Þjóðviljinn - 04.09.1955, Side 7
r, Suanudagur 4; aeptember 1955 —. ÞJÓÐVTLJINN — (7
F lugvélin- sveimar í 3.500
metra hæð, og þó er ekki
langt til jarðar. Við sjá-
um ofan á . fjallgarða, skógi
vaxna upp á tinda, ofaTi í djúpa
dali, og í fjarska grillir í hvít-
ar jökulhettur gegnum hita-
móðuna. Við erum á leið yfir
Kákasusfjöll sunnanverð, úr
dalnum stóra sem nefnist
Grúsía. Senn lækkar flugvélin
og landið og við búum okkur
til að setjast. í Sovétríkjunum
hafa þeir hæðarmæli inni í
farþegarúminu i flugvélunum,
og ég lít enn á hann þegar
flugvélin nemur við jörð. Hann
heldur því fram að við séum í
1000 metra hæð.
Mælirinn reynist vera hár-
Téttur. Við erum stödd í Ére-
van, höfuðborg Armeníu, en
það sovétlýðveldi er á mikilli
'hásléttu sunnanundir Kákasus-
fjöllum, álíka langt frá Svarta-
hafi og Kaspiahafi, og á hvergi
land að sjó. Níu tíundu hlutar
landsins eru í meira en 1000.
metra hæð, allt upp í 4000
metra. Þetta er býsna harðbýlt
land frá náttúrunnar hendi, á
sjálfri hásléttunni kemur varla
dropi úr lofti allan ársins
hring; ó sumrin er hitinn oft
um 40 stig, á veturna er ein-
att 20 stiga frost. Upp til fjalla
er úrkoman meiri, og þar eru
. víðáttumikil skóglendi og lit-
fögur, blómrík fjallaengi. Þar
bjó; iöngum þorri íbúanna og
stundaði sauðfjárrækt, og enn
eru þar miklar hjarðir .af
dindilsauðum, einkennilegum
fjárstofni sem Páll Zóphónías-
son lýsti hér um árið er hann
hafði séð landbúnaðarsýning-
una í Moskvu, en dindillinn er
. .geyrsistór,, fituhnúður, • engu
minni en, höf uðið.
Eg • átti erindi til Armeníu;
þar—vtidi ' =ég sannreyna -
hvemig búið væri að fámenn-
ustu þjóðum Sovétrikjanna,
hvemig stefna sú sem Stalín
mótaði í þjóðernismálum hefði
gefizt. í Sovétarmeniu búa að-
eins 1,5 millj. manna á 30.000
ferkílómetrum lands, óg þjóðin
er einnig að öðru leyti tilvald-
■asti prófsteinninn; þegar Gyð-
ingar eru undanskildir munu
fáar þjóðir heims hafa orðið
að þola aðrar eins ofsóknir og
þetta myndarlega. fjallafólk.
Armenar eru eldfom menning-
arþjóð; það er hægt að rekja
sögu þeirra hálft þriðja þúsund
ára aftur í tímann, og á öld-
unum fyrir burð Krists var
ríki þeirra stórveldi sem náði
frá Kaspíahafi að Jórdanfljóti
og Miðjarðarhafi. En Armenía
liggur í þjóðbraut milli aust-
ur- og vesturlanda og það var
sífellt barizt um hana; þar
drottnuðu til skiptis Rómverj-
ar, Arabar, Persar, Tyrkir og
Rússar, og er það löng saga og
drifin blóði. Einkum vildu
Tyrkir þjóð þessa feiga, og í
heimsstyrjöldinni fyrri gerðust
Magnús Kjartansson:
Séð
r
I
Armeníu
eru fomar borgir og kirkjur
og hin nýja höfuðborg ber mik-
inn svip þessarar þjóðlegu
erfðar. Érevan er miðstöð iðn-
aðar og ménningar í landinu,
þar eru gíæsileg leikhús, hljóm-
leikasalir, háskólar, og þar er
eitt merkasta handritasafn í
heimi og heitir Matenadaran.
Við gerðum okkur ferð þangað
einn daginn og fengum að
skoða nokkra dýrgripina. Elztu
handritin eru frá fjórðu öld,
en þá eignuðust Armenar sjálf-
stætt stafróf; þau eru skráð
á sauðskinn og mörg mjög
fagurlega skreytt. Flest eru
Frá Sevanvatni, lífslind Armeníu
þeir atburðir sem enn er
minnzt með hryllingi, er Tyrkir
reyndu að tortíma Armenum á
vísindalegan hótt; þeir mjnrtu
hálfa aðra milljón manna, en
hundruð þúsunda björguðu sér
á flótta og tvistruðust um
heiminn; þeir búa nú víðsvegar
í Sovétrikjunum, í öllum hinum
nálægari Austurlöndum, í írak
.og. ísrael, í Sýrlandi og Liban-
on, í Frakklandi, Bretlandi,
Bandaríkjunum o.s.frv. og eru
alls 3,6 milljónir. Nokkrir Ar-
menar hröktust alla leið hing-
að til íslands á öðrum tug ald-
arinnar, eigruðu hér um sveitir
og leituðu á náðir góðra manna,
en ekki veit ég hvað um þá
varð. í þeim hluta Armeníu
sem heyrði til Rússaveldi urðu
harðvítug og blóðug stéttaátök
eftir styrjöldina, og Sovétar-
menía var ekki stofnuð fyrr
en 1920, öríútækt land og
hrjáðir, fáfróðir íbúar.
A' rið 1920 var höfuðborgih
Érevan, aðéins stórt sveita-
þorp; þar bjuggu 30.000 manna
í leirkofum. Nú er risin ný
stórborg með 400.000 íbúum,
sviphrein borg og sérkennilég.
Ermsk byggingarlist var fræg
um aldir, m.a. hafa ýms sér-
kenni kaþólskrar kirkjugerðar
á Vesturlöndum verið rakin til
ermskra áhrifa, en kristni tóku
Armenar í upphafi 4. aldar og
hafa löngum þótt sannkristið
fólk. M. a. segir Ari fróði frá
því að hingað til lands hafi
komið þrír ermskir biskupar
á 11. öld til að tryggja réttan
átrúnað, Petrus, Abraham og
Stefanus. Hvarvetna í Armeníu
handritin kirkjulegs eínis, og
þau hafa ekki verið lesin mik-
ið; það er ólíkt að sjá þau
og handritin okkar, margþukl-
uð og velkt. En einnig er
þarna að finna sagnfræðirit,
fornar bækur um stærðfræði,
heimspeki,. iæknisfræði. Safn-
ið er aðeins 35 ára gamált;
það var ein fyrsta tilskipun
hinnar nýju sovétstjórnar. 1^20
að. öllum handritum skyldi
komið fyrir á einum stað, en
áður voru þau tvístruð, í einka-
eign, söfnum, klaustrum og
kirkjum. Nú eru þafria 10.000
ermsk handrit og 700 á öðr-
um tungumálum, en alls er
talið að ermsk handrit séu
29.000, dreifð víðsvegar um
heim. 30 manns vinna þarna
að rannsóknum og útgáfustarf-
semi, en nú er verið að byggja
stórhýsi undir safnið og á þá
enn að fjölga starfsliðinu.
TC.ðra £$$ vvíí /n«s ,e.. . ... ::
Frá aöaltorginu í Érevan
'ér'". ...
Það er fróðleg staðreynd að
það skyldi verða eitt fyrsta
verk sovétstjómarinnar 1920
að hugsa um handrit, og ef-
laust hafa ýmsum fundizt önn-
ur verkefni nærtækari. En
Armenar eru mjög stoltir af
sögu sinni og fornri menningu;
hún er runnin þeim i merg og
blóð. Þeir eru ein af þeim
þjóðum sem ekki kunna að
samlagast öðrum; hvar sem
þeir eru búsettir halda þeir
siðum sínum, neita að láta
gleypa sig, og ef til vill er
þar að finna skýringuna á of-
sóknunum sem þeir hafa orð-
ið að þola. Slík þjóð gerir
stórbrotna list, og tónmenn-
ingu Jjessjjmv jjfagrlaggu . þjóðar
hafa tónskáldið f?'átsatúrjan o'g
söngvarinn lásit.sjan kjmnt
okkur á þáfín* hStt -a’ð seint
mun fymast. -Armenar eru há-
vaxnir menn, stutthöfðar, með
íbjúgt nef, svart hár og dökk
augu. þeix eru þokkafullir og
virðulegir . í fasi og búa yfir
þeirri fyTÍrhafnarlausu kurt-
eisi sem menningarþjóð er ald-
ir að tileinka sér.
f^ótt Érevan sé höfuðborg Ar-
meníu, iðnaðarmiðstöð og
menningarsetur, er hjarta
landsins á öðrum stað, 65 kíló-
metra frá höfuðborginni og
hærra uppi í fjöllum. Það er
stöðuvatn og nefnist Sevan,
1400 ferkílómetrar að flatar-
máli, og er talið hæsta fjalla-
vatn í heimi, 2000 metra yfir
yfirborði sjávar. Sevan er und-
irrót.þeirra stórfelldu umskipta
sem orðið hafa í Armeníu síð-
ustu áratugina, þangað sækir
þjóðin velmegun sína; það
lætur í té bæði raforku til
iðnaðar og áveituvatn sem
breytir þurri hásléttu í aldin-
garð. Þrjátíu ár renna i Sevan-
vatn en afrennslið er aðeins
eitt; meginhluti vatnsins guf-.
ar upp frá yfirborðinu. En
fallhæðin er mikil og þegar er
búið að reisa fimm miklar
rafstöðvar við þetta eina af-
rennsli milli Sevan og Érevn,
en þrjár í viðbót eru í gerð1
og er þá áin fullvirkjuð. Raf-
orkan hefur verið hagnýtt til
að koma upp stórfelldum iðn-
aði og auðvitað til aukir.na lífs-
þæginda; nú þegar er búið að
rafvæða allar borgir landsins
og 83% af sveitabyggðinni.
Eftir fáei/n ár verður raf-
magn í hverju húsi, og Ar-
menía er nú þegar eitt af
fremstu raforkulöndum heims
í hlutfalli við fólksfjÖlda.
En Armenum blæðir í aug-
um að meginhluti Sevanvatns
skuli gufa upp til einskis
gagns, og þeir vilja ekki sætta
sig við þá náttúrufræðilegtj •
staðreynd. Nú þegar hefur ver- '
ið gerð áætlun um að lækka
vatnið um 40 metra; ýfirborðið
verður þá aðeins brot af því
' sem • nú er • og - uppgufunin tak-
markast að sama skapi. Þegar
því verki er lokið verður meira
jafnvægi milli aðrennslis og
frárennslis og miklu rneira vatn
fæst til orkuvinnslu og á-
veitu.
Það er fagurt við Sevanvatn;
þar er maður kominn á úr-
komusvæði, kindur draga dind-
ilinn um kjarngott haglendi,
en risavaxin svefngrös kinka
kolli í fjallagolunni.
TTlrá Érevan blasir við hið
* helga fjall Armena, Ararat,
þar sem örkin hans Nóa strand-
aði forðum. Fjallið reynist vera
dímon, tveir tindar fagurlagað-
ir með jökulhettu, sá hærri
yfir fjögur þúsund metra hár.
Einn daginn ökum við niður á
við frá Érevan í átt að fjallinu,
hitinn pr nærri 40 stig og gol-
an er óþægilega heit inn um
opnar rúðurnar. Við ökum til
skiptis um eyðimerkur og ald-
ingarða og nemum loks stað-
ar í stóru samyrkjuþorpi
nokkra kílómetra frá tyrknesku
landamærunum rétt við rætur
Ararats. Nú stendur til að
kynnast búskaparháttum þar-
lendra manna.
Við göngum inn í reisulegt
hús, og þar tekur á móti okkur
hávaxinn maður, þreklegur og
fjörmikill; þetta er íormaður
samyr k j ubúsins Parísarkomm-
únunnar sem hér var stofnað
fyrir aldarfjórðungi. Hann býð-
Framhald á lO. síðu.