Þjóðviljinn - 07.08.1955, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 07.08.1955, Qupperneq 2
£) _ ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 7. ágúst 1955 ÚTSALAN heldur áfram Á MÁNUDAC pn ) Hkureyri v rá-fffts Islenzk tónlist erlendis Hinn 28. apríl voru á hljóm- leikum í Stokkhólmi flutt tón- verk eftir Hallgrím Helgason. Söngkona við konungslegu sænsku óperuna Anna-Greta Söderholm söng fjögur lög hans með undirleik Gerhards Opp- erts, sem einn lék rímnadans fyrir píanó og sónötu nr. 2. Blandaði borgarkórinn í Montevideo í Uruguay í Suður- Ameríku söng í þessum mán- iuði mótettur Hallgríms undir stjórn próf. dr. Kurt Pahlen. — . Hinn 31. júlí talaði Hallgrimur í útvarpið „Siidwestfunk“ í Freiburg um þjóðlega tónlist íslands. Þessi þáttur í samtals- formi stóð i 2. dagskrá stöðv- . arinnar UKW (ultra-stutt- , bylgjia) og var sendur kj. 12.05 miðevróputími. Undanfarið hefur Hallgrím- ur verið á langri fyrirlestrar- ferð um Þýzkaland. Viðtökur hafa alls staðar verið hinar á- gætustu, og er auðsætt að á- hugi á íslenzkum efnum og löngun til aukinnar þekkingar á högum iands og þjóðar er vel v.akandi. — 18. maí bauð háskólinn í Leipzig Hallgrími að flytja er- indí við tónvísindadeild stofn- unarinnar um „Stöðu íslenzka tvísöngsins í tónlistarsögu Ev- rópu.“ Próf. Walter Serauky skrifaði um erindið m. a.: „Ræðumaðurinn reyndist vera gjörhugull kunnáttumaður á sviði íslenzkrar þjóðsöngs- menntar. Einnig kom hið bezta í ljós framúrskarandi þekking dr. H. Helgasonar á sviði tón- listarsögu, stílfræði og kerfis- fræði.“ 8. júní talaði Hallgrímur í boði tónháskólans í Stuttgart og forstjóra hans, próf. dr. Hermann Erpf um : „Þjóðlag fslands í þúsund ár.“ Stuttgart- er Zeitung“ bendir á sérstöðu . íslands, þar sem forn' arfleifð sé enn í hávegum höfð, og tví- söngur og rímur varpi ein- f kennilegri birtu á lítt þekkt frumskeið norðurgermanskrar söngvenju. Rróf. dr. Walter Gerstenberg fól Hallgrími að flytja fyrir- lestur við tónvísindastofnun háskólans í Túbingen um „Forna dansa og rímur á ís- landi“ 10. júní. Meðal áheyr- enda var hinn alkunni ís- lenzkufræðingur próf. Felix Genzmer, sem gert hefur fjöl- margar snilldarlegar þýðingar á íslenzkum bókmenntum, m. a. snúið á þýzku Eddukvæð- um, skáldakvæðum og þjóð- vísum. Mun hann einna fremst- ur í hópi erlendra vísinda- manna, er útbreitt hafa þekk- ingu á íslandi og arfi þess. 15. júní bauð forstöðumaður tónháskólans í Freiburg, dr. próf. Gustav Scheck, Hall- grími að flytja erindi við stofn- unina um „Skáldlist og söng- iðkun á íslandi á miðöldum“. Sama fyririestur flutti hann samkvæmt boði próf. dr. Hein- richs Husmarms við tónvísinda- stofnun háskólans í Hamborg 20. júní, en sama dag talaði Hallgrímur um foman söng fs- lendinga í útvarpið „Súdwest- funk“ í Freiburg hjá Intendant Brugger. 23. júní talaði Hallgrímur samkvæmt boði forstöðumanns- ins Friedrich Hoffmann við lýðháskólann í Coburg um „Stöðu rímnalaganna í íslenzk- um alþýðusöng“, en mál sitt hóf hann með stuttu yfirliti yfir sögu lands og þjóðar. Um þetta íslandskvöld skrifar „Co- burger Tageblatt“ m. a. „Vopn andans eru íslands einustu vopn, þess vegna leggur ís- lerizka lýðveldið mikla áherzlu á að iðka og efla listir og menningu. Ræðumaður skýrði frá heimssköpunargoðsögn Eddu, minnti á Kormák Ög- mundsson og Egil Skallagríms- son sem sigilda fulltrúa forn- skáldanna og sagði loks ýtar- lega frá hetjuljóðum rímna- listarinnar, sem fyrst kemur fram hundrað árum eftir dauða Snorra Sturlusonar, en eftir bragarháttum þeirra yrkja landsmenn enn í dag. Jafnvel í margmenni borgarinnar koma konur og karlar saman til að kveða þessi fornu ljóð. Hljómplötudæmi skýrðu frek- ar frásögnina. Meðal þeirra voru þjóðlög kappakvæðanna sungin í „organal“-stíl, nefni- lega í samfelldri keðju sam- stígra fimmunda, sem er hin allra elzta margröddun Ev- rópu. í þessum söngvum virð- ast nærri því framandi hljóm- ar fomaldar berast nútíman- um. Fyrst eftir að þríhljómur- inn hefur rutt sér til rúms, verða lögin aðgengilegri fyrir okkar eyru.“ „Neue Presse“ í Coburg seg- ir m. a.: „Mikill fjöldi áheyr- enda, einkum æskulýður, var saman kominn til að hlýða á fyrirlestur dr. Hallgríms Helga- sonar frá höfuðborg íslands, Reykjavík. — Ræðumaður hreif tilheyrendur með furðu- legri gnótt upplýsinga um land og þjóð, um sögu hennar og þróun þjóðmennta. ísland, þessi fjarlæga ey úthafsins, með sterkum andstæðum í landslagi og náttúru, varðveitir æsku sína og sköpunarmátt þar sem það kappkostar að kynnast því sem nýtt er og framandi og nytja það til gagns handa þjóðinni. En framar öllu standi hún vökul á verði um fengið frelsi, sem hún loks heimti eft- ir aldalanga baráttu. Þessi frelsisþrá er þá einnig undir- tónn flestra íslenzkra þjóðlaga. Landið- er þrisvar sinnum stærra en Holland. Þar búa 160 þúsundir manna, rúmur þriðj- ungur í höfuðborginni. íslend- ingar forðast óbreytt tökuorð. Gjania taka þeir fom orð og gefa þeim nýja nútímamerk- ingu. Þannig buðU hinii- fornu örlagaþræðir símavirinn vel- kominn. Sérstaklega áhrifamikil var tónlistin, sem ósjálfrátt laðár hlustandann til að syngja með í huganum. Mikil gnægð laga lifir enn á vörum þjóðarinnar. Hvort sem við heyrum sjötugan bónda eða fiskimannskonu kyrja við raust tökum við einkum eftir stórbrotnum fimmtarhljómum, óreglulegum takti og fátóna laglínu, sem ekki sniðgengur þráláta endur- tekningu. Við finnum hér hjartaslög þjóðar, sem gædd er hörku og krafti, — sem ann hreinum, sterkum litum eins og þeir birtast í mestri fyllingu á skömmum sólartíma hins nor- ræna sumars.“ sóltjöld Ljósavéiar 5—1200 KW. Hagstœtt verð = HÉÐ1NN = Gluggai h.f. Skipholti 5. Símí 82287 Karlmanna- vinnuskórnir marg-eftirspurðu komnir aftur. Verð kr. 92.89. Spífalaslíg 19 GerðiiL sera dllir hdla beðið eftir. Hinir vdndlátu veljd skrdutgirðingdr og dltdns- hdndrjð irá undirrituðuin Margar gerðir. Verðið hvergi laegra Simar: 7734.5029 FIokkiiFÍitit Þriðji ársfjórðungur flokks- gjaldanna 1955 féll í gjalddaga 1. júlí s.l. Greiðið flokksgjöld- in skilvíslega. Skrifstofa Sósíal- istafélags Reykjavíkur er í Tjarnargötu 20, sími 7511. Op- ið frá kl. 10—12 f. h. og 1—7 e. h. alla virka daga nema laug- ardaga frá kl. 10—12 f. h. * * * KHfiKI ■ «■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■•■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• !■■■■■■■■■■■■■■.«■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■•■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■,■■■■■■■■■■«■■•■■■■■■■■■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.