Þjóðviljinn - 09.07.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.07.1955, Blaðsíða 3
r jbróttiE Rilsljóri: Frimann Helgason Reykjavíkurúrvallð vann Laugardagur 9. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 danska liðið 5:2 i full hörðum leik Það urðu sannarlega óvænt úrslit að úrvalslið Reykjavíkur skyldi sigra með svo miklum markamun sem raun varð. Það fær mann enn á ný til að renna huganum til „sorgarleiksins" á sunnudag, og þeirrar hörmung- arframmistöðu landsliðsins þá, í leit að ástæðum. í þessum leik eins og leik Akraness, sá- um við 11 pilta sem sýnilega höfðu áhuga og baráttuvilja og kraft jafnvel þó á skorti nokk- uð leikni og fleira er fagra knattspyrnu prýðir, á borð við Dani. Við þessu var búizt og þessvegna voru margir bjart- sýnir. Þessir tyeir leikir hafa líka sýnt áð þetta álit á ís- lenzkum knattspyrnumönnum var ekki útí bláinn. Það væri synd að segja að veðrið hafi leikið við þetta danska lið í leikjum þess. Þetta kvöld Var eins og hið hæsta á undan er Akranes keppti, suðvestan stormur og smá regn. Danir unnu hlutkestið og kusu að leika undan stormin- um. Lá heldur á Reykvikingum en þeir vörðust vel og tókst þegar að byggja upp sterkan varnarleik. Þeir gera þó áhlaup við og við og ná þá allgóðum samieik. Hættan er þó alltaf meiri við mark Reykvíkinga og er Jens Peter Hansen oft harð- skeyttur, en tekst þó ekki að skora fyrr en á 29. mínútu er hann tekur aukaspyrnu af 25— 30 m færi sem fer í mark. Ólafur hlýtur að hafa álitið knöttinn fyrir utan eða varnar- maður skyggt á hann því þetta skot átti haxm að verja. Aðeins 2 mín. siðar leika Dan- ir létt og leikandi frá manni til manns fyrir framan víta- teig og endar það með hörku- skoti frá Aage A. Jensen í mark Reykjavíkurliðsins. Þetta hafði engin áhrif á liðið og þeir héldu velli það sem eftir var hálfleiksins. Danir áttu mörg skot framhjá eða í fót sem kominn var til vamar eða þá að Ólafur varði. En nú sner- ust hlutirnir við, og eftir 15 mínútur í síðari hálfleik stóðu leikar 4:2 fyrir Reykja-, vík. Fyrsta markið kom á ann- arri minútu og gerði Gunn- ar Guðmannsson það með fal- legu skoti af 18 m færi. Axm- að markið setti Halldór Hall- dórsson líka af löngu færi er 10 mínútur voru af leik. Þriðja markið skallar Sigurður Bergs- son í mark eftir hornsp.vmu frá Ólafi Hannessyni og mark nr. 4 setur svo Þorbjörn. Síðasta markið kom á 33. nema hvað fyrra markið snerti. Ólafur Hannesson yfir- gaf of mikið sinn stað og var því of utangátta, á því þarf líka að vera hóf. Halldór Hall- dórs lá ekki á liði sínu en sendingar hans voru svo óná- kvæmar að furðu gegndi. Helgi Helgason var eins og fyrr ailt of stórbrotinn sem framvörður, og sparkaði langt í tíma og ó- tíma. Sigurður ÍBergs var virk- Gunnar Guðmannsson (til hægri við marksúluna) hefur skorað fyrsta mark Reykjavíkurúrvalsins. (Ljósm.: Bjamleifur Bjamleifssón). mínútu og setti Gunnar Guð- mannsson það með skoti af löngu færi undir stöng sem markmaður fékk ekki við ráð- ið. Dönum tókst aldrei að skapa sér opin færi þrá.tt fyrir góð- an samleik og nokkuð harða sókn í lok leiksins. Þessi úrslit segja ekki rétt til um gang leiksins og þá knattspymu sem sýnd var og nokkur heppni var yfir islenzka liðinu en þeir börðust og unnu mikið. Knattspymu í þess orðs beztu merkingu sýndu þeir ekki eins góða og Danimir sem ráða yfir miklu meiri leikni og betri staðsetningum en okkar menn, en mörk tókst þeim ekki að skora þrátt fyrir allt. Lið Dananna var miklu jafnara en okkar. Beztu menn þeirra voru innherjamir, vinstri útherjinn og bakverðirnir. Af Reykvík- ingum vom Hreiðar og Einar Halldórsson beztir, nokkuð góð- ir voru líka Gunnar, Þorbjörn, Hörður og Ólafur í markhiu ur og skallamark hans gott. Leikurinn var á köflum full harður og eiga þar báðir nokkra sök. Er leitt að gestaleikir skuli leiðast út í slíka hörku sem gengur út yfir fagra knatt- spyrnu. Dómari var Haukur Óskars- son. 12.50 Óskalög sjúkling-a (Ingibj. Þorbergs).— 15.30 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstunda- þáttur fellur niður. 19.30 Tónleik- ar: Chauve Souris kórinn syngur pl. 20.30 Upplestur: Elskendur, smásaga eftir Liam O’Flaherty. Bogi Ólafsson þýddi (G-erður Hjörleifsdóttir leikkona les). 20.50 Tónleikiar: Guðmundur Jónsson söngvari kynnir gamlar söng- plötur. Söngvarar: Alma Gluck, Dame Nellie, Melba, Celestina Boninsegna, Leo Slezak, Pol Plan- con, Giuseppe de Luca, Marcella Sembrich og Antonio Scotti. 21.20 Leikrit: Geimfarinn eftir Hreiðar Eiríksson. Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen. 22.10 Dansjög. 24.00 Dagskrárlok. □ 1 dag er laugardagurinn 9. júli. Sostrata — 190. dagur ársins. Ar- degisháfla'ði kL 8.52. Síðdegishá- fiæði kl. 21.1L V ars járkóriim Æfing kl. 4 í dagv Þjóð- dansasefing í dag kl. 5.30. Prestvígsla í Dómkirkjunni á morgun Prestvigsla fer fram í Dómkirkj- unni á morgun klukkan 10.30 ár- degis. Bjarni Jónsson vígslu- biskup vígir guðfræðikandídat Hannes Guðmundsson, er skipað- ur hefur verið sóknarprestur i FellsmúlaprestakaUi í Rangár- vallaprófastsdæmi. Séra Þorsteinn Björnsson lýsir vígslu. Séra Óskar J. Þorláksson þjónar fyrir altari, en ásamt þeim verða vígsluvottar séra Sigurbjörn Einarsson próf- essor og séra Sigurjón Þ. Árna- son. Hinn nývigði prestur pré- dikar. Millilandaflug Millilandáflugvél Loftleiða er vænt- aiileg til Rvíkur kl. 9 árdegis í dag frá N. Y. Flugvél- in fer áleiðis til Gautaborgar, Hamborgar og Luxemborgar ki. 10.30. Einnig fer Edda væntan- lega kl. 17.45 í dag frá Noregi. Flugvélin fer áleiðis til N. Y. kl. 19.30. — Gullfaxi fór til Glasgow og Kaupmannahafnar í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 20.00 á morgun. Sólfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 17 í dag frá Stokkhólmi og Osló. Innanlandsflug I dag er ráðgert að fljúga til Alt- ureyrar 3 ferðir, Blönduóss, Egils- staða, Isafjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Skógasands, Vest- mannaeyja 2 ferðir og Þórshafn- ar. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar 2 ferðir, Grímseyjar og Vestmannaeyja. í gær opinberuðu trúlofun sína ung- frú Valborg Böð- varsd., og Magnús ___________Jósefsson, járn- smiður, ÁsmUa- götu 81. L Y F i A B Ú Ð I B Hotts Apótek | Kvöldvarzla tll gMfP ,| kl. 8 alla daga Apótek Austun- | nema laugar- bæjar ,| daga til kl. 4. Læknavarðstofan er opin frá kl. 6 síðdegis til 8 árdegis, sími 5030. Næturvörður í Reykjavikurapóteki simi 1760. •Tíá hóíninni Eimskip Brúarfoss fór frá Fáslcrúðsfirði 5. þm til New Castle, Grimsby. Boulogne og Hamborgar. Detti- foss fór frá Siglufirði 4. þm tit Leningrad og Kotka. Fjalifoss fer frá Hamborg í dag til Rotterdam.. Goðafoss fór frá Rvík 4. þm tit N. Y. Gullfoss fer frá Kaupm.- höfn í öag til Leith og Rvikur. Lagarfoss fór frá Rvik 6. þm tit Ventspils, Rostock og Gautáborg. ar. Reykjafoss hefur væntanlega farið frá Leith 7. þm til Rvíkur, Selfoss fór frá Þórshöfn 4. þm tií Kristiansand og Gautaborgar. Tröllafoss kom til Rvíkur 7. þrn. frá N. Y. Tungufoss fór frá Rauf- arhöfn í gær til Hull og Rvikur, Skipaútgerð ríkisins Hekla fer frá Rvík kl. 18 í kvöld til Norðurlanda. Esja var væntan- leg til Akureyrar í gærkvöld á vesturleið. Herðubreið fer frá R- vík á" hádégi í dag austur um. land til Raufarhafnar. SkjaldbreifS væntanleg til Akureyrar í gærkv, á leið til Raufarirafnar. Þyrill eif í Álaborg. Skaftfellingur fór frá Rvik í gærkvöldi til Vestmanna- eyja. Sklpadeild SIS Hvassafell er í Þorlákshöfn. Arn- arfcll er í N. Y. Jökulfell er 5 Hamborg. Dísarfell kemur til R- víkur í dag. Litlafell kemur til Faxaflóa I dag. Helgafell fór 6, þm frá Riga áleiðis til Rvikur með viðkomu í KristiansancL Cornelius Houtman losar á Húsa- vik. Cornelia B losar á Reyðar- firði. Birgitta Toft kemur tií Keflavíkur í kvöld. Fuglen er á Bakkafirði. Jan Keiken væntan. legur til Akureyrar 11. júlí. Eniö fór frá Stettin 6. þm áleiðis til Akureyrar. Ármenningar! Sjálfboðaliðsvinna í Jós- efsdal um helgina. Farið verður kl. 2 í dag frá íþrótta húsinu við Lindargötu. Ódýrt! i Kvenhosur rauðar, bláar, gular, | hvítar. — Verð aðeins | kr. 5,00. 1 * u M tferzlunin Garðastræti 6 SÆNSKA KNATTSrYHNUHEIfilSðKNIN HACKEN oq K.R. keppa M. S í dag á Iþróttavellinum Ðómarii Hannes Sigurðsson HÁCKEN er talið eitt allra sterkasta liðið í Gautaborg. En Gautaborg var í tugi ára nokkurskon&r „Ákranes" þar í lanái, þannig að höíuð- borgarliðin réðu ekkert við strákana frá Gautahorg. Þetta getur orðið einn af stórleikjum sumarsins. Þar sem KR kemur nú með allar sínar „Kanonur" studdar af hinni vel skipulögðu vörn sinni. Sjáið úrvalsfélög Cautaborgar og Reykjavíkur keppa Nœsti leikur verður n.k. sunn udag kl. 8.30. H'ácken —* VaZur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.