Þjóðviljinn - 13.05.1955, Page 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. maí 1955
♦
Ræða Einars Olgerissonar
í HtvarpsHmræðnnum
Framhald af 7. síðu.
menn stóðu saman,' Dagsbrúnarmenn, Iðjufólk, iðn-
aðarmenn, Alþýðuflokksmenn og Sósíalistaflokks-
menn. Engir peningar, mútur, ógnanir né grýlur gátu
klofið fylkingu þeirra. Samt svarf að mörgum heimil-
um, en aldrei heyrðist æðruorð. Og utan af landi
bárust hvarvetna samúðarkveðj ur í orði og verki,
frá verkakonum á Siglufirði, sjómönnum í Eyjum,
bændum á Barðaströnd. Það var samhjálp hinna fá-
tæku. Það var bræðralag hins vinnandi lýðs. Það var
stálvilji verkfallsmannanna, sem vann sigur á auðstétt
Reykjavíkur. Máttur bræðralagsins, æðri öllu valdi
peninganna, sigraði í þessu verkfalli.
Og það er þessi siðgæðismáttur alþýðunnar sem
mun endurnýja íslenzkt mannfélag, forða manngildis-
hugsjón íslendinga frá þeirri eyðileggingu, sem auð-
Stéttin með peningagildið fyrir eina mælikvarða býr
henni, vísar þjóðinni leið til fegurra og gæfuríkara
lífs.
Eining verkalýðsins, sköpuð á Alþýðusambandsþingi
í haust, hlaut sina eldskírn í þessu verkfalli og sigraði.
Og vei hverjum þeim, sem héðan af reynir að rjúfa
þá einingu.
Dýrmætt var það, sem verkamenn Reykjavíkur
unnu í þessu verkfalli, 10—11% grunnkaupshækkun,
þriggja vikna -orlof, 4% atvinnuleysistryggingar 12
árum eftir að Sósíalistaflokkurinn flutti þær fyrst og
á fyrsta árinu sem Sósíalistaflokkurinn og Alþýðu-
ilokkurinn fluttu frumvarp um þær i sameiningu.
En dýrmætast af öllu var þó meðvitund verkalýðsins
um mátt hans til að sigra. Um ósigrandi mátt liins
góða málstaðar.
Sfjórnmálaeining alþýðunnar
óhjákvæmileg
Alþýðan um land allt, verkamenn, starfsmenn hins
opinbera og bændur, þið munið nú á næstunni upp-
skera ávextina af þeim sigri er verkalýður Reykja-
víkur vann fyrir ykkur öll. Þið munuð njóta þeirra
kjarabóta er unnust í þessu harða stéttastríði.
„En nú er eftir yðvar hlutur".
Stjórn Alþýðusambands íslands sá fyrir hættuna á
því að auðvaldið notaði ríkisvaldið til þess að ræna
alþýðuna ávöxtum sigranna. Þess vegna sneri hún sér
til allra andstöðuflokka Sjálfstæðisflokksins með til-
mælum, um að ræða við sig möguleikana á myndun
stjórnar er ynni í þágu alþýðunnar.
Það er ykkar, alþýðunnar um allt land, að sjá um
að gera þá hugmynd að veruleika. Auðvaldið tygjar
sig nú þegar til ránsins. Olíuhringar þess hafa þegar
riðið á vaðið. Ríkisvaldið er enn í höndum auðstétt-
arinnar. Munið að það er ekki minni vandi að gæta
fengins fjár en afla. Það sem vannst með órofa ein-
ingu Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins, alls
verkalýðsins á vettvangi verkfallsins það verður að
varðveita með órofa einingu flokkanna, alls verkalýðs-
ins, á vettvangi stjórnmálanna. Hver sá gerist vargur
í véum, sem reynir að eyðileggja þá einingu. Þrátt
fyrir allan skoðanamismun, sem er á milli vor, þá
vcrður lífsnauðsyn alþýðunnar á einingu vorri að yfir-
gnæfa það allt.
Ella glatast það sem vannst og meira til.
Tilvera þjéðarinnar í hæffu
Því það er meira í húfi en réttlátt kaupgjald, trygg-
ingar og lýðréttindi handa verkalýðnum. Meira en
réttlátt fiskverð og meira öryggi handa sjómönnum.
Meira en lágir vextir, betri lán og öruggir markaðir
handa bændum og fiskimönnum. Meira heldur en
sómasamlegt húsnæði handa öllum þeim sem nú búa
við óviðunandi kjör í því efni, og er þó allt þetta nóg
tilefni til þess að mynda stjórn, sem alþýðustéttirnar
á íslandi geti stutt.
Auðvald Ameríku heimtar ekki aðeins af auðstétt
Reykjavíkur, að hún í bandalagi við sig arðrændi
alþýðu íslands. Höfuð boðorð anteríska auðvaldsins
var: „Þú skalt gefa mér land þitt. Þú skalt fóma mér
þjóð þinni, og þú skalt færa mér dætur þínar til
munaðar og syni þína til að reisa mér hús og bursta
mér skó“.
Og einnig það var gert, og gröðanum skipt til helm-
inga í stjórnarherbúðunum.
Gegn þessari niðurlægingu hernámsins hefur þjóðin
nú risið. ísköld fyrirlitning alþýðunnar umlykur inn-
rásarherinn á Keflavíkurflugvelli svo „veslingarnir"
klaga nú til stóru mömmu í Washington yfir íslend-
ingum. Stjórnarliðið hefur orðið að hopa undan ár
frá ári — nú loks orðið að lofa að geyma verndarana
í gripheldum girðingum svo íslendingar sjái þá sem
minnst fyrir augum sér.
En allt þetta er ekki nóg. Aðeins uppsögn hernáms-
samningsins, eins og Sósíalistaflokkurinn hefur borið
fram frumvarp um á hverju þingi síðan 1951 og nú
loks í fyrsta skipti verið samþykkt til nefndar, að-
eins brottför ameríska hersins af íslandi getur bjargað
í þessu efni.
Yfirráð okkar íslendinga yfir landi voru og sú þjóð-
menning, sem við með réttu erum svo stoltir af, er
í veði, ef við þolum smán hernámsins í landi voru, ef
við þolum það hervald, sem er að eitra þjóðlífið, og
yfirráð þeirrar auðmannaklíku, sem hefur kallað það
inn í landið og gert það að bandamanni sínum gegn
íslenzkri alþýðu.
Líf þjóðar vorrar liggur við ef heimsstyrjöld hefst.
Sú vítisvél, sem Keflavíkurflugvöllur er i þéttbýlasta
svæði landsins, mundi draga til dauða % hluta íslend-
inga ef við ekki hefjumst handa til að firra þjóðina
þessu grandi með öllum þeim ráðum, sem við getum
fundið.
Ríkissfjórn alþýðunnar
lífsnauðsyn
Oft var íslandi þörf á róttækri stjóm, en nú er lífs-
nauðsyn að mynduð sé þjóðleg framsækin ríkisstjórn,
sem alþýða landsins getur stutt og stjómar með hag
vinnandi stéttanna fyrir augum og heill þjóðarheild-
arinnar að leiðarljósi. Slík ríkisstjórn mundi stórefla
sjávarútveginn, landbúnaðinn og iðnaðinn um allt
land. Koma upp tugum nýrra togara, vélbáta, koma
upp fiskiðjuverum um landið, hraða vélvæðingu land-
búnaðarins og ræktun landsins og ræfvæðingu þess og
útvega jafnt landb. sem sjúvarútvegi næga markaði er-
lendis. Slík ríkisstjórn, mundi þannig setja aleflingu
islenzks atvinnulífs í stað þess ameriska hermangs,
sem er niðurdrep íslenzkra atvinnuvega, eyðing ís-
lenzkra byggða og svívirðing íslenzkrar menningar.
Slik stjórn mundi ekki aðeins rétta hlut allrar al-
þýðu. Hún mundi og hafa góða samvinnu við alla ís-
lenzka atvinnurekendur, sem efla vilja atvinnulíf vort
eftir sínum einkaframtaksleiðum. En það hringa- og
hermangaraauðvald, sem sýnir sig að kúga og niður-
lægja þjóðina, verður að víkja fyrir samvinnu og
sameign þjóðarinnar sjálfrar.
Slík stjórn getur tryggt vinnufriðinn í landinu. Því
hann verður aðeins tryggður með réttlæti í garð hinna
vinnandi stétta.
Slík stjóm getur hindrað að hér verði komið á því
alræði braskaranna, því nýlenduástandi eftir suður-
amerískri fyrirmynd, sem ameríska auðvaldið stefnir
að hvað ísland snertir.
Slík stjórn ein er fær um að varðveita „lögin og
friðinn“, sjá um að íslendingar sliti hvorugt.
Slík stjórn ein getur skapað og varðveitt þá samheldni
þjóðarinnar, sem of rík og of voldug yfirstétt nú
grandar.
Það er á valdi alþýðunnar að skapa slíka stjórn.
Sú alþýða, sem hefur máttinn til að rísa gegn auð-
stéttinni og sigra hana, eins og verkalýður Reykja-
víkur nú hefur gert, sú alþýða býr líka yfir mættinum
til þess að frelsa ísland.
Tökum því höndum saman, vinnandi stéttir íslands
og þjóðhollir íslendingar hvar í flokki sem þið standið.
Allir þið, sem hafið ábyrgðartilfinningu fyrir þjóð
vorri, tölcum höndum saman um að skapa slíka stjórn.
Við verðum að rísa og stækka. Þora að vera þeir
menn að taka örlög þjóðarinnar í vorar hendur á úr-
slitastund og hindra að það svefnþorn, sem Morgun-
blaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hefur stungið sam-
vizku þjóðarinnar, verði lengur til að láta þjóð vora
sofa a meðan mesti voðinn vofir yfir henni, sem
nokkurn tíma hefur vofað yfir henni í allri hennar
sögu.
Sú veröld vetnissprengjunnar, sem við lifum í þarf
á því að halda að sannað sé að mennirnir geti lifað
saman í friði og eindrægni, þrátt fyrir ólíkar skoðanir.
Og við íslentíingar höfum þau fordæmi úr okkar sögu
að okkur ætti ekki að vera vorkunn nú á tímum,
þegar meira liggur við heldur en var árið 1000, að
finna leiöir til að bjarga okkar þjóð út úr ógöngum.
ÍSLESfZK ríkissfjórn óhugsandi
án verkalýðsins
ísland þarfnast þess að verkalýðshreyfingin sé látin
skipa þann forustusess í þjóðlífinu, sem henni ber.
Eg segi ykkur það, þingmenn og hæstvirtir ráð-
herrar stjómarflokkanna, að það er ekki aðeins ILLT
verk að vera að strita við að stjóma þessu landi á móti
verkalýðnum, það er líka VONLAUST verk. Það þýðir
að gera ísland að vettvangi eilífra hjaðningavíga. Það
þýðir að verkalýðurinn verður með eins til tveggja
ára millibili að leggja út í dýr verkföll til þess að ná
aftur því, sem þið rænið af honum og setja lög með
verkföllum, lög, sem þið árum saman þx-józkizt við
að setja hér á Alþingi, en látið síðan undan að hætti
Þorkels háks, þegur Rimmugýgur alþýðusamtakanna
er reidd að höfði auðvaldsins, sem þið þjónið
Þjóð vor er of óspillt þjóð, til þess að henni verði
til lengdar stjórnað í þágu harðsvíraðs peningavalds.
íslenzk þjóð er of stolt þjóð, til þess að hún þoli til
lengdar niðurlægingu erlendrar hersetu. Eldúr minn-
inganna úr þúsund ára sögu hennar brennur of heitt
í blóði hennar til þess að una svo auðvirðlegu hlut-
skipti.
íslandi verður ekki stjórnað á móti verkalýðnum.
Án þeirrar samhjálpar hinna fátæku, án þess bræðra-
lagsanda hinna vinnandi stétta, sem í sex vikna verk-
falli sigraði ískalda viðurstyggð peningavaldsins er
ekkert gróandi þjóðlíf fram undan, aðeins andleg eyði-
mörk auðvaldsins. Án þess siðgæðismáttar, sem gerði
alla íslenzka alþýðu eina þjóðarsál í afstöðnum átök-
um, án þess máttuga valds, sem 27 þús. meðlimir Al-
þýðusambands íslands eru, án þess stórhugs og þeirra
framtíðarhugsjóna, sem Sósíalistaflokkurinn mótar
sögu þjóðarinnar með á úrslitastundum hennar, án
vei-kalýðshreyfingarinnar — verður ríkisstjórn á ís-
landi þegar bezt lætur hrossamarkaður, þegar ver
lætur ræningjabæli og þegar dýpst er sokkið lepp-
stjórn erlends hervalds á Fróni.
ÍSLENZK ríkisstjórn er óhugsandi án vei'kaíýðsins.
Þetta sannar ekki aðeins dýrkeypt reynsla þjóðarinn-
ar. Mikilhæfustu leiðtogar sjálfra stjórnarflokkanna
viðui'kenna einnig að íslandi verði ekki stjórnað gegn
vilja verkalýðsins. Hermann Jónasson, formaður
Framsóknarflokksins, háttvirtur þingmaður Sti'anda-
manna, játar það í orði í ræðum sínum og nýárshug-
leiðingum og Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hæstvirtur forsætisráðherra, viðurkennir það í
verki hvenær sem íslenzkt raunsæi þess stjóx'nmála-
manns fær að njóta sín fyrir gráðugri ásókn auðvalds-
ins, utan lands og innan.
*
Mikilvægasla hlufverkið
Það er ekki eftir neinu að bíða, með að skapa þá
stjóm alþýðunnar í þessu landi, sem réttir hlut al-
þýðunnar eftir 7 ára ránsherferð auðvaldsins, stjóra,
sem réttir hlut þjóðarinnar eftir sjö ár erlends yfir-
gangs. Myndun ríkisstjómar sem styðst við samtök
verkamanna, bænda, fiskimanna, menntamanna og
millistétta, alls hins vinnandi lýðs, er mikilvægasta
hlutverkið, sem nú þarf að vinna í íslenzkum stjóm-
málum. Það er á valdi ykkar, sem orð mín heyrið,
alþýðunnar um allt land, að vinna það verk. Ef þið
takið höndum saman og hefjið upp ykkar raust, þá
verður ykkar einingarorð boðorð hér í sölum Alþing-
is.
Iþióttir
Framhald af 9. síðu.
gott að laga það sem lagað verð-
ur með góðu móti. Hinsvegar
getur það alveg eyðilagt fram-
farirnar ef rótgrónum stíl
manna er breytt of mikið.
Svo er annað, ég tel að yfir
iðkun íþrótta eigi að hvíla feg-
urð og því beri að fá hana fram,
þó við getum í vissum tilfellum
náð jafngóðum árangri með ó-
fögrum sundtökum. — Því má
þó bæta hér við í sambandi við
umsögn Kyputs um stílinn, að
ekki mátti hann sjá mann synda
illa svo að hann hefði ekki
Orð á því.
Hvaða sund telur þú að komi
að mestu gagni í sjávarliáska?
Tvímælalaust bringusund, og
þar næst baksund. Það væri
mikil hætta fyrir sundmennt
okkar ef við tækjum upp á því
að kenna unglingum okkar ekk-
ert annað en hraðsund, því hrað-
sundin eru mjög lítilsvirði í
sjávarháska, vegna þess að
menn geta ekki synt þau nema
naktir..
Æfa ekki margir sund sér til
skemmtunar?
Miklu færri en skyldi, sam-
anborið' við fólksfjöldann. Bæði
er það að skemmtanalífið er
margfalt meira en var, og svo
er hitt að bærinn er nú orðinn
það stór að úr vissum bæjar-
hlutum telur fólk sig ekki geta
stundað sundiðkanir vegna hins
mikla tima sem í það fer að
ná til sundstaðar. Sundlaug
Vesturbæjar ætti að bæta þetta
nokkuð. Þessi vöntun sundstaða
kemur líka hart niður á sund-
skyldunni.
Hvað viltu svo segja að lok-
um?
Ég álít að Reykjavík sé í aft-
urför í sundinum. Til þess að
varna því að svo verði þurf-
um við að fjölga sundstöðunum
og laugum. Það þarf ennfremur
að auka kennaraliðið, í því sam-
bandi má geta þess að í þessum
60 þúsund manna bæ eiga að-
eins 6 menn að kenna sund.
Svo ég komi aftur að heim-
sókn Kyputs, þá tel ég að við
höfum haft mjög gott af heim-
sókn hans, sérstaklega vegna
þess að hann hefur sýnt okkur
að við erum á réttri leið í sund-
inu. Hingað til hafa íslendingar
alltaf verið smeykir við það að
það sem kennt er hér sé alltaf
dálítið lakara eða verra en það
sem útlent er.
Þó það sé miklls virði fyrir í-
þróttamenn þjóðannna að skipt-
ast á heimsóknum, þá eru ekki
síður gagnkvæmar heimsóknir
kennara þýðingarmiklar, segir
Jón að lokum.
Otbreiðið
Þjóðviljann
Kvenbuxur
VeiS iiá ki. 13.50
Toledo
Fischersundi.
m
innincfarápfol