Þjóðviljinn - 11.09.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.09.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. september 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Cfamall tími og nýr niætast 'undir Blýf jalli í mynd hundasleða og dragals. Uppi í hlíðinni er vagn sem ekur málmgrýtinu úr námunni. GRAFIÐ í BLÝFJALL Einn þeirra útlendu staða, sem oftast hafa verið nefnd- ir í íslenzkum fréttum síðustu árin, er Meistaravík á Græn- landi. Flugvélar okkar hafa flogíð þangað margsinnis með :fólk og vistií, skip sem hafa verið á siglingu þangað norð- air hafa rennt akkerum í ís- 'lenzkum höfnum, tveir íslenzk- :ir læknar hafa dvalizt þar og annar flutt skemmtileg erindi frá þessum norðlæga stað, það hafa verið fréttaaukar í út- varpi og viðtöl í blöðum við fólk sem komið hefur frá Meistaravík eða verið á leið þangað — og' fyrsti vísinda- leiðangur Islendinga til ann- arra landa var einmitt farinn til margnefndrar víkur og ná- grennis hennar. Mörg okkar munu vita fleira um Meistara- vík í Grænlandi en t.d. Seyð- isfjörð við Ísaíjarðardjúp. Hvað veldur öllu þessu til- standi í Meistaravík? Blýið. sem hefur fundizt þar í jörðu og eftirsókn Dana eftir því. í>að er nú nærri öld liðin síðan þeir hófu að vinna kriólít við Ivigtut á vestur- strönd Grænlands. Síðan varð ekki vart verðmætra efna í grænlenzkri jörð, þangað til hinn frægi landkönnuður og jarðfræðingur Lauge Koch skýrði frá því eftir dvöl sína í landinu árið 1948 að fund- izt hefði nokkurt blýmagn við Meistaravík. Það var brugðið við næsta sumar og leiðangur hann. Námur eru venjulega djúpt í jörðu, og það er jafn- an mikill vandi að ákvarða stærð þeirra fyrirfram. Þessi vandamál eiga menn alstaðar við að etja, en Grænland býð- ur ennfremur upp á nokkra aukaerfiðleika. Meistaravík er á 72. gráðu norðurbreiddar. Hér ríkir heimskautaloftslag í almætti sínu, meðalhiti ársins er mín- us 8,9 stig. Að baki grúfist hin gífurlega jökulbreiða þess- arar stærstu eyjar í heimi, en við ströndina liggur ís 10 mánuði ársins. Það eru hundr- uð kílómetra til næstu veður- athugunarstöðvar Dana; þegar frá er talið grænlenzkt þorp á afskekktum stað alllangt burtu er landið með öllu ó- byggt á þessu svæði —• og vegarspotti fyrirfinnst' enginn. Loftslagið er ekki aðeins kalt, heldur er veðráttan ofsafeng- inn eins og.í upphafi tímanna. Um vetur skella oft á fyrir- varalítið hrikalegir stormar með þvílíkum fannburði að á stuttum tíma rekur kannski niður 15 feta djúpan gadd á jafnsléttu. Það eru óblíð kjör; aðeins nyrzt í Kanada eiga vinnandi menn við aðrar eins höfuðskepnur og' hamfarir að etja. Það er ekki nóg að fá veð- ur af'námum djúpt í fjöllum til að hægt sé að hefja vinnslu þeirra. Menn ganga ekki fyr- irvaralaust í fjöllin — orð- Námuþorpið sem reist hefur verið í Meistaravík. sendur gagngert í þeim til- gangi að leita blýs. Skýrslur sem þeir leiðangursmenn gáfu um haustið leiddu til þess að danska stjórnin ákvað enn frekari rannsóknir og athug- anir á því hvort námuvinnsla mundi svara kostnaði. Námugröftur er dýr atvinnu- rekstur og felur í sér miklar liættur fyrir þá er stunda ið „sesam“ úr Þúsund og einni nótt hefur misst kraft sinn — og það er heldur • ekki hægt að mæla nákvæmlega stærð væntanlegrar námu utanfrá. Það verður að gjöra svo vel að bora og bora, gera námu- kort af svæðinu. Það verður að flytja vinnslutæki á stað- inn — og það er löng leið frá Danmörku $1 Meistafavíkur; það verður að byggja yfir fólkið; og í þessu tilfelli verð- ur að kynna sér náttúrufarið vel og vandlega áður en „ævin- týri námugraftarins" hefst, þannig að menn viti á hverju þeir geta átt von og brugð- ist við því á réttan hátt. Blý og zink eru þeir málm- ar sem fundizt hafa í Meist- aravík. Hvorugur þeirra hef- ur fundizt hreinn, heldur verð- ur að vinna þá úr málmgrýt- inu. En bræðsluofnar verða ekki reistir þar nyrðra, held- ur verður málmgrýtið flutt brott sjóleiðis og brætt annar- staðar. Áður en það var á- kveðið var þó gerð kostnaðar- áætlun um bræðslu á Græn- landi, en hún sýndi að hag- kvæmara mundi að flytja málmgrýtið brott óunnið. Eins og áður sagði kom Laug'e Koch með blýtíðindin frá Grænlandi haustið 1948, en það var ekki fyrr en 1952 sem ákveðið var að leggja fram nauðsynlegt fé til rann- sóknar á möguleikum ábata- samrar blývinnslu í Meistara- vík Samtímis var þá hafizt hapda um að byggja yfir námuverkamenn og verkfræð- inga í víkinni. Á mettíma var þar reist þorp úr timburhús- um af sérstakri gerð, og eru öll hús hituð upp frá einni olíukyndingarstöð. Þá var komið upp vatnsdælu við ána, en vatnspípurnar til þorps- ins varð vitaskuld að hita með rafmagni; annars hefði vatnið frosið í þeim og riíið þær á fyrsta degi. Námu- gröftur útheimtir ævinlega mikið magn af fersku vatni; en hér er sérstökum erfið- leikum bundið að ná því, þar sem jörðin er frosin djúpt nið- ur, ekki aðeins yfir veturinn, heldur einnig á sumrin — alltaf. Rafstöð var reist, rann- sóknarstofa, sjúkrahús og verkstæði. Lagður var veg- ur frá Kóngs Óskars-firði að námunum, sem eru í 1000 metra hæð yfir sjávarmál. Við Kóngs Óskars-fjörð, um sex mílur frá námunum, var einnig gerður dálitill flugvöll- ur, sem síðan hefur reynzt ómetanlegur. Þangað hafa ver- ið fluttar birgðir, tæki og starfsfólk — að ógleymdum pósti; og hafa þessar flug- ferðir jafnvel ekki lagzt nið- ur á myrkasta tíma ársins. Ef ekki væri fyrir flugvöllinn, mundi Meistaravík og hinir nýju íbúar hennar ekki * hafa samband við umheiminn 10 mánuði á ári hverju. Starfsfólk í Meistaravík hef- ur flest orðið 150 manns, en síðan 1952 hafa dvalizt þar að jafnaði 50 manns. Svo er fyr- ir að þakka framsýni þeirra er þorpið reistu og réðu þar allri skipan, að heilsufar hef- ur jafnan verið gott, sömuleið- is skaplyndið. Dönsk kímni nýtur sín óvenjuvel þar í heimskautakuldanum — enda á hún ekki við neina sam- keppni að etja. Hin vísindalega rannsókn Blýfjallsins, sem svo er kall- að, stóð marga mánuði, og þá var nú heldur cn ekki líf í tuskunum: vélar drundu, sprengingar kváðu við í ís- kyrrðinni, það ískraði í bor- um. Göngin sem grafin voru inn í hlíðar fjallsins voru meira en 6000 fet á lengd samtals, og borholurnar urðu meira en 18.000 fet á dýpt. Þeir sem hlut áttu að máli biðu í ofvæni eftir árangri rannsóknanna: mundi vinnsla hér svara kostnaði — og helzt vel það' •— eða var þetta allt saman ein allsherjar blekking sem aðeins leiddi af sér fjár- ekki meir á öndinni — þetta ætlaði allt að takast með ágæt- um. Blýið átti að liggja nokk- urnveginn í beina línu, þn þama hafði hún sveigt í vink- il af einhverjum óþekktqm duttlungum; það var allt og sumt. En þetta dæmi sýnir að það er enginn leikur að vinna að slíkri rannsókn sem hér um ræðir; það hlýtur oft að vera teflt á tvísýnu. Þesar rannsóknir stóðu ó- slitið um tveggja ára skeið, til sumarsins 1954. Eins og áður segir fóru þær fyrst og frenist fram í Blýfjallinu við Meist- aravík, og er rannsóknunum lauk var sýnt að í fjallinu mundi vera nægjanlegt magn málmgrýtis til námugfaftar, þó aldrei gæti hann orðið í stórum stíl. Það hefur verið áætlað að hægt verði að vinna þarna blý og zink fyrir um 100 milljónir danskra króna á 6—7 árum, og nokkur beinn gróði geti orðið af vinnslunni. Það er mjög mikið verk að stofna til námugraftar með öllu tilheyrandi, ekki sízt við þær Þannig er úm að litast í Meistaravík á vorin; myndin er frá í maí í vor og sýnir Islending úr leiðangri Náttúrugripasafnsins standa við hús jsitt. útlát og áhyggjur? Bjartsýni og bölsýni skiptust á í huga manna eins og ljósum skiptir í götuvitum. Einu sinni var til dæmis búið að grafa þang- að niður sem reiknað hafði verið út að mjög blýauðugt málmgrýti ætti að vera fyrir, og það var mikil bjartsýni þegar það fannst í raun og veru. En — viti menn, þeir graftarmenn voru svo að segja á samri stundu komnir í gegn- um lagið; það var meira grjót en ekkert blý og aftur ekk- ert blý. Það yrði víst ekki mikill gróði af . blýnámunum í Meistaravík; þeir sem höfðu lagt fram fé nöguðu sig í handabökin, milli þess sem þeir stóðu á öndinni. Nú tóku vísindamennirnir aftur við, rannsökuðu og rannsökuðu, reiknuðu og reiknuðu, mældu og mældu. Að lokum mæltu þeir svo fyrir að grafið skyldi hornrétt til hliðar frá þeim stað sem hið þunna blýlag hafði fundizt. Og mikið rétt: þar var þá meira blý — mikið blý. Það var grafið og grafið, og það kom blý og aftur blý og enn blý. Hluthafarnir hættu að naga sig í handabökin og stóðu aðstæður sem lýst hefur ver- ið að fyrir hendi séu í Græn- landi. En allur undirbúningur er í fullum gangi, og er mið- að við að sjálfur námugröft- urinn geti hafizt næsta vor. Þegar ísinn svifar frá græn- lenzku ströndinni í 'júlí jræst'a ár munu fyrstu skipin koma til Meistaravíkur að sækja þangað málmgrýti úr Blý- fjalli. Það getur verið að ísinn reki aftur að ströndinni eft- ir sex vikna fjarveru, það gét- ur líka verið að hann komi ekki fvrr en eftir tvo mán- uði — eitt er víst: það verður að hafa hraðar hendur þegar skipin koma. Gert er ráð 'fyr- ir að hægt verði að skipa út um 20 þúsund tonnum árleg'a frá Meistaravík. Þegar þess er einnig gætt að vin” ' ú mun ekki standa nema 6—7 ár, þá liggur í augum upþi að hér er ekki um stórfelld- an námugröft að ræða. En nú er hafin leit að málmgrýti í jörðu víðar um Austur-Græn- land, og það bíða margir með öndina í hálsinum eftir árangri þeirrar leitar. Landið er stórt, og því getur verið að ýmsir megi standa á öndinni enfi um skeið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.