allt líf jarðarinnar verði geislavirkt og úrkynjist, og ef styrjöld skellur á, vofir tortím- ing yfir heilum þjóðum. Almennur fundur liáður í Austurbæ.jarbíói í Reykjavík 23. apríl 1955 ályktar, að ofar öllu sé að varðveita frið í heiminum og tekur undir þá skoðun Heimsfriðarráðsins, að það sé á valdi þjóðanna sjálfra með nógu almennum samtökum og virkri þátttöku einstaklinga að afstýra þeirri kjarnorkusfyrj- öld, sem nú vofir yfir hverri þjóð og hverjum einstaklingi. Fundurinn minnir á að engri þjóð stafar meiri hætta af kjarnorkustríði en íslendingum, þar sem ekki þyrfti nema eina vetnissprengju til að útrýma meirihluta þjóðarinnar og gera þeim sem kynnu að bjargast ólíft í Iandinu. Fundurinn ljtur svo á að bann við kjarnorkuvopnum sé fyrsta skrefið til almennrar af- vopnunar og lýsir þri eindregn- um stuðningi við Vínarávarp Heimsfriðarráðsins frá 19. jan. 1955 gegn undirbúningi kjarn- orkustyrjaldar og skorar á alla Islendinga hvar i flokki sem þeir standa, að hugleiða hvað í húfi er fyrir þjóðina og undirrita þetta ávarp og lýsa með því yfir íriðarvilja sinum frammi fyrir öllum heimi“. Allir skrifa undir 1 kjarnorkustyrjöld eru börn sem fnllorðnir í sömu hættu, svo að Heimsfriðarráðið heirniX- ar öilum án tillits til aldurs að undirrita Vínarávarpið. Samtök íslenzkra friðarsimia hafa ákveðið að aldurs.takmark skuli vera 14 ár, en foreldrum er heimilt að undirrita fyrir hönd yngri barna sinna Orðsending frá Samtök- um íslenzkra friðarsinna Þið sem fáið í hendur undirskriftalista með Avarpi gegn undirbúningi kjarnorkustyi’jaldar eru beðin að taka vel á móti þeim. Hugleiðið hvað í húfi er fyrir íslenzku þ.ióðina, ef til kjamorkustríðs kæmi, og skrifið öli undir ávai-pið. Látið undirskriftirnar ganga fljótt. Vanmetið ekki gildi þein-a. Hver undlrski-ift dregur úr sty rjaldarhætfun ni; og er yfirlýsing um friðan-ilja. Undirritið ávai-plð ásaant heimilisfólki og þeim sem þið náið sti-ax til, og endursendið listann samstundis. Umslag með utanáskrift fylgir og má póstleggja án írí- merkis. Verkfall í frysti- húsunum í nótt Á miðnætti í nótt hefst sain- úðarverkfall vélstjóra í hrað- frystihúsunum. f húsum þess- um eru geymd verðmæti sem atvinnurekendablöðin hafa. metið á 15—20 milljón- ir króna. Fiskur og kjöt mun þola að vélarnar stöðvist í nokkra daga — en tíminn er naumur, og verður fróðlegt fyr- ir þjóðina að fylgjast með því hvort atvinnurekendaklíkan og ríkisstjórn hennar ætla einnig að sóa þessum verðmætum í hina vonlausu baráttu sína gegn verkalýðshreyfingunni. Aftureiding segir upp sanminpm Leggur 1000 krónuE í verkíallssjóðinn Hellissandi í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Aftureldingar sem haldinn var í gær var samþykkt að leggja fram 1000 krónur úr félagssjóði til stuðnings við verkfallsbar- áttu félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. í. stjórn voru kosnir: Júlíus Þórarinsson formaður, Eggert Eggertsson, Jón Guðmundsson, Tryggvi Eðvarðsson og Guðm. Valdimarsson. Samþykkt var að segja upp samningum félagsins og er upp- sagnarfrestur útrunninn 1. júní næstkomandi. Adenauer tapaði fiórðungi fylgis í fyrradag var ltjörið fylkis- þing í Neðra-Saxlaudi í Vestur- Þýzkalandi. Miðað við .kosning- ar til sambandsþingsins í Bonn fyrir hálfu öðru ári hefur at- kvæðainagn sósíaldemókrata vaxið úr 30% í 35% en fylgi Kristilega flokksins, floltks Adenauers forsætisráðherra, hrakað úr 35% í 26%. Miðað við siðusfcu fylkisþingskosningar sem fóru fram 1951, hafa litlar breytingar orðið á fylgi fiokk- anna- en sósíaldemókratar töp- uðu tveim þingsætum og Kristi- legi flokkurinn og bandamenn hans tinnu fimm vegna breytts kosningafyrirkomulags. Mesta hitamálið í kosningunum var ut- anríkísstefna Adenauers, sem miðar að hervæðingu og inn- göngu V-Þýzkalands í A-banda- lagið. Lið Klakksvíkinga þykir óárennilegt YfirvöMiit heykjast á valdbeitingu, fall- ast á samninga um læknisdeiluna Klakksvík, annar stærsti bær Færeyja, er nú líkust um- setnu virki. Um þúsund manna lið hefur veriö vopnaö, höfninni lokaö og varöhöld eru á fjallatindum. Danska skipið Parkeston með| 120 vopnaða lögreglumenn frá Kaupmannahöfn innanborðs ligg- Fylkingar hafa mennirnir sjást á sigið saman við myndinni, hinir vöruhílinn — en aðeins yztu hverfa í myrkrið. Sjá 5. síðu. ur í vari við Austurey og eng- in tilraun hefur verið gerð til landgöngu. Svo er að sjá sem viðbúnaður Klakksvíkinga hafi komið yfir- völdunum til að heykjast á því að setja Halvorsen lækni í Framhald á 3. síðu. V erkf allssjóðurinn 490 þúsund krónur Verkfallssjóðurinn er kominn í 490 þúsund krónur. Þessi framlög hafa borizt: Verkalýðsfélag Hafnahrepps kr. 1000,00 og auk þess söfnun kr. 750,00. Félag pípu- lagningamanna kr. 1025,00. Starfsmannafélag Hafnar- fjarðar kr. 2000,00 og söfnun hjá félaginu kr. 900,00. Söfnun á m.b. Björgvin, Keflavík kr. 1280,00. Vélstjóra- félag ísaf jarðar, framlag og söfnun kr. 4100,00. Ennfrem- ur var skilað af söfnunarlistum næstum fjögur þúsund krónum. I Brynja gefur 5M kr. í verkfallssjóð Söfmtn félagsins þar að auki 3500.00 kr. Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á aðalfundi verkakvennafé- lagsins Brynju s.l. simnudag var samþykkt að gefa úr félagssjóði 5 þús. kr í Verkfallssjóð. Þá hefur félagið einnig gcngizt fyrir söfnun til stuðnings verk- fallsmönnum og nemur liún kr. 3500.00. Enn í gærkvöld lá ekkert tilboð iyrir frá atvinnurekendnm Samningafundir stóðu til kl. 6 í gærmorgun og hófust að nýju kl. 5 í gærdag. Var þeim enn ólokið þegar blaðið fór í prentun. Miklar sögur ganga nú um bæinn um tilboð frá atvinnu- rekendum og að samningar muni takast á hverri stundu, og er ýmsum þessum sögum auðsjáanlega dreift út til að blekkja fólk. Af þessum á- stæðum sneri Þjóðviljinn sér til samninganefndar verklýðs- félaganna í gærkvöld og fékk hjá henni eítirfarandi stað- rejmdir: Enn í gærkvöldi lá ekki fyrir neitt tilboð frá atvinnurek- endum fram yfir þær „7% kjarabætur" sem alkunnar eru. Fólk er varað við að leggja trúnað á sögur þær sem dreift er í bænum, og í gærkvöld var ekkert Iiægt að segja um það hvort Iausn deilunnar væri að nálgast. Heykvíkingar2 Leggið aitir fram fé tU aðstoðar verkfaMsmönmum!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.