Þjóðviljinn - 06.09.1955, Blaðsíða 9
r
ÍK ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl FRtMANN HELGASON
__________________
Frjálsíþróttakeppniii í Varsjá
5. 09 síðasti dagui: Chromik sigraði í 5000 m hlaupinu, Iharos varð
annar, Kovacs þriðji en Zatopek varð að láta sér nægja 6. sætið
Laugardaginn 6. ágúst.
í dag, á síðasta degi móts-
ins var enn eitt heimsmet sett,
var það í 400 m hlaupi kvenna.
Var það þýzka stúlkan Ulla
Donath að verki. Hið nýja met
er 54,4 sek. hið gamla 55,0 sek.
Einnig var keppt í maraþon-
hlaupi, spjótkasti, 1500 m
hlaupi, og siðast en ekki sízt
í 5000 m hlaupi.
Kúluvarp kvenna:
Kúluvarp kvenna vann
heimsmethafinn Zybina auðveld-
sigraði í 800 m hlaupinu en
beið ósigur fyrir þýzku stúlk-
unni Donath í 400 m hlaupi.
lega, var um y2 m á undan
þeirri næstu.
Úrslit:
1. Zybina, Sovét. 15,43 m
2. Dojnikova, Sovét 14.91 —
3. Luettge, Þýzkal. 14,12 —
1500 m lilaup:
1 þessu hlaupi voru saman-
komnir mjög góðir hlauparar,
þ. á. m. Tabori Ungv. (3,43,8),
Rozsavölgyi, Ungv. (3.42.2),
Hermann Þýzkal. (3.44.4), Ber-
es Ungv. (3.45.8) og Jung-
wirth Tékk. Tölurnar í svigun-
Um eru þeir tímar sem ofan-
greindir hlauparar hafa náð
beztum í sumar.-
Beres tók forústuna, og fór
mjög geyst (400 m 55,8). Þar
á eftir kom Tabori, Hermann
og Pólv. Lewandowski. Röðin er
öbreytt eftir 800 m (1.55.8),
1000 m voru hlaupnir á 2.26.8.
Nú er Rozsavölgyi kominn í
fyrsta sæti og þegar hringt er,
einn hringur eftir, eru Ungv.
tveir fremstir, Tabori og
Rozsav. Þegar 200 m eru eftir
þýtur Rozsav. framúr, auðsjá-
anlega staðráðinn í að sigra,
en Tabori sem hafði dregizt
nokkra metra aftur úr, tekur
mjög glæsilegan endasprett,
hristir Hermann af sér, en
hann hafði verið kominn upp
að hlið hans, og skýzt fram
fyrir Rozsav. nokkra metra frá
marki.
Timinn í þessu hlaupi var al-
veg - sérstaklega glæsilegur, og
líklega hefur aldrei náðst svo
jafngóður tími í nokkru 1500
m hlaupi.
W
Úrslit:
1. Tabori, Ungv. 3.41,6
2. Rozsavölgyi, Ungv. 3.42.0
3. Hermann Þýzkal.
þýzkt met 3.42,6
4. Lewandowski, Pólland
pólskt met 3.45,0
5. Okorokoff, Sovét.
rússneskt met 3.45,6
6. Rintzenhein Þýzkal. 3.46,4
Spjótkast karla:
Meðal keppenda í þessari
grein var Evrópumeistari Sidlo.
Sidlo hefur ferðazt og keppt
víðsvegar um heim í sumar, og
aldrei tapað í keppni. Hafa all-
ir hans vinningsárangrar verið
frá 77 m — 80 m. Hann vann
einnig þessa keppni auðveldlega
og voru öll hans köst yfir 77
m; eitt var ógilt (það lengsta).
Úrslit:
1. Sidlo, Póll. 77,93 m
2. Gorszkoff, Sovét. 75.02 —
3. Kuzniekoff, Sovét. 72,08 —
4. Walczak, Póll. 70,69 —
400 m hlaup kvenna:-
I þessu hlaupi setti þýzka
stúlkan Donath nýtt heimsmet.
Otkalenko frá Sovét hafði for-
ustuna 300 m af hlaupinu en
varð þá að láta í minni pokann
fyrir Donath sem geystist fi'am
og sigraði að því er virtist,
létt og auðveldlega.
Úrslit:
1. Donath Þyzkal. heimsm. 54,4
2. Otkalenko, Sovét 55,5
3. Sicoe, Rúmeníu 56,0
4. Solopova Sovét. 57,1
Maraþonhlaup:
Eftir að hlaupararnir höfðu
yfirgefið völlinn fóru að berast
fréttir af þeim. Filin frá Sovét
hafði tekið forustuna og 5 km
voru hlaupnir á 17 mín. Eftir
10 km var Japani kominn i
fyrsta sæti og síðan Pólv. Aft-
ur koma fréttir eftir 15 km, þá
voru tveir Japanir í fremsta
sæti og síðan tveir Pólverjar.
Eftir 20 km ér Filin aftur kom-
inn í fyrsta sæti, tími 1.20.15.
Síðan berast engar fréttir meir,
enginn veit neitt fyrr en tveir
Rússar koma skokkandi inn á
völlinn langt á undan öllum
öðrum og fara sér í engu óðs-
lega. Þeir hlaupa rólega, sam-
hliða siðustu 400 metrana og
koma alveg hnífjafnir í mark.
Auðsjáanlega hafa þeir samið
um þetta sín á milli.
Úrslit:
1. Filin, Sovét 2:28:41.8 klst.
2. Griszaéff Sovét 2:28:42.0 —
3. Pechanek Tékk. 2:34:19.2 —
4. Meyer, Þýzkal. 2:35:41.0 —
5000 m hlaup:
Þetta var greinin sem allir
biðu eftir með mikilli eftirvænt-
ingu. Enda ekki furða þar sem
hér voru samankomnir flestir
beztu hlauparar álfunnar, þ. á.
m. Zatopek, Iharos, Kovacs,
Ullsberger, Zsabo o.fl. Persónu-
lega hélt sá, er þetta skrifar
að Iharos mundi sigra og lík-
lega setja heimsmet! I upphafi
hlaupsins tók Chromik forust-
una með Iharos í öðru sæti.
Var Chromik í fararbroddi
fyrstu 1000 metrana sem
hlaupnir voru á 2.46.0. Þá er
Pólverjinn Krzyszkowiak í öðru
sæti.
Eftir fjóra hringi fór Zato-
pek að láta á sér bæra og
hljóp rram úr, hélt forustunni
næstu tvo hringi ,en dróst síð-
an aftur úr.
Enn tekur Chromik forust-
una og er fyrstur tvo næstu
hringi. 3 km hlaupnir á 8.30.0
(tími Kúts í Bern 8.23.0). Nú
tekur Kovacs „litli" við og
hleypur í fyrsta sæti næstu tvo
hringi.
Pólv. Krzyszkowiak hafði
dregizt aftur úr, sömuleiðis
Zatopek. Hlaupa þeir nú nokk-
uð á undan í hóp Chromik, I-
Zybina
sigurvegari í kúluvarpi
haros og Kovacs. Skömmu síð-
ar bættist þriðji Ungverjinn í
hópinn, var það Zsabó.
Þegar einn hringur var eftir
er röðin Chromik, Iharos, Ko-
vacs og Zsabo.
Hlaupið er mjög hratt, og
þegar 200 m eru eftir ætlar
Iharos að fara framúr en
Chromik var ekki alveg á því
að gefa sig, tekur glæsilegan
endasprett og kemst í mark á
nýju pólsku meti og glæsilegum
tíma. Iharos varð að láta sér
nægja annað sæti, en hann er
Þriðjudagur 6. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (&
Pólverjinn Chromik kemur að marki sem sigur-
vegari í 5000 metra hlaupinu; SancLor Iharos,
Ungverjalandi, er 4-5 metrum á eftir honum.
skarpvaxinn náungi, hár og
myndarlegur og hefur alveg af-
burða fallegt hlaupalag.
Á meðan á síðasta hringnum
stóð voru lætin og hávaðinn
óskapleg. Áhorfendur sem flest-
ir voru Pólverjar, og ákaft
hvöttu Chromik, öskruðu og
kölluðu sem vitlausir væru. Eft-
ir að hlaupinu var lokið og vit-
að var um hina glæsilegu tíma
hlauparanna stóðu flestir áhorf
endur upp þ.e.a.s. Pólverjar og
sungu í kór ,,lengi lifi Chromik“
Tíminn í hlaupinu var alveg
sérlega góður, og líklega hefur
aldrei verið hlaupið glæsilegra
5000 m hlaup í heiminum.
Úrslit.
1. Chromik Pólland 13.55.2
pólskt met.
2. S. Iharos Ungverjalar.5.
13.56.6, ungverskt inet.
3. Kovacs Ungverjal. 13.57.6
4. Zsabo Ungverjal. 14.00.6
5. Krzyszkowiak Póll. 14.05.5
6. Zatopek Tékk. 14.11.4.
4X400 m boðhlaup.
Pólverjar voru fyrstir þrií.
fyrstu sprettina eftir tvo sprettí
voru þeir komnir nokkuð langí:
á undan en á þriðja spretti dnS
Lituéff, sem hljóp fyrir Rúss*.
nokkuð á, og þegar síðasti
Framhald á 11. síðu.
KSL vann Fram 3:0
Á sunnudaginn fór 13. leik-
ur Islandsmótsins fram hér á
íþróttavellinum. Skilyrði til
knattspymuleiks voru slæm,
rok, rigning og rennblautur
völlur. Bar leikurinn nokkur
einkenni af þessum aðstæðum,
og þó brá við og við fyrir á-
gætum tilraunum hjá báðum
liðum. Fram lék móti rokinu í
fyrri hálfleik, og náði þá mun
betri leik en undan veðrinu.
Tvö af þessum þremur mörk-
um sem KR-ingar settu voru
fyrir niistök eða réttara sagt,
það fyrra éftir misheppnáð út-
spark markmanns, en hitt
vegna bleytu knattarins sem;
markmaður missti inn. Þetta
var reynsla fyrir þennan unga
og efnilega markmann. Nú veit
hann að öruggara er að koma
knettinum út til hliðanna. Eins
þegar knöttur kemur þungur
og blautur, svo að teygja verð-
ur úr sér til að hafa hendur á
honum, þá er vissara að slá
hann burt fremur en grípa.
Síðari hálfleikur KR var oft
sterkur og héldu þeir oft uppi
mikilli sókn og það mun meiri
en Fram gerði. Það var því
engin tilvil jun að KR vann. Þeir
höfðu yfirleitt yfirhöndina í
leiknum. Þó tókst þeim ekki
að skapa sér opin tækifæri og
það þó þeir hefðu vindinn með
sér en þá kom til hraði Fram-
ara sem truflaði mjög lokaá-
tökin upp við markið, sem sé
skotin. Baráttuvilji Framliðsins
er mjög vaxandi, og hinir ungú.
menn þar virðast flytja hann
með sér, en það er sannarlega
að verða stór hópur, og ef a<$
líkum lætur ætti Frám að eiga
ungt og frískt lið eftir 1—2 ár„
Þó var það svo að í þessurn
ieik mæddi mest á HauJci
Bjarnasyni og Hilmari Ólafr-
syni. KR liðið var. svipaS
og venjulega, allt reyndir og
gamalvanir leikmenn sem í
þessum nokkurskonar úrslita-
leik Islandsmótsins léku öruggti
og hættu engu. Aftasta vöra
þeirra með Hreiðar sem bez:a
mann var traust og framverðif
virkir. Gunnar Guðmannsson og
Þorbjörn voru beztu mer.a
framlínunnar.
Þorlákur Þórðarson var dórq-
ari, og dæmdi vel.
Áhorfendur voru fáir endas
veður slæmt.
Nú eru tveir leikir eftir og
fer annar þeirra fram á sunn :-
dag. Er hann milli KR og
Þróttar. Eftir frammistöðui
Þróttar í mótinu eru litlar lík-
ur til að KR geri jafntefli eöa
tapi í þeim leik, svo gera ma
ráð fyrir að KR verði örugg-
lega íslandsmeistari 1955. Síð-
asti leikur mótsins er milli Vai3
og Víkings. |