Þjóðviljinn - 20.07.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Hans Kirk:
traumhvöri eða stöðupollur
I
47. dagur
verð með ykkur, sagði Tórnas. Ég þarf að ræöa viðskipti
við von Drieberg, og hann er auðveldastur viðureígnar
í einrúmi með glas í hendinni. Þiö veröiö aö afsaka mig,
en skyldan situr fyrir öllu. Ég geri það vissulega ekki
aö gamni mínu aö éta mig næstum í hel með þessum
nasista.
— Hafðu engar áhyggjur, Tómas sagði Jóhannes. Ég
þarf- líka að ljúka áríðandi viðskiptum. Ég minntist á
hlutaféla.giö Pro Patria við þig. Nú veit ég hvernig því
veröur bezt fyrir komið.
— Og þú, kæra Evelyn?
— Ég get bjargaö mér ein, ég er svo vön því, kvakaöi
Evelyn. Ég litast um í borginni og ef til vill fæ ég mér
miödegisblund, því aö við vorum býsna seint á ferli í gær-
kvöldi. Ég sting upp á því aö viö séum alveg óháð hvert
öðru.
— Þú ert skynsöm eins og þín er von og vísa, sagöi
Tómas í viöurkenningarrómi. Og ég get sagt þér þaö, aö
þú vaktir mikla aödáun í gærkvöldi. Byggingastjórinn
trúöi mér fyrir því aö þú værir stórglæsileg kona og þú
værir óhemja sem hann langaöi til aö temja.
— Sá viðbjóðslegi mathákur, nei, heyröu nú, sagöi
Evelyn gröm. Enginn fær aö temja mig. Ég vil vera eins
og ég á aö mér, þótt þaö sé stundum erfitt í fjölskyldunni
ykkar.
— Evelyn! sagöi Jóhannes önuglega.
— Þegiöu, Jóhannes, sagöi Evelyn. Nú getiö þiö sinnt
öllum þeim viöskiptum sem ykkur sýnist, því aö ég er
farin.
. Hún fór í yfirhöfnina og skauzt út og kvaddi. Tómas
kinkaði vingjarnlega kolli til bróöur síns og gekk niöur
í veitingasalinn. Hann talaði við yfirþjóninn og kom því
til leiðar aö hann og gestur hans gætu veriö í næöi og
pantaöi stóran og fjörlegan hádegisverð. Skömmu síöar
stikaöi von Drieberg inn um dyrnar, blómlegur og í bezta
skapi, og Tómas komst meö ex'fiöismunum hjá faðmlög-
um fyrir fi’aman yfii’þjóninn.
— Kærar þakkir, forstjóri góöur, fyrir þetta dásam-
lega kvöld, sem ég hef þegai’ sent skýrslu um til Berlín-
ar, sagöi hann. Viö nasistar erurn hi’æöilegir óvrnir, en
tryggir vinir. f rauninni innsigluðum við í gæi’kvöldi
himi bróöurlega, samning okkar. Guö refsi Englandi,
er það ekki?
— Hamingjan góöa, jú auövitaö, sagði Tómas Klit-
gaard ringlaður.
— Og merkari atburöir gerast, heiðraði vinur og fé-
lagi, miklu merkari, sem vekja undrun um allan heim.
ViÖ Þjóðverjar munum í anda Foringjans og nasisrnans
leggja undir okkur allan heiminn. Hvaö haldiö þér aö
Foxinginn ætlizt fyrir með Rússland? Haldiö þér aö
hann ætli að líða aö bolsévisminn ráði ríkjum á svo
stóru svæði? Þér getiö reitt yöur á þáð, kæri hei’ra von
Klitgaard, að Foringimi lætur þaö ekki viögangast.
—Ég er ekki aöalboi’inn, sagöi Tómas Klitgaard.
— Það gerir ekkert til, skiptir engu máli, sagði bygg-
ingastjórinn og baöaöi út höndunum. Þér verðið þaö.
Þegar hin stórkostlega hugsjón okkar hefur sigrað með
hjálp hirma ósigrandi vopna okkar, mun hver einasti
hreiim aríi serp unnið hefur málstaö okkar gagn, veröa
aðlaöm’, fá ævafornt germanskt aöalsnafn. En afsakið
mig, hefur þessi staður ekki upp á neinn heiðarlegan
drykk að bjóða?
Tómas Klitgaard áttaöi sig allt í einu á því aö bygg-
ingastjórinn var dauöadmkkinn og tilgangslítiö væri aö
tala viö hann urn væntanlega samninga. Eir á hinn
bóginn gat verið að þaö væil heppilegt. í viöskipta-
lífinu undir venjulegum kringumstæöum skiptu hádegis-
veröir aðalmáli, og sennilega voru þeir sízt minna viröi
eins og nú var ástatt í heiminum.
— Það er kvenmaöur sem ég elska og' vix'öi ofar öllu,
hún ungfrú Fríöa, sagði von Drieberg. En á hinn bóg-
inn varö ég einnig í gærkvoldi stórhrifinn af mágkonu
yöar. Eins og þér hafið sjálfsagt fundið, herra von
Klitgaard forstjóri, er ég mjög tilfinningai'íkur en um
Framhald af bls. 5.
landi og tungii, þá var það
blátt áfram stéttarskylda
þeirra að beina máli sínu til
allrar þjóðarinnar og brýna
baráttuvilja hennar til varn-
ar sjálfstæði landsins. Þess
vegna varð Sósíalistaflokkur-
inn flokkur hinnar nýju sjálf-
stæðisbaráttu íslands. Þess
vegna varð stéttarfloklcur
hins íslenzka verkalýðs flokk-
ur hins íslenzka þjóðarmál-
staðar.
Það ber oft við, að borg-
araflokkarnir býsnast yfir
þjóðlegri baráttu Sósíalista-
flokksins. Þeir eru stórlega
hneykslaðir á því, að eldrauð-
ir og alþjóðlegir sósíalistar
skuli skipa sér um fána föð-
urlandsins. Því er aðeins til
að svara: Þagað gátuð þið
þá með sann, þegar hún Skál-
holtskirkja brann! Merki ís-
lenzks sjálfstæðis lá fallið í
valnum, merkismennirnir voru
flúnir. Sósíalistaflokkurinn
kom þar að og tók upp merkið.
Árum saman hefur Sósíalista-
floklturinn staðið vörð um
þetta merki. En það hefur
verið fremur einmana varð-
staða. Flokkar vestræns lýð-
ræðis þurfa ekki að kvarta
um það, að ekki hafi verið
kallað á þá. Það var hrópað
á þá, öskrað á þá að koma til
fánans, að sýna nú dug og
skipa sér um merki íslands.
En hinir brotthlaupnu
merkismenn máttu ekki heyra
kallið. Þeir höfðu flúið svo
langt. Þeir voru flúnir á aðr-
ar stjörnur. En ef flóttamenn-
ina skyldi einhverntíma fýsa
aftur heim til sólkerfis Is-
lands, þá stendur þeim enn
sem fyrr til boða að gæta
merkisins.
Endurheimt sjálf-
stæðisins
Það er því sannarlega eng-
in tilviljun né heldur pólitísk
veiðibrella, er fyrsti kaflinn
í stjómmálaritgerð Einars
Olgeirssonar ber nafnið Sjálf-
stæðisbaráttan. Endurheimt
sjálfstæðisins er íslenzku
þjóðinni eins mikil lífsnauð-
syn og súrefnið, sem hún and-
ar að sér úr loftinu. Hér er
ekki átt við að endurheimta
sæmd landsins eða þjóðarheið-
ur. Á þessum veltiámm
prangs og kaupmennsku er
ekki timabært að flíka svo
mjög orðum og hugtökum,
sem lifðu sitt fegursta á ætt-
sveitaöld og riddara. Sómi
lands og heiður þjóðar eru
ekki lífsnauðsyn í ameríkan-
íseruðu þjóðfélagi íslendinga.
Öðra nær. Æruleysið er ein-
hver blómlegasti atvinnuveg-
ur landsins, og það sem mestu j
máli skiptir: það þarf ekki að
greiða hann niður, liann
stendur sjálfur undir sér.
En við þurfum að endur-
heimta sjálfstæði íslands til
þess að þjóðin nái aftur hús-
í’áðum á heimili sínu. I fjór-
um áföngum glataði þjóðin
þessum húsráðum: Keflavík-
ursamningnum, Marshallað-
stoðinni, Atlanzhafsbandalag-
inu og hersetu Bandarílcja-
manna. Á tæpum áratug hafa
fjórir bautasteinar verið
reistir yfir leiði sjálfstæöis
vore og vér getum auðveltflega
rakið það, sem vér höfum
misst. Vér höfum misst óskor-
að vald yfir kaupgjaldi þeirra,
sem þiggja vinmiláun, og yfir
fjárfestingunni í landinu. Vér
höfum misst gjörsamlega alla
stjórn á þróun atvinnuveg-
anna, á hlutföllum í rekstri
þjóðarbúsins. Forn íslenzk
byggðarlög leggjast í auðn,
heilir landsfjóroungar verða
örfoka að fólki, sem streym-
ir til Suðurnesjá í liervallar-
vinnu og önnur störf, s'em
henni eru tengd beinlínis og
óbeinlínis, og verða mann-
frekari dag hvern. íslenzkir
bændur og sjómenn, ungmenni
þeirra og dætur, verða her-
mangaraþjónar og búðarlokur
á Reykjanesskaga og í um-
hverfi hans. Hér eru að verða
umskipti í atvinnumálum og
þjóðfélagshögum, sem við ráð-
um ekkert við. Umskiptin eru
svo mikil, að Reykvíkingur,
sem fer í sumarleyfi til ann-
arra byggðarlaga og fjórð-
unga, stendur andspænis
þeirri staðreynd, að Island er
í dag byggt tveimur þjóðum:
Reykjanesþjóðinni og hinni
þjóðinni.
Og í sama mund og íslenzka
þjóðin klofnar í tvennt,
verða með henni svo djúptæk
kynslóðaskipti, að slíks eru
engin dæmi í sögu vorri. Is-
land er ekki aðeins byggt
tveimur þjóðum. Það er að
verða byggt tveimur kynslóð-
um, sem mælast við á fram-
andi tungum.
Keflavikursamningurinn var
upphafið að ógæfu þjóðarinn-
ar. Herseta Bandaríkjanna
1951 rak ólánslestina — um
stundarsakir. Keflavíkur-
samningurinn sundraði ný-
sköpunarstjórninni og ónýtti
verk hennar svo sem þess var
nokkur kostur. Alla stund
siðan hafa Islendingar ekki
verið sjálfráðir um ríkis-
stjórn sína. Alla stund síðan
hefur úrslitavaldið um gerð
íslenzkrar ríkisstjórnar haft
aðsetur í Washington. Rúm-
um áratug eftir stofnun lýð-
veldisins eru reikningsskilin
þvi þessi: afskræmt atvinnu-
líf og vanskapaðir þjóðfélags-
hættir, ríkisstjórnir, sem
sníkja betlibrauð sitt úr lófa
erlends valds, stjórnmálalíf,
sem hrærist á tilverusviði
brúðuleikhússins.
Herstöðin á Reykjanesskaga
og aðild íslands að Atlanz-
hafsbandalaginu hafa svipt ís-
lenzku þjóðina efnahagslegu
og þólitísku athafnafrelsi. Ef
vér vissum það ekki áður,
hvað vér áttum, þá vitum vér
það nú, er vér höfum misst
það. En það stoðar lítt, að
harma missi okkar. Þjóðin
týndi dýrmætustu perlu sinni, .
sumpart fyrir svik purkun-
arlausra leiðtoga, sumpart
fyrir mannrænuskort og and-
varaleysi. Slík þjóð getur
ekki vænzt meðaumkunar né
gustukaverka af öðrum. Hún
á enga mömmu, sem hún get-
ur flúið til, þegar anganóran
hefur týnt gullunum sínum.
Jafnvel guð hjálpar ekki slík-
um vesaling. Islenzka þjóðin
verðúr blátt áfram að heimta
það aftur sjálf, sem liún hef-
ur týnt. Einar Olgeirsson hef-
ur í stjórnmálaritgerð sinni
orðað þetta svo, að þjóðin
verði að segja upp hernáms-
samningnum og flæma hinn
erleftda her á brott úr land-
inu á næstu 2—3 árum og
losa sig úr Atlanzháfsbanda-
laginu á næstu 5 árum. Þá
fyrst höfum vér bætt að
nokkru fyrir brot vor hinn
síðasta áratug. Þá fyrst höf-
um vér endurheimt það, sem
glatað var.
Þetta verkefni er svo mikils
háttar, að það er hverjum
flokki ofvaxið að leysa það
éinum. Það krefst þjóðará-
taks. Þess vegna er auðsætt,
að verkið verður ekki unriið í
þeim pólitíska reipdrætti, sem
markað hefur iðju íslenzkra
stjórnmálaflokka fram til
þessa. Úrlausnin fæst ekki
nema með stjórnmálasam-
vinnu margra flokka og al-
mennra samtaka fóíksins, al-
þýðunnar. Endurheimt sjálf-
stæðis Islands krefst nýrra
pólitískra vinnubragða af
þeirri einföldu ástæðu, að hún
er ékki venjúlegur hrossa-
markaðsgripur. Því fyrr sem
Islendingar skilja þetta, því
betur mun þeim sækjast á
brattann. (Niðurl. á morgun).
Að geyma mstí i f sskáp
Þær matvörur sem taka
auðveldlegast í sig bragð af
öðrum mat era hafðar næst
frystinum. Það eru t. d. smjör
mjólk og rjómi. Á hilluna fyr-
ir neðan er sett kjöt, álegg,
matarafgangar, kökudeig o. fl.
Neðst í skápinn er sett revkt
kjötmeti, ávextir og grænmeti
ásamt niðursuðuvörum.
Við notkun ísskáps verður
einnig að hafa eftirfarandi
hugfast:
að maturinn á að vera kald-
ur þegar hann er settur
inn í skápinn
að loka á skáphurðinni í hvert
skipti sem eitthvað er
sótt í skápinn.
1 hvert skipti sem hurðin er
opnuð verður beint kuldatap og
straumnotkun eykst.
að maturinn helzt ferskur í
skápnum — en verður
ekki ferskur af því að
standa 1 honum
að lyktarsterka matvöru má
ekki geyma í honum.
.|yy Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) —
PIOWlfliJIViN Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson,
Magnus Torfi ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðir
-% 19.—- Sírni: 7500 <3 linur). — Áskrxftarverð kr. 20 á mán. í Rvík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluvarð kr. 1, — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.