Þjóðviljinn - 18.08.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 18.08.1955, Side 3
- Fítat*JS««&-*ur li! t ið55 ' ÞJÖpVltiJINN ~ (3 Tðfögur kitaveifttBeiiUta RcykjivBmr. Hitaveita verði lögð í Hlxðohverfi og framkvæmdir snemma á næsta ári Þessi aukning hitaveitunnar fari fram með lögn tvöfalds veitu- kerfis — Tekin sé upp aukin aðstoð við veituna með eldsneytis- hitun að vetrarlagi í varastöðinni við Elliðaár Hitaveitunefndin sem bæjarstjórn Reykjavíkur kaus á fundi sínum 19. ágúst-1954, hefur nú skilað fyrstu tillögum sínum um aukningu Hitaveitunnar. Heildaráætlun sú sem nefndinni var falið að gera um ,,fjarliitun“ húsa í bænum er hins vegar ógerð eim og ýmis þau verkefni óunnin sem nefndinni voru fal- in samkvæmt ályktun bæjarsfejómar. Tillögur nefndarinnar em í stuttu máli á þá leið, að hafizt verði handa um lagningu hitaveitu í Hlíðahverfi og verði Hotað tvöfalt leiðslukerfi. Þá leggur nefndin til að aukin verði aðstoð við Hitaveituna að vetrarlagi með eldsneytishitun í vara- stöðinni við Elliðaár. Samkvæmt áætlun nefndarinnar má vinna þetta verk frá marz—nóv. 1956 og er kostneður áætlaður 12—14 millj kr. Eldsneytisspamaður er áætlaður 5.000 lestir af olíu á ári, eða að verðmæti um 4,5 millj. kr. En sé reiknað með aukinni olíu- notkun í varastöð verður eldsneytisspamaðurinn 3,7 millj. kr. á ári eða nær 25% af áætluðum byggingarverði veitunnar. í hitaveitunefndinni eiga sæti, auk rafmagnsstjóra og hitaveitu- stjóra, þessir verkfræðingar: Sigurður Thoroddsen, Ólafur Pálsson, Gunnar Böðvarsson, Ámi Snævarr og Valgeir Björns- son. í>egar nefndin var skipuð og verkefni hennar ákveðið lögðu bæjarfulltrúar Sósíalistaflokksr ins til að strax yrði ákveðið að hefjast handa um lagningy hita- veitunnar í Hlíðahverfi. Sú til- laga var hinsvegar felld þá af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, m. a. Þorbimi Jóhannessyni, formanni Framfarafélags Hlíða- hverfis! Hitaveitunefndin hefur nú komizt að þeirri niðurstöðu að þetta verkefni sé sjálfsagðast og nærtækast til aukningar hita- veitunnar og ber að fagna þeim málalokum, þrátt fyrir óþarfan drátt. Má vænta þess að bæjar- stjóm taki fljótlega afstöðu til tillagna nefndarinnar, jafnvel þegar á bæjarstjómarfundi í dag. Hér fer á eftir bréf hitaveitu- nefndar til borgarstjóra, dags. 15. þ. m. varðandi þetta mál: Bréí hiiaveitunefndar Reykjavík, 15. ágúst 1955. „í samræmi við óskir yðar, herra borgarstjóri, hefur hita- veitunefnd á fundum sínum í vetur rætt ýmsa möguleika til aukningar Hitaveitu Reykjavík- ur og endurbóta á núverandi kerfi, auk þess sem^ jarðhita- rannsóknir og skipulögð leit að heitu vatni í bæjarlandinu hefur farið fram á vegum nefndar- innar. Nefndin er sammála um að Fá stuðning til leikvallagerðar Bæjarráð samþykkti í fyrra- dag samkvæmt tillögu leikvalla- nefndar að bærinn styrki Fram- farafélag Seláss- og Árbæjar- bletta til þess að koma upp barnaleikvelli. Mun stuðningur bæjarins fyrst og fremst verða í því fólginn að lána án endur- gjalds þær vinnuvélar sem nota þarf við leikvallargerðina. auka megi Hitaveituna veru- lega og er nú unnið að því að gera heildartillögur um aukn- ingu hennar, bæði með auknu laugarvatnsmagni og að öðmm leiðum. Enda þótt endanlegar heildar- tillÖgur liggi ekki fyrir að sinni, er nefndin þó sammála um það, að eftirfarandi atriði beri að greina frá heildartillögunum, og þykir henni hlýða að skýra yður frá eftirfarandi varðandi fyrstu aukningu Hitaveitunnar. Hitaveita i Hbðahverfi að siirni lieppilegasta leiðin til aukningar. Nefndin hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að beinasta og nær- tækasta leiðin til þessarar aukn- ingar, og einnig til meiri nýt- ingar núverandi laugarvatns- rennslis, sé að taka upp aukna aðstoð við veituna með eldsneyt- ishitun að vetrarlagi í varastöð- inni við Elliðaár og auka á þann hátt ársnotkun vatnsins. Hve langt ber að ganga í þessum efn- um er atriði, sem ákvarða verð- ur út frá fjárhagslegum for- sendum og afli varastöðvarinn- ar. Á síðastliðnum vetri var tekin upp að nýju aðstoðarhitun við hitavéituna og má segja, að hún hafi tekizt vel, þrátt fyrir erfitt veðurfar og hafi gefið haldgóða reynslu í þessum efnum. Þegar litið er á hin ýmsu bæj- arhverfi, utan hitaveitusvæðisins, verður ljóst, að Hlíðahverfið er Iþéttbýlast, hefur þéttustu varma- notkun og hitaveita til þessa hverfis yrði því að sinni heppi- legasta leiðin til aukningar veitunnar. Um takmörk og fyr- irkomulag fyrstu viðbótar, má segja eftirfarandi: Minni varmatöp og stjórn veitunnar öruggari með tvö- földu viðaukakerfi. Hið fyrirhugaða veitukerfi get- ur verið einfalt, eins og núver- andi hitaveitukerfi, eða taka má upp þá nýbreytni að leggja tvö- falt kerfi með hringrás. Með einföldu viðaukakerfi yrði að minnka vatnsskammtinn til núverandi veitusvæðis í hlut- falli við aukninguna, en auka aðrennslisþita vatnsins að sama skapi, þegar þess gerist þörf. Þar sem dreifing laugarvatnsins um núverandi veitukerfi er nokkrum örðugleikum bundin við hámarksálag, er minnkunin varhugaverð, og getur rýrt nýt- ingu vatnsins, og er vart rétt- lætanleg, nema gerðar verði sér- stakar ráðstafanir til þess að jafna dreifinguna. Með tvöföldu viðaukakerfi er vatnsrennsli til núverandi veitu- svæðis hins vegar óbreytt og vannanotkun stjórnað með breytilegum aðrennslishlta. Fyrir neðan grunnálag fengi viðauka- kerfið varma með kæiingu vatns- ins tii núverandi kerfis, en með auknu álagi er snerpt á vatninu og viðaukakerfið fær þá varma frá varastöðinni, allt eftir þörf- um. Með þessu fyrirkomulagi er öll stjórn veitunnar auðveldari og öruggari. Þá má geta þess, að með tvö- földu viðaukakerfi, eru varma- töp frá dreifikerfi og með af- rennslisvatni minni en með ein- földu veitukerfi og er hér um að ræða aliverulegan mun. Hið tvöfalda kerfi hefur einnig betri endingarmöguleika og gildir það að sjálfsögðu einnlg um innan- húskerfin, sem tengd verða ídð kerftð. Hins vegar er byggingarkostn- aður tvöfalds keafis talsvert hærri en einfalds og verður að vega þennan lið á móti kost- unum, og hafa jafnframt í huga heildarmöguleika hitaveitunnar til aukningar laugarvatnsrennsl- isins. Miðað við heildaraðstæður í dag, virðist eðlllegt að gera ráð fyrir því að svo lengi, sem laugarvatnsmagn er óbreytt, fari aukning veitunnar fram með lögn tvöfaldra kerfa um þéttari hverfi bæjarins, fram að þeim mörkum, sem vatnsmagn, þétt- leiki og afl kyndistöðvar leyfa, en einföld viðaukakerfi verði síðan lögð um hin strjálli hverfi, Ný dægurlaga- söngkona Birna Ólafsdóttir er meðal hinna mörgu dægur- lagasöngvara er kynntir verða á hljómleikum í Ausfeurbæjar- bíói annað kvöld. þegar tekizt hefur að auka laug- ■ arvatnsmagnið. Þéttleikamörkin, sem ákvarði notkun einfalds eða tvöfalds kerfis, eru á þessu stigi málsins ekki fyllilega ákvörðuð, og er einmitt mjög heppilegt að geta við séinni áætlanir byggt á reynslu við lögn tvöfalds kerfis um þann hluta bæjarins, sem ó- tvirætt kemur fyrst til greina við lögn slíks kerfis. Nefndin hefur því komizt að þeirri niðurstöðu, að heppiiegast sé að hefja aukninguna með lögn tvöfalds veitukerfis um hluta Hlíðahverfis, sem nánar verður ákveðinn í áætlun um veituna. Kostnaður áætlaður 12 til 14 millj. kr. Gera má ráð fyrir, að kostn- aður við þessar framkvæmdir verði alls um 12—14 milljón kr., ef gert er ráð fyrir, að aðstoðar- hitun fáist fyrst um sinn frá varastöðinni við Elliðaár. Þá skal þess einnig getið, að hámarksálag umræddrar byggð- ar er, samkvæmt spjaldskrá hitaveitunnar, um 16% af há- marksálagi núverandi veitusvæð- is, og má því gera ráð fyrir því, að eldsneytisspamaður í húsum, vegna umræddrar veitu, verði liðlega 5.000 lestir af olíu á ári, en verðmæti þessa magns er um 4,5 millj. kr, Frá þessu ber að draga aukna eldsneytisnotkun í varastöð. Gera verður ráð fyrir, að nú- verandi hitaveita þurfi í meðal- ári aðstoð er svari eldsneytis- notkun í varastöð, um 1200 lest- ir af ketilolíu á ári. Með fram- angreindri viðaukaveitu um Hliðahverfið þarf að hækka grunnhitann um 2° C, og heild- areldsneytisnotkun verður þá um 2.800 lestir af ketilolíu á ári. Aukin notkun vegna viðauka- veitunnar er því um 1.600 lest- ir á ári, en verðmæti þessa magns er um 0,8 milljón kr. og heildareldsneytisspamaður vegna viðaukaveitunnar nemur því um 3,7 milljón kr. á ári, eða nálega 25% af áætluðu bygging- arverði veitunnar. Með þessari hækkun grunnhit- ans aukast möguleikar til nýt- ingar ársrennslis laugarvatnsins í meðalári úr um 61% upp í um 66%. Væntanlega mætti ganga frá áætlunum og efnisútboði vegna viðaukaveitunnar á næstu 3 til 4 mánuðum, og virðist kleift að hefja byggingarframkvæmdir í byrjun næsta árs, væntanlega í marzmánuði, ef veður leyfir. Vinna yrði að því að fullgera veituna á tímabilinu frá marz 1956 til nóvember 1956, en vinna jafnframt að viðaukaáætlunum. Nefndin óskar þess að mega leggja mál þetta fyrir yður, herra borgarstjóri, til þess að bæjaryfirvöldin geti tekið af- stöðu tíl framangreindra til- lagna“. Tilnefning í Sogs- virkjunarstjóm Ríkisstjórnin hefur nýlegs .1« skipað svo fulltrúa af simri hálfu og tvo til vára í stjóra Sogsvirkjunarinnar. Aðalmena eru: Sigtryggur Klemenzsson, skrifstofustjóri og Baldvin Jóns- son, hæstaréttarlögmaður. Vara- 'menn: Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu og Jón Axef Pétursson, framkvæmdastjóri Skipunin gildir til 3ja ára. Kosn- ir verða þrír fulltrúar Reykja- vikurbæjar í stjórnina á funái bæjarstjórnar í dag. Stlfurmunasýniiigin: Sýningu lýkur á föstudag — Sala á laugardag og sunnudag Síðari liluta dags í gær höfðu komið 3350 gestir á silfurmuna- sýningu Péturs Hoffmanns í Listamannaskálanum. Hefur nú verið ákveðið að sýninguimi ljúki á föstudagskvöld. Enn er nokkuð óútgengið af merktum munum. Að sýning- unni lokinni fer fram sala á ó- merktum munum og verður hún í Listamannaskálanum á laugar- dag og sunnudag. Þeir sera hafa pantað muni geta vitjacS þeirra þá og þeir sem eiga þaraa merkta muni mega vitja þeirrá sömu daga. Þórsmerkurför ' Ferðaskrifstofu ríkisins 1 Um næstu helgi efnir Ferða< skrifstofa ríkisin'S til IV2 dagá Þórsmerkurferðar. Lagt verðujfl af stað kl. 13.30 á laugardag* Gist verður í tjöldum í Húsadaíj Fyrri hluta sunnudagsins verðu^ Mörkin skoðuð og um eftirmið* daginn verður lagt af stað á< leiðis til Reykjavíkur, og ekifj um Fljótshlíð. Á sunnudag kl. 9 f. h. hefsfi ferð að Gullfossi og Geysi. Ek- ið verður um Hreppa og Þing* velli. > fíáshólabíó | við fíagatorg 1 Bæjarráð samþykkti á funítj sínum í fyrradag, samkvæmt til- lögu skipulagsmanna bæjarinS^ að ætla væntanlegu kvikmynda- húsi Háskóla íslands lóð við Hagatorg, austan Dunhaga. VifS Hagatorg verða ýmsar fleiri stórbyggingar, svo sem hús Bún- aðarfélags íslands og fyrirhuguð) frímúrarahöll, ,auk Neskirkju o. fl. bygginga. Austfirzkir sjómenn og faxabarónarnir Framhald af 12. síðu. arinnar. Og það sýnir enn einoi sinni umhyggju ríkisstjórnar- fyrir hinu margrædda ,jafnvægi í byggð landsins" að nú er ver- i ðað neyða útgerðarmenn ut- an af landi til að færa báta sína í Faxaflóann. Og allt ger- ist þetta undir stjórn EysteiaS Jónssonar sem er ráðherra afl sérstakri náð Austfirðinga! i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.