Þjóðviljinn - 10.06.1955, Qupperneq 11
Föstudagnr 10. júni 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Hans Kirk:
16. dagur
— Herra ráðherra, sagði Abildgaard með áherzlu. Ef
það er nokkur sem við berum traust til, þá eruð það
einmitt þér. Allir vita hve þýðingarmikil orö yðar eru.
En í þessu sérstaka tilfelli þurfum við einnig á yfh*-
lýsingu stjórnmálamannanna aö halda, því að þér vitið
Hann settist við skrifborðið, tók sjálfblekunginn og
skrifaði rólegri og styrkri hendi ....'
manna mest hve lítið er á stjórnmálamönnunum aö
byggja. Á morgun eigum við að gefa Þjóöverjunum svar
og viö viljum hafa tryggingu stjórnmálamannanna fyi*ir
því að við breytum rétt frá þjóðfélagslegu sjónai’miði,
annars veröum við að svara neitandi. Þaö veröur aö slá
því ómótmælanlega föstu að við séum að þjóna landi
voru.
Gerið þér yöur ánægðan með yfirlýsingu frá alfööurn-
um? spurði ráðherrann.
— Skriflega? spuröi hæstaréttarlögmaðurinn. í bréf-
formi. Annars eigum við á hættu aö hún gleymist. Mágur
minn er fööurlandsvinur, sem undir engum kringum-
stæðum aöhefst neitt sem hefur ekki samþykki ábyrgra
aðíla. Hér er um já eða nei að ræöa. Þaö er um þaö aö
ræða að þjóna landi okkar ....
— Gott, svaraði ráðherrann. Við spyrjum gamla mann-
inn. Hann hefur ævinlega svar á reiöum höndum og
ætíð rétta svarið. Hann hefur þjóðina í vasanum og þess
ber að minnast. Ég ber reyndar lítið skynbragð á mál
sem liggja utan við minn verkahring, hæstaréttai*lög-
maður, en ég skil afstööu yöar. Viö hringjum.
Hann tók símann og talaði nokkur orð við einhvern
fulltrúa. Svo reis hann á fætur og gekk á undan út úr
herberginu. Sendisveinninn hjálpaði honum lotningar-
fullur í frakkann. Göturnar voru mannauðar, skær vor-
sólin úthellti geislum sínum yfir framhliðar húsanna og
steinlagt strætið. Það var glaöa sólskin í hernumdri borg.
Alfaöirinn tók viröulega á móti þeim og talaöi meö
hljómmikilli bassarödd. — Aödáanlegt, hugsaði Tómas.
Hann veit þetta, hann hugsar þaö sama og ég. — þeir
manu sigra, sagöi forsætisraöherrann. Viö þurfmn bara
aö beygja okkur og sætta okkur við þau kjör sem okkur
eru ætluö. Og hvað yöur snertir, Klitgaard verkfræðing-
ur, er ekki um neitt að velja. Þér getiö kallað eftir vinnu-
afli og framkvæmt verkiö sjálfur. Mikilvæg stjórnmála-
leg og þjóöfélagsleg rök hníga aö því aö þér takiö að
yður þau verk sem ætlazt er til af yður.
— Ætlazt til, forsætisráðlieri*a, en á þann hátt aö þaö
minnir á hótun, skaut Abildgaard inn í.
— Þaö gefur aö skilja, sagöi forsætisráöherrann og
strauk skeggið. En þér veröiö að gera þaö sem krafizt er
af yður. Hverju haldiö þér aö ég verði að fórna? Miklar
hugsjónir eru í deiglunni í dag; við verðum að laga okk-
ur eftir hinum nýju aöstæöum. ÁÖur töluðum við um
verkamenn og kapítalista — nú erum við allir á sömu
skútunni.
— En við höfum énn sama virta og reyftda stýri-
manninn, sagði Abildgaard.
Gamli stjómmálamaðurinn brosti vingjamlega.
— Það gleður mig að maður úr yðar stétt skuli einnig
skilja það. Ég vil ekki standa í vegi fjrrir réttmætum
hagsmunum neinnar stéttar. Og látum okkur nú skrifa
bréfið sem þiö farið fram á. Það er mjög sanngjörn
krafa.
Hann settist við skrifboröið, tók sjálfblekunginn og
skrifaði rólegri og styrkri hendi. Þegar hann hafði lokið
bréfinu rétti hann Tómasi Klitgaard þaö og hann las:
Fyrirtækið Klitgaard & Synir
Hr. verkfræðingur Tómas Klitgaard.
f tilefni af fyrirspurn yðar og að loknu viðtali að
beiðni yöar, vil ég leyfa mér aö ítreka, aö þaö er sam-
kvæmt skýlausri ósk ríkisstjórnarinnar aö þér verðiö
við kröfu um aö vinna ákveöin störf fyrir hernámsliðiö.
Þaö er sannfæring mín aö neitun yöar hefði í för meö
sér hættulegar afleiðingar og samrýmist ekki velferö
föðurlandsins. Ég bið yður því af heilum hug að reyna
aö stuðla aö því að þetta fari fram á sléttan og felldan
hátt. Og þess ber aö minnast að land okkar hefur ekki
veriö hernumið af fjandsamlegu stórveldi, heldur af þjóö
sem er í sjálfsvörn hefur oröið aö grípa til aðgeröa, sem
væm óhugsandi á friöartímum.
Tómas Klitgaard rétti mági sínum bréfiö og hann las
þaö, hneigði sig kurteislega og sagði:
— Slík yfirlýsing frá mesta stjórnmálaleiðtoga lands
okkar ríður auðvitaö baggamuninn. Nú á fyrirtækiö ekki
annars kost en hlýöa. Þökk fyrir, forsætisráðherra!
Þeir kvöddu og Tómas átti erfitt meö að leyna ánægju
sinni. Sem hann var lifandi maöur, þá biöu hans þarna
stórkostleg tækifæri. Fyrirtækið sem hann stjórnaöi haföi
faöir hans að vísu byggt upp, en nú skyldi Grejs gamli
fá aö sjá! Nú opnuðust honum geysilegir möguleikar og
hann var maöur til að koma auga á þá og nota þá. Grejs
var leiguliöi í atvinnulífinu, en Tómas sonur hans ætlaöi
sér aö verða þar óöalsbóndi.
— Mér finnst satt að segja að viö eigum skiliö góðan,
heiöarlegan whiskysjúss, sagöi Abildgaard meöan þeir
sátu í bílnum. Æ, kæri Tómas, lífið er erfitt. Maöur verö-
ur aö geta sveigt sig.
11------—*---------------------
tmijöi6eú0
siauKmoKrausoa
Minningar-
kortin
eru til sölu í skrifstofu Sós-
íalistaflokksins, Þórsgötu 1;
afgr. Þjóðviljans; Bókabúð
Kron; Bókabúð Máls og
menningar, Skólavörðustig
21 og í Bókaverzlun Þor-
valdar Bjamasonar í Hafn-
arfirði
Bæjarpóstorinn
Framhaid af 4. síðu.
séu að taka sig fram um að
gera númer úr vissum mönn-
um, kannski þvert ofan í vilja
þeirra. Að því tilskildu að
hugur þessa snjalla skák-
manns og aðlaðandi unga pilts
standi fyrst og fremst til
skáklistarinnar, styð ég þessa
framtakssemi, og hef í hyggju
að leggja mitt af mörkum til
þess að hún nái tilætluðum
árangri“.
Stuttjakkar
Tweedkápur
Sumarkápur
Heilsárskápur
Aðskomar tweeddragtir
Víðar tweeddragtir
Sumarliattar
Laugaveg 100