Þjóðviljinn - 30.08.1955, Page 3

Þjóðviljinn - 30.08.1955, Page 3
Þriðjudagur 39. ágúat 1955 — ÞJÓDVIUINN — (3 ,,Eg bef aldrei komið auja á torfmrurnAr Hann reisti líka fyrsta bunaðarskóla landsins og stækkaði tún sitt ur 1 dagsláttu í 60 Síðastliðinn sunnudag var afhjúpaöur í Ólafsdal í Döl- um minnisvarð'i um Torfa Bjarnason bónda og skólastjóra í Ólafsdal og konu hans Guölaugu Sakariasdóttur. Minn- isvaröinn er reistur í tilefni af því aö liðin em 75 ár frá því búnaðarskólinn í Ólafsdal tók til starfa. Torfi í Ólafsdal, eins og hann er enn í dag nefndur í Dölum! vestur, var einn fyrsti og giftu- drýgsti forustumaður í fram- faramálum íslenzkra bænda. Hann innleiddi margar erlend- ar nýjungar í íslenzkan landbún að, reisti fyrsta búnaðarskóla landsins á lélegu býli, sem hann breytti í eina bezt ræktuðu jörð landsins á sínum tíma. Afhjúpunarathöfnin hófst með kórsöng, undir stjóm Pét- urs R. Oddssonar prófasts. Þá flutti Ásgeir Bjarnason alþm. og formaður minnisvarðanefnd- arinnar ræðu. Hugmyndina að því að reisa minnisvarðann á einn elzti bóndi í Dölum, Guð- jón Ásgeirsson á Kýmnnarstöð- um og að beiðni hans hreyfði Ólafur Skagfjörð í Þurranesi hugmyndinni á fundi búnað- arfélagsins í Saurbænum. Fékk málið góðar undirtektir og á búnaðarþingi 1953 var sam- þykkt. að leggja fram fé til minnisvarðans, ásamt ýmsum aðilum í.Döiunum. Þegar Ásgeir hafði lokið máli sínu afhjúpaði .lítii stúlka, Hjördís Torfadóttir, Markús- sonar, Torfasonar í Ólafsdal, minnisvarða langafá síns og langömmu. . ■ • Minnisyarðinn . yar reistur í Ólafsdal, m.a. þl þess, eins og Ásgem komst að orði, að eftir- komendunum er minnisvarðann sjá gefist kostur á ,,að sjá og kynnast við hvaða aðstöðu brautryðjendurnir stofnuðu fyrsta búnaðarskóla landsins fyrir 75 árum. Skólínn var reistur á afskekktum stað. Eng- inn akfær vegur og engin hafn- arskilyrði og ræktunarmögu- leikar takmarkaðir. En þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárráð og óhagstaeð skilyrði frá nátt- Úrunnar hálfu, þá stækkaði tún- ið með hverju á.ri, hús risu af grunni miklu stærri og vandaðri en áður þekktust .... Skóla- stjórinn trúði á mátt moldar- innar. Hann þurrkaði forblaut- ar mýrar og ruddi stórgrýti úr grýttum jarðvegi ... En Torfa Bjarnasyni var ekld nóg að sjá túnin stækka og myndarleg hús rísa af grunni, því ha.nu átti mörg önnur áhuganiál sem hann barðist' ötullega fyrir. Niðjar Torfa í ólafsdal fjöl- menntu til afhjúpunarhátiðar- innar. Markús bóndi i ólafs- dal, sonur Torfa, flytur hér þakkir í nafni þelrra allra. Honum var ljóst að menning sveitanna byggðist ekki síður á félagslegum samtökum .. Næstur á eftir Ásgeiri talaði Rákarður Jónsson myndhöggv- ari, höfundur minnisvarðans. Lýsti Ríkarður hvað fyrir sér hefði vakað við gerð styttunn- ar. Ólafsdalshjón, minnisvarð- inn, sem er steyptur I eir, er brjóstmynd og stendur á háum, hlöðnum stöpli. Standa þau Ól- afsdalshjón, Torfi og Guðlaug hlið við hlið „léttklædd að loknu dagsverki" eins og Rikaxður komst að orði. Hefur bóndinn brugðið annarri hendi um mitti konu sinnar, en i hinni heldur hann á puntknippi. Framan á stöplinum sem myndin stendur á er eirplata er sýnir sáðmann að starfi. 1 stöplinum undir myndinni hefur verið komið fyrir steini þeim er Torfi í Ól- afsdai hafði undir steðja sínum. Næstur talaði Geir bóndi Sig- urðsson í Glerárskógum. Rakti hann starfssögu Torfa og Ól- afsdalsskólans. Skólinn tók til starfa 1880 og starfaði til 1908. Á þeim tíma sóttu skólann 160 nemendur. Torfi í Ólafsdal inn- leiddi flest ný landbúnaðarverk þeirra tima eins og hest- vagna og plóga og smíðaði þau í ólafsdal. Þann tíma sem skól- inn starfaði voru smiðaðir í Ól- afsdal 77 hestvagnar, 115 plóg- ar, 97 herfi og 280 aktygi. Þeg- ar Torfi fór að búa I Ólafsdal var túnið 1 da.gslátta, en hann skildi við það 50-60 dagsláttur stærð. Girðingar þær er hann gerði um ræktarland voru samtals 6 km og þóttu það ær- ið langar girðingar fyrir 50 ár- um. Torfi mun hafa fengið þús- und kr. stofnframlag til skól- ans, en rak hann alltaf sem einkaeign. Þó fékk hann frá ríkinu 100-200 kr. á hvern nem- anda — og 650 kr. í árslaun sem skólastjóri. Þegar skólinn hætti störfum 1908, mun það m. a. hafa stafað af því að þáver- andi ráðamenn lækkuðu fyrr- nefndar greiðslur til skólans úr kr. 2500 í kr. 1500, og hétu jafnframt að það yrði síðasta greiðslan til skólans. 1 ræðu sinni skýrði Geir frá iþvi er Torfi í ólafsdal varð fyrst þjóðkunnur maður: Ensk- ur ferðalangur hafði heitið verðlaunum fjTÍr beztu svörin við spumingunni: „Hvað á að gera til að draga úr hinum mikla manndauða á Islandi?" Torfi sem þá var vinnumaður á Þingeyrum, fékk önnur verð- laun. Svar hans var þannig: Þetta er minnisvarðinn um Guðlaugu og Torfa. Margt manna var i Ólafsdal á sunnudaginn, eins og myndin sýnír. „Láttu skynsemina stýra öllum heimilisháttum, það styridr sál og líkama, veitír gleði og á- nægju og Iengir líf þitt; en Ieyfðu ekki vananum að draga hana undir ánauðarok srtt, það sljógvar sálina, veikir líkam- ann, balcar sorg og bágindi og tekur af þér lifið á miðri leið.“ Húnvetningar vildu þá reisa fyrirmyndarbú, og höfðu auga- stað á Torfa til að veita því forstöðu. Það varð til þess að hann fór til Skotlands 1866. Þar kynntist Torfi margháttuð- um nýjungum, er hann inn- leiddi svo hér á landi. Um þess- ar mundir hófst einnig sam- band Torfa við Jón Sigurðsson forseta, skrifaði hann Jóni „fréttapisla" um búnaðarmál, er Jón birti í Nýjmn félagsrit- um. Vorið 1871 fóru þau Torfi og Guðlaug að búa í ólafsdal. Sumarið 1873 fór Torfi til Vest- urheims, en þangað stóð þá hugur margra Islendinga. En hann settist ekki að á hinum frjósömu sléttum Ameríku, heldur kom aftur, hélt áfram bústörfum sínum, — og 1880 hóf hann þar starfrækslu fyrsta búnaðarskóla landsins. Var það íslenzkum landbúnaði mikil hamingja að Torfi sneri aftur. Á efri árum ritaði Torfi ein- um vina sinna þannig: „Eg hef ^engstaf hagað mér eins og barn, aldrei komið auga á tor- færurnar fyrir því sem ég áleit þarft að fá framgengt og aldrei munað eftir sjálfum mér. í sambandi við þessi ummæli Torfa um sjálfan sig vitnaði Geir Sigurðsson í erindi Stein- gríms Thorsteinssonar: Þeim sem ævinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt hljómar alþjóðar lof yfir aldanna rof, því þeir óbornum veg hafa greitt." Einn af þessum mönnum var Torfi í ólafsdal. Einar Kristjánsson skóljw stjóri flutti kvæði. Steingrmuns Steinþórsson flutti ávarp; og loks talaði Markús, sonur Torfas í Ólafsdal, og þakkaði þanta heiður sem minningu foreldrsfi sinna væri sýndur. Friðjónj Þórðarson sýslumaður tilkynn.18 í stuttu ávarpi utan dagskrau* að Breiðfirðingafélagið íj Reykjavík vildi gjarnan leggj^ fé til minnisvarðans. Að lok-< um söng kórinn þjóðsöngindl undir stjórn prófasts, en kórinaj hafði einnig sungið milli dag-* skr&ratriða. Átta af nemendum Torfa 3 Ólafsdal voru viðstaddir, og ættingjar hans fjölmenntu viáí þetta tækifæri. Skriístofustúlka óskast 1. október. Umsóknir sendist undirrit- uðum. Ragnar Ólaisson, hrl. Vonarstræti 12. Dvalarheimili aldraðra sjómanna Minningarspjöld fást hjá: Happdrætti D.A.S. Austur- stræti 1, sími 7757 — Veiðar- færaverzlunin Verðandi, sírr.i 3786 — Sjómannafélag Reykja- víkur, sími 1915 — Jónas Bergman, Háteigsveg 52, sírri 4784 — Tóbaksbúðin Bostor., Laugaveg 8, sími 3383 — Bókaverzlunin Fróði, Leif=- gata 4 — Verzlunin Lauga- teigur, Laugateig 24, sírri 81666 — Ólafur Jóhannssor., Sogabletti 15, sími 3096 — Nesbúðln, Nesveg 39 — Guðrr.. Andrésson gullsm., Laugavej 50 sími 3769

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.