Þjóðviljinn - 09.07.1955, Blaðsíða 4
S) — WÖÐVILJINN _ Laugardagur 9. júli 1955
V-------------—---—---N
þlÓÐVILJINN
tJtgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu ~
Sósíalistaflokkurinn
_________________
Glundroðastjórn
Svo em kunnugt er hefur
Sjálfstæðisflokkurinn hampað
þeirri kenningu við hverjar bæj-
arstjórnarkosningar í Reykja-
vík að endurkosning íhalds-
aneirihlutans væri eina færa
leiðin til að tryggja bænum „ör-
ugga“ og „farsæla" forustu.
-Sannleikurinn er sá að sé
bægt að gefa stjóm nokkurs
bæjarfélags á Islandi með réttu
nafnið glundroðastjórn þá er
það meirihlutastjórn Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
Fjámiálastjórn Gunnars Thor
oddsen og félaga hans er löngu
landskunn að endemum. Sukk-
ið, óreiðan, misnotkun á
hverskonar aðstöðu, síþyngdar
álögur og skuldasöfnun er höf-
uðeinkenni hennar.
Undirstöðuatvinnuvegur bæj-
arbúa, sjávarútvegurinn, er
vanræktur, skipum fer hér
fækkandi og engar ráðstafanir
fást gerðar tíl að endurnýja
eða auka togaraflotann. Hindr-
að er ár eftir ár að Bæjarút-
gerðin komi sér upp fullkomnu
hraðfrystíhúsi en einstakling-
um afhentur meginhluti afla
hæjartogaranna og þar með á-
’góðinn sem fylgir hagnýtíngu
hans.
Húsnæðisástandið fer versn-
andi ár frá ári vegna vanrækslu
©g áhugaleysis bæjarstjórnar-
meirihlutans á raunhæfum úr-
hótum. Og svo aumt er íhaldið
að þúsundir bæjarbúa sem vilja
hyggja af eigin rammleik eru
hindraðir í því. Bærinn hefur
engin sldpulögð byggingasvæði
undirbúin tíl íbúðabygginga.
Ekkert heildarskipulag er til
af landi bæjarins og allt að því
hreinum tilviljunum háð hvert
þróunin í byggingu og hag-
Uýtingu bæjarlandsins er í
nokkru samræmi við skynsam-
lega skipulagningu og þarfir
framtíðarinnar.
Skólainálin eru í frámuna-
legri niðurníðslu og ekki annað
sýnna, takist ekki að hrekja í-
haldið á undanhakl, en taka
verði upp farkennslu í höfuð-
horginni!
Heil bæjarhverfi búa við al-
gjöran vatnsskort ár eftír ár,
án þess bæjaryfirvöldin rumski
og geri nauðsynlegar ráðstaf-
anir til úrbóta.
Vatnsmagn Hitaveitunnar og
fnöguleikar hennar tíl aukinna
þæginda fyrir langtum meiri
fjölda bæjarbúa en nú njóta
hennar er ekki hagnýtt nema
að óverulegu leyti. I þess stað
er heita vatnið látið renna ó-
notað til sjávar og milljóna-
verðmætum sóað á kostnað fyr-
istækisins og almennings.
Hér hafa verið nefnd aðeins
orfá dæmi um ástand bæjar-
málanna undir forustu Sjálf-
Btæðisflokksins. Af langtum
meiru er þó að taka, en þessi
Btutta upptalning sýnir nægi-
lega ljóst að íhaldsstjómin á
Reykjavik ber öll einkenni
glundroða og óstjómar og
hversu brýnt hagsmunamál það
er fyrir Reykvíkinga að valda-
ferill hennar verði sem fyrst á
«nda.
Ásgrímur Albertsson:
Hve lengi á auðstéttin að
geta storkað alþýðunni?
Ekki líður sú vika og varia
sá dagur, áð ekki dynji yfir
almenning einhverjar hækk-
anir á vörum og þjónustu.
Þessar hækkanir eiga sér
ýmsar orsakir og em mis-
jafnlega réttlætanlegar. En í
hvert skipti kveður við í
Morgunblaðinu og öðmm mál-
gögnum auðstéttarinnar:
Þarna sjáið þið, verkamenn,
hvað þið hafið gert, allt em
þetta afleiðingar af verkfall-
inu ykkar í vor.
Þetta er vissulega ekki nýr
söngur. Þessi óður hefur ver-
ið kyrjaður um margra ára
skeið af öllum málpípum
auðmannanna og aðalinntak
hans er þetta: Allt gengur
vel ef verkalýðurinn ekki ger-
ir kröfur. Það er skaðlaust
þótt aðrar stéttir hækki kaup
sitt og hinir „frjálsu“ milli-
liðir auki gróða sinn. Ekki má
skerða frelsi okrara og brask-
ara til að raka að sér gróða
á lífsnauðsynjum fólksins.
Slíkt hefur ekki verðbólguá-
hrif. En ef verkalýðurinn
krefst kauphækkana og knýr
þær fram, þá fer allt úr
skorðum. Ekkert er verka-
fólkinu jafn hættulegt og að
heimta kauphækkanir, því að
slíkar kauphækkanir leiða til
verðhækkana og eru því til
bölvunar.
Það er kunnugt um ýmsar
fmmstæðar þjóðir, sem tak-
markaða þekkingu hafa á
náttúmöflunum, að þær hafa
mjög óþroskaðar hugmyndir
um orsakir og afleiðingar.
Sólmyrkvi getur þá stafað af
einhverjum vondum verknaði,
sem verið sé að fremja á
jörðinni, illt veðurfar og afla-
brestur eiga sér ávipaðar or-
sakir o. s. frv. Og meðal
þessara þjóða era jafnan til
særinga- og galdramenn, sem
kannski vita eitthvað meira,
en nota fáfræði fólksins sér
til framdráttar.
Islenzka auðstéttin heldur
augsýnilega, að almenningur
standi á svipuðu stigi í hag-
fræðilegum efnum og þessar
framstæðu þjóðir hvað nátt-
úrufræðina snertir. Og ekki
vantar heldur særingamenn-
ina, hina borgaralegu hag-
fræðinga, sem ávalt em reiðu-
búnir til að rugla hugmyndir
fólks um orsakir og afleið-
ingar. En það hefur sýnt sig,
m. a. á s.l. vetri, að alþýðan
er ekki eins fáfróð og þessir
herrar halda.
út í verkfall með líku hugar-
fari og t. d. braskari, sem
kaupir fasteign. I augum
verkamannsins er launabar-
áttan lífsnauðsyn til verndar
og eflingar kjömm hans.
Vilji hann á annað borð lifa
sem maður, þá á hann ekki
um tvo kosti að velja, baráttu
eða ekki baráttu, heldur að-
eins einn kost, látlausa og
oft fómfreka baráttu. Það er
óhagganleg hagfræðileg stað-
reynd, að á meðan tvær and-
stæðar stéttir standa að fram-
framleiðslunni, annarsvegar
eignalaus launastétt, sem lif-
ir á því að selja vinnuafl sitt
og hinsvegar eignastétt, sem
í krafti eignaréttarins á fram-
leiðslutækjunum rakar til sín
auði af vinnu launastéttanna
þá er stéttabarátta óhjá-
kvæmileg. Það breytir ekki
þessu, þótt eignastéttin við-
hafi ýmiskonar brellur, eins
og þær, að láta líta svo út að
framleiðslan sé rekin með
tapi, en hirði svo gróðann í
gegnum verzlunina og alls-
konar milliliðabrask.
Launabaráttan er verka-
lýðnum lifsnauðsyn og í þeirri
baráttu er verkfallið skæð-
asta vopnið og því aðeins er
það vopn, að því sé bmgðið,
þegar á þarf að halda. Allt
tal fulltriia auðstéttarinnar
um það nú, að nauðsynlegt sé,
að takmarka verkfallsréttinn,
sýnir aðeins, að hana svíður
undan þessu vopni, hún vill
ekki eiga það yfir höfði sér
og telur því mest á ríða að
slæva eggjar þess. En sé tak-
mörkun verkfallsréttarins
nauðsyn fyrir auðmennina, þá
segir sig sjálft, að verkalýðn-
úr er jafn mikil nauðsyn að
koma í veg fyrir allt slíkt.
Það vita allir, að betra er fyr-
ir báða aðila, að ekki þurfi að
koma til þess að þessu vopni
sé beitt og verkalýðurinn hef-
ur jafnan lagt sig fram um
það, en það getur aðeins orðið
með því, að atvinnurekendur
mæti af sanngimi hinum rétt-
látu kröfum verkalýðsins.
Hvert einstakt verkfall er
liður í langri sögu og gengur
þar vitanlega á ýmsu, en á
rangur þeirrar baráttu í heild
lýsir sér í kjörum alþýðunnar
nú í dag og er sannarlega
ekki lítill, ef borið er saman
við eldri tíma. Það er því
erfitt að reikna út í pening-
um, hvað hver einstök launa-
deila gefur af sér og oft em
mikilvægustu árangrarnir
þannig, að þeir verða ekki
metnir til peninga og má þar
nefna 8 stunda vinnudaginn,
oriofsréttinn og atvinnuleys-
istryggingamar nú í vor. En
allt um það er rétt og nauð-
synlegt að gera sér sem
gleggsta grein fyrir hverjum
ávinningi og jafnvel þótt
gengið sé út frá peninga-
hliðinni einni saman, mun það
sýna sig, að verkfallið í vor
borgar sig á skömmum tíma.
En það er annað, sem ekki
borgar sig fyrir alþýðuna og
það er að hún láti stéttarand-
Stæðinginn fará með öll póli-
tísk völd í landinu og skúlum
við athuga það lítillega síðar.
Eins og áður er sagt.
hamra málgögn auðstéttar-
innar og særingamenn henn-
ar stöðugt á því, að allar
verðhækkanir, sem nú eiga
sér stað, séu afleiðingar
launadeilunnar á s.l. vetri.
Þetta er vitanlega fjarri
sanni. Þótt launahækkanirnar-
séu í sumum trlfellum notað-
ar sem átylla til slíkra hækk-
ana, þá er augljóst, að verð-
hækkanirnar em miklu meiri
en sem svarar hlutdeild:
launahækkananna í ver$lag-
inu. Og flest þau fyrirtæki.
sem nú hækka verðlag ájvör-
um eða þjónustu, em það á-
batasöm, að þau hefðu vel
getað staðið undir hækkuðu
kaupi án verðlagshækkunar.
Svo kemur hér eitt til, sem
er grandvallaratriði í mál-
inu og það er, að launþega-
samtökin fóru á s.l. vetri
fram á launahækkun vegna
gífurlegra verðhækkana, sem
orðið höfðu áður án tilsvar-
andi kauphækkunar. Þessi
þörf fyrir launahækkun var
svo mikil og augljós og al-
menn, að aldrei fyrr hefur
verið slík hreyfing meðal
launþega í kaupgjaldsmálum.
Á Alþýðusambandsþingi í
haust var þess krafizt af
stjórn heildarsamtakanna, að
hún beitti sér fyrir kjarabót-
um. Sömu kröfu gerðu þús-
undirnar í hinum ýmsu verka-
lýðsfélögum til sinna félags-
stjórna. Sama hreyfing var
innan Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, þrátt fyrir
afturhaldssama forystu. Það
var engin tilviljun né eitt-
hvert uppátæki vondra manna,
að s.I. vetur einkenndist af
Framhald á 7. siðu.
Áróður afturhaldsins í sam-
bandi við verkfallið í vor er
annars hinn hjákátlegasti.
Annað veifið er því haldið
fram og það brýnt fyrir þeim
er í verkfallinu stóðu, að
með því hafi svo lítið hafst
fram, að um hreint tap sé að
ræða á fyrirtækinu. Hinn
sprettinn er því haldið fram
jafn ákaft, að kauphækkan-
irnar hafi verið svo miklar,
að allt efnahagskerfið riði til
falls. Er illt að koma þessu
heim og saman, sem vonlegt
er. *
Verkamenn hafa aldrei lagt*