Þjóðviljinn - 13.05.1955, Qupperneq 1
Inni í blaðinu
7. síða: Ríeða Kinars OI-
geirssonar í út-
varpsumræðu num.
5. síða: Hundruð milijóna
undirrita Vínar-
ávarpið.
Særður maður deyr í „sjúkra-
herbergi" lögreglunnar
Fannsf liggjandi á götu drukkinn - ekki
vitaS hvernig hann hlaut höfuSsár sift
Snemma í fyrramorgun andaðist í „svonefndu sjúkraherbergi“
lögreglustöðvarinnar særður maður er þangað hafði verið flutt-
ur drukkinn þá um nóttina. Hafði læknir vitjað hans er hann
kom á stöðina, en síðan var hann látinn liggja þar.
Nánari atvik eru þessi:
Laust fyrir kl. 3 aðfaranótt
miðvikudags kom maður einn á
lögreglustöðina og tilkynnti að
ölvaður maður lægi á stéttinni
framan við Herkastalann í
Kirkjustræti 2. Mikill asi var
á þessum manni, og var hann
á bak og burt áður en lög-
reglumönnum gæfist tími til að
spyrja hann nafns eða inna
hann nánar eftir tíðindum.
Fóru lögreglumenn þegar á
staðinn, og lá maðurinn þar
enn. Hann virtist mjög ölvað-
ur; og er honum var lyft upp
kom í ljós að honum höfðu
blætt nasir, þannig að húfa
hans er lá undir vanga hans
löðraði í blóði. Maðurinn var
þó við meðvitund. Honum var
ekið á lögreglustöðina, og var
næturlæknir þegar kallaður til
hans. Við athugun hans kom
í Ijós fremur lítill skurður á
höfði mannsins ofan við vinstra
eyra, og virtist það ekki stór-
vægilegt meiðsH. Var maðurinn
síðan látinn liggja í „svonefndu
sjúkraherbergi“ lögreglustöðv-
arinnar, eins og Sveinn Sæ-
mundsson komst að orði í við-
tali við blaðamenn í gær. Þar
lézt hann kl. rúmlega 6 um
morguninn. Höfðu lögreglu-
menn he-'/rt, hrvgla í honum og
kölluðu þegar á lækni, en mað-
urinn var látinn er læknir kom.
Hann hét Sigurður Sigurðs-
son. varð fimmtugur fvrir
nokkmm dögum, var logsuðu-
maðnr f Hamri, og hafði búið
í Herkastalanum eitthvað á
annnð ár.
Við knifningn líksins hefur
komið í ljós að brestur var í
Sðmi6 um Vietnam
í París
Stjómir Frakklands og Banda-
ríkjanna hafa komið sér saman
um sameiginlega stefnu í málum
Suðnr-Vietnems Varð þetta
samkomulag á fundum utanrík-
isráðherra þeirra, Pinay og
DuHes, í París. Bandaríkin
heita því að styðja Bao Dai
keisara skjólstæðing Frakka, en
Fra.kkar lofa hins vegar Diem
forsætisráðherra, skjólstæðingi
Bandaríkiamanna, stuðningi
sínum.
MIKIL FíXiÐ hafa orðið í fylk-
inu Saskatchewan í Kanada og
hafa akrar 40.000 bænda orðið
fyrir þeim. í fylkinu eru mestu
hveitakrar landsins.
höfuðkúpunni þar sem skurður-
inn var, hafði æð sprungið og
siðan blætt inn á heilann. Tel-
ur Níels Dungal prófessor, sem
krufði líkið, að fyrst eftir að
maðurinn fékk áverkann hafi
hann verið allra ferða fær;
þurfi hann því alls ekki að
hafa fengið hann á þeim slóð-
um þar sem hann fannst.
Það er vitað að kl. 4 dag-
inn áður hafði Sigurður heit-
inn fengið 200 krónur að láni
hjá manni einum. Var hann þá
ódrukkinn. Kl. um 10 það kvöld
sá samstarfsmaður hans hann
í fylgd annars manns við bif-
reiðastöðina Hreyfil, og taldi
hann víst að þeir hefðu ætlað
að leigja bíl þar á stöðinni. Síð-
an er ekki vitað um ferðir Sig-
urðar; eru það eindregin til-
mæli rannsóknarlögreglunnar
að maður sá er var með hon-
um á bílstöðinni, svo og sá er
kom á lögreglustöðina um nótt-
ina, gefi sig fram þegar í stað
— sömuleiðis þeir er kynnu að
geta gefið einhverjar frekari
upplýsingar um ferðir hans þá
um nóttina.
Vist hins særða manns í
,svonefndu sjúkraherbergi1 lög-
reglunnar er mál sem þyrfti að
ræða á víðara vettvangi. At-
burðir svipaðir þessum hafa áð-
ur gerzt — hverjir sem kunna
að vilja bera ábyrgð á þeim.
Oldmð kona yerður fynr
bíl og bíður þegar bana
TJm sex-leytið í gær ók vöru- j hún lenti undir vörubílnum og
bifreið á aldraða konu á Skál-
holtsstíg, og beið hún þegar
bana.
Bifreiðin A-791 var á leið
upp Skálholtsstíg. Rétt neðan
við gatnamót Skálholtsstígs og
Grundarstígs stóð fólksbifreið-
in R-432 við gangstéttarbrún
og sneri í vestur. Vörubíllinn
ók utan í fólksbifreiðina og
kastaðist síðan upp á gang-
stéttina aítan við hana. Þar
var öldruð kona á ferli, og
skipti það engum toguin að áfram í dag.
lézt samstundis. Vörubíllinn
rann síðan skáhallt inn á Gruntl
arstíginn, upp á gangstétt og
nain loks staðar á húsinu núin-
er 7 við þá götu. Bílstjórintt
meiddist nokkuð, og yar ekið
með hann í Landsspítalann.
Konan, er lézt með svo svip«,
legum hætti, hét Kristjana
Kristjánsdóttir, Smáragötu 8A,
Rannsókn málsins varð að
sjálfsögðu ekki lokið í gær-
kvöldi, og verður henni haídið
Vetrarhríð á Norðurlandi
► W‘
Yíir Norður- og Norðausturland gekk hríðarveður
í fyrrinótt og gær. Var fannkoma sumstaðar töluvert
mikil og veðurhæðin allt upp í 8 vindstig. Frétta-
ritari Þjóðviljans á Ölafsfirði lýsti veðrinu þannig í
gær: Hríð eins og gerist verst á þorra, haugasjór eins
og um hávetur.
Á Ólafsfirði hafði verið góð
tíð, þar til kólnaði fyrir
skömmu. Voru tún byrjuð að
grænlca, en nú er snjór yfir allt.
Lágheiðarvegurinn (til Skaga-
fjarðar) hafði verið mokaður,
en mun nú vera orðinn jafnófær
og liann var áður en hann var
ruddur.
Á Siglufirði var einnig hríð-
arveður og frost, og kominn tals
verður snjór.
Á Húsavík var norðan snjó-
koma, komnir nokkrir skaflar.
Fréttaritari Þjóðviljans kvað tíð
Nýjis afvopnunartillögur Sovétrík janna
leta markað tímamot í alþjöðamálum
Pravda segir crð jbœr séu a&eins upphaf
aB allsherjar tilraun til að lœgja deilur
Fréttaxnönnum og blöðum um allan heim ber saman
um, að hinar nýju tillögur Sovétríkjanna um afvopnun
geti markaö tímamót í sögu alþjóöamála eftir styrjöldina
ög oröiö grundvöllur að miklu víötækara samkomulagi
inilli stórveldanna.
Fréttaritari Reuters í París
símar þaðan, að þar telji menn
sem standa utanríkisráðherrum
Vesturveldanna nærri, að frið-
arsamningurinn við Austurríki,
viðræður utanríkisráðherranna
í Vín um fund æðstu manna og
tillögur Sovétríkjanna um af-
vopnun muni geta komið af
stað samningaumleitúnum milli
stórveldanna sem muni stinga
í stúf við alla þróun alþjóða-
Hásetahlutur
32 þús. hr.
Neskaupstað.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Snæfuglinn er kominn heim af
vertið. Afli 1300 skippund. Há-
setahlutur 32 þúsund krónur.
Snæfugl mun stunda línuveiðar
héðan.
mála frá því árið 1948.
Þær samningaumleitanir muni
fyrst og fremst snúast um alls-
herjar afvopnun, lausn Taivan-
deilunnar og sæti kínversku al-
þýðustjórnarinnar hjá SÞ.
Fréttaritari Reuters í Wash-
ington hefur eftir áhrifa-
mönnum þar, að vel geti svo
farið að hinar nýju afvopn-
unartillögur Sovétríkjanna
verði fyrsta skrefið í átt til
samkoinulags um að binda
endi á kalda stríðið.
Pravda, málgagn Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna, segir
í gær, að hinar nýju afvopnun-
artillögur sovétstjórnarinnar
séu aðeins upphafið að allsherj-
ar tilraun til að setja niður
allar aðrar deilur á alþjóða-
vettvangi og þá fyrst og fremst
til að ná samkomulagi um al-
gert og eilíft bann við kjam-
orkuvopnum.
Kom á óvart
Blöð um allan heim ræddu
hinar nýju afvopnunartillögur
Sovétríkjanna og eru sammála
um að þær séu stórt skref í
samkomulagsátt, enda þótt
blöð á vesturlöndum vari menn
við of mikilli bjartsýni. Brezku
blöðin segja að tillögurnar hafi
komið algerlega á óvart og eiga
vart orð til að lýsa undmn
sinni. Þetta á við t. d. um
Manchester Guardian og Daily
Telegraph. Blöð í Atlanzríkjun-
um benda á, að ef gengið yrði
að tillögu Sovétríkjanna um að
herstöðvar ríkja í öðram lönd-
um yrðu lagðar niður þegar
afvopnun væri komin í fram-
kvæmd myndi það þýða enda-
lok Atlanzbandalagsins.
Afvopnunamefndin á fundi
Undirnefnd afvopnunamefnd-
ar SÞ kom saman á fund í
London í gær og var bandariski
Framhald á 12. síðu.
hafa verið góða þar nyrðra., þar
til fyrir skömmu að kólnaði.
Hafi þá verið byrjað að gróa
niðri við sjóinn.
Afli hefur verið dágóður á
Húsavík undanfarið og atvinna
því með betra móti á þessum
tíma, en Húsavíkurbátarnir eru
nú allir heima, nema tveir sem
hafa verið í verstöðvum syðra.
„Kreint vetrar-
veð«r“
Raufarhöfn.
„Hér er stórhríð og frost, —
hreint vetrarveður. Snjór fór
að mestu í hlýviðriskaflanum'
fyrir nokkru, en pnginn gróður
var kominn. Nú er aftur orðið
eins og á vetrardegi.
Sæmilegur afli var s.l. viku,
þegar gaf á sjó. Fólk er nú sem
óðast að koma heim af Suður-
landi. Hér var eins og dauður
bær í vetur."
,Kuldarogógæftir‘
Neskaupstað.
„Hér er nú mesta ótið, kuld-
ar og ógæftir í nokkurn tíma.
Nú snjóar talsvert og er orðið
alhvítt niður í sjó“.
Heitast 6 stig
I gær var frost um allt Norð-
urland, allt til Langaness, ea
sunnan þess var ýmist frost-
laust eða nokkur hiti. Mestur
hiti á landinu í gær mun hafa
verið á Loftsölum, 6 stig, og
Fagurhólsmýri, 5 stig. Annar-
staðar var hiti yfirleitt á svæð-
inu frá Austfjörðum um Suður-
land til Vestfjarða frá frost-
marki til 3 stig.
Reykjavíkurmótið:
Fram vann 1:0
I gærkvöldi kepptu Valur og
Fram á Iþróttavellinum. Fram
vann með einu marlci gegn engu.
— Var þetta táknrænn rok-
leikur.