Þjóðviljinn - 13.05.1955, Side 7
Föstudagur 13. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Úr rœSu Einars Olgeirssonar v/ð útvarpsumrœSur frá Alþingi
lslandi verður ekki stjórnað
á móti verkalvðnnm
Við skulum nú reyna að gera okkur nokkra mynd
af þeim hildarleik, sem íslenzk alþýða með verkalýð
Keykjavíkur í fararbroddi hefur háð síðustu árin og
heyr nú við íslenzka og ameríska auðvaldið, til þess
að hindra að ísland verði alræði braskaranna að bráð.
Ameríska auðvaldið lagði á ráðin 1947. Það krafð-
ist kauplækkunar og hvers konar banna og framar
öllu heimtaði það, að verkalýðshreyfingin og Sósíal-
istaflokkurinn væru sett í bánn, því a'ð þá aðila hugði
amerískt auðvald mestan Þránd í Götu yfirráða sinna
á íslandi.
Bandarískt affurhald bannar
kjarabætur
Og bandamenn ameríska auðvaldsins hlýddu. Þeir
hófu árásina á kjör alþýðunnar og eiginhagsmunir
ameriska auðvaldsins komu þá brátt í ljós. Geigvæn-
legasta árásin var gengislækkunin. Ameríska auð-
valdið fyrirskipaði árið 1950 að dollarinn skyldi allt
að því þrefaldaður í verði, hækkaður úr kr: 6 50 upp
í kr. 16.32. Næsta ár hernam ameríska auðvaldið iand-
ið og gerðist stærsti atvinnurekandi á íslandi með
3000 manns í þjónustu sinni. Það hafði þá látið þjóna
sína lækka kaup íslenzks verkamanns úr $ 1.40, semp s
það var 1947, niður í 69 cent, eða stolið helmingnum'
af timakaupi hvers verkamanns. Á nokkrum árum
græðir ameríska auðvaldið meira en 400 millj. kr.,
meira en Marshallgjafirnar allar, einungis á kaup-
inismun þeim, sem það greiðir íslenzkum verkamönn-
mn móts við, ef það hefði orðið að greiða þeim ame-t f,
rískt kaup. Það er góður „business“ fyrir amerískaj
auðvaldið að vernda lýðræðið á íslandi.
Það var bannað í hinu upprunalega gengislækkun-V
arfrv. ameríska Alþjóðabankans, eins og Sjálfstæðisfl.j
lagði það fyrir 1950, að hækka laun íslenzkra verka-^ ,
manna nema lækka gangið um leið. Þar með átti aff^
lögfesta laun íslenzkra verkamanna um alla framtíð á
því stigi, sem þau voru á við gengislækkunina, m.ö.o.
láta þau vera helming þess, er þau voru 1947 og leyfa
aldrei neina raunverulega liækkun á þeim eftir það.
— Það bann brotnaði strax í meðferð Alþingis og-
þrátt fyrir hótanir hefur það ekki verið framkvæmt
gíðan.
Ameríska auðvaldið bannaði því næst að veita ís-'
lendingum frelsi til að byggja sér íbúðarhús; það
heimtaði að íslenzkt vinnuafl byggði fyrst og fremst
yfir ameríska liðsforingja en bannaði að það byggði
yfir íslendinga nema mjög takmarkað; það lét ís-
lenzk börn hýrast i bröggum áfram. Og því hefur
tekizt að draga svo úr byggingum íbúðarhúsa, að
ekkert ár hefur bygging nýrra íbúða í Reykjavk enn
komizt í námunda við það, sem hún var 1946, þegar
634 búðir voru byggðar. Og þegar þetta bann fyrir
þrotlausa baráttu Sósíalistaflokksins og verkalýðs-
hreyíingarinnar var afnumið, þá gerir auðvaldið
fátæku fólki illkleift að byggja með því að gera svo
erfitt að fá lán og nú síðast að gera vextina svo háa
og húsaleiguna svo dýra, að hún gleypir þriðjung
til helming af kaupi verkamanns.
Lög sefit með verkföllum
En ameríska auðvaldið bannaði framar öllu öðru
samstarfið við Sósíalistaflokkinn. Og stjórnarflokk-
arnir hlýddu. Sömu flokkarnir sem 1942—1947 höfðu
ýmist setið vikum saman eða mánuðum að samning-
um við okkur sósíalista til þess að fá okkur í stjórn
með sér og talið ófært að mynda stjórn í landinu nema
við værum með og sumir síðan setið í ríkisstjórn með
okkur árum saman; þessir sömu flokkar fóru nú, eftir
erlendri fyrirskipun, að lýsa því yfir, að það mætti
ekki mynda rikisstjórn með Sósíalistaflokknum. Og
það var lagt blátt bann við að samþykkja þá endur-
bótalöggjöf, er flokkurinn hefur barizt fyrir þing
eftir þing, endurbæturnar á alþýðutryggingunum, stór-
felldar umbætur húsnæðislöggjafarinnar, hækkun or-
lofsins upp í 6%, lenging hvíldartímans á togurum
upp í 12 stundir, atvinnuleysistryggingar, en öll þessi
frv. hefur flokkurinn flutt í 6—10 ár, og hið síðast-
nefnda atvinnuleysistryggingarnar nú í 12 ár. Þau
Voru öll svæfð eða drepin af stjórnarflokkum þings-
ins.. Það mátti ekki hafa samstarf við sósíalista.
En þá var það sterkari aðilinn, sem tók í taumana.
, Verkalýðurinn tók málið í sínar hendur. Togara-
sjómennirnir gerðu 12 tíma hvíldina að staðreynd með
mánaðar verkfalli. Verkamenn gerðu fjöiskyldubætur
og mæðralaun að lögum með 3 vikna verkfalli. Og
nú í vor tóku verkalýðssamtökin til sömu ráða, at-
vinnuleysistryggingar og 3 vikna orlof urðu lög með
6 vikna verkfalli.
En það er dýrt fyrir þjóðina alla, að verkalýðurinn
skuli þurfa að setja réttlætið í lög með fórnfrekum
verkföllum, þegar hægt var að leiða þau réttlætismál
í lög á Alþingi með samstarfi við Sósíalistaflokkinn.
Það er dýrt fyrir þjóðina, að auðvaldið íslenzka og
fylgifiskar þess skuli vera að stritast við að stjórna
landinu á móti voldugasta aðilanum, verkalýðnum,
sem ber þjóðfélagsbygginguna á herðum sér, vitandi
að þeir geta það ekki, enda eru nú loksins allar fyrir
ætlanir ameríska auðvaldsins um einangrun Sósíal-
istaflokksins að brotna í rúst. Sósíalistaflokkurinn
stjórnar ekki aðeins ýmsum bæjum landsins með
samstarfi við aðra vinstri flokka, heldur voru nú í
fyrsta sinn, síðan amerískra áhrifa tók að gæta á
Alþingi íslendinga, samþykktar veigamiklar tillögur
frá Sósíalistaflokknum einum, svo sem ákvörðunin um
að skipa þingnefnd til þess að rannsaka orkrið, enda
lýsti nú annað stjórnarblaðið, Tíminn, þvi yfir í vetur,
að einangrun kommúnista, eins og þeir orða það,
væri nú rofin; ameríska banninu á samstarfi ís-
lendinga hefur verið hnekkt.
Öll þessi bönn hins ameríska auðvalds og nýríkrar
auðstéttar Reykjavíkur hafa brotnað á þeirri bjarg-
föstu staðreynd, að alþýða íslands er of sterk til þess
að verða brotin á bak aftur, að alþýða íslands er of
skynsöm til þess að láta Rússagrýlur hræða sig, að
alþýða íslands er of heiðarleg til þess að láta stinga
samvizku simii svefnþorn, að alþýða íslands er of
hugrökk til þess að láta áróðurinn skelfa sig.
Eining alþýðunnar eflist
Umskiptin, sem marka straumhvörf í íslenzkri sögu,
beina þróuninni burt frá því alræði braskaranna, sem
hún stefndi að, og að lýðstjórn og samstarfi vinnandi
stéttanna, þau umskipti hafa gerzt í vetur. Þegar þetta
Alþingi hefur setið, lengst af verklaust við að bíða eft-
ir lélegum frumvörpum úrræðalausrar rkisstjórnar, á
meðan nákrumla einokunarauðvaldsins í Reykjavík
dæmdi Alþingi íslendinga til aðgerðaleysis, tók al-
þýða íslands gang málanna í sínar hendur. í nóvem-
ber í vetur myndaði þing Alþýðusambands íslands,
fulltrúar 27 þúsund verkamanna, verkakvenna, sjó-
manna, iðnaðarmanna og sveitafólks einingarstjórn
undir forsæti Hannibals Valdimarssonar og samþykkti
einróma að leggja til atlögu, allsherjarkauphækkunar
til að endurheimta til alþýðunnar nokkuð af því, sem
auðstéttin hafði rænt á undanfömum 7 árum. Og í
hörðustu stéttaátökum íslenzkrar sögu, 6 vikna verk-
fallinu í vor, hefur nú þetta Alþýðusamband, þessi -
einhuga verkalýðshreyfing, sýnt sig að vera sterkasta
valdið á íslandi, af því að það vald berst fyrir réttlæt-
inu, af því að það réttir hlut þeirra vinnandi manna,
sem afskiptir voru.
Kaupkröfum verkamanna í Reykjavík, sem settar
voru fram í samræmi við hina einróma ákvörðun Al-
þýðusambandsþings, var vel tekið af almenningi. Allt
vinnandi fólk taldi sanngjarnt að verkamenn fengju
nú sem mestan hluta þess, er rænt hafði verið af þeirn
síðan 1947, að kaupið nálgaðist nú það að vera það
sem það þá var. Bændur og opinberir starfsmenn
höfðu samúð með verkamönnum, enda áttu báðir
■sörnu hagsmuna að gæta og þeir. Gekk nú svo langt,
að Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, sem oft
hefur verið íhaldssamur í launamálum, tók undir
um að það yrði að hækka launin.
Fjölmargir atvinnurekendur vildu semja, einkum
hinir smærri, sem sjálfir vita hvað það er að vinna og
að ekki er hægt fyrir fjölskyldumann að iifa af 3
þús. kr. á mán. Verkalýðsfélögin frestuðu verkfallinu
í 3 vikur til þess að hægt yrði að semja án verkfalls.
Þjóðin bjóst við samningum í síðasta lagi fyrsta sunnu-
dag verkfallsins.
En þá greip önnur hönd í taumana,
Árás úr „innsfa hringnum"
í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, sem einnig ræð-
ur Vinnuveitendafélagi íslands, var tekin örlagarík
ákvörðun varðandi kaupdeiluna, og það er ekki í
fyrsta skipti, sem slík ákvörðun er tekin þar. Við sem
barizt höfum með reykvískri alþýðu s 1. aldarfjórð-
ung vitum hvað slíkar ákvarðanir boða. í nóv. 1932
var tekin sú ákvörðun í miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins að hefja almenna kauplækkunarherferð með því
að lækka kaup þeirra verkamanna er unnu í atvinnu-
bótavinnu úr 1.36 kr. niður í 1 kr. Það átti að níðast á
þeim allra fátækustu. Þeim sem aðeins höfðu vinnu
1 viku í mánuði og sultu hálfu hungri. Þessari hung-
urárás Sjálfstæðisflokksins var hrundið af reykvískum
verkalýð hinn sögufræga dag, 9. nóv. 1932. Það
varð ekkert úr kaupkúguninni þá.
Nú um miðjan marz var aftur tekin ákvörðun í
innsta hring Sjálfstæðisflokksins um að Iáta skríða til
skarar, eins og það var orðað þar. Verkalýðshreyfing-
in skyldi brotin á bak aftur. Verkamenn Reykjavíkur
skyldu sveltir til uppgjafar. Verkfallið var af auff-
stéttinni og flokki hennar gert aff aflraun milli ein-
okunarauffvaldsins og verkalýffshreyfingar Rvíkur.
í sex vikur stóðu 7 þús. verkamenn og verkakonur
í Reykjavík og Hafnai’firði með 25 þús. manns á fram-
færi sínu í verkfalli.
1944 þótti okkur sósialistum og hæstvirtum foi’sætis-
ráðhei-ra, Ólafi Thoi’s, það gæfa að geta afstýrt verk-
falli, firrt þjóðina því grandi.
En nú þótti auðstétt Reykjavíkur sjálfsagt að leggja
út í lengsta fjöldaverkfall íslandssögunnar til þess að
reyna að brjóta vei’kalýðinn á bak aftur. Ekkert var
til sparað sem auður og vald gat veitt til þess að
reyna að kúga verkamenn. Auðstéttin hirti ekkert um
þótt þjóðinni glataðist tugir milljóna jafnvel hundruð
milljóna kr. í verðmætum, ef aðeins væri hægt að
kúga alþýðuna. Olíuhringarnir gripu til opinskárra
lögbrota við kúgunartilraunir sínar. Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar, sem sósíalistar og Alþýðuflokksmenn
stjórna í sameiningu hafði samið við verkamenn.
Olíuhringarnir lýstu banni á hana. Þeir neituðu að
selja togui’unum olíu, olíu sem ríkisstjórn íslands
kaupir til landsins fyrir fiskinn sem togararnir fram-
leiða. Einokunarauðvaldið sveifst einskis, ef verða
mætti að verkalýðurjnn yrði sveltur til undanhalds.
AEþýðan slóðsf raunina
En allt kom fyrir ekki. Auður og vald reyndist ekki
almáttugt. Á móti stóð afl, sem þeim var æðra.
Eining verkalýðsins stóðst alla raun. Þrotlaust stóð
verkfallsvörðurinn, brauti-yðjandalið slenzkrar alþýðu,
og samninganefnd verkalýðsfélaganna undir forsæti
Eðvarðs Sigurðssonar, sinn vörð um rétt hins vinn-
andi manns.
Verkfallsmenn hjálpuðu hver öðrum. Báru hver
annai’s byrðar, einn fyi’ir alla, allir fyrir einn. Verka-
Framhald á 10. síðu.