Þjóðviljinn - 10.06.1955, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.06.1955, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. júní 1955 AFUNDI bæjarstjórnar Reykjavíkur 2. þm. flútti Petrína Jakobsson -bæjarfulltrúi Sósíalista- flokksins, tillögu um byggingu tveggja nýrra barnaskóla, fyrir Hlíð- arnar og Bústaðahverfi. Bæj arfulltrúar Sj álfstæð- isflokksins vísuðu til- lögunni frá. Sömu af- greiðslu hafa hliðstæðar tillögur sósíalista í skóla- byggingarmálum hlotið fjórum sinnum á síðustu þremur árum. Hér er þó um að ræða framkv. á á- ætlunum skólabyggingar nefndar og fræðsluráðs, gerðum á árinu 1953 og rökstuddum með óyggj- andi tölum sem staðfesta hina brýnu þörf á fleiri skólahúsum, enda blasir nú við hreint öngþveitis- ástand í þessum málum vegna kyrrstöðunnar sem bæjarstjórnarmeiri- hlutinn ber ábyrgð á. Þjóðviljinn birtir hér framsöguræðu þá er Pet- . rína flutti fyrir tillögu sinni í bæjarstjórn'inni 2. þ.m. þar sem ítarlega . er gerð grein fyrir nú- verandi ástandi í skóla- málum bæjarins og nauðsyninni á að úr því sé bætt með nýjum skólabyggingum. Brýn nauðsyn að hefja þeg- ar smíði nýrra skéfahúsa . Bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur haft að engu tillög- ur skólabygginganefndar og fræðsluráðst og stefnt barnakennslunni í algjört öngþveiti 1 Ég sé ekki í þeim gögnum og fundargerðum sem bæjar- fulltrúar hafa í vor fengið í hendur, minnst á eitt það bæjarmála sem mér virðist óhjákvæmilegt að framkvæmd verði hf fin á í sumar, en það er barnaskóíáhyggingar. Á fjárhagsáætlun hvers árs hefur fé vearið ráðstafað tji skólabygginga. Á árinu 1952 var veitt 3.5 millj. kr. til þess að ljúka byggingu Mela- og Langholtsskóla. En síðan hafa engir skólar verið byggðir. 6 millj. eiga að vera handbærar Á fjárhagsáætlun 1953-1954 og 1955 hefur 2 millj. kr. hvert ár verið ráðstafað í þessu skyni og ættu því að vera handbærar 6 milljónir króna til að hefja skólahúsa- byggingar nú. Auk þess legg- ur ríkissjóður fram annað «ins. Þegar hefur safnazt, eins og borgarstjóri upplýsti í vetur, skuld, 10 millj. kr., ógreitt framlag ríkisins til ekólabygginga og skólamála. Það vita allir að ekki fæst þetta fé fyrr en einhverjar framkvæmdir eru fyrir hendi. I vetur þegar ég kom með tiliögu um að framkvæmdir yrðu hafnar í þessum málum, bar borgarStjóri því við að engin teikning væri til og ekki tími til að gera slíka teikningu hjá bænum. Þá bárum við tveir bæjar- fulltrúar, frú Guðríður Gísla- dóttir og ég, fram tillögu um að boðið yrði til samkeppni um teikningar að bamaskól- um. Slík samkeppni var hald- in af fræðslumálastjóm rík- isins 1948 með þeim ágæta árangri að nú er búið að reisa eitthvað af skólum eftir þeim uppdráttum, sem hlut- skarpastir urðu. Er þar nær- tækast að minnast á skólann að Vannalandi I Borgarfirði, þ.e.a.s. barnaskólann þar. Tillögu okkar Guðríðar var vísað til bæjarráðs eins og venja er með tillögur minni- hlutans, en síðan hefur ekk- ert heyrzt um skólabygginga- mál bæjarins. Ekki er svo að skilja að þeir starfsmenn bæjarstjórn- ar, sem um þessi mál eiga að fjalla, viti ekki í hvaða óefni komið er með þessari ábyrgðarlausu stöðvun sem meirihlutinn hefur leitt yfir þessi mál. Það má með sanni segja að þeir yita að þróunina hafa þeir ekki getað stöðvað, vaxandi þörfina fyrir skóla- hús, en það endurtekur sig í byggingamálum skólanna það sama og gerðist á árunum fyrir stríð, þegar farið var að taka ýmiskonar bráða- birgðahúsnæði á leigu fyrir barnakennslu, en raunhæfum úrræðum alltaf frestað og vísað frá. Tillöqur skólabygginga- neíndar 1953 Á árinu 1950 mun borg- arstjóri hafa slcipað nefnd til brss að gera tillögur um hveraskiptingu og slíólastaði í Reykjavík. Ennfremur lagði sú nefnd fram ákveðnar til- lögur um framkvæmdir í á- fönguin, byggðum á nákvæm- um rannsóknum og raunveru- legri þörf skóla næstu 6 ár frá þeim tíma sem nefndin starfaði. í janúar 1953 skil- aði nefndin all ítarlegu áliti og tillögum. Með leyfi forseta langar mig að lesa fyrir hátt- virta bæjarstj. fyrsta kaflann úr „Greinargerð með tillögum um byggingu skólahúsa í Reykjavík" frá þessari nefnd, en í henni áttu sæti þeir Helgi H. Eiríksson, banka- stjóri, Þór Sandholt, skóla- stjóri, og Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi: „I. Barnaskólar. Á næstu árum er fyrirsjáanleg mikil fjölgun skólabarna í Reykja- vík. Víst er að sá aldurs- flokkur sem byrjar skóla- göngu næsta haust (þe. 1953) verður 500 fjölmennari en sá sem lýkur barnaprófi næsta vor. Nú eru í barnaskólunum í Reykjavík 5677 börn, en haustið 1954 mun fjöldi þeirra verða eigi minni en 6600, haustið 1956 7600 og haustið 1958 8500, eða um 2800 fleiri en í vetur. Tölur þessar styðjast við manntals- og hagskýrslur og má fullyrða að ekki er of mikið í lagt. Eru tölur þessar næg sönn- un þess, hve mjög þarf að hraða byggingu nýrra skóla- húsa. Lagt er til að í fyrsta áfanga verði byggðir tveir barnaskólar i Hlíða- og Bú- staðahverfí og séu þeir til- búnir haustið 1954. Böm úr Hlíðahverfi sækja nú Aust- urbæjarskólann, sem þegar er ofsetinn. Fjölgun barna í því skólahverfi má bezt sjá á því að 12 ára börn eru þar nú 258 á skrá, en 7 ára börn 375. Nefndin telur því óhjá- kvæmilegt að hefja byggingu barnaskóla á næsta ári í Hlíðum — 7. skólahverfi (þe. á árinu 1954). í Bústaða- og smafbúða- hverfi (11. og 12. hv.) eykst byggðin langörast. Böm úr þeim hverfum eiga nú skóla- legt að bæta þar við. Er ekki fyrirsjáanlegt hvernig hægt verður að Ieysa skólaþörf þessara hverfa næsta vetur, hvað þá lengur. Skólahús í þessum hverf- um þyrfti því í raun réttri að vera til næsta haust, en þar eð litlar horfur eru á að slíkt sé framkvæmanlegt, leggur nefndin til að skólahús í Bústaðaliverfi (11. skóla- liverfi) verði tilbúið haust- ið 1954. Hér fer á eftir áætlun um hvernig hagnýta megi það skólahúsnæði sem þá yrði fyr- ir hendi“ (þe. sl. haiist, ’54). Tveir leikskólar teknir í notkun en engir barna- skólar byggðir! Þá telur nefndin upp skól- ana og ætla ég hér til sam- anburðar að sýna um leið hvernig skólarnir voru í raun- inni hagnýttir þetta skólaár, sem nú er rétt liðið. í Miöbæjarskóla áætlað af nefndinni 870 nem., voru 900 - Austurbæjarskóla — - — 1620 — — 1750 - Lauganesskóla — - — 840 — — 1300 - Melaskóla — - — 1200 — — 1500 - Langholtsskóla — - — 720 — — 840 - HlíÖaskóla — - (leikskóli) — 720 — — 200 - Bústaöaskóla — - (leikskóli) 540 — — 200 Petrína Jakobsson sókn i Laugarnesskóla, sem þegar er að miklu leyti þrí- settur og því nærri óhugsan- Þannig gerði nefndin ráð fyrir að 6510 nemendur yrðu í barnaskólunum samtals skóla- árið sem var að líða, þegar búið væri að byggja þá tvo skóla sem ráðgert var. En börnin voru 6890 og í stað þessara tveggja skóla voru út af neyð teknir tveir nýir leikskólar, sem byggðir voru 1954 og rúmuðu rösklega 200 börn hvor, með því að vera tvísettir og þrísettir. Á, öðrum stað í greinar- gerðinni gerir nefndin ráð fyrir 2. áfanga, er yrði lokið haustið ’56, tveir skólar í Gerðunum fyrir 540 börn og Kaplaskjóli 540. Þó gera herr- arnir þá ennþá ráð fyrir að um 250 börn yrðu skólahúsa- laus. Frásögn aí utidyratröppum sem ekki ná til jarð'ar — Lofsverð framtakssemi, að því tilskildu .... SENDILL Bæjarpóstsins var á ferð inni í Vogum um dag- inn. Þegar hann kom aftur hafði hann skrítna sögu að segja húsbónda sínum. Hann hafði komið að húsi sem var í smíðum, en því var þó svo langt komið að fólkið var flutt í það. En hið ein- kennilega við húsið var það að útidyratröppumar náðu ekki niður að jörð, heldur héngu í lausu lofti; og gizk- aði sendill Bæjarpóstsins á að ein 3 þrep hefði vantað á að tröppurnar næðu niður. Send- illinn, sem er piltur fróðleiks- fús, vék sér að manni sem var að vinna þama í nágrenn- inu — ef ekki við húsið sjálft — og spurði hann hvernig á þessu stæði. Mað- urinn var eitthvað afundinn og svaraði þvi til að hér hefðu kommúnistar ætlað að vinna eitt af hinum alkunnu skemmdarverkum sínum gegn íslenzkri menningu og ís- lenzku framtaki. En þeir sem önnuðust smíði hússins sáu við bruggi þeirra, og þess vegna vom tröppurnar í lausu lofti. Og varð sendill vor að láta sér lynda þessa einkenni- legu skýringu. ★ ★ EN VIÐ hér á Bæjarpósthús- inu era þrákelkið fóllc og vilj- um alltaf hafa það er sann- ara kann að reynast. Og þess- vegna fómm við á hnotskóg eftir sannleikanum í þessu máli, og kom á daginn að hann var allt annar en mað- urinn vildi vera láta. Nátt- úrlega áttu tröppurnar upp- haflega að ná til jarðar, og var til teikning upp á það. En þegar farið var að byggja kom í ljós að ekki varð hjá því komizt að breyta hæðar- púnkti hússins, eins og það er orðað á fagmáli; og þá hefði þurft að lengja úti- dyratröppumar um leið. En það hefði verið breyting á teikningunni, og sú breyting fékkst ekki fram. Byggingar- nefnd sjálf var kvödd á stað- inn alveg sérstaklega, en það Nú hefur ekkert af þessu ráðgerða verið framkvæmt. Það er gott og nauðsyn- legt að málin séu ýtariega undirbúin og horft lengra en á líðandi stundar þörf. en foreldrum sem eiga börn á skólaaldri eða undir honum, nægir ekki slíkt, ef látið er standa við orðin tóm eins og hér er gert. Hvers vegna hefur ekki verið fa.rið eftir þessari áætl- un? Hversvegna var ekki haf- in bygging þessara skóla og hvað lengi á að halda að sér höndum. Alltaf sígur rueira á ógæfu- hliðina. Eftir sömu áætlun er gert ráð fyrir að skólabörn verði: Framhald á 9. síðu mátti eklti breyta teikning- unni. Svona er nú þetta í pottinn búiðf og mun mörgum þykja skrítið. En fólkið sem gengur um tröppumar má þó hugga sig við að hér hafi ver- ið komið í veg fyrír kommún- istískt samsæri gegn menn- ingu þjóðarinnar og velferð þess sjálfs. ★ ★ SKÁKVINUR hefur ,sent þennan bréfstúf: „Nú er hinn snjalli skákmaður okkar, hann Friðrik Ólafsson, í þann veginn að ljúka stúdentsprófi, og líklega er það af því til- efni að stúdentar hafa tekið sig fram um að reyna að styrkja hann eitthvað í fram- tíðinni, þannig að hann geti helgað skáklistinni orku sína — eins og ég held að einhver- staðar hafi verið komizt að orði. Framtakssemi af þessu tagi hefur jafnan verið sjald- gæf hér á landi, og ber því fremur að lofa hana þegar hennar verður vart. Aðeins eitt ber að athuga í þessu sambandi: vil ja Friðriks sjálfs. Hafa þessir framtaks- sömu stúdentar gengið úr skugga um að honum leiki mestur hugur á að helga sig skáklistinni einni í framtíð- inni — vita þeir nokkuð nema hann ætli í tónlistarskóla eða læra verkfræði? Eg er á móti því að „óviðkomandi" aðilar Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.