Þjóðviljinn - 13.05.1955, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 13.05.1955, Qupperneq 11
Föstudagur 13. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Harb REMARQUE: Að elska.. . m.mog degja 125. dagur aftur“. Nýliðinn svaraði engu. Hann lá þarna dauðableikur og sýndist mjög lítill í leðjunni. „Viö getum ekki dregiö þig á þessum segldúksbút“, sagði Gráber viö fótbrotna piltinn. „Ekki í þessari drullu. Styddu þig við okkur og reyndu að hoppa á góða fætinum". Þeir tóku hann á milli sín og bröltu milli giganna. Það tók langan tíma. Nýliðinn stundi þegar þeir fleygðu sér niður. Fótur hans bögglaðist undir honum. Hann komst ekki lengra. Þeir skildu hann eftir bakvið hruninn vegg skammt frá virkinu og settu hjálm á vegginn svo að læknarnir gætu fundið hann. Hjá homnn lágu tveir Rússar; annar hafði ekkert höfuö lengur; hinn lá á mag- anum og moldin undir honum var rauð. Þeir sáu enn fleiri Rússa. Svo komu þeirra eigin lík. Rahe var -særöúr. Hann var meö flýtisumbúðir um vinstri handlegginn. Þrír alvarlega særöir menn lágu undir segldúkspjötlu 1 rigningunni. Þaö voru ekki til mehi umbúðir. Klukkustundu síöar flaug Junkers flug- vél framhjá og varpaði niður nokkrum pökkum. Þeir féllu of framarlega og í hendur Rússanna. Sjö menn í viöbót komu á vettvang. Nokkrir aðrir söfnuðust saman í virkinu til hægri. Mass undirforingi var dauður. Reineeke tók við stjórninni. Það var lítiö eftir af skotfærum. Handsprengjurnar voru úr sögunni. En tvær þungar og tvær léttar vélbyssur voru enn not- hæfar. Tíu menn úr vinnuflokknum komust í gegn. Þeir komu með skotfæri og niöursuöuvörur. Þeir voru með sjúkrabörur og tóku hina særðu með sér. Tveir þeirra voru sprengdir í loft upp áöur en þeir höfðu komizt hundrað metra leið. Stórskotahríðin hindraði næstum allt samband við umheiminn um morguninn. Um hádegi hætti aö rigna. Það sá til sólar. Samstundis varð heitt. Skurn myndaö'ist á leðjunni. „Þeir gera árásir meö léttum skriödrekum“, sagði Rahe. „Djöfullinn sjálf- ur, hvar eru skriödrekabyssurnar? Án þeirra erum viö búnir að vera“. Skothríðin hélt áfram. Síðdegis kom önnur Junkers birgðaflugvél. Messerschmittvélar fylgdu henni. Storm- ovikvélar komu á vettvang og geröu árás. Junkersvélin komst ekki leiðar sinnar. Hún vai’paði birgðunum niður allmiklu aftar. Messerschmittvélarnar vörðu sig; þær flugu hx’aöar en þær rússnesku, en þær voru þrisvar sinnum færri. Þýzku vélarnar urðu að snúa heim aftur. Daginn eftir fór ódaun að leggja af líkimum. Graber sat í virkinu. Enn voru mennirnir tuttugu og tveir. Hin- um megin hafði Reinecke safnaö saman svipaöri tölu. Hinir voru dauðir eða særðir. Þeir höfðu verið hundraö og tuttugu. Hann át og hreinsaði vopn sín. Þau voru ötuð í for. Hann hugsaði ekki um neitt. Nú var hann ekki annað en vél. Hann vissi ekkert lengur um hið liðna. Hann sat aöeins þarna og beið og svaf og vaknaði og var reiðubú- inn að verja líf sitt. Skriðdrekarnir komu morguninn eftir. Um nóttina hafði stórskotalið, handsprengjukastarar og vélbyssur haldið línunni einangraðri. Gert hafði verið við síma- línur hvað eftir annað, en þær voru alltaf rofnar aftur. Liðstyrkurinn sem lofað hafði verið kom ekki. Þýzka stórskotaliðið var oröið mjög veikt. SkothríÖ Rússanna hafði nær riðiö því að fullu. Virkið hafði tvívegis orðið fyrir skoti; en það stóð enn uppi. í rauninni var þaö ekki lengur virki; það var steinsteypuhrúgald sem gekk til í leðjunni eins og skip í stormi. Sprengikúlur sem falliö höfðu rétt við það höfðu losað það upp úr jarð- veginum. Mennirnir slengdust utaní veggina þegar það riðaði til. Gráber haföi ekki getaö bundið um sárið á öxl sinni. hann hafði fundið ögn af konjaki og hellt yfir það. Virk- ið hélt áfram aö riöa og ganga til. Þáð vur ekki lengur skip í stormi; þaö var kafbátur sem vaggaöi á botni úthafsins með ónýtar vélar. Tíminn var ekki lengur til. Honum hafði líka verið kippt úr sambandi. Mennimir hímdu í myrkrinu og biðu. Það var ekki lengur til borg í Þýzkalandi sem maður hafði dvalizt í fyrir nokkrum vikum. Og minningar um leyfi vom ekki lengur til. Eng- in Elísabet var lengur til. Allt þetta hafði verið trylltur draumur með dauðann í bak og fyrir — hálfrar stundar svefnórar meðan raketta flaug til himins og dó út. Nú var aðeins til virkið eitt. Léttu rússnesku skriðdrekarnir brutust í gegn. Fót- göngulið fylgdi á eftir. Þjóðverjarnir hleyptu skriðdrek- unum framhjá en skutu á fótgönguliðið. Heit vélbyssu- hlaupin brenndu hendur þeirra. Þeir héldu áfram aö skjóta. Rússneska stórskotaliðiö gat ekki lengur skotið á þá. Tveir skriðdrekar sneru við, ultu í áttina til þeirra og skutu. Það var auðvelt fyrir þá; þarna var engin vörn. Þeir voru of brynjaðir fyrir vélbyssum. Mennirnir miðuðu á rifurnar; en það var tilviljun ein ef þeir hittu þær. Skriðdrekarnir mjökuöust út úr færi og héldu áfram aö skjóta. Virkið skókst til. Það brast og gnast í steinsteypunni. „Handsprengjur! “ öskraði Reinecke. Hannþreif knippi af sprengjum, brá því yfir öxl sér og skreið að útgang- inum. Eftir næstu skothríð skreið hann út undir virkis- vegginn. „Tvær vélbyssur skjóti á skriödrekaná', skipaði Rahe. Þeir reyndu aö hlífa Reinecke meðan hann skreið í boga í áttina aö skriðdrekunum í þeim tilgangi aö sprengja sundur leiöslur þeirra meö öllum handsprengj- unum í einu. Það var næstum vonlaust. Þung vélbyssu- skothríð var hafin. Eftir nokkra stund hætti annar ski’iðdrekinn að skjóta. Enginn hafði tekiö eftir sprengingu. „Það tókst“, hróp- aði Immermann. Hann var ekki lengur kommúnisti aö skjóta flokksbræður sína; hann var dýr sem barðist fyrir lífi sínu. Engin skothríð kom lengur úr skriðdrekanum. Vél- íþróttir Helgi og Sverrir lögðu nú mikið niður háu spörkin, og auðveld- aði það íramherjum starfið. Aft- asta vörnin er ekki eins sam- stillt. Lið Vals vantaði Einar Hall- dórsson og Sigurhans Hjartar- son, og ruglaði það nokkuð liðið í heild og veikti það. Náði það ekki eins heilsteyptum leik og móti Fram. Bezti maður varn- arinnar var Halldór Halldórssón sem var miðframvörður. Heigi Daníelsson er öruggur í mark- inu. í framlínunni var Hörður Felixson beztur og hefur aldrei verið léttari og virkari en nú. Gunnar er ekki enn búinn að finna samleiks-„tóninn“ en vinn- ur mikið. Dómari var Guðjón Einarsson og dæmdi vel. Áhorfendur voru margir. FREISTINQ Uin litaval á herliergi Litir geta gerbreytt útliti her- bergis, segir í grein í danska tímaritinu Nyt Hus. Það er því ekki úr vegi, að hugsa sig vel um, áður en ákveðinn litur er valinn á ákveðinn vegg. Það giida fastar reglur sem styðjast má við þegar vegglitir eru valdir. Það verður t. d. að taka tillit til áttanna. Herbergi sem er mjög sólrikt, þ. e. þar sem glugginn veit móti suðri eða vestri, þarf helzt að vera mál- að með köldum litum, þar sem aftur á móti herbergi sem snúa norður eða austur mega gjarnan vera í heitum litum. Hugsið ýkkur norðurherbergi með ljósbláum litum. Verður ykkur ekki kalt við tilhugsunina eina? Það væri hægt að mála það með gulleitum eða rauð- um litum, svo að það gleymdist nær alveg, að sól skini þar aldrei inn. Stærð herbergisins og' lögun hefur einnig áhrif á litavalið, ennfremur stærð gluggans og hvar hann er settur. Þvi minna sem herbergið er, því ljósari eiga Veggirnir að vera. I stór- um sólríkum herbergjum má hinsvegar frekar nota sterka og dimma liti. f herbergjum sem er jafn- stórt. á báðar hliðar, eiga allir veggirnir að vera með sama lit. Það á ekki að mál einn vegg- inn með öðrum lit aðeins af því að það er tízka, heldur vegna þess að með því fást fram ákveðin áhrif. Sami litur skiptir um blæ eft- ir því á hvaða vegg hann er, og þetta verður jafnan að hafa í huga við litaval. Ljósir léttir litir virðast vera lengra frá okk- ur en sterkir og dökkir. Sé her- bergið mjótt, rná láta það virðast breiðara með því að mála lengri veggina hvíta eða mjög ljósa. Mjög langt herbergi getur virzt töluvert styttra, ef annar minni veggurinn er málaður með sterkum lit. Þá virðist eins og sá veggur sé nær en hann er og herbergið jafnara á aliar hliðar. Veggurinn sem glugginn er á ætti alltaf að vera ljós; séu gluggar á fleiri en einum vegg, er þessi regla að sjálf- sögðu ekki alltaf jafngild. Lesið hina vinsælu kvik- mynilasögu; — „Freist- ing I:eknisins“ áður en myndin verður sýncl í Austiirbaíjarhíói! — T I L LIGGUR LEIÐIN Barnatízka fró Frakklandi Þó að sumarið sé komið hefur enn ekki hlýnað svo í veðri að ótímabært sé að birta þessar myndir af franskri barnatízku. Fötin sem eru sýnd á myndunum eru að vísu ætluð til þess að ganga í þeim að vetrarlagi og snemma vors þar suður frá, en þar sem sumarið okkar er all- miklu kaldara en gerist. suður í Frakklandi, geta þessi föt komið í g'óðar þarfir’hér, hver sem árs- tíðin er. Litlu telpurnar í peysunum eru báðar i síðbuxum. Hvíta peysan með skúfunum getur varla sagzt vera hentug, en hún hef- ur þann kost að auðvelt er að þvo hana. Hin peysan er dökk- blá, en með hvítum og rauðum röndum og húfan og' vettlingam- ir eru með sama mynztri og í sömu litum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.