Þjóðviljinn - 30.08.1955, Side 7
ÞAÐ má ekki minna vera
en maður þakki fyrir sig,
þegar hann hefur um skeið
notið gestrisni Bjarna Bene-
diktssonar á þeim stað sem
ráðherranum er hjartfólgnast-
ur.
Það eru nú þrjú ár síðan
Bjarni Benediktsson bauð mér
að vistast hjá sér bæði oft og
iengi. Þá lýsti hann á Alþingi
þeim löngun sinni „að taka
háttvirtan þingmann hvern ein-
asta dag og fá hann dæmdan í
nokkur hundruð króna eða
þúsund króna sekt — kannski
eina á hverjum klukkutíma ef
menn vildu svo hafa“. Ráð-
herrann var að visu mjög reið-
ur þegar hann mælti þessi orð,
eii það duldist engum að hug-
ur fylgdi máli; það sást beint
inn í sálina á þessum leiðtoga
Sjálfstæðisflokksins.
Þess hefði því mátt vænta
að ráðherrann hefði orðið að
sama skapi kátur, þegar ég
var orðinn innangarðsmaður á
Skólavörðustíg 9. En svo und-
ax'lega brá við að ráðherrann
varð ekkert kátur, heldur virt-
ist hann reiðari en nokkru
sinni fyrr. Ég var ekki fyrr
kominn í vistina hjá honum
en hann lét Morgunblaðið
hella yfir mig fúkyrðum á
fréttasíðum og í forustugrein-
um, í bundnu máli og óbundnu.
Mun það þó vera heldur sjald-
gæft fyrirbrigði að dómsmála-
ráðherrar hrakyrði fanga sina
meðan þeir eru að afplána
refsingu. En einhvern veginn
hafði það ekki orðið eins sætt
og ráðherrann gerði sér vonir
um að vita andstæðing sinn í
fangelsi. Það fór svo að dóms-
málaréðherrann sá þann
grænstan að verja sig fyrir
innilokuðum afbrotamanni,
hann var píslarvotturinn sem
kveinkaði sér; það var raunar
hann sem var einangraður og
innilokaður af almenningsálit-
inu í gamla tukthúsinu við
Lækjartorg.
Það er auðvelt að búa til
iög og láta samþykkja þau á
Alþingi, en ef hald á að vera
í slíkri lagasetningu verður
hún að vera í einhverju sam-
ræmi við réttarvitund almenn-
ins. Engin lagasetning er jafn
marklaus og ákvæðin um meið-
yrði, enda brjóta þau gegn ein-
földustu' reglum hversdagslegr-
ar skynsemi. Væri ákvæðum
þessum framfylgt út í æsar,
yrði öll gagnrýni á íslandi
refsivert athæfi. Samkvæmt
lögunum er það ekki síður
afbrot að segja satt en að
ijúga; það er tekið sérstaklega
íram hvernig mönnum skuli
refsað fyrir að segja satt.
Málavextir og staðreyndir
skipta engu í þessari furðulegu
löggjöf; þannig var ég dæmd-
ur fyrir að ljóstra upp um salt-
fiskhneykslin áður en nokkur
„rannsókn" hafði verið fram-
kvæmd; á sama hátt hefði ver-
ið auðvelt að láta dæma mig
fyi-ir að koma upp um mál
Olíuféiagsins h.f. og er raun-
ar hægt enn.
Af þessum ástæðum tekur
enginn maður mark á meið-
yrðalöggjöfinni, i það deplar
enginn auga þött. kveðinn sé
upp dómur .samkvæmtiihBnni,
o'állin.ivitai að. slíkurr démurrer
aðeins formeatriðl senT ekkert
segir um ■ rétt eða rangt. Og
þrótmin er raunar komin
Þriðjudagur 30; ágúét 1955 — ÞJÖÐVILJINN — <7
MAGNÚS KJARTANSSON:
Þakkað
íyrir
gistingu
lengra. Ærukærir menn eru að
mestu hættir að hagnýta sér
þessa löggjöf, nú eru það jdir-
leitt sakbitnir menn sem leita
á náðir hennar, þri þar eiga
þeir vísa „uppreisn", eða þá
litlir karlar sem verða undir
í deilum og hlaupa til og klaga
andstæðing sinn. Fólk er farið
aðíuályfcta ,§em. . svp; _ að þeir
sgro: .ivmpi.^mejðyrðamá) bafi
tr-úiftgagJi. ,ei(t>hyeð.uJóhreint -i
pokahorijinyv> .rt; ,; „ •-, ,i s ■.,;
Það má beit.a að meiðyrða-
dómum hafi ekki yerið fram-
fylgt á íslandi síðan um alda-
mót. Löggjöfinni sjélfri var
síðast brejút af taugaæstum
stjómmálamönnum í finna-
galdrinum 1940, og ætlunin var
þá að beita henni gegn sósíal-
istum. Höfðu yfir\röldin nokkra
tilburði til þess í iyrstu en gáf-
ust fljótlega upp á því, er þau
höfðu jafnað sig á taugum og
almenningsálitið neitaði að
taka þessa lagasetningu gildá;
Síðan voru þessi málalok stað-
tóku upp fvrri hátt og hættu
að innheimta meiðyrðasektir,
og löggjöfiri varð hlægilegt
pappírsgagn.
En meiðyrðalöggjöfin er ekki
aðeins hlægileg, hún er einnig
stórhættuleg í höndum oístæk-
isfullra ráðamanna, ef þeir
kjósa að beita henni út í æsar.
Þeir geta látið dæma andstæð-
inga sína hvem einasta dag
„í nokkur hundruð króna•eða
þúsund króna sekt — kannski
eina á hverjum klukkutíma ef
menn vildu svo hafa“ eins og
Bjami Benediktsson komst. ,aú
.prði ^r. h^nn yar-að^befjar þesg-
ar ,5 aðge.pðir , sÍB^y«ffUiTv,. þær
riipridir fundusj; -jráðþeiy^num
eimxig flest skilyrði-- þ^gstæð
til ofsókna. Þá var búið að
hernema ísland; í Kóreu og
Indókína geysaði styrjöld sem
vel gat hugsazt að breyttist í
heimsátök; i Bandaríkjunum
þóttu það beztir pólitískir
mannasiðir að veifa atóm-
sprengjum, æpa fárj’rði og loka
kommúnista — réttnefnda og
rangnefnda — inni i fangels-
um; mestir afreksmenn í hópi
„lýðræðissinna“ voru taldir
•Syngman Rhee og Sjang Kæ-
Sék. Það var ekki að undra
úti á íslandi teldi runna
upp gullöld og gleðitíð, hefði
hug á að apa eftir fyrirmynd-
um sínum og reyna að vinna
sig í álit hjá valdamönnum
fyrir vestan haf. Og Bjarni
Benediktsson gaf út fyrirmæli
um að meiðyrðalöggjöfinni
skyldi beitt til hins ýtrasta
gegn andstæðingum sínum og
jafnframt var skipulögð hrina
að meiðyrðamálum gegn Þjóð-
viljanum.
Við ritstjórar Þjóðviljans á-
kváðum þegar að láta hart
mæta hörðu og neita að hlýðn-
ast hinum nýju fyrirmáelum
um innheimtu meiðyrðasekta.
Okkur var Ijóst að meira
myndi á eftir korna ef fyrir-
ætlanir ráðherrans hepnuðust
andstöðulaust. Fyrir rétti mót-
mæltuin við aðgerðum Bjama
Benediktssonar og lýstum yfir
því að við myndum neita að
greiða. Ritstjórar Alþýðublaðs-
ins og Tímahs mótmæltu einn-
ig, og Þórarinn Þórarinsson
komst þannig að orði i blaði
sínu að þessar aðgerðir væru
,hefnd dómsmálaráðherrans",
hann „misnoti lög eins og meið-
jnrðalöggjöfina til þess að gera
ritfrelsið lítils eða einskis
virði“.
Síðan stóð lengi í þófi; við
vorum kallaðir fyrir rétt nokkr-
um sinnum á ári og endurtók-
um jafnan neitún okkar. Hins
vegar þótti okkur rétt að gefa
dómsmálaráðherra tækifæri til
að heykjast þegjandi á of-
sóknartiiburðum sínum. Við
skýrðum því ekki opinberlega
frá þessum stanzlausu inn-
heimtutilraunum, þannig að
Bjami Benediktsson átti þess
kost að gefast upp hljóðalaust
og taka aftur upp hina fyrri
hefð. Á þetta reyndi endan-
lega nú í haust, þ\ri stærstu
dómamir voru að þvi komnir
að fyrnast. En Bjama Bene-
diktsson skorti manndóm til að
endurskoða afstöðu sína, þótt
hann væri kominn i ógöng-
ur, hanri lét ástríður sem illa
þola dagsljós stjóma gerðum
sírium og bauð mér til gist-
ingar.
Morgunblaðið segir að ég
hljóti að hafa mikinn áhuga 3
píslarvætti, fyrst ég guggnaði
ekki fyrir Bjama Benedikts-
syni heldur lét loka mig inni
á Skólavörðustíg 9 samkvæmc
fyrirmælum hans. Reynslan
hefur nú þegar skorið úr því
hver hafi þolað pislir í þessu
máli, og það er ekki ég. Allir
lesendur Morgunblaðsins haía
séð að dómsmálaráðhei’ranum
hefur liðið mjög illa siðustu
viku, það hefur verið kalt i
kringum hann, ekkert annað
blað en Morgunblaðið tók málx
hans meðan ég var innilokaó-
ur. Og öll skrif Morgunblaðs-
ins voru ein samfelld vöm
með taugaveiklunarblæ. I
fyrradag var meira að segja
birt ný mynd af ráðherranum í.
Morgunblaðinu, og er hann
þar með angurværum píslaiv.
vættissvip og tekur það fram
sér til réttlætingar að hann
hafi aldrei farið í mál við
Þjóðviljann sjálfur; — það er
allt í einu orðin dyggð! Þanni.g
hefur alrr.enningur þegar kveð-
ið'upp mjög einróma dóm v.m
þétVá * ágréiftihgáefiíi '‘J Ökká^'
Bfarná''BeriediktSádnöK ':í
r..,.'/5ÍK .‘‘j5§ri.:i ijj^Qlt b[?Í9 mirsl'ó:
. ^öl ntbnv.xr. í.itjrröír
Þeir atburðir sem hér hafa
gerzt eru fróðlegt íhugunarefr.i,
Bjarni Benediktsson er nú.
valdamesti forustumaður Sjálf-
stæðisflokksins, mótar steín-
una öðrum fremur og leggur
á ráðin um starfsaðferðir af
alkunnum dugnaði. Hann hefur.
þráfaldlega birt þá hugsjón
sína að Sjálfstæðisflokkurina
fái „þingmeirihluta“, þótt mik-
ill meirihiuti þjóðarinnar sé
andvígur stefnu hans og starfi.
Ráðherrann og málgagn hans
iiafa oft lýst því hversu um-
hendis þ’að sé að verða að taka
tillit til annarra, Sjálfstæðis-
flokkurinn þurfi að verða ein-
ráður, þá fyrst sé hægt að
taka til hendi. En það hefur
borið minna á því að skýrt
Framhaid á 11. síðu.
fést í verki, - þegar yíirvöidin þótt ein litil ráðherranefna
Það hefur veriö mikil laxveiði hér í sumar og laxvéiðimenn hafa haft merkar sögur að segja af afrekum sínum.
Ekki hefur þó heyrzt að neinn hafi misst af jafnstórum fiski og myndin sýnir, en hann nefnist kaluga og veiddv i
i Amurfljóti í Sovétríkjunum. Hann var 310 kíló og þykir heldur lítill austur þar. Fullvaxnir fiskar af þessari teg*
und geta orðið meifd en fimm metra langir og tonn á þyngd! 1