Þjóðviljinn - 10.05.1955, Síða 9

Þjóðviljinn - 10.05.1955, Síða 9
- Þriðjudagur 10. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 A ÍÞRÓTTIR RtrSTJÓRl FRlMANN HELGASON Reykjavíkurmótið: Valur vann Fram 4:0 Lið Vals: Helgi Danielsson, Ámi Njáls- son, Sveinn Helgason, Stefán Hallgrímsson, Einar Halldórs- son, Sigurhans Hjartarson, Hilmar Magnússon, Magnús Sveinbjörnsson, Gunnar Gunn- arsson, Hörður Felixson, Sig- urður Sigurðsson. Lið Fram: Karl Hirst, Guð- mundur Guðmundsson, Reynir Karlsson, Haukur Bjarnason, Hilmar Ólafsson, Dagbjartur Grimsson, Sigurður Svavarsson, Steinn Guðmundsson, Karl Bergmann, Skúli Nielsen, Gunn- ar Leósson. Það var með leik milli Vals og Fram í meistaraflolcki sem knattspyrnan var leyst úr vetr- ardvalanum. Leikur þessi bar þó minni merki þess en oft áður á vorin að knattspyrnan hafi legið í dvala í vetur. Sérstak- lega voru Valsmenn frískari en áður og höfðu úthald í báða hálfleikina. Það hafði Fram aft- ur á móti ekki, því eftir að stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik mátti sjá þreytu- merki á liði þeirra, og svo mik- ið var víst að 3 mörkin komu eftir þann tíma og tvö þau síð- ustu á 8 síðustu mínútunum. Meðan Framarar höfðu út- haldið í lagi var lelkuriim nokk- uð jafn og töluverðar tilraunir til að sýna góða knattspyrnu. Miðað við þær breytingar sem hafa orðið á liði Fram frá því í fyrra var byrjun þeirra góð. Magnús Jónsson í markinu, Öskar Sigurbergsson báðir landsliðsmenn í fyrra eru ekki með og Guðmundur Jónsson ekki heldur. Lið Vals er svo að seg.ja það sama og í fyrra nema hvað Hall- dór Halldórsson var ekki með vegna smámeiðsla. Valur lék undan hægum vindi f fyrri hálfleik, en tókst lengi vel ekki að skapa sér tækifæri til að skjóta. Á 23. mínútu fær Valur aukaspyrnu sem Einar spymir til Hilmars sem sam- stundis spyrnir til Magnúsar, sem skorar með föstu skoti. Það er ekki fyrr en 20 mín. eru af síðari hálfleik sem Hörður ger- ir 2. mark Vals af stuttu færi. Eftir það fóru tækifærin að gef- KR gengst f yrir námskeiði í hand- knattleik Handknattleiksdeild KR hef- ur ákveðið að gangast fyrir námskeiði í handknattleik fyrir byrjendur bæði pilta og stúlkur. Á námskeiðið að hefjast n.k. föstudagskvöld kl. 7 og er tím- inn milli 7 og 8 ætlaður stúlk- ninum en kl. 8—9 drengjum. Auk föstudaganna verður nám- skeiðið á þriðjudögum á sama tíma. Námskeiðið á að standa í mánuð og verður kennt í í- þróttahúsi KiR. Kennarar verða: Frímann Gunnlaugss., Magnús Georgsson og Hans Steinman. ast enda höfðu Framarar ekki þol til áð standast hraða Vals- manna. Notuðu Valsmenn illa tækifærin, en á síðustu minút- unum skoruðu þeir Hörður og Magnús sitt markið hvor. Einstaklingarnir í vörn Vals voru sterkir en staðsettu sig illa. Sveinn hefur þó misst hraða og er ekki samur og áður. Hann meiddist snemma í leiknum og kom Jón Þór. í hans stað, betri en áður svo snemma. Gunnar Gunnarsson hafði mikla yfir- ferð og vann mikið en varð ekki að samá skapi úr elju sinni. Hilmar Magnússon nýliðinn í liðinu byrjaði vel. Magnús hef- ur aldrei komið betri til leiks og nú í nýrri stöðu og sem innherji, harður og fylginn sér og skotákafur. Leikur Fram úti á vellinum var oft góður en þegar innað marki kom virtist þá vanta að sameinast um að skora og varla verður sagt að þeir hafi skapað sér tækifæri í Ieiknum til að skora. Vörnin var betri helm- ingur liðsins. Nýliðinn í mark- inu lofar góðu, þó hefði hann með , meiri æfingu væntanlega varið tvö mörkin. Haukur Bjarnason var sterkur en þó ekki eim búínn að fá sitt fyrra sparköryggi. Meðan þolið Ieyfi voni þeir fljótir til á knöttinn og í staðsetningar. Reynir og Hilmar Ólafsson voru þeir sem mest brotnaði á af sókn Vals. Sem sagt nokkuð góður Ieikur af fyrsta leik að vera. Þess má að lokum geta að skemmtilegt hefði verið að byrja keppni ársins með nýj- um knetti, en geyma gamla knöttinn sem notaður var þar til síðar. Dómari var Guðbjörn Jóns- son, og slapp nokkuð vel frá því starfi. Áhorfendur voru margir þótt kalt væri í veðri. Úrslitaleikur bikarkeppninn- ar ensku milli Newcastle og Manchester City fór fram s.l. laugardag og fóru leikar svo að Newcastle vann 3:1. Newcastle hefur 10 sinnum verið í úrslitum í bikarkeppn- inni og munu önnur félög ekki hafa verið það oftar. Fram að 1923 fóru úrslitin fram á Crystal Palace og þar lék Newcastle 1905, 1906, 1908 og 1911 og tapaði alltaf en 1910 sigraði félagið. Eftir að úrslitin fóru fram á Wembley vann það 1924 Aston Villa, 1932 vann það Arsenal og sömuleiðis Blackpool 1951, Arsenal 1952 og nú 1955. Að þessu sinni munu það hafa verið sterkari taugar sem hjálpuðu Newcastle til að sigra fremur en yfirburð- ir í knattspymu. En Wembley virðist vera þeirra staður. Bikarúrslitin á Wembleyleik- vanginum eru hápunktur brezkra íþrótta, Að fá blkar- Sundmót 3MA Sundmót Menntaskólans á. Akureyri fór fram í sundlaug- inni þar föstudaginn 29. apríl s.l. Vegna hinnar óhentugu lengdar á lauginni (35 m), reyndist ekki unnt að keppa á venjulegum keppnisvegalengd- um. ÚRSLIT: 105 m bringusund karla Dagur Tryggvason 3. b. '1:44.9 Þórir Sigurðsson 3.b. 1:45.0 Ragnar Ragnars 4. b. 50.7 70 m. bringusund kvenna Sjöfn Sigurbjörnsd. 4. b. 1:14.8 Þóra Þorleifsdóttir 4,b. 1:17.7 70 m frjáls aðferð ka.rla Hreinn Sveinsson 3. b. 47.1 Helgi Þorsteinsson 5. b. 49.0 35 m fr.jáls aðferð kvenna Sjöfn Sigurbjörnsd. 4. b. 23.3 Þóra Þorleifsdóttir 4. b. 31.8 Framhald á 11. síðu. Síeisi Srikseii þjálfari i Argeutínu Norski skíðakappinn frægi, Stein Eriksen, er nú á heimleið til Noregs eftir að hafa dvalizt í Bandai-ikjunum í vetur og sýnt og kennt, en hann gerðist sem kunnugt er atvinnumaður í skíðaíþróttinni á s.l. ári. Hann ferðast á Stavanger- f jord og verður að hafa annan fót sinn í gipsumbúðum, þar sem hann fótbrotnaði illa í marz s.I. er hann var að sjma listir sínar í slæmu færi. Stein er samt bjartsýnn og með stórar áætlanir. Hann býst við að verða góður í júní svo liann geti farið til Argentínu, en hann hefur verið ráðinn til að þjálfa argen- tíska olympíuliðið fyrir vetrar- leikina í Cortina að vetri. verðlaun afhent af Elísabetu drottningu eftir endaðan úrslita- leik er mesti heiður sem hlotn- ast getur enskum knattspyrnu- manni. 4. bekkur vann skógar- hlaup MA Hið svonefnda skógarboðhlaup sem fram fer á hverju vori í Menntaskólanum á Akureyri, fór að þessu sinni fram mið- vikudaginn 27. apríl. Keppnin er bekkjakeppni, og sendir hver bekkur 8 manna sveit. Hlaupið hefst við skólahliðið og er hlaupið suður með Listigarðin- um og í stóran sveig suður fyrir nýja sjúkrahúsið, síðan í norður fjmir ofan nýju heima- vsitina og endað í skólahliðinu. Samtals er vegalengdin 1600— 1800 metrar, Úrslít: 4. bekkur 3:52.0 mín. 5. bekkur 3:56.4 min. 3. bekkur 4:12.4 mín. Newcastle vann bikarkeppnina Sigurjén Pétursson frá Álafossi Minningarorð f dag verður Sigurjón Péturs- son frá Álafossi til moldar borinn. Með honum er geng- inn einn af ötulustu forvígis- mönnum íslenzkrar íþróttahreyf- ingar. Sem ungur maður lagði hann stund á íþróttir og náði frábær- um árangri í ýmsum greinum miðað við þann tíma sem hann æfði og keppti. Tók hann þátt í mörgum íþróttagreinum en mestur Ijómi stendur þó um nafn Sigurjóns sem glímumanns. En Sigurjón var meíra en iðk- andi og keppandi. Hann var sí- hvetjandi og örfandi æsku iands- ins að iðka íþróttir og nota þær til að efla og styrkja anda og líkama. Á byrjunarskeiði í- þróttanna hér hefur það verið mikils virði að hafa bæði af- reksmanninn og athafnamann- inn sameinaðan í einum manni, með þeim eldlega áhuga, bjart- sýni og hjartans trú á gott málefni, sem hann er þekktur fyrir. Allt til æviloka, meðan kraft- ar entust, var hann trúr þessari hugsjón sinni, bæði í orði og verki. Má þar nefna sundlaug hans að Álafossi og þá starf- semi sem kringum hana var. Hann skyldi samstarf og nauð- syn samtaka íþróttamanna, og vap forustumaður um stofnun ÍSÍ á sinum tíma. Hinar miklu athafnir Sigurjóns í þágu í- þróttahreyfingarinnar verða ekki raktar hér. En íslenzkir íþrótta- raenn þakka brautryðjandanum öll hans fórnfúsu störf, sem hvetja til dáða. Og víst er að fátt mundi gleðja Sigurjón meir en það, ef ís- Gunnar M. Magnúss: Stjáni hækkaði sig um tvö þrep og var nú hátti uppi. Finnur hækkaði sig um eitt þrep. „Það geta fleiri talað við (enska skipstjóra heldur en þú, óþokkinn þinn, og þú skalt, sveí mér, bráðum fá að vorkennast“. „Líttu bara á hendina á skipstjóranum“, kallaði Stjáni. „Ef ég bendi á þig, er ég hræddur um, að hann láti-þig ekki fara lengra upp í reiðann. Ert ég æ'tla ekki að benda á þig strax, þó atð þú ættir það skilið fyrir vantraustið, sem mér var sýnt í Glasgow. Ég veit, að þú ert búinn að biðja alla íslendinga hér um borð að taka ekki við mér í Ameríku, en ég borga fyrir mig síðar. Ég er bú- inn að tala við skipstjórann; ég hlýði hans bend- ingum“. En nú voru krakkar og fullorðið fólk farið að safnast saman á þilfarinu, og Víðigerðisbörnin voru orðin hrædd um pabba sinn. Brátt laust upp ósamhljóða köllum frá þeim: „Láttu ekki skjóta þig, pabbi, láttu ekki benda á þig, pabbi, ótuktin getur látið skjóta þig“, og konan lagði sjálf orð í belg: „Láttu þetta eiga) sig, það sjá allir, að þetta er óræktarormur og óviðráðanlegur, þó að við gerum allt' okkar bezta"< Og Finnur leit niður og sá á andlitum allra, að það var satt, hann hafði gert sitt bezta og fikr* aði sig því aftur niður á þilfarið. En Stjáni hrópaði úr reiðanum: lenzkir æskumenn sem hann hafði íröllatrú á, myndu stíga á stokk og strengja þess heit að efla og standa vörð, um íþrótta- mál íslands. Það væri í anda Sigurjóns og þess málefnis sem hann unni af lífi og sál. SKIPAttTGCRÐ RIKISINS Hekla austur um land í hringferö sarn- kvæmt áætlun miðvikudaginn, 11. þ.m. Pantaðir farmiðar ósk- ast sóttir og flutningi skilað í dag. Skipið tekur vörur til hafna frá Fáskrúðsfirði til Seyð- isfjarðar og til hafna frá Þórs- höfn til Húsavíkur. Að aflokinni ofangreindri ferð verður skipið tekið til viðgerðar vegna tjóns er það varð fyrir og fellur því niður áætlunarferðin 21. til 26. maí. Es ja fer vestur um land í hringferð 11. þ.m. Vörumóttakatil áætlun- arhafna frá Patreksfirði til Ak- ureyrar í dag og á morgun. Pantaðir farmiðar verða selaij? á fimmtudag.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.