Þjóðviljinn - 21.08.1955, Side 1
VILJINN
Sunnudagur 21. ágúst 1955 — 20. ájrgangur — 187. tölublað
Xý ylirlýsing í ntálgagni utanríkisráðherraiis:
Hernámsliðið íær heimild til
að gera höfn í Mjarðvík
Auk />ess vill Bandarikjaher gera aSra höfn i HvalfirSi
Tíminn játar í gær — tveimur dögum eftir yfirlýsingu utanríkisráðherra
— að afráðið sé að Bandaríkjamenn fái að gera höfn í Njarðvík, sú fram-
kvæmd hafi aðeins tafizt vegna ágreinings um smáatriði. Þessi höfn verður
hins vegar ekki kölluð „flotahöfn" heldur „uppskipunarhöfn", og segir Tím-
inn að kostnaður við hana verði 120 millj. ísl. kr.
Það er þannig viðurkennt í blaði utanríkisráðherrans að ríkis-
stjómin er að heimila Bandaríkjamönnum stórfellda aukningu á
herstöðvakerfi þeirra hérlendis, á sama tíma og friðvænlegar
horfir í heiminum en nokkru sinni síðan heimstyrjöldinni lauk og
allar aðrar þjóðir tclja það skyldu sína að stuðla að bættri sam-
búð og afvopnun í heiminum.
Játning Tímans er á þessa
leið:
„Allt síðan að herverndar-
samningnrinn var gerður hafa
verið uppi ráðagerðir um
hyggingu slíkrar hafnar, sem
yrði uppskipunarhöfn fyrir
Keflavikurflugvöll, svo að
flutningar til hans þyrftu ekki
að fara fram um Reykjavík.
Slíkri höfn hefur hins vegar
ekki verið ætlað að verða flota-
höfn, enda aðstaða þar slík,
að slíkt kemur ekki til greina.
Frá þvj að þessar ráðagerðir
hófust, hefur verið reiknað með
því og ekki farið neitt dult með
það, að bygging slíkrar hafnar
yrði leyfð, ef samkomulag næð-
ist um staðsetningu hennar og
fyrirkomulag milli íslen/.kra
stjórnarvalda og varnarhersins.
fslenzk stjórnarvöld hafa lagt
áherzlu á, að höfnin yrði gerð
þannig, að hún samrýmdist vel
íslenzkum hagsmunum og gæti
komið íslendingum að fullum
notum eða kæmi' m.ö.o. í stað
þeirrar landshafnar, sem þarna
hefur lengi verið ráðgert að
gera(!!). Varnarherinn hefur
hins vegar haft nokkur sér-
sjónarmið og samkomulag
strandað á því. Málið mun nú
vera komið á það sfig, að hinn
tæknilegi ágreiningur sé jafn-
aður og mun liggja fyrir upp-
dráttur að höfninni, sem byggð-
ur er á tillögum íslenzkra aðila.
Ráðgerðjir kostnaður \ið bygg-
ingu þessarar hafnar er áæt.1-
aður 7 millj. dollara eða tæp-
ar 120 millj. íslenzkra króna.
Vinnulaun munu ekki vera
nema Iftill hluti þeirrar upp-
hæðar“.
Flotahöfn í Hvalfirði
Fyrir utan þessa játningu
ræðír Tíminn einnig um önnur
áform Bandarikjahers hérlend-
is. Játar hann a.ð í frásögn New
York Times hafi verið
„átt \ið flotastöð í Hvalfirði.
Ymsir sérfræðingar hafa látið
uppi þá skoðun, að flotastöð
þar væri mikilvæg fyrir Atlanz-
hafsbandalagið. Einnig mun
hafa verið bent á_ að æskilegt
væri að hafa þar miklar skot-
færageymslur, sem til greina
kæmi að væru sprengdar inn í
fjall“.
Bætir blaðið við að ummæli
hins bandaríska blaðamanns.
,,byggist á einhverjum orð-
rómi eða áætlunum sem íslend-
ingar vita enn ekki mn, varð-
andi flotastöð í Hvalfirði“.
Nýir svardagar
Um þessar ráðagerðir Banda-
ríkjamanna segir Tíminn svo að
lokum •
„Um slika ráðagerð er það
hins vegar að segja, að hún
verður áreiðanlega ekki sam-
þykkt af íslenzkum stjórnar-
völdum. FlotastÖð hér kemur
ekki til greina. . . . Ef friðar-
horfurnar halda áfram að glæð-
ast, \-erður stefna Islendinga að
sjálfsögðu sú að draga heldur
úr þessurn framkvæmdum en
auka þær“.
Þarna eru þannig nýir svar-
dagar sem sjálfsagt er að þjóð-
in festi í minni. En röksemdir
þær sem þar koma fram eiga
einnig fullkomlega við um
„uppskipunarhöfnina“ í Njarð-
vík; það er alvarlegt tilræði við
friðsamlega þróun í heiminum
að heimila Bandaríkjamönnum
nú stórfellda. aukningu á her-
stöðvakerfi þeirra.
Öhagstæður vöruskipta-
jöínuður
206 millj. kr.
Um síðustu mánaðamót vaa?
vöruskiptajöfnuðurinn óhag-
stæður um rúmlega 206 millj-
ónir króna, og er sá halli una
40 milljónum meiri en á saiua
tíma í fyrra. , Útílutningurina
er 14 milljónum króna minni
en á sama tíma í fyrra og inn»
flutningurinn 25 milljónuna
mein.
VopnaUé í Saar?
Formaður nefndarinnar, sem
annast á eftirlit með þjóðarat-
kvæðagreiðslunni í Saar 23.
október um Saarsamningims.
hefur rætt við leiðtoga stjórn-
arflokkanna og farið fram á aði
þeir fresti fundahöldum fyrst
um sinn. Slegið hefur í harti
milli fylgismanna Hoffmanna
forsætisráðherra og þýzku flokk-
anna í héraðinu á fundunura
undanfarna daga. Leiðtogar
flokkanna lofuðu að athuga
málið og svara tillögunni á
mánudag.
Koma í fyrra-
málið
Milli klukkan átta og níu
á mánudagsmorguninn koma
Varsjárfararnir heim með
Drottningunni. Á þriðju-
dagskvöldið verður skemmti-
fundur í Oddfellow fyrir
Varsjárfarana, en þar eru
einnig allir aðrir velkomnir.
1
w,
Flóð í austurfylkjum
Bandaríkjaxtna
Tugir manna hafa farizt og þúsundir
misst heimili sín síðustu daga
Mestu flóð í mannarninnum hafa orðið undanfarna
daga í austurfylkjum Bandaríkjanna, frá Vii'gínu til
Rhode Island.
Vitað er, að um 100 manns
haf a faxizt- í - flóðunum, en ótt-
áSSpi’að^'ú-.- tala sé þegar orðin
míjau hærri. Fullkunnugt verður
ekki'Yirn^manntjó'n fyrr en eftir
margít'ji'aga. , 1 •
t>ú$pndir manna, hafa orðið að
yfii^eía heimili sín vegna flóð-
anna óg'hundruð manna er sakn-
~að. I^iörgúnarsveitir nota kopta
og^véifcíáta til að bjarga nguð-
stöddum’ ' og bæði flugher ‘ og
j' ■* .
> fíóti vinha að björgunarstarf-
iuu. ,
Hin ^jófijiiu flóð- stafa af- gíf-
_^ijrlegri=?®rifemú sem fylgdi í
^sjjkjölfar þyirfilbylj4nna tveggja
sem nýíega gengu yfir austur-
strönd Bandaríkjanna og hefur
víða þar aldrei mælzt jafnmikil
úrkoma. Á einum stað varð
rigningarmagnið 30 sm á 12 klst.
í Pennsylvaníu, New Jersey
og New York hefur fi.iótið Dela-
ware flætt yfir bakka sína og
valdið gífurlegu tjóni. Eigna-
tjónið í flóðunum er metið á
þúsundir milljóna dollara.
Borgin Scranton í Pennsyl-
vaníu hefur orðið einna verst
úti, en tjónið er alls staðar
mikið. Brýr og stíflugarðar hafa
brotnað, símalínur og raftaug-
ar slitnað, végir og járnbrauta-
teinar skolazt burt. Margir smá-
bæir og þorp eru einangruð.
Verknkonur í Keflawík elnhuga
Fara aSeins fram á 80% af karlmanns-
kaupi — SamúSaraSgerSir aSra nótt
Verkfall verkakvenna í Keflavík hefur nú staðiö í hálfa
viku og- verið algert. Ofríki valdakiíkunnar í Vinnuveit-
endasambandinu er slíkt að atvinnurekendum sem vilja
semja við verkakonurnar er bannaö að semja. Vinnuveit-
cndasambandið hefur gert árangurslausar tilraunir til
þess að véfengja verkfallsboöunina. Fyrir því vakir það'
eitt aö brjóta kvennasamtökin á bak aftur, en verkakon-
urnar fylkja sér einhuga að baki réttlætiskröfum sínum.
Verkfall verkakvenna í Kefla- kaup, þar sem það er það kaup
vík hófst, eins og boðað hafði sem þær hafa haft í sumar.
verið kl. 12 á miðnætti að-
faranótt 18. þm. Gekk fram-
kvæmdanefnd verkfallsins þá á
vinnustöðvarnar og lögðu allar
konur þegar niður vinnu. Einn-
ig hafa unglingar sem unnu
fyrir kvennakaup, svo og börn
lagt niður vinnu.
Verkfallið er því algert og
voru karlmenn þvi einir á
vinnustöðvunum í Keflavik síð-
ustu daga vikunnar. Kunnu
þeir slíkri nýhreytni illa og
leggja sjálfir niður vinnu á
morgun, ef ekki verður þá bú-
ið að semja við konurnar.
Aukavmna Moggans
Verkakonum í Keflavík finnst
Morgunblaðinu ' fara illa og
aulalega undrunarsvipurinn. yf-
ir því að þær skuli ekki vilja
sætta sig við kr. 7.70 í grunn-
Rangt er það hjá Morgun-
blaðinu að konurnar í Kefla-
vík og á Akranesi fari fram
á 40 aurum hærra kaup en
nokkurstaðar sé greitt á land-
inu. Krafan sem nú er borin
fram er 18 aurum hærri en
verkakonur hafa haft á Siglu-
firði i allt sumar.
Vjimuveitendasambandið
bannar þeiin að semja
Þá er það líka sannleikur
málsrns að atvinnurekendur áttu
þess kost að semja friðsamlega
heima í héraði um sama kaup
og greitt er á Siglufirði, kr. 7,92
í almennri dag\lnnu, en þeir
höfnuðu því og misstu þannig
af strætisvagninum. — Hafa þeir
nú falið sætabrauðsdrengjum
Vinnuveitendasambandsins for-
sjá mála sinna og fá ekki að
semja þótt þeir fegnir vildu.
En verkakonur í Keflavík og
Njarðvik halda sér fyllilega til
jafns við verkakonur hvar sem
er á Iandinu og hafa þann metn-
að til ai bera, að þær sætta sig
ekki við að vinnuafl þeii-ra og
verk séu lægra metin en t.d,
á Siglufirði.
Nú búast bær við að verða að
færa meiri eða minni verkfalls*
fórnir 1 i 1 að fá réttmætt kaupi
viðurkennt og því bera þæp
fram kröfu um 8,10 kr. í al>>
mennri dagvinnu. — Af þeirri
kröfu verður því minna slegið
sem Vinnuveitendasambandið
lætur verkfallið standa lengur.
Hlálegt frumhlaup
Á sáttaíundunum þremur, serra
búið er að haldá, hefur fátt
gerzt stórra tíðinda. Verkakon-
ur hafa boðið lítilsháttar lækk-
un (5 aura) frá kröfu sinni, en
atvinnurekendur hafa ekkert
boðið á inóti til að minnka bilið.
Þeir hafa því enga sáttfýsi sýnt
til þessa.
Á öðrum sáttafundinum reyndS
Björgvin Sigurðsson, framkvstj.
Vinnuveitendasambandsins að>
halda þvi fram, að verkfallið>
Framhald á 8. &í8u»