Þjóðviljinn - 30.08.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. ágúst 1955
Þórður Valdimarsson, þjóðréttarfræðingur:
i, épfym Framséknarforkólfanna
Skýring Framsóknarmanns á s krifum
og skrafi Hermanns Jónasson ar
Það er ekki par fínt orð-
bragðið sem fóstbræðumir á
kærleiksheimili núv. ríkis-
stjórnar nota hver um annan.
Milli þess sem Morgunblaðs-
menn vaða elginn um það ó-
samkomulag sem hlyti að ríkja
innan hugsanlegrar vinstri
stjórnar, eys það skömmunum
yfir Framsókn, hinn suður-am-
eriska bandamann sinn í rík-
isstjórninni, og Tímamenn láta
heldur ekki sitt eftir liggja
með að lýsa því fyrir almenn-
ingi hversu voðalegir glæpa-
.og glæframenn hinir suður-
amérísku flatsængurbræður
þeirra séu.
Hin hlálega sambúð stjórn-
árf!okkanna ‘ minnir á sa’mbúð
'iurðmegra njóna ur Flo'ánum,
éfi' þkú vöktu á sÍf áímenná '
-athygli með því að'álást óg bít-
ast alla daga, eins og grimmir
hundar — gefa hvort öðru glóð-
arauga og bakarakeflis- og
stafshögg — milli þess sem þau
réðust hvort á annað með
skelfilegu orðbragði og fúk-
yrðum. Síðan féllust þau í
faðma og kysstust ákaflega,
einmitt þegar sveitungarnir
töldu víst að sambúð þeirra
væri orðin með þeim hætti
að skilnaður væri óumflýjan-
legur!
Til að öðlast skýringu á því
spaugilega fyrirbrigði hvers-
vegna leiðtogar Framsóknar-
flokksins hallmæla íhaldinu
sem suður-amerískum glæpa-
og einokunarflokki, en hjúfra
sig samt að honum og vilja
bvergi annarstaðar vera en við
hinn spillta ’ hermangsbarm
hans, þurfum við að athuga
hliðstætt tilfelli — opíumneyt-
anda.
Þrælar ópiiSiS*l
bölva og hallmæla einnig oft-
lega nautnalyfi því sem þeir
eru háðir, og það í fullri ein-
lægni. Þeir hata eiturlyfið sem
er að eyðileggja þá og líf fjöl-
skyldna þeirra. Þeir tala stund-
um hárri raustu um hættur og
böl ópíumsins — en þrátt fyrir
það geta þeir ekki látið vera
að dæla því inn í líkama sinn.
Það er þeim yfirsterkara. Þeir
eru þrælar nautnarinnar og því
ekki sjálfrátt — og íhaldið
er bersýnilega ópíum leiðtoga
Framsóknarflokksins! — Þeir
hata það og élska í senn. Þeir
vilja sleppa undan tortíming-
aráhrifum þess, en mega sig
hvergi hræra, því að Bjarna
Benediktssyni og Ólafi Thors
hefur tekizt að gera þá for-
faliná í notkun síns skelfilega
hautnalyfs — hins suður-am-
eríska íhaldshermangs.
Þarna er hundurinn grafinn.
Það er ekki um að villast,
því lyktin segir til sín. Eg
fyrir mitt leyti efast ekki um
að Hermanni Jónassyni sé al-
vara þegar hann skrifar og
skrafar um einræðis-, einokun-
ar- og stjórnglæpahneigð í-
haldsins og þær liættur sem
henni eru samfara, því hann
þekkir þetta manna bezt af
eigin reynslu, en honum er
gjörsamlega ómögulegt að slíta
sig, eða flokk sinn frá íhald-
inu rétt eins og ópíumneyt-
andinn getur ekki hjálparlaust
losnað undan hinum illu á-
nauðaráhrifum nautnalyfsins
hversu feginn sem hann vill.
Þess vegna þurfa kjósendur
flokksins, og helzt þjóðin öll,
að taka í taumana og hjálpa
honum að losna úr þræl-
dómsfjötrum síns „íhaldsópí-
ums“ og koma honum á rétt-
Hjartanlega pakJca ég öllum þeim, sem sýndu
mér vinarhug á sextugsafmœli mínu, 21. ágúst,
meö heimsóknum, gjöfum og skeytum. Heill og
hamingja fylgi ykkur öllum.
SIGURÐUR E. INGIMUNDARSON,
Hringbraut 80.
an kjöl í stjórnmálabaráttj- |
unni.
Sú hjálp verður ekki veitt j
með öðrum hætti en þeim að j
kjósendur Framsóknarflokksins j
í Reykjavík og strjálbýlinu láti j
vera að greiða Framsókn-
arflokknum atkvæði meðan
leiðtogar hans eru eins þungt
haldnir og nú er. Ef þeir j
héldu áfram að greiða honum j
atkvæði meðan stjórn flokks- j
ins er viljalaust verkfæri í j
höndum íhaldsins, væri það
jafn ómannúðlegt og hættulegt
og að fá ópíum í hendur ópí-
umneytanda. Það yrði ekki til
annars en að hinn forfallni
sykki enn dýpra en áður, og
GJTv ; .i iöG« í:í ■» i1
það má ekki verða.
Það er nauðsynlegt að^ serh
flestir Framsóknarkjósenáur
geri sér grein fyrir því hvernig
komið er fyrir leiðandi mönn-
um Framsóknarflokksins. Þeim
er óhætt að taka mark á lýs-
ingu Hermanns Jónassonar á
hinu ógeðslega stjórnglæfrainn-
ræti íhaldsins, og nazistískri
einræðislöngun þess, rétt eins
og óhætt er að taka mark á
lýsingu sumra ópíumneytenda
á hinum hryllilegu afleiðing-
um eiturlyfsins sem þeir eru
háðir, en því verða kjósendur
Framsóknarflokksins líka að
gera sér grein fyrir að hinar
barnalegu afsakanir H. J. á því
hvers vegna Framsóknarflokk-
urinn megi til með að halla sér
áfram að íhaldinu, og engum
nema íhaldinu — hvernig hann
eigi ekki annars úrkostar —
eru sama eðlis og sjálfsblekk-
ingartilraunir flestra ópíum-
neytenda sem allar snúast um
það að þeir eigi ekki annars
kost en halda áfram að taka
ópíum. Það sé þeim lífsnauð-
synlegt og svo framvegis.
Við Framsóknarmenn í borg
l
og sveit verðum að nota at-
kvæði okkar á skynsamlegan
hátt í næstu kosningum, og
forðast að styðja íhaldið með
því að kjósa þá menn í Fram-
sóknarflokknum sem það hefur
samskonar vald yfir og eitur-
lyfsalinn hefur yfir þrælum
ópíumnautnarinnar.
HALLBIðRG BJARNADÓTTIR
Undirleik annast hljómsveit OLE HÖJER’S
JOR221 ENNÞÁ MAN ÉG HVAR (Jag har álskat dig)
PERRÓ RÓMERÓ (H. Bjarnad. - L. Guðmunds-
v son)
JOR222 VORIÐ ER KOMIÐ (Lindblad - J. Thoroddsen)
BJÖRT MEY OG HREIN (ísl. þjóðlag - S. Ól-
afsson)
Þettá eru fyrstu plöturnar, sem gefnar eru út með
þessari vinsælu kabaret söngkonu. •
Þær eru teknar upp í Kaupmannahöfn á vegum
HIS MASTER’S VOICE.
PLÖTURNAR FÁST í HLJÓÐFÆRAVERZLUNUM
FÁLKSNN H.F.
(hlj ómplötudeild)
ALLT Á SAMA STAÐ
Þér sparið allt að 10% af elds-
neyti, ef þér notið ný
CHAMPION kerti
því CHAMPION kerti tryggja yð-
ur að hver einasti dropi eldsneyt-
isins komi að fulliun notum.
Einkaumboð á fslandi:
H.F. EGSLL VSLHJÁLMSSON
Laugavegi 118 — Sími 8-18-12
Nokkur börn geta komist að á sundnámskeið í
Sundhöll Reykjavíkm'. — Uppl. í síma 4059.
>.o irasa
Höfum opnað raftækjavinnustofu undir nafninu
RafvélaverkstæSi Austurbæjar
Skvpholti 5. — Sími 82216.
Tökum til viðgerða allar tegundir raftælrja, svo sem:
Strauvélar,
Hrærivélar,
Þvottavélar,
Eldavélar.
Varahluti
í þær.
Rafmótora
Dynamoa
Bíladynamóa og
startara
Olíukyndingar
Rafsuðuvélar.
Tökum einnig að okkur hvers konar nýlagnir í
hús, verksmiðjur, báta og skip.
Sversir Eggertsson,
löggiltur rafvirkjameistari
Eisar Eisarsson,
rafvélavirld
5
ilQBunD
Takið eftir
Húseigendur og þér aðrir, sem eruð að byggja. Ef þér
þurfið að fá yður miðstöðvarketil, þá takið ketilinn hjá
okkur. Við erum þeir einu, sem farið hafa fram á, að allir
katlar sem á boðstólum eru •— bæði aðfluttir og fram-
leiddir innanlands — verði settir undir gæðamat við
sömu skilyrði og undir eftirliti óvilhallra manna.
Þetta fann ekki hljómgrunn hjá háttvirtum katlafram-
leiðendum og katlainnflytjendum, og teljum vér það tala
sínu máli, svo að ekki verði um villzt. Við viljum taka það
fram, að við höfum katla af öllum stærðum og gerðum,
bæði venjulega katla með blásara og eins katla fyrir
sjálfvirk kynditæki (automatísk kynding).
Upphitun húsa er orðin það stór liður í húshaldi, að
ekki verður lengur hægt að standa á móti því, að gæða-
matstilraun með svipuðum hætti og við stungum upp á
fyrir þremur árum, verði tekin til athugunar.
Undir öllum kringumstæðum verður að líta á hinar
fálegu undirtektir katlaframleiðenda og katlainnflytj-
enda, sem viðurkenningu á framleiðslu okkar.
Virðingarfyllst,
Vé!s»í$ja ðL’ðlsea.
Njarðvík, sími 222 og 24S.