Þjóðviljinn - 20.07.1955, Blaðsíða 4
T'
0:’)T.a
8) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. júlí 1955
lllÓÐVIUINN
Ctgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu -
Sósíalistaflokkurinn
Álögurnar
Þegar verkamenn bjuggust til
þess í vetur að rétta nokkuð
hlut sinn, vinna aftur nokkuð
aí því sem tekizt hafði að ræna-
þá undanfarandi ár, hótuðu for-
ystumenn íhaldsflokksins og
Framsóknar því, að hver eyrir
skyldi aftur tekinn af verka-
monnum ef þeir reyndu að knýja
fram kauphækkun. Foringjar
þessara flokka vissu, að með því
að misbeita pólitísku meirihluta-
vsidi sinu á Alþingi og meiri-
hlutavaldi Sjálfstæðisflokksins í
bEjarstjórn Reykjavíkur, yrði
hægt að komast alllangt á þeirri
braut. Það vantaði ekki, að við
lausn verkfallsins væru ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokksins sendir af
Stað með þær hræsnisyfirlýsing-
ar að ríkisstjórnin ætlaði að vinna
gegn verðhækkunum. Öll þjóðin
veít, að það eru hótanir Ólafs
Thórs, Bjarna Ben. og' Eysteins
sem framkvæmdar hafa verið en
ekki loforðin um að vinna gegn
Verðhækkunum.
Svo fer meirihluti Sjálfstæðis-
flckksins í bæjarstjórn Reykja-
víkur af stað. Nú er komið að
hcuum að framkvæma sinn hluta
aí kótunum ólafs Thórs. Nú sam-
þykkja hinar 8 sauðþægu íhalds
hræður á einni dagstund að
leggja á tíunda milljón króna
aukaútsvar á Reykvíkinga. Af-
sc.cunin er sú, að kostnaður
Rcykjavikurbæjar hafi hækkað
se: u þessu nemur vegna verk-
faiisúrslitanna.
Það er eins og Reykvíkinga
írk.ni að íhaldið í bæjarstjórn
Rcykjavikur hafi þurft að leggja
á aukaútsvar án þess að þeirri
©fiökun væri til að dreifa! Það
þsrf mikla peninga í það gegnd-
arZausa spillingarkerfi sem ihald-
ið lætur Reykjavíkurbæ halda
■uppí. Það eru ekki smáupphæðir
ge.-i bæjarbúar greiða í rekstrar-
kcstnað óþarfrar Ráðningarskrif-
Btofu í áratugi, óþarfrar öllum
nema íhaldinu. Og það er aðeins
eifí lítið dæmi um bruðlið og
BÓunina á fjármunum bæjarbúa,
en Reykvíkingar vita um ótal
fleiri. Bn það má ekki spara.
Á bæjarstjórnarfundinum
Bý:idi Guðm. Vigfúss. og fulltrú
ar Alþýðuflokksins og Fram-
íóknar fram á að s.l. þrjú ár
haia tekjur bæjarsjóðs farið nær
2S milljónir króna fram úr á
seilun, og á s.l. ári 7.7. milljónir
feróna. Sést af því hve fráleit af-
sc.-:un afturhaldsins fyrir auka-
.Útsvöruimm er, þvi ekki mim
rtctar áætlað nú.
>að kemur enn í ljós að Reyk-
víkingar hafa ekki efni á því að
hafa við völd minnihlutaflokk,
sem telur það hlutverk sitt að
ístanda í striði við vinnandi fólk
í bænum og framkvæma hótanir
2if t.urhaldsins
Því oki geta Reykvíkingar lyft
®f sér, og er þessi síðasta árás
G. nnars Thóroddsen & Co enn
e ;i áminning um að vinna það
JpÁfaverk.
eru
óhraustari en evrópsk
Helmingur bandarískra unglinga féllu á
líkamsprófi sem nær allir evrópsku
unglingarnir stóðusi
Líkamshreysti bandarískra bama er mun síðri en ev-
rópskra. Bandarískum bömum er hætt við hjartasjúk-
dómum og geðveiklun og þetta er að nokkru leyti skýr-
ing á glæpafaraldrinum meðal unglinga í Bandaríkjun-
um.
Þetta eru niðurstöður skýrslu,
sem nýlega var lögð fyrir Eis-
enhower Bandaríkjaforseta á
fundi, sem hann átti með 32
íþróttamönnum og frömuðum.
Eisenhower hafði kallað saman
fundinn til að ræða um hinn
mikla glæpafaraldur meðal
bandarískra unglinga sem hann
vill reyna að vinna á móti með
því að auka íþróttaáhuga
þeirra.
Slcýrslan er byggð á rann-
sókn, sem gerð var á 40.000
unglingum í Bandaríkjunum og
Evrópu. 56% af bandarísku
unglingunum gátu ekki gert
allar þær líkamsæfingar, sem
rannsóknin var byggð á, en að-
eins 7% af evrópsku ungling-
unum urðu að gefast upp \’ið
þær.
Leiðir af sér sjúkdóma.
Eisenhower sagði að þessar
tölur kæmu sér mjög á óvart
þegar hann hafði hlýtt á dr.
Hans Kraus frá háskólanum í
New York, sem staðið hafði
Vaxandí fram-
leiðsluaukníng
f skýrslu sem efnahags-
og félagsmálaráð SÞ hefur
samið um efnahagslíf og
milliríkjaviðskipti í heimin-
um á s.l. ári, segir m.a. að í
öllum alþýðuríkjum hafi iðn-
aðarframleiðslan aukizt
mjög á árinu. Aukning iðn-
aðarframleiðslunnar í Sovét-
ríkjunum var 13% miðað \ið
árið áður, en það er meiri
lilutfallsaukning en bæði ár-
ið 1953 og 1952.
i
!
fyrir rannsókninni. „Ástandið
er mjög alvarlegt", bætti hann
við.
Dr. Kraus sagði, að þessi ó-
hreysti gæti leitt af sér sjúk-
dóma, m.a. hjartsjúkdóma og
geðbilanir og gæti þvi átt þátt
í afbrotum unglinga.
Öldungadeildarmaðurinn Jam-
es Duff sagði á fundinum, að
Bandaríkjamenn væru að verða
„áhorfendur fremur en iðkend-
ur“ og hann lagði til, að meiri
áherzla yrði lögð á líkamsrækt
í skólunum.
Meðal íþróttamannanna,' sem
mættir voru á fundinum, var
tennismeistarinn Tony Trabert,
nýkominn heim frá sigri sínum
í Wimbledon. Hann sagði að
nauðsyn bæri til að ríkið stuðl-
aði að almennri iðkun íþrótta
með fjárframlögum.
Grænlenzker hundraðkal!
Það er verð-
bólga á Grært-
landi sem víðar og pví hafa Grœnlendingar nú fengið
hundraðkrónuseðla — áður höfðu peir ekki stærri seðla en
fimmtíukrónu. Þjóðbanki Dana gefur út pessa seðla, en
peir eru a&eins gildir á Grœnlandi. Á seðlinum er mynd
af Knúti Rasmussen.
Hætta Færeyingar síldveið-
um af markaðsleysi?
Færeyskt blað kreíst að teknir verði upp
beinir samningar við Sovétríkin
Horfur eru á því, að Færeyingar veröi aö draga mjög úr
síldveiöum síntun sökum þess að þeii* hafa ekki nægileg-
an markaö fyrir síld sína.
Færeyingar hafa undafarin' enga samninga um síldarsölu
ár selt mikinn hluta síldarafla
síns til Sovétríkjanna, en hafa
Undirbúin smiði fluavéla
Þrýstiloftsflugvélar bráðlega á öllum
innanlandsieiðum í Sovétríkjunum
Þess verður ekki langt aö bíða, aö einvöröungn veröi
notaöar þiýstiloftsflugvélar á öllum innanlandsleiöum í
Sovétríkjunum.
Frá þessu var skýrt nýlega' síðar var sagt í Moskvaútvarp-
í Moskvaútvarpinu. Ein þeirra
flugvéla sem vöktu hvað mesta
athygli á hinni miklu flugsýn-
ingu yfir Tusjinoflugvelli við
Moskva á „degi flugsins" fyrr
í mánuðinum var stór þrýsti-
loftsflugvél til farþegaflugs.
Blöð skýrðu frá því, að slík vél
myndi innan skamms látin ann-
ast farþegaflutninga á flugleið-
inni milli Moskva og Peking og
Nehru og Nasser
sammála Russell
Urðu fyrstir stjómarleiðtoga til að lýsa
_____yfir fylgi við vísindamannaávarpið
Nehru, forsætisráöherra Indlands, og Nasser, forsætis-
ráöherra Egyptalands, uröu fyrstir stjórnarleiötoga til að
lýsa yfir stuöningi sínum við friöarávarp vísindamann-
anna 9.
Nehru kom til Kaíró í Egypta
landi helgina eftir að Bertrand
Russel birti ávarpið og ræddi
þar við Nasser í tvo daga. Eft-
ir fundi þeirra var gefin út til-
kynning, þar sem þeir segjast
fagna ávarpinu, sem þeir segja
að sé til þess failið að minna
mannkynið á þær hættur sem
yfir því vofi, ef til styrjaldar
með nútímavopnum komi.
Þeir sögðu ennfremur, að við-
ræður þeirra nú í Kaíró og áð-
ur í Nýju Delhi og Bandung
hefðu leitt í ljós, að þeir væru
að mestu leyti sammála uxn öll
alþjóðamál og þeir lögðu á-
herzlu á, að þeir væru sann-
færðir um að aðild að hernað-
arbandalögum eða stórvelda-
blökkum væri ekki í þágu frið-
arins, nema síður væri.
inu að vélar af þessari gerð
yrðu notaðar á öllum innan-
landsleiðum. Þær hafa þegar
verið teknar í notkun, m.a. á
leiðinni Moskva — Novosib-
irsk.
Meðal annarra véla sem at-
hygli vöktu var geysistór
tveggja hreyfla kopti og tvær
nýjar gerðir af orustuflugvél-
um, en önnur þeirra er talin
geta sprengt hljóðmúrinn í lá-
réttu flugi. Sviffluga með
hreyfanlegum vængjum vakti
einnig eftirtekt áhorfenda. Eft-
ir að henni hefur verið sleppt
uppi í loftinu heldur hún áfram
fluginu með því að hreyfa
vængina eins og fugl.
3000 km á klukkustund
Moskvaútvarpið hefur einn-
ig skýrt frá því, að þrýstilofts-
flugvélar geti vel komizt upp í
2000—3000 km hraða á klukku-
stund.
Blaðið Vorwarts í Austur-
Berlín segir, að sovézkir flug-
vélasmiðir hafi þegar gert
teikningar af slíkum flugvélum.
Helztu vandkvæðin við smíði
þeirra stafa af því, að þær
málmblöndur sem nú eru notað-
ar bráðna við hina miklu loft-
mótstöðu, þegar flugvélin hefur
náð 2500 km hraða á klukku-
stund. Sovézkir vísindamenn
vinna nú að því að finna nýjar
málmblöndur, sem þoli núning-
inn betur.
þangað á þessu ári. Danir gera
verzlunarsamninga fyrir hönd
Færeyinga, en samningar Dan-
merkur og Sovétríkjanna hafa
farið út um þúfur vegna þess
að danska stjðrnin hefur að
undirlagi Bandaríkjanna neitað
að selja Sovétríkjunum olíu-
flutningaskip. Það er því ekki
útlit fyrir að Færeyingar geti
haldið áfram hinni miklu síldar-
sölu sinni til Sovétríkjanna.
Aðrir markaðir lítils virði.
Málgagn Þjóðveldisflokksins
í Færeyjum 14. september hef-
ur rætt þetta mál undanfarið
og segir m.a. nýlega í ritstjórn-
argrein:
„Eitt er víst: Verði engin
síld seld til Sovétríkjanna, þá
mun aðeins lítill hluti þeiira
skipa okkar, sem voru á síld-
veiðum í fyrra, geta farið til
síldveiða í ár. Síldarútflutning-
urinn til Svíþjóðar, Danmerk-
ur, Tékkóslóvakíu og á aðra
markaði er aðeins lítill hluti
þess afla, sem allur síldarfloti
okkar, um 140 skip, getur reikn
að með að fá með meðalgóðri
veiði. Verði engin síldarsala í
ár til Sovétríkjanna, þá neyðist
mestur hluti fiskiflota okkar til
að fara á þorskveiðar frá því í
júlílok þangað til í haust —
eða að liggja í höfn“.
„Pólitísldr erfiðleikar“.
14. september segir ennfrem-
ur:
„Eftir því sem við vitum
bezt, eiga önnur lönd, þ.á.m.
Island, ekki í vandkvæðum með
að selja síld til Sovétríkjanna.
Islendingar hafa nú vöruskipta-
samning við Sovétríkin og fá
fyrir síld sína olíur, sement,
járn, timbur og aðrar nauð-
synjavörur. íslendingar álíta
þennan samning bezta við-
skiptasamning, sem þeir hafa
nokkru sinni haft. Við fáum
ekki sovézkar vörur fyrir okk-
ar síld, en Danmörk hefur sem
þriðja land fengið vörur frá
Sovétríkjunum fyrir síld okk-
ar.“ ’
Framhald á 2. siðu.