Þjóðviljinn - 10.09.1955, Page 9

Þjóðviljinn - 10.09.1955, Page 9
Laugardagur tLO. jseptember <— 1. árgangur — 27. tölublað 4 JÁTNING Hér birtist eitt af þeim ljóðum, sem lesendur hafa óskað að birt yrðu. Ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Lag eftir Sigfús Halldórsson. Hann birtist mér í draumi sem dýrlcgt ævintýr hver dagur, sem ég lifði í návist þinni. Svo morgunbjört og fögur í mínum huga býr hver minning um vor sumarstuttu kynni. Og ástarljóð til þín verður ævikveðjan mín, er innan stundar lýkur göngu minni. Þá birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr hver dagur, sem ég lifði í návist þinni. Danslagavalið Fjórir bréfritarar sögðu í síðustu viku frá þremur eftirlætislögun- um sínum. Frestur til l'. október. Þá verður talið. Hvaða dans- og dægurlög skyldu vera vinsælust meðal lesenda Óskastundarinnar? Pósthólíið Steinar J. Lúðviksson Ytri-VölJum, Vestur- Húnavatnssýslu óskar eftir að komast í bréfa- samband við unglinga á aldrinum 13—16 ára. Var stór, þegar hann varð stór María: Sá er nú orðinn langur í loftinu og mikill hann sonur hennar Hild- ar. Halla: Já, fyrr má nú vera, og hann sem var syo lítill, þegar hann var lítill. Ráðningar á heilabrotum í síðasta blaði. Gátan: Símastaur. Talnaskrifíin: 12345 t= svell; 2345 = vell, 345 = ell. Heilabrot Gáta: Hver fellur á hverjum degi ævi sinn- ar? Hverjir erum við? Við erum 13 bræður: 1 er í vatni, 2. í ám, 3. í eldi, 4. í vindi, 5. í ís, 6. í mold, 7. í sjó, 8. í urð, 9. í búri, 10. í lyngi, 11. í ýlustrái, 12. í bæ, 13. í fjöllum. Hverjir erum við? Brúna káp&n Framhald af 1. siðu. hún hafði farið í ný- lega með Birgittu. Vesalings brúnu káp- unni leiddist þetta af- skaplega mikið, henni þótti líka svo leiðin- legt að vera ekki til meira gagns, það var sannarlega ekki gaman að hanga þarna og gera ekkert annað en hlusta á hinar kápumar. Stund- um þegar græna kápan kom heim úr skólanum og fór að segja frá þvi, að hún hefði séð litlar stelp- ur, sem ekki áttu nema rifnar, skjóllitlar kápur, sökkti brúna kápan sér niður í dagdrauma um það, að ef til vill kæm- ist hún einhverntíma til telpu, sem mundi nota hana á hverjum degi og að þá gæti hún orðið til jafnmikils gagns og áður. (Niðurlag í hæsta blaði) ttgefandi: Þjóðviljinn - Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss - Pósthólf 1063. Brúna kápan Ævintýr eftir Huldu í Holti (13 ára) Stóri, guli fataskápur- inn var troðfullur af fötum. Það voru kjólar og kápur og frakkar í röðum. Á hillunni fyr- ir ofan fötin lágu marg- ir hattar, en fyrir neð- an voru skór og skó- hlífar í tugataii. Úti í einu horninu á skápn- um voru 3 kápur, sem Birgitta litla átti. Ein kápan Var rauð og var skreytt með dökkbláu flaueli og fínum gyllt- um hnöppum, — þetta var sparikápan hennar Birgittu. Hún var af- skaplega montin og kunni ótal sögur um fín- ar afmælisveizlur, jóla- böll og fleira, sem hún hafði farið í með Birg- ittu. Önnur kápan var græn með stórum loð- kraga og brúnum hnöpp- um. Það var skólakáp- an. Þá sjaldan að hún komst lað fyrir rauðu kápunni, sagði hún rnargar skemmtilegar sögur úr skólanum, þar voru margir krakkar og þar átti hún oft tal við aðrar skemmtilegar skólakápur. En 3. káp- an var gömul brún kápa með samlitum hnöppum og kraga, sem Birgitta var eiginlega alveg hætt að nota. Gamla brúna kápan kunni líka sögur frá þvi að hún var alveg ný og Birgitta fór með har.a í skólann, í afmælis- veizlur og á fleiri staði, því að þá átti Birgitta ekki nema eina kápu. En hún komst aldrei &3 til iað segja frá þessunt endurminningum sínum, því að þegar hún byr;- aði að segja frá fór græna kápan alltaf a? geispa og ræskja sig, cg og rauða kápan þuriti þá endilega að segj.a frá einhverju ferðalagi, sert Framhald á 4. síðe Frá verðlaunasamkeppninni Mioniiigar úr Dalasýslu Eftir Ásdísi Egilsdóttur (8 ára) Reykjavik Þegar ég var 6 ára ] minni vestur í Saurbs var ég í sveit hjá ömmu I í - Sr tír Dalasýslu Dalasýslu. Fór ég ferðalag uin sveitina og heim- sóttum við konu, sem kenndi 5 barnaskóla sveit- arinnar. Hún átti ofurlitla kett- linga, sem voru svo litlir, að þeir gátu setið í lóf- anum á mér. Þeg- ar við fórum þaðan, ætluðu ’ Framhald á 3. síða. A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI FRÍMANS HELGASON Akranes vann Laugardagur 10. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN (9 Það mátti sjá á fjölda áhorf- enda sem kominn var kl. 7 á virkum degi í septémher að áhugi var fyrir leik þessum. Á þessum tíma munu aldrei jafn- margir áhorfendur hafa verið á vellinum. Munu þeir hafa verið yfir 3000. Hefur þar mestu um ráðið að sjá hina nýju menn sem leika eiga í 1. deild næsta ár, í keppni við það liðið sem hefur sýnt bezta leiki hér í sumar og nýtur mikilla vinsælda, sem sé Akra- nesliðið. Og svo hinsvegar vin- sældir Friðriks Ölafssonar, skáksnillings sem átti að fá á- góðann af leiknum. Þegar leik- menn komu inn á leikvanginn, gengu iþeir fyrir stúku og skip- uðu sér í röð. Gekk Friðrik til þeirra með sínu kunna yfir- lætisleysi og heilsaði leikmönn- um með handabandi. Því má skjóta hér inn í að þar sem þessi ungi skákmeist- ari var raunverulegur heiðurs- gestur knattspymumanna, hefði verið viðeigandi að ein- hverjir af forustumönnum knattspymunnar úr Reykja- vík hefðu verið Friðrik til sam- lætis í stúkunni. — Það verður varla annað sagt en að Akureyringar hafi stað- ið sig vel í „generalprufunni“ í 1. deild. Til að byrja með kenndi þó nokkurs taugaó- styrks hjá liðinu, sérstaklega vörninni og urðu nokkur mis- tök af þeim sökum sem þó komu ekki að sök þó litlu munaði í nokkur skipti. Þó vora það Akureyringar sem skoruðu fyrsta markið á 7. mín. Var það vinstri innherji Hreinn Öskarsson, með föstu liverjandi skoti. En varla er liðin nema hálf mínúta þegar Þórður Jónsson skorar eftir góðan samleik Akraness. Næstu 15—20 min. skeður lítið. Ríkarður á þó 'gott skot en Einar ver vel. Á 23. mín á Hreinn Óskars gott skot en Hilmar ver. Akureyringar virð ast ekki ná samleik, ekki finna hvern annan. Þó Akumesingum tækist ekki að skora, höfðu þeir leikinn í hendi sér, og á næstu 10 mín. leika Skaga- menn sér að norðanmönnum og gera margt fallegt í eam- leik og hvað leikni og stað- setningar snertir og skora þrjú mörk. Það fyrsta á 26. min., Halldór Sigurbj. spyrnir langt fram til Þórðar sem er þar og leyfir sér að stöðva knött- inn við markteig og skjóta ó- verjandi. Arngrímur Kristj. var of framariega. Aimað markið kom á 27. mín. Halldór einleikur fram, Þórður Þ. skiptir við Halldór og fær knöt.tinn frá Halldóri sem tekur stöðu Þórðar. Þórð- ur gefur Halldóri knöttum og knötturinn situr í neti norðan- manna eftir hörkuskot. Á 33. mín. eru það þeir Sveinn Teits., Ríkarður og Þórður Þ. sem leika gegnum vörn Akur- eyringa og Þórður Þ. skorar. Höfðu Skagamenn milda yfir- burði það sem eftir var hálf- leiksins án þess þó að þeim tækist að skora fleiri mörk. Akureyringar ná tökiun á síðari hálfleik. Við áhorfendur gerðum ráð fyrir að Akranes mundi halda áfram í sama ,,dúr“ og í fyrri hálfleik. En svo brá við að nú voru það Akureyringar sem smátt og smátt tóku forustu um gang leiksins, og það voru þeir sem skoraðu þetta eina mark sem gert var í hálfleikn- um. Var það Tryggvi Georgs- son sem skoraði á 12. mín. Tóku norðanmenn nú að finna hvem annan og leika meir saman en áður og það með töluvert miklum hraða og ým- ist löngum sendingum út á jaðar vallarins eða stuttum samleik fram miðju. Að sama skapi losnaði leikur Akraness úr böndum. Menn tóku að ein- leika og var Ríkarður þar fremstur í flokki og missti fjöldamarga knetti. Halldór lej’fði sér líka sýningar, „sen- ur“ sem höfðu miður heppileg áhrif á samherjana. Var á- stæðulaust fyrir Halldór að „punta“ upp á leik sinn með þessum aðferðum eftir jafn- góðan fyrri hálfleik og hann átti. Fyrir það hvað þeir Skagamenn héldu knettinum lengi fengu þeir ekki þennan fljótandi hraða samleik sem hefur veitt þeim stærstu sigr- ana hingað til, eða eins og þeir léku síðari hluta fyrri hálfleiks. Aftasta vöm Akraness átti raunar lengi í vök að yerjast og fékk þó oft góða aðstoð frá Guðjóni og Sveini Teits. Mæddi þar mjög á Kristni Gunnlaugssyni, er hann sterkur en ekki að sama skapi laginn, og spyrnur hans of háar. Er honum nauðsyn að laga þann ágalla. Jón Leós hefur ekki tekið þeim framföram í sumar sem gera hefði mátt ráð fyrir effc« ir fyrsta leikinn, en hann vae bezti leikurinn hans í sumar, Lið Akureyringa. Sem heild lofar lið þetfca. góðu. Það vantar sýnilega lei reynslu. Þeir eru yfirleifct fljótir og nokkuð leiknir. Þelff hafa gott auga fyrir samleiíc og opnum í leik. Þeir léka með innherjana frammi en m:5- herjinn lék fyrir aftan þi, Þetta skipulag útfærðu þe:f allan tímann með töluverð :i nákvæmni og gefur það t:l kynna að skipulag í liði þeirra. hafi náð töluverðum þrosk. Það verður ekki sagt að „gafc' sé til í liðinu. Það er yfirleifct jafnt. Markmaðurinn Einar Helgason varði vel og sýnfct góð tilþrif í marki og átti g fcí útspörk. Hægri bakvörður, Sig. uróli, var skynsamur í leiœ sinum, valdi alltaf samleikir.ti fyrst. Arngrímur Kristjánss .ti lék vel sem miðframvörður og var Þórði Þórðarsyni ekkeru lamb að leika sér við, sr’i hreyfanlegur sem hann var og fljótur. Vinstri framvörð.r Haukur Jakobsson var líka 1* gætur og gerði Ríkarði erf: fcíi fyrir. Ragnar Sigtryggsson ve* mjög hreyfanlegur í hinum a::« urliggjandi leik sínum. Hann líka mjög leikinn. Innherjar:> ir Hreinn og Tryggvi áttu líka ágætan leik. Því skal spáð h :t' að þessir ungu menn láti ek'kt hrekja sig úr 1. deild á næsfc j árum, ef marka má þes i keppni þeirra. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.