Þjóðviljinn - 21.08.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.08.1955, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. ágúst 1955 ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ •3 ■ -■ ■ ■ ■ « ■ ■ S \ ! s SumarauM HeyhvíMnga ■ ■ ■ ■ ■ i : : : : ■ ■ heMur áfram á mánudag * Kjélar frá kr. 7S.oo ——»Hattar frá 29.oo ! : ! Enn em til nGkku? stykki af drögtum ®g kápum Notið þetta einstæða tækifæri S: i H ■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ -^■■■■■■■■aa Kðppleikur landsliðs eg pressuliðs Framhald af 8. síðu. landsliði, en hann sýndi það ótvírætt á föstudagskvöldið að hann er sterkur knattspyrnu- maður og góður styrkur fyrir liðið. Samt virðist það nú svo, að Sveinn Teitsson sé meiri stoð fyrir þá Rikka og Halldór, en þeir þrír hafa leikið saman í mörg undanfarin ár, bæði í landsliði og sínu félagi. Það er óneitanlega glæsilegt fyrir Skagamenn að eiga 9 af 22 beztu knattspyrnumönnum okk- ar. Sá andi sem ríkir á Akra- nesi, ekki aðeins meðal leik- manna heldur og á meðal fólks- ins, er mjög til fyrirmyndar. Það er ekki lítill styrkur fyrir liðið að hafa hug alls fólksins með sér, þegar farið er hingað til Reykjavíkur í keppni. Svona þyrfti það að vera a1 staðar, því að þessi íþrótt á það sannarlega skilið, svo holl og skemmtileg er hún. Fyrri hálfleikur Pressuliðið kaus að leika und- an veðrinu. Leikurinn varð í upphafi mjög harður og hélzt það út allan leikinn. Lands- liðið var öllu ágengara og sótti fast að marki andstæðinganna. Á 9. mínútu átti Rikki góðan einleik upp að marki andstæð- inganna og gaf knöttinn til Þórðar Þ., sem spyrnti rétt framhjá úr góðu færi. ,,Pressu- liðsmenn“ sóttu sig nú nokkuð og fékk Gunnar gott tækifæri en það misnotaðist og má veðr- inu um kenna. Fram undir miðjan hálfleikixm lá heldur á landsliðinu, en ekki tókst að skora. Rétt um miðjan hálf- leikinn brauzt Þórður upp hægri kant og gaf knöttinn til Rikka, sem var óvaldaður inni á vellinum. Rikki tók nú einn af sínum glæsilegu sprettum og hljóp alla af sér og skoraði mjög glæsilegt mark. „Pressu- liðið“ reyndi að rétta hlut sinn, en ekkert skeði fyrr en rúm- lega 30 mín. voru liðnar af leik en þá var dæmd víta- spyrna á Hörð Felixson. Gunn- ar Guðmannsson skoraði með mjög glæsilegu skoti. Stuttu seinna var dæmd aukaspyrna á landsliðið, sem Gunnar tók, en Pétur Georgsson náði til að skalla og skoraði glæsilegt mark. I lok hálfleiksins átti landsliðið tækifæri til að skora, en Ólafur varði prýðilega. Seinni hálfleikur Nú var taflinu snúið við.; Landsliðið sótti mjög að marki „pressuliðsins“ og skoraði Rikki annað mark sitt úr mjög glæsilegri sendingu frá Þórði Þ. Albert hafði nú dregið sig aftur í vömina og hélt þar uppi stjórn á liði sínu. Það mætti deila um þessa leikað- ferð, en sterkara held ég að það hefði verið, ef Albert hefði reynt að halda leiknum fjær marki sínu. Albert og lið hans allt varðist vel, en lítið var um sóknaraðgerðir af hálfu þess, svo „pressa“ var nær all- an hálfleikinn út við mark „pressuliðsins". Á 16. mínútu var tekin horn-1 spyrna á mark landsliðsins og munaði þá minnstu, að Sig. Bergs. skoraði úr skalla,. en Helga tókst á seinustu stundu að ná knettinum. Stuttu seinna var skorað 3ja mark landsliðsins en það kom úr þvögu og hrökk af höfði Alberts í markið. Þarna hefði Ólafur átt að kalla og láta vita af sér. Um miðjan hálfleikinn meidd- ist Hreiðar lítilsháttar og varð að yfirgefa völlinn, en Árni Njálsson kom inn í hans stað. Leikurinn hélzt óbreyttur þar til 10 mínútur voru eftir en þá skoraði landsliðið 4. maxk sitt. Þetta mark var mjög glæsilegt og átti öll framlína liðsins sinn þátt í undirbúningi þess, en Halldór skoraði óverj- andi með föstu skoti. Leiknum lauk því eins og fyrr segir með 4:2 og mega báðir vel við una eftir gangi leiksins. Lýsing liðanna og frammi- stöðu einstakra leikmanna verður að bíða næsta blaðs sökum rúmleysis. B. Blöð Tímarit Frímerki Filmur SÖLUTURNINN við Arnarhól ■ i í kvöld. kl. 7.30 keppa .Þréttisr Mótanefndin * * ÞJÓDVILJANN ' > * * ÚTBREIÐIÐ 1**1 * * ÚTBREIÐIÐ '* * * * ÞJÓDVILJANN "* *\ Múrhúðunarnet Þakpappi IDIIIII Almenna byggingafélagið h.f. Borgartúni 7 — Sími 7490

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.