Þjóðviljinn - 10.06.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.06.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJIÍNN — Föstudagur 10. júní 1055 Hvað veldur þeirri leynd? Framhald af 7. síðu. við tjöldin, sjá um bygginga- framkvæmdir. Svo komu þessi félög upp allra laglegustu þinghúsum, en þau bókuðu alla vinnu og efni við þau helmingi hærra en þau knst,- uðu í raun og veru! Þannig fór stundum ein og hálf milljón af fjárveitingunni í vasa valdhafanna, á móti hverri milljón er rann til raunverulegra byggingafram- kvæmda! Auðvitað sáu endur- skoðendurnir ekkert athuga- vert við þetta falska bókhald, þeim var borgað fyrir að loka augunum fyrir öllu athuga- verðu. Svona svikamyllur eru oftlega reknar í sambandi við skrúðgarðaviðhald, sorp- hreinsun og hvaðeina. Samkvæmt því er amerísk- ar hqimildir herma, hefur þessi sérstaka tegund fjár- dráttar stjórnmálamanna og verktakafélaga átt sér stað í stórum stíl í sambandi við ýmiskonar sements- og mal- bikunarvinnu svo sem vega- gerðir, flugvallagerðir og ann- að því um líkt. Aðferðin sem notuð er er einatt sú sama, sem sé sú, að smyrja hundr- að prósent og stundum meira á allt það' sem gert er — svo skipta verktakar og valdhafar herfanginu með sér, að vísu ekki í bróðerni, því að vana- lega fá valdhafarnir bróður- hlutann. Stundum hafa verk- takafélögin það þannig að' fyrst vinna þau verkið illa, falsa allt bókhald viðkomandi því, svo eru þau látin sjá um viðgerðir á hinu illa unna verki fyrir of fjár! Stundum þykjast þau hafa framkvæmt viðgerðir sem þau ekki gerðu og aldrei var þörf fyrir. Stund- um láta þau höggva upp vega- og flugvallakafla sem ekkert var að, til að geta not- að það sem afsökun [fyrir því að bóka sér laglegan skilding. Án þess að valdhaf- ar og embættismenn sem fal- ið er að sjá um og hafa eftir- lit með framkvæmdunum væru í vitorði með þeim tækist þetta auðvitað ekki. Svona lagað er ein versta plágan í opinberu lífi Banda- ríkjanna. Það er einskonar króniskt þjóðfélagsmein, sem stundum hefur verið kveðið niður um lengri eða skemmri tíma (t.d. í stjórnartíð Roose- velts og La Guardia í New York) en því hættir mjög til að taka sig upp á ný eins og stjórnmálasaga Bandaríkjanna ber með sér. Bezta leiðin til að fyrirbyggja að fjárdráttur af þessu tagi eigí sér stað, er sú, sem Roosevelt notaði manna mest og bezt á meðan heilsa hans -leyfði honum að bera ægishjálm yfir spillingaröflin í hans eigin flokki, sem sé sú að forðast að fara í óþarfan feluleik með fjárreiður hins opinbera. Af því mættuð þér margt læra, ráðherra, því þótt allt kunni að vera með felldu um fjárreiður verktakafélags- anna á Keflavíkurflugvelli, (en um það er ómögulegt að vita fyrir aðra en yður), þá hafa ó- neitanlega verið helzt til mikil brögð að því áð hula hvíldi yfir öllu er lýtur að fjárhags- hlið varnarmála. Hún, og þeir leynisamningar er þér hafið gert að tjaldabaki við amerísk hernaðaryfirvöld og viljið ó- mögulega leyfa þingmönnum að sjá, eru afar illa séðir af öllum þorra fólks. Enda eru slík vinnubrögð ráðherra ó- algeng, ef ekki óþekkt í lýð- ræðislöndum, undir þessum kringumstæðum, f>ér ættuð því að taka það til athugunar hvort ekki væru tök á því að birta leynisamninga þessa eins og íslenzk lög gera ráð fyrir og svipta öllum leyndardóms- blæjum af fjárhagshliðum varnarmála og öðru þeim við- komandi. Leynimakk um slíka hluti sæmir ekki ráðherra og vam- armálasiðbótarmanni, um hvers höfuð hið ágæta blað Tíminn hefur smíðað jafn fagran geislabaug og prýðir yðar æru- verðuga koll. Ef þér gerið þetta er ekki að efa að dýrðarljómi sá er sum- ir Framsóknarmenn hafa um- vafið nafn yðar og persónu muni einnig ná til hinna er- lendu verktaka, og vissulega ætti þetta að vera óhætt, því að heiðarlega starfsemi á ekki að þurfa að fela, og hér er alls ekki neinum hernaðarleynd- armálum til að dreifa. Auglýsingar sem eiga að koma í sunnudagsblaði Þjóðviljans, þuría að vera komnar til skrifstofu blaðsins fyrir kl. 6 í kvöld. þlÓÐVILIINN Sími7500 NAUÐUNGARUPPBOÐ verður haldið að Þverholti 15, hér í bænum, laugardag- inn 11 . júní n.k. kl. 10 f.h. eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og tollstjórans í Reykjavík, og verða seldar eftirtaldar vélar tilheyrandi Málmiðjunni h.f.: 2 renni- bekkir, snittvél, 4 borvélar, 2 slípivélar, 3 smerglar og höggmeitill. Ennfremur peningaskápur. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógefinn í Beykjavík K.R.R. K.S.Í. Knattspyrnulielmsókn N.S.F.V. SÍÐASTI LEIKUR Orvalsíið KRR gegn Neðra Saxlandi verður á íþróttavellinum í kvöld klukkan 8. Dómari: Hannes Sigurðsson. Aðgöngumiðasala hefst á Iþróttavellinum kl. 4. — Verð: stúkusæti kr. 30,00, stæði kr. 15,00 og kr. 3,00 fyrir börn. Forðizt biðraðir — kaupið miða tímanlega MóttöJcunefndin ! ■ % í ■ Dönsku STRAUBRETTIN með „bláa bandinu“, j ■ ■ « eru komin. ■ ■ ■ ■ ■ ■ Þau er hægt að hækka E ■ ■ og lækka að vild, eftir { m m m því sem þægilegast er i ■ ■ fyrir yður. ■ ■ 2 stærðir i Minni gerð, verð með ermabretti kr. 339,00. Stærri gerð, verð með ermabretti kr. 581,00 Véla- og raftækjaverzlunin h.f. 1 Bankastræti 10, sími 2852. Úfrboð ■ ■ ■ ■ ■ Þeir, sem gera vilja tilboð um pípulagnir fyrir : rafmagn, síma og fleira í kjallara og 1. hæö Bæj- : arsjúkrahússins í Fossvogi, vitji uppdrátta og út- ■ boðslýsinga í skrifstofu Rafmagnsveitu Reykja- { ■ víkur, Tjamargötu 4, efstu hæö, gegn 200 króna | ■ skilatiyggingu. ■ ■ ■ Byggingantefnd Bæjarsjúkrahússins. Laxveiði Úlfarsá | ■ ■ Stangarveiöi í Úlfarsá er til leigu í sumar. Lax- 5 veiöi tímabilinu lýkur 31. ágúst en silungsveiöi á { svæöinu fyrir neöan stíflu Áburðarverksmiöjunna r er leyfö til 15. sepember. Veiða má aöeins á flugu i og maök. Tvær stengur verða leigöar á dag í ánni, { Leigt verður fyrir allt tímabiliö í einu, minnst 1 { stöng í hálfan dag vikulega allt tímabilið. Veiðitímabil dagsins er frá kl. 6—13.30 og kl. jj 13.30—21.00. LeigugjaldiÖ er sem hér segir: ■ 1 stöng y2 dag vifeulega................ kr. 1.755,00 { 1 stöng 1 dag vikulega.................. kr. 3.510,00 í 2 stengur 1 dag vikulega ............... kr. 7.020,00 É m Tekið skal fram í umsóknum hvaöa degi vikunn- { ar helzt er óskað efth’. Skriflegar umsóknir sendist Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. ■ ■ Áburðarverksmiðjan h.f. Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Í ■ ■ * * * ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Myndasýning frá UZBEKISTAN I ■ í MÍR-salnum, Þingholtsstræti 27. { ■ . . B ■ ■ ■ !. v- vV • : - ■ ; . y*. ; - .• :• m Aðgangur er ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.