Þjóðviljinn - 11.09.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.09.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVIUINN — Sunnudagur 11. september 1955 Grelnargerð um lóðamál í Kópavogl Meðferð landbúnaðarráð- herra á lóðamálum í Kópavogi er löngu orðin fræg að endemum, enda einn þátturinn í ofsóknum og valdníðslu ráðherrans gegn því byggðarlagi. Rétt fyrir kosningar vorið 1954 skipaði Steingrímur Steinþórsson frambjóðanda Framsóknarflokksins nokkurs konar lénsherra yfir lönd rík- isins í Kópavogi. Um síðustu áramót sá lénsherrann þó þann kost vænstan að segja af sér og skipaði ráðherra þá eftirtalda menn í lóðanefnd- Hannes Jónsson, Jón Gauta og Einar Júlíusson bygginga- fulltrúa — Þegar Einar Júlí- usson hafði starfað í nefnd- inni um nokkurn tíma og kynnzt vinnubrögðum þeirra kumpána, og fann að engu varð um þokað fyrir ofríki þeirra og frekju, skrifaði! hann ráðuneytinu eftirfarandi bréf: ,,Með bréfi dags. 16/12-54,' fól hæstvirt Dóms- og kirkju- málaráðuneyti mér að taka sæti í nefnd er það hafði skipað til þess að annast lóðaúthlutun í Kópavogs- hreppi. Með bréfi dags. 15/12 -54 tjáði ég hinu háa ráðu- neyti, að ég mundi taka sæti í nefndinni, en tók um leið fram eftirfarandi: „Hinsvegar vil ég taka það fram, að ég óska þess mjög eindregið, að lögð verði fyrir skýrsla um allar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið síðan trúnaðarmaður ráðuneytisins hóf störf sín á síðastliðnu ’ ári til þess tíma er nefndin tekur til staitfa. Þar sem nefhdinni virðist einnig ætlað að gera tillög- ur til ráðuneytisins um með- ferð ræktunarlanda þeirra, sem nú eru í erfðaleigu, þ.á.m. uppsögð erfðaleigusamninga, vil ég einnig taka fram, að ég tel nauðsynlegt að settar verði reglur um meðferð þeirra mála og að nefndin hljóti að hafa frjálsar hendur um það hvaða tillögpir hún geri til ráðuneytisins í þeim etfnum.“ Þar sem ég leit svo á, að þessi atriði væru sá grund- völlur sem ég mundi starfa á í þessari nefnd og hið háa ráðuneyti svaraði ekki bréfi mínu, heldur lét skipun sína ' óbreytta, taldi ég þar með að hið háa ráðuneyti virti og féllist á þetta sjónarmið mitt. Samkv. þessu bar ég fram þegar á fyrsta fundi nefndar- innar ósk um að gerð yrði skrá ! um lóðaúthlutun á árinu 1954 og síðan, er þeirri ósk minni var ekki sinnt, óskaði ég eftir- farandi bókunar: ,,Þar sem formaður lóða- nefndar hetfur ekki enn gert mögulegt að ganga frá skrá um lóðaúthlutun á árinu 1954, og töfin er öll á hans á- byrgð, óska ég eftirtfarandi bókunar: Þar sem enn hefur ekki komið fram skrá yfir úthlut- aðar lóðir á árinu 1954, leyfi ég mér hér með að endur- nýja fyrri ósk mína um að þessi skrá verði gerð, og afrit af henni sent bygginganefnd og hreppsnefnd.“ Þessari bókun var neitað og sendi ég þá hinu háa ráðu- neyti þ. 24. s.m. afrit af bók- uninni ásamt etftirfarandi greinargerð: „Þar sem formaður og rit- ari nefndarinnar neituðu að taka ósk mína um bókun til greina, þykir mér rétt að senda hinu háa ráðuneyti of- anritaða athugasemd mina, og vil um leið láta þess getið að 1 TILSÖLU ■ ■ ■ ■ ■ 4 herbergja hæð í Hlíðunum 4 herbergja rishæð í ■ Hlíðunum ■ 4 herbergja hæð við Háteigsveg 2 og 3 herbergja íbúðir í Kópavogi. j Bagnar Ólafsson hrl. Vonarstræti 12. K.S.Í. þegar á fyrsta fundi nefndar- innar bar ég fram ósk um að ofanrituð skrá um lóðaúthlut- un á árinu 1954 yrði gerð.“ Er lóðanefnd barst bréf hreppsnefndar þar sem óskað var að þeir menn er bygginga- nefnd hafði veitt bygginga- leyfi yrðu látnir ganga fyrir um úthlutun lóða, taldi ég sjálfsagt að svo yrði gert. Þegar í ljós kom að meiri- hluti nefndarinnar hafði þessa ósk að engu, óskaði ég þess að fá bókað sjónarmið mitt á tfundi nefndarinnar þann 25/5-1955 og lagði fram eftir- farandi til bókunar: „Legg til að lóðanefnd láti ganga fyrir afgreiðslu lóða tii þeirra hreppsbúa, sem hafa sótt um byggingarleyfi og samþykktir hafa verið af bygginganefnd, enda verði þeim skipað niður á þær lóð- ir, sem nú þegar eru bygging- arhæfar.“ Meirihlutinn synjaði um bókun og taldi hana óþarfa með öllu. Á næstu fundum netfndarinnar kom greinilega í Ijóst, að það var ekki aðeins ætlunin að ganga algjörlega fram hjá till. hreppsnefndar- innar um úthlutun lóða, iheldur algerlega að ganga í berhögg við þær, þvi að meiri hluti lóðanefndar úthlutaði á þessum tíma tugum lóða til annarra umsækjenda, flestra búsettra utan hreppsins, og lét þannig sem henni kæmu á engan hátt við íbúar þess ihreppsfélags, sem þeim var ætlað að starfa fyrir. Þar eð ég taldi þessi vinnu- brögð ósamrýmanleg þeim skilningi er ég hafði gert K.R.R. Islandsmótið ÚRSLITALEIKUR MÓTSINS fer fram. í dag Mukkan 2. ÞÁ KEPPA ÞRÓTTUR K.R. Mótanefndin. hinu háa ráðunejtfi grein fyr- ir, að ég legði þegar í upphafi í starf þessarar nefndar, ósk- aði ég á fundi nefndarinnar þann 29/6-1955 eftirfarandi bókunar: „Þar sem meirihluti lóða- nefndar hefur í ákvörðunum sínum gengið framhjá tillög- um hreppsnefndar í úthlutun byggingalóða, leyfi ég mér að óska að bókað sé eftiitfarandi: I bréfi til lóðanefndar ósk- ar hreppsnefnd eftir því, að<;, þeir Kópavogsbúar sem samþ. var að veita byggingarleyfi á þessu ári verði látnir ganga fyrir um úthlutun bygginga- lóða. Þessari ósk hefur meiri- hluti lóðanetfndar hvorki sinnt né svarað, heldur hafið út- hlutun á b.yggingalóðum til utanhreppsmanna á svæði, sem enn er ekki byggingar- hætft og hreppsnefnd hefur ekki tekið ákvörðun um hve- nær verði tekið til bygginga. Þessum aðferðum meirihluta lóðanetfndar, að ganga alger- lega framhjá heimamönnum við úthlutun byggingalóða og samþykkt hreppsnefndar í því efni, mótmæli ég eindregið og krefst þess að meirihluti nefndarinnar geri hreppsnefnd og bygginganefnd grein fyrir 'þessari afstöðu sinni. Eg tel óhugsandi fyrir lóða- nefnd að ætla sér að staitfa án nokkurs samráðs við hrepps- netfnd og jafnvel gegn vilja hennar í þeim málum, sem hreppsnetfndin hlýtur að verða að ákveða um fram- ikvæmdir á.“ Meirihluti nefndarinnar synjaði bókunar og taldi hana ekki koma staitfi nefndarinnar við á neinn hátt. I fundargerðabók Lóða- nefndar ríkisins í Kópavogi, kemur hvergi-.fmm álit minni- hlutans, hvorki í heild né um einstök atriði. Hvergi er get- ið um hvemig afstaða hinna þriggja nefndarmanna hafi verið um einstök mál. Þar sem ég enn álít alger- lega óhugsandi fyrir lóðanefnd að ætla sér að starfa án nokkurs samráðs við hrepps- nefnd og jafnvel gegn vilja hennar í þeim málum, sem hreppsnefnd og bygginganefnd TIL hljóta að verða að ákveða framkvæmdir á, vil ég hér með tjá hinu háa ráðuneyti að ég treysti mér ekki til þess að starfa lengur í Lóðanefnd ríkisins í Kópavogi. Af framangreindum ástæð- um tilkynni ég hér með hinu háa ráðuneyti að ég vík sæti úr Lóðanefnd ríkisins í Kópa- vogi. Virðingarfyllst, Einar Júlíusson." LIGGUR LEIÐIN Danska bókasýningin SM.ÁKIN Framhald af 6. síðu. ABCDEFGH 14. Bclxh6! Með þessari fóm molar hvít- ur virkið umhverfis svarta kónginn. Sennilega hefur Keres séð fómina fyrir, en ekki treyst sér til þess að koma í veg fyrir hana. En eftir 13. — Kh8 er ekki víst að hvítur þori að fóma, því að þá á svartur vörnina Rg8. 14. — g7xh6 15. Ddl—d2 Rf6—h.7 16. Dd2xli6 f7—f5 Tilneyddur, því að Rf6 leið- ir til máts (Rh5). 17. Rg3xf5 Hf8xf5 17. — Hf7 dugar ekki vegna 18. Rb5—d6. 18. Bc2xf5 Rh7—f8 19. Hal—(11 Be7—g5 20. Dh6—li5 Dd8—f6 21. Rb5—d6! Rb7—c6 22. Dh5—g4 Kg8—h8 Hvítur hótaði h2—h4. 23. Bf5—e4! Bg5—h6 24. Be4xc6 d7xc6 25. Dg4xc4 Ra6—c5 26. 27. b2—b4 Dc4xc6 Rc5—e6 Hvítur hefur unnið allt aftur með góðum vöxtum, hrókur og þrjú peð gera mun betur en vega á móti biskupi og riddara. 27. — Ha8—b8 28. Rd6—e4 Df6—g6 29. Hdl—d6 Bh6—g7 30. f2—f4! Dg6—g4 31. h2—h3 Dg4—e2 32. Re4—g3 Pe2-—c3t 33. Kgl—h2 Re6—d4 34. Dc6—d5 Hb8—e8 35. Rg3—li5 Rd4—e2 36. Rh5xg6 De3—g3í 37. Kh2—hl Re2xf4 38. Dd5—f3 Rf4—e2 39. Hd6—h6t og Keres gafst upp. Á morgurL mánudag, verða allar sýningarbækurnar seldar í Listamanna- skálanum, — Notið þetta einstaka tækifæri, því þær bækur, sem ekki selj- ast verða endursendar með næstu skipsferð. •• ''&■ •í'.í' j Danska békasýningin ■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.