Þjóðviljinn - 10.06.1955, Page 7

Þjóðviljinn - 10.06.1955, Page 7
Föstudagur 10. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Háttvirti varnarmálaráð- herra. Ég er einn af þeim fjölmörgu Framgóknarmönnum sem harma það ástæðulausa pukur sem þér og fyrirrennari yðar i embættinu viðhafið um allt er lýtur að fjárhagshliðum svo- kallaðra varnarmála. í>að er kunnara en frá þurfi að segja að pólitík — og fjár- málaleg spilling þrífst bezt í skúmaskotum og á myrkum stöðum þar sem augu almenn- ings fá aldrei að líta. Leyni- samningar, leynimakk, leyni- legt bókhald og fjárreiður eru almennt talin sá jarðvegur sem rot og spilling dafnar bezt í. Þessvegna sætir það furðu, að þér, ráðherrann sem okkur Framsóknarmönnum var fyrir einu ári síðan talin trú um að ætlaði að vinna undur og stórvirki- á Keflavíkurflugvelli, skuli, að sið Bjarna Benidikts- sonar, halda huliðshjálmi yfir því hvernig þeim hundruðum milljóna er Bandaríkjaþing veitir til varna íslands er var- ið. Við höfum hálfpartinn von- azt til þess að þér munduð leggja bókhaldsgögn þau er þér fáið frá verktakafélögum hersins fram til sýnis, rétt eins og ríkisreikningana og segja: „Komi allir sem vilja og skoði dýrðina". Við höfum meira að segja verið að gera okkur í hugarlund að þér, hinn mikli reikningsmaður og hagfræð- ingur, mynduð láta þjóðina njóta góðs af þekkingu yðar með því að gefa henni ýtar- lega sundurliðaða skýrslu um það hvernig umgreindum fjár- munum hefur verið ráðstafað undanfarin ár. þ>ví vissulega er það ekkert einkamál yðar eða hersins. Jjjóðin á hér hlut að máli og því er ekkert sjálfsagðara eri að tryggja það sem bezt að allt sé með felldu um þetta mál. það verður vissulega ekki gert með leynimakki og fjár- reiðufeluleik. þ>á fráleitu afsökun, að fjár- hagshliðar vamarmála séu hemaðarleyndarmál, er ekki hægt að taka góða og gilda. Yður hlýtur ' að vera eins vel kunnugt um það og mér að í öðrum löndum Atlanzhafs- bandalagsins t.d. Nore'gl, Dan- mörku og Frakklandi svo ein- hver séu nefnd eru fjárreiður viðkomandi varnarmálum ekk- ert vandamál, og verk eins og hið dularfulla félag Nello Téer vinnur eru auglýst opinberlega. Verktakafélög frá öllum lönd- um heims mega svo gera til- boð í þau samkvæmt þar að lútandi samningi Atlanzhafs- bandalagsríkjanna. Þannig hefur franska flug- málaráðuneytið nýlega auglýst eftir tilboðum í að leggja nýjar rennibrautir á flugvöllum í Korsíku og jnorska stjórnin hefur auglýst eftir tilboðum um smíði radarstöðvar sem gera á með þeim hætti að hola þær inn í klappir. Hví skyldu ýtarlegar skýrslur um varnarmálaframkvæmdir frem- ur vera leyndarmál á íslandi en í öðrum löndum Atlanz- hafsbandalagsins? Það hlýt- ur að vekja þá spurningu hjé fólki hvort hér sé ekki frem- ur að ræða um hermangara- leyndarmál en hemaðar- leyndarmál. Það er þeim mun meiri á- stæða jtjl að forðast alla ó- þarfa leynd viðvíkjandi íjár- reiðum varnarmála sem þær hafa verið og eru víst enn að mestu éða öllu leyti i höndum erlendra verktakafé- laga frá landi þar sem ótrú- lega mikil brögð hafa verið að því að verktaka- og bygg- ingafélög, sér í lagi þau sem Þór&ur Valdimarsson, þjóðréttarfrœðiTigur: verið og sýna það glögglega að hátttsettir glæpamenn eru allra glæpamanna hættulegast- ir og rikinu kostnaðarsamast- ir. Hneykslismál þetta er eitt hið stórfelldasta í sögu Banda- ríkjanna og snýst um stjórn- anda veðlánadeildar húsnæð- isstjórnar Bandaríkjanna það. Svo komu byggingarfé- lögin upp skýjakljúfunum fyr- ir langtum minni upphæð en þá sem veðdeildarábyrgð ríkisins hljóðaði upp á, og stungu svo mismuninum í vasa sinn sem sérstökum gróða eða „guðsbiessun“ eins og þau kölluðu það sín á milli. það HVAÐ VELDUR ÞEIRRI LEYND DR. KRISTINN? Dr. Kristinn Guðmundsson Opið bréf til varnarmálaráðherra Fram- sóknarflokksins frá vinstrisinnuðum framsóknarmanni hafa pólitískan bakhjall, stælu gífurlegum fúlgum í sambandi við verk er þeim er trúað fyrir að vinna, með leyfi og til ágóða fyrir hátt- setta stjórnmálamenn. Trú- vérðugar fræðibækur sem bandarígkir háskólar nota til kennslu í stjórnfræði, hafa margar sögur að segja af fjárdrætti slíkra þjófafélaga, en hann nemur oft milljónum og jafnvel billjónum. Eg þykist vita að írómur siðabótamaður eins og þér verði hneykslaður ofan í tær á því áð heyra að svona lagað eigi sér stað og það í sjálfum Bandarikjunum. Eg ætla nú samt til gamans og fróðleiks að rifja upp nokkur dæmi um starfsaðferðir fingralangra verktakaíélaga ef skeð gæti að það mætti verða til þess að þér hættuð að halda huliðshjálmi yfir fjárreiðum amerískra verk- takafélaga hér á landi, er þér sjáið að í öllum tilfellum er- lendis var það óþörf leynd er gerði skálkimum fært að ræna þegna og ríki. Nú má vel vera að Hamilton, Met- calf, Smith, Nello Teer og öll hin séu allra verktakafélaga heiðarlegust — jafnvel eins fróm og þér, hái herra. Um það skal ég ekkert segja, enda er það því nær ógerningur að mynda sér skoðanir um það á meðan þér liggið á öllum skjölum og skilríkjum við- komandi starfsemi þeirra eins og Fáfnir á gulli. Hitt þori ég að fullyrða að varinn er á öllu góður og felur ættu að vera óþarfar í sambandi við heiðarlega starfsemi. Nýlega er lokið í Bandaríkj- unum viðtækum réttarrann- sóknum er leiða það í ljós hvílíkt skaðræðisfyrirbrigði leynd í opinberu 'ISfi gétur sem er, éftir 4 ára starfsferil er einkenndist af heimuleg- heitum, orðinn uppvís að því að hafa þegið eina millj. dala í mútur fyrir að hjálpa bygg- ingarfélögum til að stela hvorki meira né minna en heilli billjón dala. Sem kunnugt er veitir Bandríkjaþing rífleg fjár- framlög til fleiri starfsemi en svokallaðra vama íslands, t. d. hefur það heimilað fjölda billjóna til að ríkistryggja veðlán til húsbyggjenda sam- kvæmt sérstökum lagabólki um húsnæðisstjórn ríkisins og veðlánaábyrgðastarfsemi henn- ar. Lagabálkur þessi mælir svo fyrir að ríkinu sé heimilt að ábyrgjast lán til bygging- arfélaga sem vilja koma upp leiguíbúðahúsum, allt að 90% raunverulegs byggingakostnað- ar. Húsbyggingastjóm ríkis- ins áskilur sér rétt til að á- kveða húsaleigu þessara íbúða svo og söluverð ef um sölu er að ræða. Amerísku bygg- ingafélögin upphugsuðu strax mjög svo kúnstuga aðferð til að draga sér ólöglega fé í sambandi við þessa starfsemi ríkisins. Hún var sú að kaupa Clvde Powel yfirmann veðá- byrgðadeildar Húsnæðis- stjómar Bandaríkjanna. Eftir að hann og eitt eða tvö hundruð af undirmönnum hans voru komnir á mála hjá byggingafélögunum, höfðu þau það þannig að þau gerðu falskar kostnaðaróætlanir yfir skýjakljúfa er þau ætluðu að byggja. Kostnaðaráætlanir þessar voru langt upp úr öllu valdi og auðsætt að um svik var að ræða, en auðvitað sam- þykkti Powel, trúnaðarmaður ríkisins, þær eins og skot. Honum höfðu verið fengnar ríkulegár mutur fyrir að' gera voru engar smávegis upphæð- ir sem hurfu í þessa svika- mylluhít. Lögfræðingur nokkur frá Kaliforníu, W. Mc Kenna að nafni, sem hefur átt manna mestan þátt i því að fletta ofan af þessu ógeðslega fjár- dráttarmáli, hefur reiknað það út að samanlagðar „guðs- gjaf ir“ byggingafélaganna, öðru nafni þýfi, hafi numið röskri billjón dala, þar af fór ein milljón dala í mútugjafir til Powels og minni upphæðir til aðstoðarmanna hans, en sem kunnugt er borga félög er kaupa embættismenn mút- ur samkvæmt því hvað þeir eru hátttsettir. Hver borgaði svo brúsann af þessu svindli? Almenningur auðvitað! Fólkið sem var í húsnæðiskröggum og ríkið var að leitast við að hjálpa með rikistryggðum veðlánum, því auðvitað ákvað húsnæðis- stjórnin leigu ibúðanna eftir hinu falska mati byggingafé- laganna! Með þessu móti klófestu af- ætur þjóðfélagsins billjón dali frá einmitt því fólki sem verst mátti við því að vera haft að féþúfu, vegna þess að hátt- settur embættismaður hafði látið kaupa sig á það sem svarar til 16 milljóna króna. Eitt byggingafélag í New York dró sér tvær og hálfa milljón dala með þessum hætti á einni stórbyggingu. Að vísu tólist skattaeftirliti ríkisins að klófesta talsvert af þeirri upp- hæð síðarmeir, vegna þess að félaginu hafði láðst að skrá sína „guðsblessun“ þar á skatteyðublaðið sem skyldi. Clyde Powel sóaði oft þús- undum dala á dag í fjárhættu- spil. Ef hann vantaði peninga gerði hann sér lítið fyrir og heimtaði nokkra tugi þúsund- ir dala af einhverju bygginga- félaginu, með því að hóta að útiloka það ella frá hlunn- indum af veðlánaábyrgð rík- isins. Það er langt síðan fólk fór að fá pata af því að eitt- hvað væri rotið við hina um- fangsmiklu veðábyrgðastarf- sem Powels, en það var mjög erfitt að ganga úr skugga urm hvort svo væri, vegna þess að hann hafði þetta orðtak er hann var beðinn um gögn og skýrslur, sem lögum sam- kvæmt áttu að vera opinber og öllum aðgengileg: „Ertu galinn maður! þetta eru allt leynileg plögg og heimulegar skýrslur. þ>ær fá engir að sjá nema útvaldir"! Þessi sanna glæpasaga úr opinberu lífi Bandaríkjanna sýnir að öllum heiðarlegum embættismönnum, jafnt ráð- herrum sem öðrum er hollast, sjálfs sín og almennings vegna, að forðast alla óþarfa leynd viðvíkjandi fjárreiðum er almenning varðar. J>að efl- ir heiðarleika í opinberu lífi og gerir skálkum er vilja stela af almannafé erfitt uppdrátt- ar, því betur sjá augu en auga. Eg hefi frétt að hið annál- aða siðabótafélag Heimdallur muni innan skamms halda einn af sínum gagnmerku um- ræðufundum sem í þetta sinn eigi að fjalla um „siðgæði", Eg þykist vita að ástæðan til þessa efnisvals sé sú að Heim- deílinga fýsi að ræða þetta viðurstyggilega hneykslismái úr opinberu lífi vorra góðu nágranna Bandarikjamanna, til að brýna það fyrir íslenzk- um embættismönnum og þá sér í lagi hinni nýju húsnæðis- stjórn og veðdeildarlánamönn- um hennar, að láta aldrei önnur eins afglöp henda sig og þau er Powel varð fóta- skortur á, en ástunda í stað þess siðgæði eins og það sem Heimdéllingar og andlegir leiðtogar þeirra hafa svo mikl- ar mætur á í orði kveðnu að minnsta kosti. Því miður er fjárdráttur af margvíslegu tagi ekki nein ný- lunda í landi verndara okkar, í>ví til sönnunar má geta þess að meira en helmingi þeirra upphæða er veittar voru tii að byggja hin fjölmörgu fylk- isþinghús Bandaríkjanna var hreinlega stolið. Já stolið, ekki af bófum eins og Dillinger og A1 Capone heldur af fínurri þjófum, valdhöfunum sem fal- ið var að sjá um yfirumsjón verksins, — ráðherrum fylkj- anna. Þeta er ótrúlegt en satt. að minnsta kosti fullyrða þær amerískar kennslubækur í stjórnfræði sem allflestir bandarískir háskólar nota, að svo sé. Og ekki trúi ég því að þær væru að ljúga svona löguðu upp á valdhafa síns eigin lands. Aðferðin sem valdhafarnir notuðu til að draga sér fé af fjárveitingum til þinghúss- bygginga var sú, að láta verk- takafélög er þeir áttu á þak Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.