Þjóðviljinn - 10.07.1955, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.07.1955, Qupperneq 8
, w Var vatnsveltuneind Ihaldslns sklpuð tll þess að sýnast? Enn heíur neindin engu áliii skilað og gmis bœjarhverfi þoia áirani vatnsskort í fyrrahaust tók íhaldió rögg á sig og skipaöi vatns- veitunefnd til þess að koma vatnsveitumálunum í lag. Þaö hefur enn ekkert heyi'zt frá þeirri nefnd. Á bæjarstjórnarfundinum s.l. fimmtudag beindi Ingi R. Helgason þeirri fyrirspurn til borgarstjóra hvernig stæði á því að ekkert hefði heyrzt frá vatnsveitunefndinni og hvenær mætti vænta árangurs af starfi hennar. Leiksýning borgarstjórans Undanfarinn áratug hafa verið meiri og minni kvartan- ir um vatnsskort víðsvegar í bænum. Talið er að í leiðslunni sé nægilegt vatn til að full- nægja þörf allra bæjarbúa, og þótt þeir væru fleiri en þeir eru nú. Borgarstjórinn lék árum ea.man þann leik að svara því að „fjárhagsráð“ og jafnvel fleiri stjórnarvöld sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ráðið, hafi neitað um fjárfestingar- leyfi fyrir pípum. Ihaldið í bæj- arstjórn gat ekkert framkvæmt af því íhaldið í fjárhagsráði og ríkisstjórn sagði nei!! % Ný sviðsetning 1 fyrrahaust ákvað borgar- stjórinn að hætta þessum skrípaleik — og byrja nýjan, meö því að skella ábyrgðinni af áralöngum vanrækslum bæj- arstjórnarmeirihlutans á herð- ar þáverandi vatnsveitustjóra-, sem allir vissu að var yfir- hlaðinn störfum. Borgarstjórinn og Ihald hans skipaði vatnsveitunefnd og fól einum góðum íhaldsmanni að ánnast störf vatnsveitustjóra „fyrst um sinn“. Vatnsveitu- nefndin átti að vera allra meina bót. Og íhaldið söng sjálfu sér lof og dýrð fyrir dugnað í vatnsveitumálunum. „lámsmiðurinn46 flytur á „Bring- una“ Á fundi bæjarráðs í fyrra- dag vár samþykkt sú tillaga listaverkanefndar Reykjavikur að listaverkið „'Jámsmiðurinn“ eftir Ásmund Sveinsson, sem verið hefur um skeið við Iðn- skólann á Skólavörðuholti, verði endanlega staðsett á „bringunni" (milli Snorra- brautar og Þorfinnsgötu). Nú krefjast menn iramkvæmda En það þarf annað og meira til þess að vatnið komi í vatns- lausu hverfin. Gunnar Thorodd- sen svaraði fyrirspum Inga R. Helgasonar með því að vatns- veitunefndin hefði „ýmislegt gert til lagfæringar", en hún hefði enn ekki skilað áliti, þó kvaðst hann „vonast til þess að bráðlega heyrist frá nefnd- inni“!! Á meðan Gunnar „gerir fíg- úrur" með skipun vatnsveitu- nefndar verða íbúar í sumum hverfum bæjarins að sætta sig við það að vera vatnslausir hálfa og heilu dagana, geta hvorki fengið vatn til drykkj- ar né skolunar niður úr sal- ernum. — Og þessir Reykvík- ingar em orðnir leiðir á kúnst- um borgarstjórans, þeir krefj- ast framkvæmda í vatnsveitu- málunum. Ávarp vísindamannanna Framhald af 1. siðu. löndum heims til að ræða á- varpið og gera sameiginlegar ráðstafanir til að draga úr stríðshættunni með þvi að leggja að öllum ríkisstjómum að hætta styrjaldarundirbún- ingi, en leysa deilumál við samningaborðið. Ráðstefna þessi ætti að skora á allar ríkisstjórnir að lýsa því yfir, að þær muni aldrei leitast við að leysa milliríkjadeilur með styrjöld. Vísindamöimum um allan lieim verður gefinn kostur á að undirrita ávarp þessara níu starfsbræðra sinna, en enn- fremur er ætlunin að hafin verði söfnun undirskrifta að því meðal almennings í öllum löndum heims. Bertrand Russell átti írumkvæðið Bertrand Russell. sem átti frumkvæðið að þessu ávarpi vísindamannanna, ræddi við blaðamenn í London i gær, eftir að hann hafði gert það heyrinkunnugt. Hann sagðist hafa lagt áherzlu á, að vísinda- menn í ríkjum beggja hinna miklu deiluaðilja á alþjóða- vettvangi stæðu að ávarpinu í sameiningu. Sovéskur vísinda- maður hefði svarað umleitan sinni með vinsamlegu bréfi, en ekki talið sér fært að undir- rita ávarpið að svo stöddu. Svar hefði enn ekki borizt frá Vinnan og verkalýðurinn Þriðja hefti tímaritsins Vinn- an og verkalýðurinn er komið út með nýju kaupskýrslunum o. fl, Áskriftarsímar 81077 og 7500. Gunnari neiíað utn afbrigði! Á bæjarstj.fundi s.l. fimmtud. hefði að réttu lagi átt að fara fram síðari umræða um reikn- inga Reykjavíkurbæjar fyrir s. 1. ár. Borgarstjóri boðaði fund- inn án þess að setja reikn- ingana á dagskrá. Síðar sendi hann út leiðréttingu um að reikningarnir hefðu átt að vera á dagskrá fundarins. —- Á bæjarstjómarfundinum óskaði íhaldið afbrigða frá fundar- eköpum til að taka reikninga inn á dagskrá. Fundurinn synj- aði Um afbrigði. Reiddist Gunn- ar þá mjög og kvaðst myndu boða aukafund um reikningana. Til þess þyrfti hann engan fyr- irvara. Bæjarfulltrúar skyldu vera viðbúnir að mæta skjótt. Spratt þá upp Þórður Björns- son og krafðist að fundurinn yrði boðaður löglega, — með ábyrgðarbréfi eða símskeyti, en ekki skiláboðum í símtali. kínverskum vísindamanni. Hins vegar minnti hann á, að í hópi þessara níu væri Leopold In- feld, prófessor í eðlisfræði við háskólann í Varsjá. Sjö nóbelsverðlaunahafar Framhald af 1. síðu. asti eðlisfræðingur Bandaríkj- anna, prófessor við Harvardhá- skóla. Brautryðjandi í þeirri grein eðlisfræðinnar sem nefn- ist thermódýnamik. Fékk eðl- isfræðiverðlaunum Nobels árið 1946. H. J. Muller, einn mesti erfðafræðingur heims, prófess- or við Indianaháskóla í Banda- ríkjunum. Var sæmdur lífeðl- isfræðiverðlaunum Nóbels ário 1946 fyrir rannsóknir sínar á áhrifum x-geisla á erfðir. Leopold Infeld, prófessor í eðlisfræði við háskólann í Var- sjá. Var nánasti samverkamað ur Einsteins um langt skeið og gaf út ásamt honum vísinda- rit, m. a. um þróun eðlisfræð- innar. Dvaldist við háskólann i Princeton í Bandaríkjunum fyr- ir stríð, en var prófessor við Torontoháskóla frá 1939 til 1950, þegar hann hvarf heim til Póllands. O. F. Poweli, brezkur eðlis- fræðmgur, próféssör við Brist- olháskóla. Fékk eðlisfræðiverð- laun Nobels árið 1950. Er vara formaður brezku friðamefndar- innar. Frederic Joliot-Curie, fremsti kjameðlisfræðingur Fraklands, hlaut efnafræðiverðlaun Nobels ásamt konu sinni, Irene Joliot- Curie, árið 1935 og friðarverð- laun Stalíns árið 1951. Hefur verið forseti Heimsfriðarráðs- ins frá upphafi. Hideke Yukawa, japanskur eðlisfræðingur, próféssor við Kyotoháskóla. Fékk eðlis- fræðiverðlaun Nobels árið 1949. Rothblat, brezkur eðlisfræð- ingur, prófessor við Lundúna- háskóla. Frestað um viku Ferð Sósíalistafél. Reykja- víkur og Æskulýðsfylkingar- innar í Þjórsárdal hefur ver- ið frestað til næstu helgar vegna óhagstæðs veðurs. möÐinUINM Sunnudagur 10. júlí 1955 — 20. árgangur — 152. tölublað | Er dr. Krístní ókunnugt nm Hamil- Iton-framkvæmdirnar í Gríndavi? Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra og mál- gagn hans, Tíminn hafa margsinnis lýst því yfir að hið illræmda bandaríska verktakafélag Hamilton sé hætt hér „allri útivinnu“ en hafi aðeins leyfi til að ljúka inniverk- um sem ekki séu fullunnin. Hefur Tíminn talið þetta eitt mesta ,,afrek“ dr. Kristins og sjaldan átt nógu sterk orð til að prisa röggsemi ráðherrans í skiptunum við Hamilton. Sannleiksgildi þessara vfirlýsinga utanríkisráðherrans og Timans sést svo bezt á því að enn viimur Hamilton að því að reisa mikla loftskejfastöð við Grindavík og hefur þar fjölmenna vinnuflokka Islendinga, bæði verkamenn og fagmemi að útistörfum. Þessi vinnukraftur er tekínn á leigu frá Sameinuðum verktökum og sjá milliliðirnir hag sínum sæmilega borg- ið. Hefur Þjóðviljinn fregnað að Hamilton greiði a.m.k. 3 bandaríska dollara á klst. fyrir fagmanninn en greiðsl- an til hans sjálfs nemur sem svarar 1 dollar! Ekki verður um deilt að hér er unnin „útivinna" af hinu bandaríska verktakafélagi. En þá er spurningin: Veit „vamarmálaráðherrann" dr. Kristinn Guðmundsson ekki um þessar framkvæmdir Hamiltonfélagsins og eru þær gerðar án hans vitundar? Eða hefur ráðheirann og Tíminn sagt þjóðinni vísvitandi ósatt? 10 ára millilandaflug Á morgun eru iiðin 10 ár siðan íslenzk flugvél flaug í fyrsta sldpti milli fslands og útlanda með farþega og póst. Flugvélin var Katalínaflugbátur frá Flugfélagi fslands, áhöfnin var 6 manns og farþegar fjórir. Flogið var frá Reykjavflt til Largs í Skotlandi á 6 klukkustundum og 4 mínútum. — Þjóðviljinn mun segja nánar síðar frá þessum merku tímamótum í sögu islenzkra flugmála og samgangna. — Myndin sýnir flugbátinn, er hann var raýlentur á Largsflóa í Skotlandi. in áœtlun um gatnagerð Framhald af 1. síðu. vinna af skipulagsdeildinni. Þau störf hafa htns vegar ekki verið framkvæmd, enda skipu- lagsdeildin lítt starfshæf og stjórnlaus með öllu síðan for- stöðumaður hennar, Þór Sand- holt, var ráðiim skólastjóri Iðnskólang s.l. haust. Meirililutinn ber ábyrgðina Þannig er allt á sömu bók- ina lært hjá íhaldsmeirihlutan- um. Veigamiklar deildir á sviði skipulagsmála og verklegra framkvæmda eru hafðar stjóm- lausar mánuðum saman og slíkt látið stöðva þýðingarmikl- ar verklegar framkvæmdir. Engar áætlanir eru gerðar eða ákvarðanir teknar umaðhvaða verkefnum skuii geilgið yfir bezta starfstíma ársins. Það er þung ábyrgð sem borgarstjór- inn og íhaldsmeirihlutinn tek- ur á sig með slíkum vinnu- brögðum og dýrt spaug fyrir Reykvikinga að búa við slíka stjórnarhætti. Dvalarheimilið fær 10 þús. króna gjöf Dvalarheimili aldraðra sjó- manna barst nýlega 10 þús. króna gjöf til minningar um Björn heitinn Jónsson skip- stjóra frá Ánanaustmn. Er gjöfin frá eftirlifandi konu hans Önnu Pálsdóttur og skal eitt herbergi í dvalarheimilinu bera nafn (Bjöms. Byggingar- nefnd DAS þakkar hina veg- legu gjöf.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.