Þjóðviljinn - 06.09.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Einn af þeim glaepum sem löggjafar siðmenntaðra Jýð- ræðisþjóða líta alvarlegast á og leggja þyngstar hegningar við, eru tilraunir til að múta valdhöfum og embættis- mönnum. Sama máli gegnir um mútuþægni forráðamanna þjóðfélaga. Ef ég vildi kaupa mér ein- hver fríðindi h.iá ráðherra, sem útheimti misbeitingu þess valds er honum er trúað fyrir, og honum mundi ekki koma til hugar að veita, ef pening- ar væru ekki í boði, þá gæti enginn efazt um það, að ég hefði gert mig sekan um alvarlegan glæp, og ráðherr- ann um annan enn ógeðslegri og alvarlegri, ef hann brygð- ist trausti þjóðar sinnar og tæki við mútum. í flestum menningarlöndum er beitt þungum refsingum fyrir mútustarfsemi og mútu- gjafir, því það er á vitorði allra hugsandi manna, að sé slíkt látið viðgangast óáreitt verður það eyðandi þjóðfé- Jagsmein sem grefur um sig eins og krabbamein og lamar þjóðfélögin að lokum. Það væri óneitanlega gam- an að fá að heyra skýringu hæstvirts dóms- og tukthús- málaráðherra Bjarna Bene- diktssonar, og hins dómsmála- ráðherrans á íslandi, þess er ræður löndum og lögum á Keflavíkurflugvelli, á því í hverju munurinn er falinn á vanalegri mútugjöf og þeirri aðferð sem Bandaríkjamenn hafa notað hér á landi til að gera íslenzka valdhafa og mektarmenn sér háða og únd- irgefna, og koma þeim til þess að láta hernaðarlega hagsmuni Bandaríkjanna sitja í fyrir- rúmi fyrir lífi, velferð og heill íslenzku þjóðarinnar. Sjálfur fæ ég ekki komið auga á nokkurn mun á þessu tvennu, hvernig sem ég leita. Upphaf þess að ísland varð bandarísk herstöð, var það að Bandaríkjamenn fóru þess á Jeit við stjórn vora að fá leigða flota- og flughöfn hér á landi til 99 ára. Um það leyti voru þeir ekkert að breiða yfir þa staðreynd að ástæða þeirra til þessara tilmæla var sú, að efla hernaðarmátt Bandaríkjanna til sóknar og varnar, með því að kaupa hernaðarlega mikiivæga legu íslands fyrir offjár. Hversu stórkostleg sú leiga hefði get- að verið má marka af því að vitað er að Bandaríkin eru fús að leggja tugi billjóna til hernaðarframkvæmda á íslandi. Ríkisstjórn vor hafn- aði þessu leigutilboði af því að liún hafði ekki áhuga fyr- ir billjónum, er ættu að renna i ríkissjóð og til þjóðarinnar sem lreildar. Þá ákváðu Bandaríkjamenn í örvænt- ingu sinni að reyna þá glæpa- aðferð sem gefið hafði þeim góða raun við að beygja hálf- eða algerðar frumþjóðir í Suð- ur Ameríku og Kyrrahafi und- ir vilja sinn, og gera þær að einskonar hundingjum herja sinna. Þeir gripu til þess ráðs að gefa valdhöfum okkar og gæðingum þeirra kost á dulbúnum mútum, og þeim ekki skornum við nögl. Sem sé, þeir heimiluðu valdhöfun- um að taka tO sín gróðann af hersetunrii. og fara hönd- um um þau hundruð biiljóna sem kallað er að renni til varnarframkvæmda. Auk þess gerðu þeir valdhöfum okkar og sjálfum sér og sínum \'erk- takafélögum um Jeið þann mikla greiða að heíja þó yf- ir þau óþægindi sem því eru samfara að hafa opinberar fjárreiður sem 'almenningur getur fylgzt með. Þetta reyndist einmitt rétta ieiðin að Iijarta dómsmálaráð- herra vors, þáverandi utan- ríkismálaráðherra. í leit sinni að þekkingu í stjórnfræði hafði áhugi hans ekki hvað sizt beinzt að þeim stjórnarháttum er tiðkast í Suður Ameríku og þeim þæg- indum sem því eru samfara að vera valdhafi í þeim iönd- um sem þroski þegnanna er ekki meira en svo, og almenn- ingsálitið ekki kröftugra en það, að valdhafamir geta kom- sig af því, er vikið úr embætti hjá öllum siðmennt- uðum þjóðum nema Suður Ameriku, þar sem þroski fólks- ins er ekki beysnari en svo að mútugjafir eru þar dag- legt brauð sem engin hneyksl- ast ó. Mútur, þetta Ijóta, ógeðs- lega orð, er ritað þvers og kruss á alla veggi stjómar- ráðsins með gylltu, amrísku letri. Fínu letri, því hið ó- geðslega athæfi valdhafanna, hin ábatasama þrælasala þeirra á sjálfum sér til Banda- ríkjahers, hefur verið sett í fínar umbúðir og kallast land- vamir! Valdhafar vorir vilja ekki kannast við að fé það er þeir og gróðafélög þeirra taka við frá Kananum séu mútur. Verk- takafélög þeirra og fyrirtæki þau e;r fyjir atbeina dr. Krist- um þeirra, heldur raunveruleg- ur vilji til að vernda þjóð vora frá hönnungum styrjalda, þá mundu þeir ekki láta Það viðgangast að engu af þeim tvö hundruð billjónum sem svo á að heita að hafi verið varið til „íslenskra landvarna" væri varið til þess að gera samskonar almenifingsvarnar- ráðstafanir og tiðkast i landi verndara vorra. Ekkert skeytt um undirbúning á burtflutn- ingi fólks í st.yrjaldarbyrjun eins og þar. Engum birgða- skemmum komið upp utan hættusvæðanna osfrv. Svo mjög hefur Bandaríkja- mönnum tekizt að villa og trylla valdhafa vora að þeir láta sér í léttu rúmi liggja hvað yrði um íslenzku þjóð- ina í hugsanlegri styrjöld. Þeir eru alveg kaldir fyrir því að öllum mannskapnum Þórður Valdimarsson, þjóðréttarfræðingur Mektarmenn og mútur izt upp með hvað sem er, jafnvel það að hirða sjálfir gróðann af að leigja náttúru- auðæfi lands síns eða hern- aðarlegt mlkilvægi þess, sem auðvitað ætti að renna til þjóðarheildarinnar. Bjami Benediktsson lagði á ráðin um það hvernig Banda- ríkjamenn skyldu haga her- töku sinni á íslandi. Vopnið skyldi vera kröftugra en byssa — dalir í stórfúlgum. Hið fláráða lokabragð hans heppnaðist það vel að nú þjónar ríkisstjóm íslands tveim herrum, öðrum íslenzku þjóðinni, að nafninu til, rétt til þes að sýnast, í von um að geta með því varðveitt völd sín. Hinum húsbóndanum, bandaríkjaher, þjónar hún svo dyggilega að hún lokar augunum fyrir þeirri viður-r kenndu tortímingarhættu sem því er samfara að vera atóm- stöð í kjamorkustríði. Svo mjög hafa íslenzkir valdhaf- ar heillazt af utanríkispóli- tík Bandaríkjanna, sem er op- in bók — opin bankabók — að hún er með öllu tilfinnipga- laus fyrir afdrifum íslend- inga í kjarnorkustriði, enda mun hún hugsa sér að sleppa sjólf við ósköpin með því að koma sér í burtu í stríðsbyrj- un. Svo grátt hefur almætti dollarans Ieikið þjóð vora. Slíkum árangri má ná með því að bera fé á ríkisstjórnir, þvi hermangaragróðinn, sá op- inberi og sá dulbúni og faldi, er ekkert annað en mútur lagalega og þjóðréttarlega séð. Mútur, ljótt orð og ógeðs- legt, að áliti sómasamlegs fólks. Orð tengt lítilsigldum samvizkusnauðum mönnum, dauðum úr öllum æðum rétt- lætiskenndar, ærukærleika og ábyrgðartilfinningar. Orð er táknar hugtak sem er fy.rir- litið af öllum siðmenntuðum þjóðum. Svo hatað að ráðherr- um og embættismönnum sem liggja undir grun um að þiggja mútur og geta ekki breinsað ins og Bjama Beriediktssonar hafa haft einkarétt á því að hirða stórfelldan gróða af þeim tvö hundruð billjónum sem oss er tjáð að bandaríska flugstöðin hafi kostað, segja gerðir sínar sprottnar af föð- urlandsást og fúllyrða að þar sé aðeins að ræða um eðlileg viðskipti. Þeir menn sem glæpast á að trúa þvi eru ó- islenzkir að viti, enda munu þeir fáir nú orðið, og þeim fer fækkandi. Hver einasti hugsandi fs- lendingur, jafnt íhaldsmenn, Framsóknarmenn, Þjóðvarnar- menn sem sósíalistar og Al- þýðuflokksmemr vita að ef að það væru ekki hinir gildu fjársjóðir sem valdhafarnir og gæðingar þeirra fá til að skipta á milli sín sem stjórnuðu gerð- hér á landi, allri þjóðinni, konum, börnum og gamal- mennura yrði fórnað á altari ameríska gullkálfsins og ame- rískrar hernaðarnauðsynjar. Þegar svo atómeldurinn færi um Suðurlandsundirlendið gæti Bjami Benediktsson refsi- málaráðherra, staddur hátt í lofti í flugvél á leið til Banda- ríkjanna, breitt út sinn feita faðm á móti eldinum eins og sálufélagi hans Nero forðurn á móti eldhafi brennandi Rómaborgar, og sagt sem hann. „Sko hvað ég gerði“. og dr. Kristinn Guðmundsson gæti tíst að baki hans: „Ég líka“. Það er mála sannast að það eru ekki menn með skaphöfn Neros ■— hans sjúka valda- og ofsóknarlöngun, hans þorsta eftir spillingu og þjóðfélags- roti sem hið unga og nýend- urreista íslenzka lýðveldi þarfnast. Ef það ber ekki gæfu til að losa sig hið fyrsta við valdhafa sem eru þannig gerðir að þeir telja það sína vitsmuni að leika á þjóð sína, ljúga að henni og dulbúa mútuþægni sína sem föðrir- landsást og þjónustu við al- menningsheill, þá er íslenzka þjóðin feig, og dæmd af skeytingarleysi sínu til að hverfa úr tölu frjálsra þjóða. Það vantar ekki að með- limir ríkisstjórnarinnar tali fagurlega um ást sína á hug- sjón lýðveldisins, en þeir eru ófáanlegir til að sýna hana í verki með því að fallast á i að fram verði látin fara þjóð- aratkvæðagreiðsla um það. hvort meirihluti þjóðarinar sé því samþykkur að ísland verði um aldur og ævi amerísk flug- og flotastöð. Vilji þjóðarinnar í þessu máli á og þarf og má til með að koma í Ijós með beinni atkvæðagreiðslu. Ef meiri- hluti þjóðarinnar kýs sér að herinn verði látinn hverf,a af landi burt eins og hann ef- laust mundi gera þá er það lýðræðisleg skylda ríkisstjórn- arinnar að segja upp her- verndarsamningnum hið bráð- asta. Ef svo ólíklega vildi til að þjóðaratkvæðagreiðsla leiddi í Ijós að þjóðin. vildi áframhald- andi hersetu þrátt fyrir þá hættu, smán og sjálfstæðis- skerðingu sem því er samfara, mundu vinstrimenn taka fuílt tillit til vilja meirihlutans,, beygja sig fyrir honum og framkvæma hann ef þeirn væri trúað fyrir því að fara með ríkisvald. Því vilji meiri- hlutans á að ráða og ríkis- stjórn ber að framkvæma hann, jafnvel þótt henni sé það um og ó og þótt svo húm sé í andstöðu við hann. Að sjálfsög'ðu mundi vinstristjóra undir slíkum kringumstæðurn Framhald á 10. siðu Vonn KpímcmpíctíirQnn* 1 tondskeppni Bandaríkjanna og Sovétríkjanna T llCllllðlllClðlal ollll* { skák vann Reshevskí fyrstu skák sína við heimsmeistarann Botvinnik; en hinar þrjár urðú jafntefli. Hér sést Reshevskí (sitjandi til hcsgri) skýra vinningsskrák sína fyrit sovézkum áhugamönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.