Þjóðviljinn - 09.08.1955, Qupperneq 5
Þriðjudagur 9. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5
{\##«##«#<#^#v#\#<#'#^<#^n##n#v##s##s##s#^##
Þetta er frásögn höllénzks
stríðsfanga, sem var í Naga-
saki til stríðsloka og lifði af
fcjaiiiorkuárásina sem gerð
var á borgina 9. ágúst 1945,
fyrir réttum 10 árum, og
varð sjónarvottur að afleið-
ingum af þeirri árás. Hann
hefur einnig teiknað mynd-
irnar sem hér eru birtar.
Kveldið 24, júní 1944 varð
herfluiningaskip okkar fyrir
tundurskeyti við Japansstrend-
ur. Við urðum að velkjast 10
klst. í sjónum, en var loks
bjargað af hvalveiðimönnum,
sem fluttu okkur á skipi sínu
til Nagasaki.
Af 800 manns, sem á skipinu
vorUj björguðust aðeins 211. En
mestur hluti þeirra var hol-
ienzkir stríðsfangar frá Indó-
nesíu.
Við vorum fluttir þar í her-
fanga-tjaldbúðir, svo aumiega
útlítandi og dimmar, og við
höfðuni aldrei séð annað eins.
Þessar tjaldbúðir virtust vera
yfirgefnar, en þegar kvelda tók
sáum við íb.úana korpa frá
• verksmiðjum og skipasmíða-
stöðvum, sem voru í 4—5 km.
fjarlægð frá þeim.
Ekki gat okkur órað fyrir
þeim margvíslegu ógnum er við
áttum eftir að upplifa þarna,
þar á meðal atómsprengjuna,
sem var hin ægilegasta og fyrir
marga okkar hin síðasta.
Um Nagasaki tjaldbúðirnar
verður ekki annað sagt en að
meðferð öll og næring miðaði
að því að kvelja úr okkur lífið.
Miklar barsmíðar, erfið vinna,
lítill matur og engin lækninga-
tæki. Fatnaðurinn var svo lé-
legur að við veiktumst fljótt
,1 í' > ■■
og oftast nær af lungnabólgu.
Ef sjúklingurinn hafði ekki
meira en 39 stiga hita, varð
hann undantekningarlaust að
vinna, hvemig sem viðraði.
Oftast nær féll hinn sjúki í
yfirlið strax að morgni og var
hann þá borinn heim af nokkr-
nm sterkum hjúkrunarmönnum
á bráðabirgðabörum. Venju-
lega hækkaði hiti sjúklingsins
þá upp í 41 stig og oftast nær
var hann liðið lík áður en heim
var komið. Á þennan hátt
var tala dauðra komin upp i
125 af 500 þegar flokknum var
skipt í þrennt í júlí 1945.
Síðasti flokkurinn, 200
manns, varð eftir í Nagasaki
við vinnu í stálverksmiðju.
Næstum daglega sveimuðu yfir
okkur allar tegundir flugvéla.
Það leyndi sér ekki, að ame-
ríski flotinn var nú kominn
mjög nærri Japan. Japanir
voru hættir að senda flugvélar
npp sjálfum sér til varnar,
vegna benzínskorts og loft-
varnabyssurnar voru þagnað-
ar fyrir vöntun á skýlum fyrir
þær. 1. ágúst var hundruðum
sprengna varpað yfir Nagasaki
í þremur lotum og fóru tjald-
búðir okkar ekki varhluta af
þeim, því einn var drepinn og
nokkrir særðust alvarlega.
Þetta sífellda sprengjuregn
reyndi mikið á taugar okkar, og
við vissum að þetta mundi ekki
vera síðasta hryðjan. Guði sé
lof, að illviðri var næsta dag,
og næstu fjóra daga var einn-
ig þokuloft, svo að við gátum
aftur dregið andann áhyggju-
lítið. Stórrigningum var alltaf
fagnað þvi þá stundina var
«kki árásarhætta.
Loksins kom orlagadagurinn
9. ágúst 1945. Ljómandi sumar-
dagur. Allir voru í góðu skaþi.
stríðið gekk vel, Japanir stóðu
höllum fæti.
Við sögðum hver öðrum sið-
ustu stríðsfréttir, já við kunn-
um þær. Nokkrir gátu lesið
eitthvað í japönsku og talað
haná svo mikið, að við gátum
við vinnuna frétt nokkuð um
gang stríðsins.
Stríðinu hlaut að ijúka bráð-
lega.
Við vorum strax farnir að
gera áætlanir um hvað gera
skyldi eftir stríðið.
Við unnum 10 saman úti og
vorum látnir byggja hrísgrjóna-
hlöðu undir stjórn japansks
trésmiðs.
Var það. sæmilegur maður,
sem í mörg ár hafði unnið í
Charfes Burki:
Alltaf sama sólskinið og skarp-
ir skuggar. . Nú væri gott að
hafa sólgleraugu.
Snögglega fellur yfir okkur
eldur, eins og vítisbál!!!
Eldur! Ofsabál!!! En sú birtall -
Ólýsanleg birta allsstaðar! Gul
birta svo mikil að skuggar sól-
arljóssins hurfu með öllu.
Við vorum staddir í skugga-
lausum heimi. því allsstaðar
var sama birtan. Allir hlutir
virtust svo óraunhæfir vegna
hinnar ægilegu birtu og
skuggaleysi er hún olli.
Hinn ægilegi hiti olli miklum
loftþrýstingi.
Eg fékk áhrif af svamp-
kenndum funa er fór með eld-
ingarhraða og geisáði alls-
staðar.
Eldurinn og birtan olli ýlfr-
andi eldhafi.
VITIÐ
NAGASAKI
Singapore og talaði því vel
malajamál.
Oft mátti sjá að. stríðsrekst-
urinn lét hann sig litlu skipta
og lét það álit sitt oft í ljós,
án þess að Japani grunaði það
nokkuð, því þeir skildu ekkert
í malajamálum.
Nú var hiaðan að verða
fullgerð og bar öruggan vott
um styrkleik, enda átti hún að
geyma hrísgrjónaforða okkar
gegn eldhættu.
Hún var byggð í grískum
musterisstíl með tvöföldum
veggjum og leirtróði milli
þeirra. Þakið var einnig tvö-
falt og byggt eins og sterkustu
neðanjarðarbyrgi.
Við vorum að Ijúka verkinu
með því að flytja jarðveg í
körfum til þess að hylja þakið
með honum.
Flestir okkar voru aðeins
klæddir í stuttbuxur, berhöfð-
aðir. Alveg af tilviljun var ég
alklæddur og hafði meira að
segja þykka vetrarhúfu á höfði,
er mér áskotnaðist i amerískri
sendingu veturinn áður.
Nú vantaði klukkuna nokkr-
ar mínútur i ellefu.......
Við litum hver á annan.
Hvaða hljóð var þetta? Flug-
vélar? Við hlustuðum í ofvæni,
því Japanir gáfu sjaldnast loft-
varnamerki
Nei það var víst ekkert að
óttast. Hún var víst frá verk-
smiðjunum, þessi suða, og ekki
tekur að vera órólegur út af
einni flugvél.
Það var víst. Við héldum því
áfram verki okkar áhyggju-
lausir.-
Klukkan ellefu , . , ,
Eg var á leiðinni með tóma
körfu til þess að sækja leir.
Eg skjögraði vegna hins djöf-
ullega hita og bograði til þess
að leita skjóls fyrir þessari
bölvuðu eldsprengju, sem nú
hafði verið kastað á okkur, því
fyrsta hugsun mín var: eld-
sprengja!!! Djöfull, er þessi
svona ofsalega heit?
Guði sé lof, að ég get þó
enn andað. Eg hafði þó einu
sinni áður bjargazt á leiðinni
til Japan.
Burt! Burt! Það var mín
fyrsta hugsun. Burt frá þessum
funa. Annars stikna ég.
Fljótt, annars verður það of
seint.
Á sama augnabliki sá ég
Einkennilegt, hvað maður
getur varðveitt vakandi hugs-
un fram á síðustu stund! Enn-
þá hugsaði ég: „Jæja, áttu að
deyja þannig? En það koma
engar kvalir." Svo vissi ég ekk-
ert lengur, ég var víst áreið-
anlega dauður.
En eftir óákveðinn tíma, —
■það gat hafa verið mínúta eða
heil öld —- gat ég' hreyft
fingurna og þreifað á steinum.
Nokkru seinna gat ég meira að
segja hreyft hendurnar. Eg er
þá ekki dauður. Eg lifi!!!
En myrkrið ríkti umhverfis
mig og bráðlega uppgötvaði
ég að ég var blindur, alveg
blindur! Eg gat ekkert séð leng-
ur, guð minn góður, ég hef
misst sjónina!
Nú mundi ég aldrei framar
geta séð konuna mina. Nú
mundi ég aldrei framar geta
teiknað. Blindur! Lífið verður
mér einskis virði.
Ef annars nokkur veruleiki
er til og ef ég kemst úr þessu
helvíti. Eg var lamaður af
skelfingu. En hvað var þetta?
Eg greindi fölan bjarma. Það
var ljós, já sannarlega ljós.
Djúp þakklætistilfinning bærð-
ist i brjósti mér og gaf mér
kraft til að reyna að standa
upp og undirbúa mig til nýs
lifs. Það birti alltaf og ég sá
aftur opna hurðina á hlöð-
unni.
Eg reyndi að standa upp, en
æ, það gekk ekki svo auðveld-
lega, vinstri handleggurinn
neitaði að hlýða og ég varð
þess var, að það voru liða-
mótin, sem voru í óiagi og or-
sökuðu miklar kvalir. Eg var
altekinn af bólguhellu og húð-
flögnun.
Eg týndi gleraugunum mín-
um. Nokkru síðar fann ég þau
opnar dyrnar á gríska must-
erinu okkar. í fimm skrefum
náði ég til dyranna og komst
skjögrandi inn í hlöðuna.
Á þessu augnabliki náði loft-
þrýstingurinn okkur. Sprengju-
eldurinn varaði nál. 2 mín.
Ægilegur sprengjuhávaði var
það eina sem ég mundi ennþá,
meiri hávaði en nokkurt mann-
legt eyra hafði áður heyrt.
Ennþá hafði ég óljósa hugmynd
um, að ég væri að fljóta burt á
vaggandi bárum, meðan smám
saman dimmdi allt í kringum
•mig.
alveg sundurtætt. Húfan mín
var horfin. Eg var mjög kval-
inn í bakinu og síðar upplýst-
ist að bakið á jakkanum mín-
um var með nokkrum bruna-
götum á stærð við mannshnefa.
Hrísgrjónahlaðan stóð ennþá.
Hefði hún eyðilagzt mundi ég
liggja sundurkraminn undir
þúsundum kílógramma af
grjóti og leir.
Það smábirti. Eg varð þess
var, að birta komst einnig
bak við mig og að bakveggur
„virkis“ okkar, sem hlaðinn
var upp úr múrsteinum, hafði
m
m
gersamlega hrunið vegna loft-
þrýstingsins.
Hvað olli þessum ósköpum?
Var hér um að ræða hinar
þyngstu fallbyssusprengjur, eða
voru það hinar frægu „Block-
lifters"?
Eg hafði lítinn tíma til að
hugsa.
Eg sá nokkra af félögum
mínum skríða stynjandi hjá
mér. Til allrar hamingju höfðui
þeir komizt hjá alvarlegum
sárum.
Hvað hafði í raun og veru
gerzt? Allir voru með ágizkan-
ir, en enginn vissi neitt með
fullri vissu.
Við skriðum út að dyrunum
til þess að sjá hvernig öðrum
hefði reitt af. Úti heyrðum við
æstar raddir.
Við litum í kringum okkur,
en æ, hvílík sjón.
Borgin var ekki lengur tii.
Þar sem tjaldborgin okkar og
hinar miklu verksmiðjur stóðu,
var aðeins rúst við rúst. Úti í
hinni gulgrænu birtu urðúm
við þess áskynja, að við vorum
allir meira eða minna brennd-
ir. Allir vorum við kolsvartir
og húðin hékk víða í strimlum.
Nokkrir höfðu djúp brunasár,
sem ekki blæddi þó úr, og öll
föt voru með brunagötum.
Japanirnir misstu alveg
stjórn á sjálfum sér, þeir hlupit
eins og æðisgengnir vitfirring-
ar.
Nokkrir okkar báru hina'
særðu út úr rústunum, sumií
þeirra voru helsærðir.
Við mynduðum svo flokk,
sem sameiginlega leitaði hælis
við fyrsta tækifæri, áður en
næsta hryðja dyndi yfir. Jap-
anirnir ejtu okkur eins og
hvolpar.
Raunverulega vorum við
frjálsir að fara hvert sem okk-
ur sýndist, en enginn hugsaði
um flótta. Við völdum
skemmstu leið gegnum rúst-
irnar til útjaðars borgarinnar,
upp í hlíðar Nagasaki-dalsins.
Þarna gróf fyrsti vinnuflokkur
okkar 12 metra djúpan helli.
Þangað bárum við hina
særðu á börum eða baki og
veittum þeim hina fyrstu að-
hlynningu, sem unnt var að
veita.
Ekki gátum við haldizt þarna
við nema litla stund, því að
eftir sprenginguna gusu upp
eldar víðsvegar um borgina,
sem mögnuðust ægilega, því
mikið er um timburbyggingar í
Japan. Útgeislun frá eldum
þessum varð brátt óþolandi.
Við söfnuðum því saman öllu
er við máttum sízt án vera og
leituðum að nýju fylgsni hærra
uppi í nágrenni borgarinnarý
Hægt Og hægt tókst okkur að
komast upp eftir höggnuna
gangstíg, en ferðin spttist seint
Framhald á 7. síðu.