Þjóðviljinn - 20.07.1955, Blaðsíða 3
Miðvikudagnr 20. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Rilstjóri: Frimann Helga:on
imdsambandlð
efnir til keppni um sundmerki
Á síðasta þingi Sundsam-
'bands íslands, sem háð var í
Reykjavík hinn 19. apríl síð-
astliðinn, var samþykkt að
hrinda. í framkvæmd keppni
um land allt um sundmerki
Sundsambands Islands. Á
sundjjinginu 21. apríl 1953 var
samþykkt reglugerð um sund-
merki S.S.l. og segir þar m.a.:
„Sundsamband íslands lætur
á hverju ári gera sundmerki,
sem það dreifir til sölu á hina
ýmsu sundstaði landsins.
Á hverju ári í júní- eða
júlímánuði gengst Sundsam-
hand Islands fyrir sundhvatn-
ingu. Almenningur skal á þessu
tímabili vera örvaður til svtnd-
iðkana og þá um leið til að
prófa sundgetu sína með því að
synda 200 metra bringusund
viðstöðulaust. Þeir, sem leysa
þessa raun af hendi, hafa leyfi
til að kaupa sundmerki ársins.
Sundþrautin er hvorki bundin
við aldur né sundtíma."
Sundsamband íslands hefir
skipað nefnd til að annast und-
irbúning keppninnar í ár og
hafa yfirumsjón með fram-
kvæmd hennar. Eru í nefnd-
inni Þorgils Guðmundsson,
Þórður Guðmundsson og Er-
lingur Pálsson.
Keppnin á að fara fram í
júlímánuði og befir nefndin
sent umburðarbréf ásamt regluí
gerð um sundmerkið og sund-
merkið sjálft, til allra héraðs-
sambanda og íþróttabandalaga
um land allt, ásamt tilheyrandi
auglýsingu, sem festa skal upp
á sundstaðnum, þar sem keppn-
in fer fram, til að vekja' at-
Svíar hófu fyrstir Norður-
landaþjóðanna keppni um sund-
hnappinn árið 1933 og fáum1
árum síðar tóku hinar Norð-
urlandaþjóðirnar þetta upp eft-
ir þeim. Hafa verið syntir 200
metrar og oftast nær bringu—
Þau syntu 200 metrana í Sundlaugunum
hygli á henni. Er þess vænzt,
að þessir aðOar taki röggsam-
lega á málinu og dreifi sund-
merkjunum ásamt tilheyrandi
gögnum á hvern einasta sund-
stað, svo að keppnin geti farið
fram sem víðast um landið.
Þessi keppni er algert nýmæli
hér á landi, en hjá frændþjóð-
unum á. Norðurlöndum er hún
það ekki.
sund. Þátttakan í keppninni
hefur aukizt ár frá ári, einkum
hafa Finnar og Svíar verið
stórtækir og þátttakan ávallt
verið fram á við hjá Dönum og
Norðmönnum. Hefur keppnin
orðið til þess að auka stórlega
áhuga og þátttöku í sundíþrótt-
inni meðal þessara þjóða. Fólk
hefur lært að synca, hinir
syndu hafa lialdíð sundgetu
sinni við og hagnaðinum af
sölu sundmerkjanna hefur ver-
ið varið til útbreiðslu sundí-
þróttarinnar.
Hefur keppnin um sund-
hnappinn reynzt ágætur for-
leikur að hinni samnorrænu
sundkeppni.
Sundnefndin leyfir sér að
vænta þess, að almenningur
taki þessari nýbreytni vel og
keppi um sundmerki S.S.Í. Nær
þá keppnin tilgangi sínum, ef
hún verður til þess að örva
sundfærni þjóðarinnar og á-
huga á sundi. I samnorrænu
sundkeppninni 1954 kom það í
Ijós, að alltof margir höfðu
ekki synt frá því að þeir tóku
þátt í samnorænu sundkeppn-
inn 1951. Keppnin um sund-
merki S.S.t. á einmitt að bæta
úr þessu.
Engin íþrótt er eins aðlað-
andi og sundíþróttin. Hún er
íþrótt fjöldans, ungra og gam-
alla. Margur hefir endurheimt
aftur heilsu sína með því að
læra og iðka sund. Sundíþrótt-
in er lífsnauðsynleg íþrótt. Við
megum því ekki gleyma henni,
heldur auka getu okkar á því
sviði.
Syndið 200 metrana, gangið
svo til laugavarðarins og kaup-
ið sundmerkið og berið það í
jakkahorninu til merkis um af-
rekið. Merkið er úr silfri og
er mjög smekklegt. Á því er
tákn af manni, er syndir
bringusund. Keppnin stendur
yfir til loka júlímánaðar.
Nefndin treystir þvl, að þátt-
takan í þessari keppni verði
mikil og sundíþróttinni til efl-
ingar.
A3 Gulifossi ;
og Geysi 1Z]
Fyrsta leiðarlýsing !
Ferðaskriístoíunnar
Ferðaskrifstofa ríkisins lief-
ur gefið úfc leiðarlýsingu er
nefuist Að Gullfossi og Geysi.
Er þetta fyrsta íeiðarlýsingin
ei Ferðaskrifstofan gefuv út,
en síðar eru fíeiri fyrirhugaðar.
Björn Þorsteinsson sagn-
fræðingur hefur skrifað -þessa
fyrstu leiðarlýsingu; en hann
.er ekki aðeins gagnkunnugur
leiðinni eins og hún blasir við
augum vegfarandans, heldur
einnig þeim atburðum er í
fyrndinni hafa gerzt á einstök-
um stöðum hennar. Leiðarlýs-
ingin gefur vegfarandanum
nöfn flestra eða allra bæja er
að vegi liggja, frá Reykjavík
til Gullfoss og Geysis, og öðru
hvoru nemur höfundur staðar
og bendir mönnum til fjalla.
Og þegar komið er að merkum
scgustöðum, þá er sagan rifjuð
upp í örfáum orðum.
Leiðarlýsingin er 30 blaðsíð-
ur, með tveimur ljósmyndum
og tveimur uppdráttum. Út-
gáfa hennar er þarft verk og
mun koma mörgum að gagni.
Gerðin,
sem allir
hafa beðið eftir.
Hinir vandlátu velja
skrautgirðingar og altans-
handrið frá undirrituðum Margar
geróir. Verðið hvergi lægra. Símar: 7734
5029
O 1 dag er miðvikudagurinn 20.
júlí. I»orláksmessa á sumar. —
201. dagur ársins. — Aukanætur.
— Sólarupprás kl. 3.53. — Árdeg:-
isháflæði kl. 6.47. Síðdegisháflæði
ldukkan 19.10.
•Trá hóímnni
SkipaútgerS i-íkisins
Hekla ei- væntanleg' til Rvíkur um
hádegi i dag frá Norðurlöndum.
Esja er á Austfjörðum á suður-
leið. Herðubreið fór frá Rvik á
miðnætti í nótt austur um land
til Raufarhafnar. Skjaldbreið fer
væntanlega frá Rvík í kvöld
vestur um land til Akureyrar.
Þyrill er í Álaborg. Skaftfelling-
ur fór frá Rvík í gærkvöld til
Vestmannaeyja. Baldur fór frá R-
vik í gærkvöld tU Gilsfjarðar.
Skipadeild SÍS
Hvassafell fer í dag frá Hamborg
áleiðis til Rvíkur. Arnarfell fór
frá N.Y. 15. þm áleiðis til Rvík-
ur. Jökulfell verður í dag á Akra
nesi. Disarfell fór frá Seyðisfirði
í gær til Riga. Lit'.afell er í olíu-
flutningum á Norðurlandi. Helga-
fell er á Skagaströnd. Birgitte
Tof t er í Keflavik. Nyco er í
Keflavík. Enid fór frá Stettin 6.
þm áleiðis tii Akureyrar.
Eimskip
Brúarfoss fór frá Hamborg í
fyrrakvöld til Antverpen. Detti-
foss fer frá Deníngrad í dag til
Hamina og Rvílcur. Fjallfoss er
væntanlegur til Rvíkur í dag frá
Rotterd&m. Goðafoss fór frá N.Y.
15., þm„ væntanlegur til Rvíkur
22.-23. þm. Gullfoss fór frá Leith
í gær til Kaupmannahafnar. Lag-
as-foss hefur væntanlega farið frá
Rostock í fyrradag til Gautaborg-
ár. Reykjafoss fór frá Patreks-
firði á hádegi í gær tii Isafjarðar,
SiglufjOLtðar, Akureyrar, Húsavík-
Úr, og þaðán til Hamborgar. Sel
foss fór frá Lysekil 16. þm tii
Raufarhafnar. Tröllafoss fór frá
Rvík 14. þm til N.Y. Tungufoss
kemur til Rvíkur á morgun frá
Hull.
Farsóttir í Reykjavík
vikuna 3.-6. júlí 1955 samkvæmt
skýrslum 16 (16) starfandi lækna.1
Kverkabólga 38 (36). Kvefsótt 87
(101). Iðrakvef 13 (35). Hvotsótt 1
(0). Kveflungnabólga 2 (2).
Hlaupabóla 3 (0).
(Frá skrifstofu borgariæknis).
Borizt hefur
tímaritið Stund-
in, 5. tbl. 1. ár-
gangs. Á for-
siðu eru teikni-
myndir eftir T.
Magnússon af heimsókn hernáms-
manna til Akureyrar. Þá er
skrýtluþáttur er heitir Meira og
minna satt. Þá er grein sem heit-
ir Dómai-i hefur orðið. Síðan
þáttur um Vátryggingar. Saga
sem nefnist Aumingja litla ríka
stúlkan. Birt er smágrein um Nú-
tíma Chaplins, og á næstu síðu
er þátturinn Nýtt úr hljómplötu-
heiminum. Þá er sagt frá Undan-
haldinu mikla í Síberiu, en þar
greinir frá gulltapi mikJu þar
í landi árið 1919. Sitthvað fleira
er í heftinu, auk fjölmargra
mynda og teikninga.
19.30 Tónleikar:
Óperulög. 20.30 Er-
indi: Ást og hatur,
— síðara erindi Ó.
Gunnarsson). 20.55
Tónleikar: Tónlist
við ballettinn Dimmalimm eftir
Karl O. Runólfsson. Sinfóniu-
hljómsveitin leikur. Dr. Victor Ur-
bancic stjórnar. 21.25 Upplestur:
Ljóð, þýdd og írumort aí Málfríði
Einarsdótttur (Andrés Björnsson).
21.40 Tónleikar: Þýzkir söngvarar
og hljómsveitir flytja þýzk. þjóð-
iög. 22.10 Óðalsbændur, saga eftir
Edvard Knudsen, VHI. (Finnborg
ömólfsdóttir les). 22.25 Létt lög:
Sidney Thompson og hljómsveit
leika. 23.00 Dagskrárlok.
Millilandaflug
Sagá millilanda- ■
flugvél Loftieiða '
er væntanleg til !
Rvíkur kl. 9 í
fyrramálið frá N.
Y. Flugvélin fer
áleiðis til Stafanger, Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar klukkan
10.30. — Einnig er Edda væntan-
leg til Rvikur kl. 17.45 á morgun
frá Noregi. Flugvélin fer áleiðis
til N.Y. klukkan 19.30.
Næturvarzla
er í Lyfjabúðinni Iðunni, simi
7911.
:
Þökkum af lieilum hug öllum peim œttingj-
\ um oq vinum sem stuðluðu að íslandsför okkar og >
gerðu okkur dvölina hér ógleymanlega.
Gœfa fylgi ykkur öllum. ^
SOLUTURNINN
við Aznarhól
Sérsundtímar kvenna
mið- •
verða fyrst um sinn á mánu
dögum, þriðjudögum,
vikudögum og fimmtudögum \
kl. 9 e.h. Ókeypis kennsla.
Sondfélag kvenn. !
JÓNÍNA og EVEN SÆBERG.
Dodge-bifreið
: tvegg'ja dyra, notuð, vel með farin, er til sölu. —
j Upplýsingar veitir Sverrir Þorbjörnsson, sími
j 82300.
■
■
■
■
■
Tryggingastofnun ríkisins.
Langholtsveg 117 — Sími 5000
Skólavörðuholt — Sími 5001
Hagatorg — Sími 5007