Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.04.1955, Blaðsíða 8
Úrslit atkvæðagreiðslunnar í Kópavogi: mei sameiningu við Reykjavík - Áðeins 46 voru með kaupsfaðarstofnun Hneykslanleg framkoma afturhaldsflokk- anna i sambandi Wð atkvœSagreiSsluna HJÓÐVUJINN Úrslit atkvæðagreiðslunnar í Kópavogshreppi s.l. sunnudag^ nrðu þau að yfirgnæfandi meirihluti þeirra er atkvæði greiddu guldu því jákvæði að leitað yrði samninga við Reykjavík um sameiningu Kópavogslirepps og bæjarins en núverandi fyrirkomu- lagi sveitastjórnarmála yrði haldið fyrst um sinn. Á sama hátt féllu atkvæði um „kaupstaðar“-réttindabrölt afturhaldsins: Yfir- gnæfandi meirihluti atkvæða reyndist því mótfallinn. Alls neyttu atkvæðisréttar 599 kjósendur af 1357 á kjör- skrá. Spurningunni um samn- inga við Rvík en að hreppurinn héldist fyrst um sinn svöruðu 533 játandi en 29 neitandi.'auð- ir seðlar voru 26 og 11 ógildir. Hinni spurningunni, um hvort kjósandi æskti þess að kaup- staðarfyrirkomulag yrði tekið upp, svöruðu 46 játandi en 494 neitandi, auðir seðlar voru 53 og ógildir 6. Hefur þannig yfirgnæfandi meirihluti þeirra, er þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, lýst sig samþykkan sameiningartil- raunum en andvígan „kaup- staðar“-brölti Hannesar ,,fé- lagsfræðings“, Jóns Gauta og Þórðar hreppstjóra. Gerðu kosninguna opinbera. Til skýringar því að þátttak- an varð ekki meiri en raun ber vitni má geta þess að vitað er að f jarverandi eða fluttir burtu voru f jölmargir þeirra er á kjör- skrá voru. Auk þess viðhafði afturhaldið þau áður óþekktu vinnubrögð í kosningum hér- lendis að skora opinberlega á alla flokksmenn sína og fylg- ismenn að taka ekki þátt í at- kvæðagreiðslunni. Með þeirri á- kvörðun gerðu afturhaldsflokk- arnir kosninguna raunverulega opinbera, þannig að forkólfum þeirra væri fært að stimpla hvern þann kjósanda „kommún- ista“ og yfirlýstan fjandmann valdaklíkunnar í þjóðfélaginu, sem dirfðist að koma á kjörstað og greiða atkvæði! Er tæplega hægt að hugsa sér opinskrárri ósvífni og blygðunarlausari j vígan kaupstaðarbrölti þrenn- „terror*1 en Sjálfstæðisflokkur- j ingarinnar og fylgjandi sam- inn, Framsókn og Alþýðuflokk- einingu við Reykjavík. urinn beittu kjósendur í Kópa- ; vogshreppi í þessari allsherjar- atkvæðagreiðslu. Hneykslanleg vinnubrögð. Og til þess að fylgja ósvifni sinni eftir, og sannfæra hvern kjósanda um að valdastreitu- mönnum væri fullkomin alvara með að stimpla hvern mann og ofsækja sem mætti á kjörstað, röðuðu handlangarar afturhalds flokkanna þriggja sér við dyr og ganga kjörstaðarins. Tóku þeir menn tali og ógnuðu þeim með reiði flokka sinna tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslunni. Voru nokkur dæmi þess að menn sneru frá kjörstað af þess- um sökum. Þeir sem ekkl létu ógna sér og kusu voru skrásett- ir af sendimönnum flokkanna og óspart gefið í skyn á hverju þeir ættu von fyrir að hlýða ekki dagskipan afturhaldsflokk- anna! Þessi framkoma forkólfa Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknar og Alþýðuflokksins í Kópavogi er hneyksli sem á sér enga hliðstæðu þar sem lýðræði er í heiðri liaft. Með þessu er kjósandinn sviftur helgi og vernd hins leynilega kosningaréttar og þessi rétt- indi laga og stjórnarskrár að engu gerð. Miðað við þessar óvenjulegu aðstæður og brottflutninga og fjarveru fjölda kjósenda í hreppnum má kjörsóknin telj- ast með ágætum. Verður varla um það deilt að hefðu kosningarnar fengið að. fara fram í friði og með eðlilegum hætti hefði meirihluti allra kjós enda í hreppnum lýst sig and- Þriðjudagur 26. apríl 1955 — 20. árgangur — 92. tölublað Erlendar íréttir í stuttu máli Stjórnmálamenn sem í gær voru að yfirgefa ráðstefnu Asíu- og Afrikuríkja í Band- ung gagnrýndu í viðtölum við blaðamenn ósáttfýsilegar undir- tektir Bandaríkjastjórnar und- ir boð Sjú Enlæ, forsætisráð- herra Kína, um viðræður til að draga úr viðsjám við Taivan. Utanríkisráðherrar Vestur- veldanna munu ræðast við í París 8. maí um ráðstefnu með Sovétríkjunum um Þýzkalands- mál. Eftir fjögurra daga jarð- skjálfta stendur ekkert hús uppi í grísku borginni Volos. Yfir 75.000 menn eru hús- villtir. Ríkisstjórnir Danmerkur og Bretlands hafa orðið ásáttar um nokkra útfærslu landhelgi Færeyja. 'Eru grunnlinur nú dregnar þvert fyrir sund og flóa. 5-12 ára börn í Reykjavík bólu- sett gegn mænusótt í maíbyr jun Byrjað að taka á móti pöntunum í Heilsu- verndarstöðinni á morgun Tilkynnt hefur verið að reykvísk börn verði bólusett gegn mænusótt í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg fyrstu dagana í maímánuði. Bólusetningin verður fyrst um sinn takmörkuð við böm á aldrinum 5—12 ára en verði þá einhver afgangur af bólu- efninu munu fleiri aldursflokkar bólusettir siðar. Hér er ekki um skyldubólu- Þeir fluttu slagsmálaliðið Þessir bílar fluttu slags- málalióið er fylgdi Vökubíln- um, R 3555: R 1984 (Jóhann Ólafsson & Co.), R 6009, G 288, R 4444, R 441, R 6535, R 5270, R 4550, R 6045, R 2777, R 6226, R 4228. Jóhann Ólafsson & Co. styrkir slags- málaliðið Það vakti sérstaka athygli í fyrrinótt að í liði þeirra sem fluttu slagsmálalið B.S.R. gegn verkfallsmönnum var bíll frá Jóhanni Ólafssyni & Co. — Sjá frásögn á 5. síðu. B.S.R.-menn br jótast inn og hóta afarkostum! I gærkvöldi gerðist það að bílstjórar á B.S.R., brut- ust inn í olíuportið hjá B.P. í Laugarnesi, hótuðu vakt- manninum afarkostum og vörnuðu honum að komast í síma. Síðan höfðu þeir á brott með sér nokkuð af benzíni sem verkfallsverðir höfðu komið þar til geymslu með samþykki og eftirliti slökkviliðsstjóra og lögreglustjóra. Framkvæmdastjóri B.P., Hreinn Pálsson, sást grun- samlega nærri staðnum um það leyti sem verknaðurinn var fraiminn. Ætla Kcflvíkingar að rif ja upp fyrri frægðarverk? Morgunblaðið skýrir frá því í fyrradag að báturinn Hafþór sem flutti verkfallsverðina út í Skeljung frá Keflavík hafi ver- ið settur í afgreiðslubann í Keflavík. Þjóðviljinn hefur aflað sér upplýsinga um málið, . og reyndist staðreyndin sú að sjö vörubílstjórar í röð neituðu að flytja fisk frá bátnum á sum- ardaginn fyrsta en sá áttundi gerði það ,,í þetta sinn“ að því er hann sagði. Ekki hefur enn reynt á það hvort þessari of- sókn verður haldið áfram — en verði það gert og ætli einhverj- ir Keflvíkingar að fara að end- urnýja fyrri fjandskaparverk þess staðar gegn verkalýðs- hrevfingunni verður því svarað með öllu afli alþýðusamtakanna og ýtrustu ráðstöfunum beitt bæði . gegn einstaklingum og hugsanlegum samtökum sem hefðu slíka hegðun í frammi. Alþingi velur um tvær meg- instefnur í húsnæðismálum Verðor ítrekað allt hið bezta í byggingarlöggjöf imctanfarinna áratuga — eða íbúðarbyggingarnar gefnar á vald braski og gróðaþorsta? ★ Þegar húsnæðismálafrum- varp ríkisstjórnarinnar kemur til atkvæðagreiðslu við 3. um- ræðu í neðri deild, en það verð- ur væntanlega í dag, verða þing- menn að taka afstöðu til tveggja meginstefna í því mikla vanda- máli. A Annars vegar, verði breyt- ingatillögur Einars Olgeirsson- ! ar, samþykktar, væru húsnæð- ismálin afgreidd með því, að í- itrekað er allt það bezta sem ! Alþingi licfur samþykkt af um- bótalöggjöf á sviði húsnæðis- málanna, en Einar leggur til að frumvarpi ríkisstjórnarinnar verði umsteypt í það horf, að teknir verði upp allir megin- þættir laganna um verkamanna- bústaði, byggingarsamvinnufé- lög, útrýmingu heilsuspillandi íbúða, um veðlánakerfi til íbúða- bygginga(og þar tekið með allt sem til bóta liorfir í frumvarpi ríkisstjórnarinnar) lánadeild smáíbúða, og frjálsan innflutn- ing byggingarefnis. Hér er þó reiknað með breytingum sem tryggja fjáröflun til verka- mannabústaðanna og annarra framkvæmda, m.a. með því að gera aftur að lögum ákvæðin um að ágóði Tóbakseinkasölunn- ar renni til verkamannabústaða og bygginga í sveitum; þar fengjust 20 milljónir króna til livors um sig árlega. — Vextir af veðlánum lækki úr 7% í 4%. — Smáíbúðadeildin haidi áfram fimm ár enn. ★ Hin stefnan felst í frum- varpi ríkisstjórnarinnar ó- breyttu; Að gera íbúðarliúsa- byggingarnar að féþúfu fyrir auðmenn þjóðfélagsins, gefa þá þjóðnytjastarfsemi að byggja í- búðir á vald braskara og gróða- þorsta. ★ Við 3. umræðu málsins í gær lagði Einar áherzlu á þenn- an grundvallarstefnumun sem afgreiðsla húsnæðismálanna snerist um. Frá málinu mun nánar skýrt næstu daga. setningu að ræða og verður hún aðeins framkvæmd á þeim börnum, sem pantað hefur ver- ið fyrir. Verður pöntunum veitt viðtaka í Heilsuverndarstöðinni, gengið inn frá Barónsstíg, en alls ekkií .sima. Við pöntun ber að greiða kostnað við bólu- setninguna, 20 krónur fyrir hvert barn og gildir afgreiðslu- númer sem afhent verður og framvisa skal við bólusetning- una sem kvittun fyrir greiðsl- unni. Bólusetninguna verður að framkvæma þrisvar á hverju hverju barni með 1—3 vikna millibili. Byrjað verður að taka við pöntunum vegna bólusetningar í Heilsuverndarstöðinni á morg- un. Er nánar skýrt frá því, hvernig viðtöku pantana verður hagað í auglýsingu á 3. síðu. Sóhn segir upp samningi Starfsstúlknafélagið Sókn sam- þykkti á fundi fyrsta sumardag að segja upp núgildandi kjara- samningum sínum við atvinnu- rekendur. Samningar Sóknar ganga úr gildi 1. júní n.k. II.l.P. segir upp samnfngi Hið íslenzka prentarafélag samþykkti á fundi sínum í fyrra dag að segja upp kjarasamning- um sínum við Félag íslenzkra prentsmiðjueigenda. Uppsagnarfrestur á samningn- um er einn mánuður og er hann úr gildi 1. júní -n.k. Verkalýðsfélag Skagasfranáar: Lýsir stuðningi við baráttu féiaganna semeigas^erkfaiit Skagaströnd í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Verkalýðsfélag Skagastrandax* hélt fund i gær, 24. april, og vai' þar samþj’kkt einróma eftirfar- andi tillaga: „Fundur haldinn í Verka- lýðsfélagi Skagastrandar 24. apríl 1955 lýsir stuðningi sín- um við kjarabaráttu þeirra. félaga, sem nú eiga í verkfalli, og skorar á allan verkalýð landsins að styðja þá bar- áttu með fjárframlögum og á annan liátt.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.