Þjóðviljinn - 14.08.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.08.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Síðasta friðarping var 'haldið í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en par i landi nýtur friðarhreyfingin almenns fylgis, enda pekkja Finnar af eigin raun stríðshörmungar. 1 Skúli Þórðarsoit, sagniræðingnr: Friðorþingið í Helsinki Fyrir 7 árum hófust friðar- samtök þau, er stóðu að frið- arþinginu í Helsinki. Þá var kalda stnðið í algleymingi, og fjöldi hinna vitrustu og menntuðustu manna taldi, að þriðja heimsstyrjöldin stæði fyrir dyrum. Á byrjunarstigi hrej’fingar þessarar voru Rússar og bandamenn þeirra aðal-bakhjarlar hennar, og margir einlægir friðarsinn- ar, sem andvígir voru stjóm- málaskoðunum kommúnista, töldu sig ekki geta tekið þátt í henni vegna hinna nánu tengsla hennar við hinn rauða heim. Kóreustríðið jók hætt- una á heimsstyrjöld um allan helming, en jafnframt óx frið- arhreyfingunni fiskur um hrygg svo undnun sætti. Styrjöldin í Kóreu og aðstæð- ur hennar urðu til þess að vekja friðarsinna af dvala. Menn sáu að til þess að vernda friðinn þurfti að láta hendur standa fram úr ermum. Það varð að efla friðarsamtökin svo að þau næðu til allra þjóða heimsins. Menn af öllum stétt- um, þjóðflokkum,trúarbragða- og stjómmálaskoðunum tóku að fylkja sér undir merki friðarins, og hefur hreyfingin þegar, þó ung sé, skapað víðs- vegar um heiminn almennings- álit, sem fordæmir allar styrj- aldir og krefst þess að öll deilumál verði leyst á friðsam- legan hátt. Á þeim stutta tíma, sem heimsfriðarhreyfingin hefur starfað, hefur hún unnið ótrú- lega mikið afrek í þágu heims- friðarins. Hún átti t.d. mikil- vægan þátt í vopnahléinu í Kóreu, friðarsamningnum í Indó-Kína og fundi forystu- manna stórveldanna í Genf. Friðarþingið í Helsinki kom saman hinn 22. júní s.l. og stóð til 29. s.m. Þing þetta; sóttu um 2000 fulltrúar frið-í i arsamtaka viðsvegar um heim.fi Þingíð setti Joliot-Curie, heimsfrægur franskur visinda- maður, sem er forseti friðar- ráðsins í Wien. Þingið var sett í sal einum miklum, er rúmaði allan þingheim og marga aðra er viðstaddir voru, svo sem Heimsfriðarráðið boðaði til pingsins í Helsinki með pessari mynd eftir sviss- neska listamanninn heims- frœga, Hans Erni. fjölda blaðamanna, túlka og gesta. 68 þjóðir áttu þar.full- trúa og þeim var svo skipað í salinn, að fulltrúar hverrar þjóðar höfðu þar sérstök sæti. Fjölmennastir voru Finnar, enda voru hæg heimatökin fyrir þá að sækja þingið, en af aðkomumönnum munu Bret ar, Rússar, Kínverjar, Ind- verjar, Frakkar og Þjóðverjar hafa verið f jölmennastir. Með- al fulltrúanna voru menn af Öllum stéttxun. Ýmsir frægir rithöfundar voru þar. Þar á meðal Sartre og nja Ehren- burg. Af stjórnmálamönnum má nefna enska lögfræðinginn D. N. Pritt. Mikill fjöldi presta sótti þingið, voru marg- ir þeirra klæddir hinum glæsi- legasta skrúða með mítur og bagla. Það munu aðallegá hafa verið kaþólskir klerkar, sem svo veglega voru skrýddir, einkum þó grísk-kaþólskir. Þar gat og að líta marga menn suðræna og austræna svo sem Kínverja, Indverja, Persa, Sýrlendinga, Serki og kol- svarta menn frá Blálandi. Munkur einn var þar frá Cey- lon, er ekki hafði annað klæða en bómullarlak, er hann vafði um sig. Þannig klæddur hafði hann ferðazt alla leið frá Ceylon til Helsinki. Störfum þingsins var þann- ig háttað, að því var skipt í nokkrar nefndir og fjallaði hver þeirra um sérstök mál- efni. I þeim voru haldnir fund- ir fyrir hádegi, en eftir há- degi voru haldnir almennir um ræðufundir í stóra salnum. Voru þeir allir afar fjölsóttir og ríkti furðulega mikill áhugi meðal þingheims almennt. Meðal hinna f jölmörgu ræðu- manna voru margir heims- kunnir stjómmálamenn og rit- höfundar svo sem Kuo Mojo frá Kína, D.N. Pritt frá Eng- landi, Sartre frá Frakklandi og Ehrenburg frá Rússlandi. Um morguninn hinn 24. júní hófust nefndarfundir. Þeir voru flestir haldnir í há- skólanum, og gátu fulltrúarn- ir valið um á hvaða nefnd þeir vildu hlýða. Ein þeirra f jallaði um afvopnun og atómvopn, önnur um hemaðarbandalög og öryggisráðstafanir, hin þriðja um þjóðfrelsi og frið, hinar um fjármál, ýmiskonar menningarmál og samvinnu friðaraflanna í heiminum. 1 nefndinni um þjóðfrelsi og frið var D.N. Pritt einn af helztu leiðtogunum. Voru fundir hennar mjög fjölsóttir. Sóttu þá einkum margir frá nýlenduþjóðunum og þjóðum, sem hemumdar eru eða á ein- hvera hátt undirokaðar af stórveldum. Ræðumenn voru sammála um, að enginn varan- legur friður væri hugsanlegur nema með því móti, að allar nýlendur fengju frelsi, allar herstöðvar stórveldanna utan þeirra eigin landa yrðu lagðar niður og öll viðskipti milli stærri og smærri þjóða færu fram á jafnréttisgrundvelli. Allt misrétti milli kynþátta skyldi afnumið. Öll skipting landa, sem gerð er móti vilja íbúanna, skyldi afnumin. Hætta skyldi öllum hernaðar- aðgerðum gegn þjóðum, sem berjast fyrir frelsi sínu. Nefnd sú, er fjallaði um af- vopnun og kjarnorkumál gerði ályktun um, að hafizt yrði handa um almenna afvopnun og að kjarnorkuvopn yrðu bönnuð og eyðilögð. Margar á- lyktanir voru samþykktar, er of langt yrði upp að telja, en þær miðuðu allar að því, að auka friðsamlegt samstarf og kynni milli þjóða til þess að draga úr misskilningi og tor- tryggni þeirra á meðal. Með ályktunum þessum markaði friðarþingið stefnu hreyfingarinnar á komandi ár- um. Til þess að tryggja friðinn verður að stöðva hervæðingar- kapphlaupið og snúa við blað- inu. Almenningsálitið verður að knýja stórveldin til að taka upp samninga um að eyði- leggja öll kjamorkuvopn og draga úr öílum öðrum herbún- aði smátt og smátt. En þetta er þó engan veginn nóg til þess að tryggja varanlegan frið. Hver einasta smáþjóð, hversu menningarsnauð sem hún kann að vera verður að fá algert fullveldi. Engin stærri þjóð má leyfa sér að blanda sér í innanlandsmál hennar. Ennfremur á hún ein að hafa rétt til að nytja auðæfi lands síns — og af því leiðir auð- vitað að hún hefur rétt til að Bæjarráð samþykkti að verða við þessum tilmælum á fundi sínum í fyrradag. í þessu efni hefur staðið stað- hæfing gegn staðhæfingu. Steypustöðin h.f. hefur haldið því fram að steypan væri full- komlega forsvaranleg þótt hún harðnaði ekki og sé sýnilega óhæf með öllu. Byggingameist- arar sem fyrir þessu hafa orðið Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti í Iíópavogi Kópavogsbúum hefur verið skipaðUr bæjarfógeti, Er það Sigurgeir Jónsson fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu. Sigurjón er 34 ára gamall. Varð stúdent 1939, lögfræðingur 1945 og hefur verið fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu frá því haustið 1945, nema tíma úr ár- inu 1949 er hann kynnti sér lögreglumál hjá lögreglu New York-borgar. jj ákveða landhelgi sína. eins og t stórveldin gera hjá sér —. Á.f j þessu leiðir vitanlega f að öll stórveldi, hvort sem þau eru í austri eða vestri, verða að afnema herstöðvar utan síns eigin lands, gefa upp nýlendur og hverskonar ítök í öðrum löndum. Margir þeir, sem unna friði og frelsi þjóða og einstaklinga munu vafalaust telja, að siík stefna sé óframkvæmanleg, enda liggur í augum uppi,'að hún verður ekki framkvæmd í einu vetfangi. En líti maður á þá staðreynd, að mikill hluti mannkynsins er beint eða ó- beint háður fáeinum stórveld- um og að nærri allar þjóðir heimsins stynja undir óbæri- legum hernaðarútgjöldum, má sannarlega vænta þess, að margar stoðir muni renna undir slíka lireyfingu, ekkí sízt þegar þess er gætt að kjarnorkustyrjöld lilýtur að þýða tortímingu meginhluta mannkynsins. Nú þegar styðja þrjár fjölmennustu þjóðir heimsins þessa hreyfingu af alefli þ.e. Kínverjar, Indverj- ar og Rússar. Ennfremur öli alþýðulýðveldin í Austur- Evrópu. Allar hinar kúguðu nýlenduþjóðir Asiu og Afríku líta. á hana sem hreinan gleði- boðskap og telja hana sinn bezta bandamann í baráttunni fyrir sjálfstæði sínu. Hinar þjökuðu og arðrændu hálfný- lendur í Suður-Ameríku taka henni með miklum fögnuði, Margir hinir mestu andans- menn veraldarinnar telja hana hinn einasta veg til bjargar hrjáðu mannkyni. Fjölmargir klerkar hinna ýmsu kirkju- deilda fagna henni með hrærðu hjarta, enda boðar hún ást í staðinn fyrir hatur, samvinnu í staðinn fyrir sundurþykkju, jöfnuð í stað* inn fyrir ójöfnuð, frið í stað- inn fyrir ófrið, líf í staðina fyrir dauða. svo og byggingarfulltrúi bæjar- ins munu hins vegar á nokkuð öðru máli. Fæst nú væntanlega úr þessu skorið þannig að það verði ekki lengur deiluefni. Kzafa uin flotahöfn? Framhald af 1. síðu. ef ríkisstjórnin hefði hafnað kröfunum um flotastöð. Það hefur einnig jafnan ver- ið þáttur hernámsflokkanna að láta þögnina dylja illvirki sin; þjóðin fékk ekkert að vita um hernámið fyrr en það var dunið yfir og sömu sögu er að segja um framkvæmdir hernámsliðs- ins hér á landi. Enn skal þó gert ráð fyrir því að svör utanríkisráðherrans hafi eitthvað tafizt, og því eru fyrir- spurnirnar endurteknar. Er þess að vænta að ráðherranum endist helgin til að gera sér grein fyr- ir því að hér er ekki um neitt einkamál hans eða ríkisstjórnar- innar að ræða, heldur mikið stórmál, sem varðar þjóðina alla og hún á kröfu á að fá full- nægjandi vitneskju um án tafar, Fagmenn verða kvaddir til að rannsaka steypugalla Fyrir nokkru samþykkti byggingarnefnd Reykjavíkup a'ö fara þess á leit viö bæjarráð aö þaö heimilaöi ráðningu þriggja kunnáttumanna til aö athuga þá steypugalla á húsum sem komið hafa fram aö undanfömu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.