Þjóðviljinn - 06.09.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.09.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. september 1955 IIIÖOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurnn — V- Tíminn fagnar ,erfendu framlagi* * Það var hér á döguirum að Tíminn minntist á landshöfn- ina í Njarðvík, og fagnaði því mjög að nú yrði sú höfn byggð fyrir erlent framlag. Fyrst svo sé finnst Tímanum engin á- streða til að amast við því þó þetta erlenda framlag kosti það að lartdshöfnin í Njarðvík yrði -uppskípunarhöfn fyrir Kefla- víkurflugvöll". Engan undrar þó þeir Tíma- menn eigi dálítið bágt með að skilja tilgang nýsköpunarfram- kvæmda eins og landshafnar- innar í Njarðvík. En hitt mætti ætla ‘jað hvert blað sem vill láta kalla sig íslenzkt, fyndi eitt- ihvað við það að athuga að þetta mikla hafnarmannvirki líts'erðarinnar hér við Suð- vc'turiand verði gert að upp- skinunarhöfn fyrir stóra er- lenda herstöð. Hér, eins og oft- ar. kemur Tíminn fram eins og væri hann málgagn hins er- le ida hemámsliðs, sem liti á það sem hlutverk sitt að verja kröfur þess á hendur Islend- ingum og afsaka þær. Tíminn hefur tekið svipaða af- stöðu til ásælni erlendra auð- fé’aga í fossaafl landsins. Að- almálgagn Framsóknarflokks- ins hefur talið það ánægjuefni, ef takast mætti að opna erlendu auðmagni leið að stórvirkjun- um hér á landi og iðnaði í sam- bandi við þær, og virðist ekkert hafa við það að athuga þó er- lendum auðfélögum væri með því gefið stórhættulegt tangar- hald á atvinnulífi Islendinga. Hvað eftir annað hafa fulltrú- ar Sósíalistaflokksins, innan þings og utan, sýnt fram á hví- lík hætta stafar af því að gefai erlendum auðhringum slíkt tangarhald á auðlindum íslend- inga, enda hefur tekizt að hindra til þessa að fallvötn landsins væru seld erlendum auðfélögum á leigu. Og það mun Tíminn reyna, að hann kemst ekki langt með þá röksemd að íslendingum sé ó- kleift að reisa, án tilstyrks bandarískra hemaðarfram- framkvæmda, þau mannvirki sem atvinnuvegirnir mest þarfn- ast. Séu nýttir þeir miklu fram- leiðslumöguleikar sem íslenzka þjóðin hefur, einmitt vegna ný- sköpunarframkvæmdanna, og þeir markaðir sem íslendingum bjóðast, geta Islendingar sjálf- ir hæglega kostað þau mann- virki sem þeim er brýnust þörf á vegna framleiðsluatvinnuveg- anna. Það þarf ekki að selja íslenzkt land undir bandariskar herstöðvar til þess að koma upp stórvirkjunum og stóriðju á Islandi. Það þarf heldur ekki handariskt mútufé til að byggja landshöfnina í Njarðvík. Til þess þarf einungis einbeitingu íslenzks vinnuafls og f jármagns að framleíðslustörfunum, og rikisstjórn sem hefur einungis hagsmuni íslendinga að leiðar- hnoða. Margir Framsóknar- menn hafa þegar lært þau sann- indi. Svo gæti farið að Tíminn yrði að læra þau líka. J Islenzk bókagjöf tll há- skólans í Varsjá Varsjármótið var meira en vináttufundur og dansleikur — það var líka menningar- tengsl. Þar voru til dæmis haldnir tveggja daga umræðu- fundir um bókmenntir, nánar tiltekið um mannhygð í klass- ískum bókmenntum og áhrif hennar í nútímabókmenntum. Þátttakendur í þessum fund- um voru prófessorar frá ýms- um löndum, en þó fyrst og fremst stúdentar í bók- menntasögu og aðrir æsku- menn sem áhuga hafa á þeirri grein. Af Islands liálfu tóku þátt i fundunum þeir Hallfreður Örn Eiriksson og Amór Hanníbalsson. Hinn fyrmefndi afhenti í funda- lok háskólanum í Varsjá veg- lega bókagjöf frá nokkmm íslenzkum bókaútgefendum, og hef ég innt hann nánari frétta af því. — Þetta voru samtals 25 bindi valinna bóka frá ýmsum útgefendum sem okkur var falið að afhenda háskólanum í Varsjá, svarar Hallfreður. Eg skal nefna þessar: Njáls- sögu, Heimskringlu, Þjóðsög- ur Jóns Ámasonar, íslenzk- enska orðabók eftir Geir Zoega, Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum, Vorkalda jörð eft- ir Ólaf Jóhann, Bréf til Lám og Sálminn um blómið eftir Þórberg, 6 bindi eftir Kiljan — þar á meðal Sjálfstætt fólk og Gerpla; Landnáma- bók, Sagnakver Skúla Gísla- sonar, íslenzku teiknibókina eftir Björn Th. Bjömsson. Eg afhenti þessar bækur fulltrúa háskólans að loknum bók- menntafundunum, sem haldn- ir voru í húsakynnum heil- brigðismálaráðuneytisins, en siðar barst okkur þakkarbréf frá Margaret Schlauch, pró- fessor í enskri málfræði við Varsjárháskóla. Hún er mikill unnandi íslenzkra fornbók- mennta, eins og fram kemur í bréfi hennar, þar sem segir meðal annars: „Þessi gjöf er mér persónu- lega sérstakt gleðiefni, þar sem könnun fornra íslenzkra bókmennta hefur lengi verið tengd rannsóknum mínum á enskri málfræði og bókmennt- um miðalda, og væri mér tor- velt að svara því hvomm þeirra ég ann meira. Eg vona að mér gefist í framtíðinni tækifæri til að tengja þessar tvær greinar enn nánar i starfi mínu. Sögu hinna tveggja þjóða: Islands og Pól- lands, svipar saman um ýmsa hluti; og mætti það verða til að efla gagnkvæman skilning þeirra. Gagnkvæm þekking á bókmenntum þeirra mætti einnig auðvelda þann skilning. Háskólabókasafnlð í Varsjá er nú 25 íslenzkum bókum ríkara en áður Fyrir þvi hafa verk nútíma- höfunda islenzkra eins og Laxness, svo og orðabók Zo- ega, mikið gildi fyrir okkur hér, ekki síður en Landnáma- bók, Heimskringla og Njála er ég fagnaði svo mjög að sjá í gjöf yðar“. — Geturðu sagt okkur eitt- hvað fleira um Margaret Schlauch ? -— Hún er fædd í Ameríku, af pólsk-írsku foreldri. Hún er mikill málfræðingur og var um skeið prófessor í ensku við háskólann í New York. En þegar ofsóknimar gegn frjálslyndum mennta- mönnum hófust í Bandaríkj- unum nokkru eftir stríðslok hvarf hún úr landi og varð skömmu síðar prófessor við Varsjárháskóla. Hún hefur lært fomíslenzku svo vel að hún les fornritin reiprennandi. Þekkingu hennar á fomum bókmenntum okkar má meðal annars marka af þvi að hún hefur skrifað heila bók um íslenzkar riddarasögur: Ro- mance in Iceland; telja marg- ir þá bók hina beztu er rituð hefur verið um það efni, t. d. mælti Sigurður Nordal mjög Hallfreður Öra Eíríksson með henni við nemendur sína í háskólanum. Við Varsjár- háskóla er enginn sérstakur kennslustóll í norrænu, en síðustu árin hefur Margaret Schlauch kennt nokkrum stúdentum fomnorræna mál- fræði í einkatímum; — af þessum ástæðum öllum var henni falið að þakka i nafni ■háskólans hina veglegu gjöf íslenzkra útgefenda. — Hafa Pólverjar þýtt eitt- hvað af islenzkum bókum á síðkastið ? — Nei; en nú munu þeir hafa áhuga á að gefa út skáldsögur Halldórs Kiljans, en ekki kann ég að greina nánar frá því. Eina smásögu eftir Halldór Stefánsson rakst ég á í pólsku bókmenntablaði; það var allt og sumt. Hins- vegar eiga þeir gamlar þýð- ingar á einhverjum Islend- ingasagna og Sæmundareddu. — Hvað viltu segja okkur um bókmenntafundi Varsjár- mótsins ? — Þeir stóðu tvo daga, og tóku þátt í þeim um 150 manns af 40—50 þjóðemum. Fyrri daginn flutti prófessor Zurowski langan og ýtarlegan yfirlitsfyrirlestur um efnið, en síðan töluðu einstakir þátt- takendur um höfunda í sínu landi. Seinni daginn var þátt- takendum skipt í 4 hópa. 1 einum var rætt skáld- sagnagerð, í öðmm um ljóða- gerð, þriðji hópurinn var helg- aður leiklist, hinn f jórði blaða- mennsku. Við Amór vorum í skáldsöguhópnum. Eg talaði þar um áhrif íslendingasagna í verkum Halldórs Kiljans Laxness og í Gerplu sérstak- lega, hvernig friðarhugsjón Islendinga hefur náð mestri túlkunarhæð í Gerplu. Eftir hádegi síðari daginn komu allir þátttakendur saman á ný, til sameiginlegs fundar. Þá Framhald á 11. síðu. Bjara! neitaði Krístni um opinbera rannsókn á starfsemi Flugv.-blaðsins Tongslin milli SjálfstœBisflokksins og njósnadeildar hersins þola ekki dagsljós Tíminn skýrir svo frá í gær aö Bjami Benediktsson dómsmálaráðherra hafi neitað aö fyi'irskipa opinbera rannsókn á starfsemi Flugvallarblaðsins á Keflavíkur- flugvelli, þrátt fyrir beiöni Kristins Guömundssonar ut- anríkismálaráðherra. Talið er að Flugvallarblaðið sé gef- iö út sameiginlega af Sjálfstæðisflokknum og njósnadeild hersins, og um það hefði réttarrannsókn að sjálfsögðu snúizt að verulegu leyti. Það var upphaf þessa máls að Flugvallarblaðið birti mjög svæsnar árásir á Kristin Guð- mundsson utanríkisráðherra og lýsti yfir því að hann væri er- indreki Rússa og hefði það verk- efni sérstaklega að koma njósn- urum Rússa í störf á Kefla- víkurflugvelli. Af þessu tilefni fyrirskipaði ráðherrann réttar- rannsókn gegn Flugvallarblað- inu, þar sem hann átti að fara með dómsmál á Keflavíkurflug- velli. En skömmu síðar gerðust þau tíðindi að Hæstiréttur kvað upp úrskurð þess efnis að það væri lagabrot að Kristinn Guð- mundsson færi með dómsmái á Keflavíkurflugvelli, hefði rík- isstjómin svikizt um að ganga lÖglega frá skiptingu ráðu- neyta —; og þóttust menn menn þekkja þar fingraför Bjarna Benediktsspnar; fyrr- verandi prófessors í lögum! Af þessum ástæðum varð málatil- búnaður Kristins ólöglegur, og á meðan ríkisstjómin var að ganga frá bráðabirgðalögum til að gera dómsvald Kristins lög- legt á Keflavikurflugvelli, gengu Flugvallarblaðsmenn formlega frá stofnun hlutafé- lags sem hafði aðsetur i Kefla- vik — á dómsmálasvæði Bjaraa Benediktssonar! ★ Bjarni neitaði. Samkvæmt frásögn Tímans í gær hefur Kristinn þá snúið sér til Bjama samráðherra síns og beðið hann að halda málinu áfram, en Bjami þverneitaði. Vildi hann að sjálfsögðu fyrir alla muni forðast að tengslin milli Sjálfstæðisflokksins og njósnadeildar hersins yrðu rannsökuð fyrir rétti og hikaði ekki við að neita Kristni um lögleg réttindi í því skyni. Jafn- gildir þetta því að Bjarni Bene- diktsson lýsi' yfir fullu sam- þykki við þá skoðun Flugvall- arblaðsins að dr. Kristinn sé erindreki Rússa og hafi það verkefni að koma njósnumm. Rússa í störf á Keflavíkurflug- velli!! ★ Fáni Helga S. Frásögn sína af þessum lær- dómsriku erjum helminga- skiptanianna endar Tíminn á þessum orðum: „Flugvallarblaðið er óvé- fengjanleg sönnun þess, hve lítið er að marka drengskapar- hjalið í Morgunblaðinu. Það er Flugvallarblaðið sem speglar hinn raunverulega drengskap forkólfa Sjálfstæðisflokksins. Það er hið óljúgfróða vitní um drengskap þeirra í stjórnarsam- vinnunni. Það er jafnframt ó- tvíræð vísbending um það, að þótit Sjálfstæðisflokkurinn sé undir lýðræðisfána nú, þá myndi það verða fáni Helga S. og hans nóta, er yrði dreginn að hún, ef Sjálfstæðisflokfcur- inn ætti einhvém tíma að eiga það eftir að ráða einsamall.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.