Þjóðviljinn - 10.09.1955, Page 11
Laugardagur 10. september 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (11
Hans Kirk:
Þeir sátu í makindum og drukku whiský og Tómas
Klitgaard hafði óljóst hugboð um að hann hefði sneytt
hjá mikilli hættu. Æjá, þessar gömlu menningarættir,
þær höfðu margt sér til ágætis, þær kunnu að laga sig
eftir aðstæöum.
91. dagur
ustu neyð, smjöttuðu á tilhugsuninni um hinn stórkost-
lega ránsfeng. Þeirra biðu geysileg auðæfi ef þeir voru
nógu kænir. Verksmiðjur sem byggðar höfðu verið með
miklum fórnum, stórkostleg fyiirtæki sem hugrakkasta
þjóð heimsins hafði varið áratugum í að reisa, yrðu nú
verkfæri í höndum verksmiðja þeirra og fyrirtækja. Með
ráðherrann í fararbroddi voru þeir reiðubúnir að ganga
yfir valkesti til að ræna hin sigruðu Ráðstjómarríki með
fullu samþykki sigui* *vegarans.
— Herrar mínir, sagði Abildgaard ogreis á fætur. Mér
finnst þetta fyrst og fremst vera dýrafræðilegt vanda-
mál. Að hve miklu leyti er ljónið reiðubúiö að gefa sjakal-
anum hlutdeild í i'ánsfeng síhum? Ég bið ykkur að í-
huga þetta mál vandlega áöur en þið takið nokkra
ákvörðun.
— En, hæstaréttarlögmaður, ber að skilja þetta svo að
hið mikilsvirta fyiii'tæki, Klitgaard og Synir, neiti fyrir-
fram að taka þátt í nýtingu auðlindanna 1 austri?
spurði ráðherrann.
— Nei, engan veginn, kæri herra ráðherra, sagði
Abildgaard. Ég á aðeins við það, að ráðlegast sé að bíða
þar til málið liggur fyrir á traustari grundvelli.
— En við verðum að taka ákvörðun núna, sagði barón-
inn í utanríkisþjónustunni. Tilboöið liggur fyrir í dag,
en ef til vill ekki á morgun.
— Afsakið, herra barón, en með allri virðingu fyrir
utanríkisþjónustunni, þá varðar svona mál fyrst og
fremst viðskiptalegar staðreyndir, sagði Abildgaard með
dæmafáu yfirlæti. Ég er kunnugur í danska utanríkis-
ráðuneytinu og met það mikils fyrir háleitar og skáld-
legar hugsjónir. En kaldur raunvemleikinn er allt ann-
aö. Þökk fyrir þennan fróðlega og athyglisverða fund,
herra ráðherra.
Hann fór, og Tómas Klitgaard reis á fætur og fylgdi
honum, þótt hann væri honum mjög ósamþykkur hið
innra. En þessi bannsettur lagasnápiu* hann Þorsteinn
mágur var mjög kænn. Hann hafði sjálfsagt séð ein-
hverja annmarka á þessum ráðagerðum og dró sig í hlé
með friöi og spekt.
Þeir gengu niður eftir götunni, og Abildgaard virtist
í mjög lcristilegu skapi og kvaö sálm við raust:
Sólin ljóma sínum skrýdd
sem um himinbogann líður ....
— Viltu ekki vera svo góður að gefa skýringu á fram-
ferði þínu, sagði Tómas Klitgaard reiðilega. Þama er
okkur boðin gullnáma og þú segir nei.
— Viö skulum fá okkur whiskýdropa á skrifstofunni
minni, sagði Abildgaard. Hæstaréttarlögmaðurinn hélt
áfram að raula milt og kristilega og þeir komu að skrif-
stofunni, Abildgaard læsti dyninum að einkaskrifstofu
sinni og tók fram whiský og glös.
— Jæja þá? spurði Tómas gramur.
— Kæri mágur, þarna er aðeins um rökfræðilegt
atriði aö ræða. Ef þeir væru búnir að taka Moskvu, þá
hefði svarið verið já! En þeir eru ekki búnir aö taka
Moskvu og því er svarið nei! Ef Rússland hefði verið rið-
andi bákn, væri Moskva fallin. Rússland er því ekki riö-
andi bákn. Það er ekki búið aö skjóta björninn og því er
heimskuiegt að skipta upp feldinum. Og fyrst hún féll
ekki þá mun hún ekki falla! Viö skulum halda okkui’ að
staðreyndum. Hinn ágæti ráðheiTa er framtakssamur
og fyrr eða síðar mun þaö koma honum í koll. Heimur-
inn lítur á hið illa, eins og minn ágæti vinur, Stæresang
bi&kup segir, og undir vissum kringumstæðum væri hægt
að misskilja viðleitni hans.
— Heldurðu þá að rauðliðarnir sigri?
— Það vona ég aö guð gefi að ekki veröi, sagði Abild-
gaard og kveikti sér í góðum, mildum vindli. En þarna
er mikið í húfi og loftkastalar eru einskis virði. Enga
áhættu, Tómas, þaö er lífsregla hins vitra. Hafðu ævin-
lega baktryggingu, kæri Tómas, ef þú vilt að þér vegni
vel og ver'ðir langlífur í landinu.
26. KAFLI
Hér greinir frá pví að danska lögreglan lætur vissulega
ekki sitt eftir liggja, ásamt ýmislegu um
Gregers og Grejs gamla.
Dag nokkum um vorið, þegar Gregers Klitgaard var á
leið heim af verkfræðistofunni, þar sem hann vann, kom
Karen þjótandi á móti honum. Hún var náföl og greip
með ákefð um handlegg hans.
— Komdu, sagði hún. Ég verð að tala við þig. En við
verðum að gæta okkar, ég veit ekki nema mér sé veitt
eftirför.
Hann dró hana með sér inn í port og þau skyggndust
um í allar áttir til að aðgæta, hvort nokkur elti hana.
— Öllu er óhætt, sagði Gregers loks. Það er lítið veit-
ingahús hinum megin við homið. Við skulum koma
þangað.
Þau fóm inn í veitingahúsið og báðu um.kaffi.
— Hvað er á seyði? spurði Gregers. Hafa þeir komið?
— Já, hvíslaði Karen. Það komu tveir menn fyrir
klukkutíma.
— Danskir?
— Já.
— Það var ég sem fór til dyra. Og ég sá strax að þetta
var öryggislögreglan. Það er enginn vandi að þekkja
þessa gestapómenn. Jæja, ég varð ægilegt kvenskass,
brýndi raustina, bannaði þeim að koma inn, spurði hvort
þeir væm nasistar og allt hvað eina og Haraldur skildi
hvað á spýtunni hékk. Hann laumaðist hljóðlaust út
um bakdymar
r—
Þýzkalandsmál
Framhald af 6. síðu. !
•
Taka verður tillit til þess,
að þessi ríki þróuðust á geró-
líkum efnhagslegum og þjóð-
félagslegum grundvelli. I
Þýzka alþýðulýðveldinu er
verkalýðsstéttin og banda-
menn hennar, vinnandi bændur
og menntamenn, við völd, fólk
sem hefur þegar hafið hina
sósíalistísku uppbyggingu og
er fullt sannfæringar um, að
það hafi valið rétta leið. Það
er því fyllilega skiljanlegt,
þegar austurþýzk alþýða lýsir
því yfir, að hún vilji ekki eiga
það á hættu að glata því, sem
henni hefur áunnizt á ofan-
greindu tímabili.
Við lausn Þýzkalandsvanda-
málsins er óhjákvæmilegt að
taka fylsta tillít til afstöðu
þæði Þýzka alþýðulýðveldisins
og Þýzka sambandslýðveldis-
ins, með öðrum orðum: Þétta
mál verður ekki leyst án aðild-
■ ar Þjóðverja sjálfra.
-ii Allt þetta hefur það í för
með sér, að fyrir sakir þeirra
innri og ytri kringumstæðna,
sem skapazt hafa í Þýzkalandi
er ógerlegt að sameina land-
ið á einhvern vélrænan hátt,
og að allar slíkar tilraunir og
áætlanir hljóta að reynast ár-
angurslausar, þar eð þær
taka ekki tillit til hins raun-
verulega ástands. Við núver-
andi kringumstæður er aoeins
hægt að leysa Þýzkala.ndsmál-
ið smám saman á grundvelli
samstarfs milli Þýzka alþýðu-
lýðveldisins og Þýzka sam-
bandslýðveldisins, og þeirrar
samræmingar er jákvæð geti
talizt fjrrir frið og framfarir.“
<Sk-
mest notaðir
Stuttu samkvæmiskjólamir
virðast nú aiveg vera að taka
við af síðu kjólunum. Að vísu
eru enn búnir til hælasíðir
glEBsikjólar, en stuttu og
hentugri kjólamir ná æ meiri
vinsældum. Og er það nokkuð
tundarlegt ? Maður notar síða
•kjólinn í örfá skipti á ævinni,
a stuttu samkvæmiskjólana
etur maður notað furðu oft.
Hér em sýndir þrír ítalskir
amkvæmiskjólar, allir em þeir
iaumaðir úr siikiefnum, og em
því hentugir samkvæmiskjólar
allt árið. Allir þrír eru mjög
flegnir og ljómandi snotrir.
Svarti taftkjóllinn er með
bogadregnu háismáli sem nær
út á axlir. Efnið rykldst kring-
um allt hálsmálið en breiða
mittisstykkið er þröngt og fell-
ur aiveg að. Hvíti bróknðekjóll-
inn er með svipuðu mittissniði.
Sniðið er afarlátlaust, enda er
efnið svo skrautlegt, og þetta
snið má einnig nota á önruir og
ódýrari efni, svo sem sOldéfni
eða blúnduefni. Þriðji kjóllinn
er dökkblár með hrituni dreifð-
um blómum. Þetta er faliegur
og skemmtilegur kjóil, en
blómamynstrið gerir það að
verkum að þetta verður fyrst
og fremst vor- og sumarkjóll.
Úlgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu —Sósíalistaflokkurinn, — Ritstjór&r: Magnús.Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttarit-
Bjamason. — Blaðoaaena: Ásmtindur Sigurjónsson, Bjami Benedtktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl
• - - Olafsson. — Auglýsinggstáónr .-Js^tg^n* .H^gldssoo. —- Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja:.SkQlavörðustíg :19. —■ SHW..7,5pO (3
Liniir). — Áskriftarverð. kr 30 á atókiuSi í Roi’fciavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljar'° H.f,