Þjóðviljinn - 10.06.1955, Side 12

Þjóðviljinn - 10.06.1955, Side 12
Gróði rikisins af áfengissölu var 68,5 á síðast liðnu ári íslendingar drekka þó minnst allra Norðurlandaþjóðanna Áfengisneyzla íslendinga á s.l. ári var 1,56 lítrar af hreinum vínanda á hvern mann í landinu fyrir upphæð sem nemur 547 kr. á hvert mannsbam. GróÖi ríkisins af áfengissölunni var 68,5 millj. kr. — og drekka íslendingar þó minnst NorðurlandaþjóÖanna. un ríkisins vín fyrir 84,2 millj. kr. Brynleifur Tobiasson, áfengis- varnaráðunautur ríkisins skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Tölur þær sem hann skýrði frá eru reiknaðar út af Hagstofu íslands.. Áfengisneyzla landsmanna hef- ur aukizt nokkuð fjögur síðustu árin. Árið 1951 var neyzlan 1,40 lítrar á mann, næsta ár 1,33, í hittiðfyrra 1,45 og í fyrra 1,56 lítrar á mann í landinu. fslendingar drekka þó minnst Norðurlandaþjóðanna. Árið 1953 drukku Danir 3,20 lítra af hrein- um vínanda á mann, Finnar 1,84, Norðmenn 2,05 og Svíar 3,83. Vínkaup á mann Undanfarin 4 ár hafa vinkaup á hvert mannsbarn á íslandi verið sem hér segir: 1951: kr. 457,00, 1952: kr. 433,00, 1953: kr. 507,00 og 1954: kr. 547,00. / Gróði ríkisins Gróði rikisins af áfengissölu þessi sömu ár hefur verið sem hér segir: 1951: 54,6 millj. kr., 1952: 52,3 millj., 1953: 62,8 millj., og 1954: 68,5 millj. kr. — Gróð- inn af áfengissölunni var 13,2% af heildartekjum ríkisins árið 1951, 12,5% árið eftir og 12,3% árið 1953, en ekki er vitað enn hvernig hlutfallið hefur verið s.l. ár, en þá seldi Áfengisverzl- Salan á þessu ári Áfengissalan fyrstu 3 mánuði þessa árs hefur verið sem hér segir: Selt í og frá Reykjavík .... kr. 16.049.421,— Selt i og frá Seyðisfirði--------261.613,— Selt i og frá Siglufirði .... 1.035.387,- Samtals kr. 17.346.421,- Ökuleyfissvipting Síðustu tvö ár hefur tala þeirra er sviptir hafa verið öku- leyfi vegna ölvunar við akstur verið sem hér segir: 1953 1954 Reykjavík ............. 184 204 Akranes ................. 2 1 Akureyri ............... 16 12 ísafjörður .............. 3 1 Keílavík ................ 2 5 Gullbringusýsla og Hafnarfjörður.... 23 23 þar af íslendingar 20 15 þar af Bandaríkjam. 3 8 Keflavíkurflugvöllur -68 Maireiðsluiólk í vinnuflokkum landsímans fær 600 krónur í grunn á viku Alþýðusamband íslands liefur gert sanuiinRa við póst- og shna- málastjórnina um kaup og kjör matreiðslufólks í vinnuflokkum landssímans; og eru það fyrstu samningar sem fyrir það liafa verið gerðir. Samkvæmt hinum nýgerðu samningum er lágmarkskaup í allt að 15 manna flokki 600 krónur í grunn á viku. Séu fleiri en 15 menn í vinnuflokki er skylt að ráða 2 matreiðslu- menn (eða -konur) með sömu kjörum. Fyrir þetta kaup er skylt að inna af hendi alla^natreiðslu og hreinlætisstörf a vinnustað, alla daga vikunnar, einnig á helgum dögum. Þó er ekki skylt að annast vatnssólcn né heldur aðdrætti nauðsynja jTir- leitt. 2 unglingaflokkar KR fara til Danmerkur é morgun Þýzkir piltar úr 2. aldursflokki koma hing- að í næstu viku í boði Vals Á morgun fara tveir unglingafloklcar úr Knattspymufélagi Reykjavíkur, 4. flokkur og 2. flokkur, í keppnisför til Danmerk- ur. N.k. fimmtudag er þýz.kt unglingalið væntanlegt hingað til lands í boði Vals. Matreiðslufólkið nýtur allra sömu réttinda og verkamenn í vinnuflokkunum, eftir því sem samræmist starfi þess. Það fær 6% orlof, og greiðslur í at- vinnuleysissjóði fyrir þess hönd hófust 1. þ.m. Gestir á þingi franska alþýðu- sambandsins Tveir fulltrúar frá Alþýðu- sambandi fslands verða gestir franska verkalýðssambandsins C. G. T. á 30. þingi þess er hefst i París 12. þ. m. og stendur yfir til 17. júní. Til fararinnar hefur sambandið valið þá Magn- ús Bjarnason, ritara Alþýðu- sambandsins og Björn Bjarna- son, formann Iðju. Tóku þeir sér far með flugvél Loftleiða í gær til Hamborgar en halda svo áfram í dag til Parísar. þJÓÐVILJINN Föstudagur 10. júni 1955 — 20. árgangur — 128. tölublað íslenzka brúðuleikhúsið svnir í Iðnó á sunnudag Vw-' Síðai í sumax verður farin sýningarför til Vestur- og Norðurlandsins íslenzka bruðuleikhúsið hefur sýningar að nýju nú um helgina. Verða leikritin Grámann í Garðshorai, Hans og Gréta og Rauð- hetta sýnd í Iðnó á sunnudaginn og er þs(ð síðasta tækifærið til að sjá sýnlngar brúðuleikhússins hér í Reykjavík á þessu smnri. Grámann í Garðshorni hefur Stefán Jónsson rithöfundur fært í leikritsform og er það nú sýnt í fyrsta sinni. Hans og Grétu og Rauðhettu hefur brúðu- leikhúsið hinsvegar sýnt áður en sýningar á þeim leikritum eru nú teknar upp aftur vegna þess hve margar óskir höfðu borizt um að sýna þau. Sýningartími þessara þriggja leikrita á sunnu- daginn er rúmar tvær stundir. —• Ævar Kvaran er leikstjóri. Eins og áður er sagt er á sunnudaginn síðasta tækifæri til að sjá sýningu brúðuleikhússins hér í Revkjavík á þessu sumri, því að það mun bráðlega hefja sýningarferð um nágrenni bæj- arins; sýna t. d. í Hafnarfirði 17. júní á vegum hátíðarnefndar- innar þar og í Keflavík þann 19. í byrjun ágúst verður svo lagt upp í sýningaríerð vestur og norður um land. Sú nýbreytni verður tekin upp í þessum sýningarferðum, að lokinni hverri leiksýningu verð- ur haldin sýnikennsla í bast- vinnu og handbrúðugerð. Þessi sýnikennsla mun taka um þrjá Engar sáttatil- raunir í rafvirkja- deilunni Ekkert hefur gerst í vinnu- deilu rafvirkja og rafvirkja- meistara en verkfall hefur stað- ið jTir síðan um síðustu mán- aðamót. Enginn sáttafundur hef- ur verið haldinn síðan s.l. laug- ardag og fundur hafði ekki ver- ið boðaður í gærkvöld. stundarfjórðunga í hvert skipti og er ókeypis fyrir þá sem verið hafa á leiksýningunni á undan. Teiknikennarar, sem séð hafa þessa sýnikennslu, láta mjög vel yfir henni. KR-ingarnir fara utan í boði Bagsvd Idrætsforening. Þeir niunu keppa á knattspyrnumóti í Bagsved þann 18. og 19. þ.m. og verða viðstaddir landsleik Dana og Finna i Kaupmanna- höfn síðari daginn. Síðan halda þeir út á Sjáland og leika þar á ýmsum stöðum, skreppa þó til Málmeyjar og leggja af stað heimleiðis með Gullfossi þann 25. þ. m. Með sömu ferð hingað kemur 3. flokks lið danska fé- lagsins sem áður getur. Koma dönsku piltarnir hingað i boði KR og munu lið frá Reykja- víkurfélögunum, Keflavík og Akranesi keppa við þá. Piltarnir úr KR, sem utan fara, eru 24 og með þeim þrír fararstjórar: Sigurgeir Guð- mannsson, Baldur Jónsson og Baldur Maríusson, Dönsku pilt- ■arnir sem koma eru 24 og 6 fararstjórar. Þýzku piltarnir sem koma á fimmtudaginn í boði Vals eru úr 2. aldursflokki, flestir Framhald á 3. síðu. Þjóðverjarnir leika við úrvalslið í kvöld HÉII81 Fjórði og síðasti leikur þýzku knattspyrnumannanna frá Neðra Saxlandi hefst á íþróttavellinum í kvöld kl. 8. Leika Þjóðverj- arnir nú við úrvalslið KRR og er það þannig skipað: Helgi Daníelsson Val, Hreiðar Ársælsson KR, Árni Njálsson Val, Haílöór Halldórsson Vál, Einar Helgason Val, Hörður Fel- ixson KR, Óskar Sigurbergsson Fram, Hörður Felixson Val, J>or- björn Friðriksson KR, Gunnar Guðmannsson KR, Ólafur Hann- esson KR. Eftir leikinn í kvöld verður Þjóðverjunum haldið skilnaðar- hóf i Sjálfstæðishúsinu en þeir fljúga heimleiðis í fyrramálið. Myndina hér fyrir ofan tók Bjarnleifur Bjarnleifsson í leikn- um í fyrrakvöld, er þýzki mark- vörðurinn varði snilldarlega skot frá Þórði (þórðarsyni í síð- ari hálfleik. — Sjá nánari frá- sögn um leikinn á 9. síðu. Ur leikritinu Grámann í Garðs- liorni: Kóngur og drottning að spila. Kaupdeilur ó Snœfellsnesi Verkalýðsfélögin á Snæfells- nesi boðuðu til fundar að Vega- mótum í fyrradag, og var at- vinnurekendum boðið til fund- arins. Að undanförnu hafa flest félögin á þessu svæði sagt upp samningum sinum, og var til- gangur fundarins sá að ræða nýja kaupgjaldssamninga fyrir Snæfellsnesfélögin í því skjmi að koma á heildarsamningum fyrir allt svæðið. Verkalýðsfélögin vildu fá fram Reykjavíkurkjör, en atvinnu- rekendur höfnuðu. Verður því hvert félag að semja fyrir sig; verkfall er nú yfirvofandi I Grundarfirði, en síðar kemur röðin að öðrum félögum. Hannibal Valdimarsson, for- seti ASÍ, mætti á fundinum að ósk verklýðsfélaganna. Dagsbrúnarkjör í Nesjahreppi Alþýðusamband íslands hefur fyrir hönd Verkalýðs- og bíi- stjórafélags Nesjahrepps samið við Sameinaða verktaka um kaup og kjör v*ið alla vinnu að byggingu radarstöðvarinnar á Stokksnesi við Hornafjörð. í að- alatriðum er byggt á kjörunum sem félögin í Reykjavík náðu fram í verkfallinu. Áður hafði ASÍ samið fyrir hönd verklýðsfélagsins á Þórs- höfn við Sameinaða verktaka um kaup og kjör verkamanna við smíði radarstöðvarinnar á Heiðarfjalli á Langanesi, og urðu niðurstöður samninga þar hinar sömu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.