Þjóðviljinn - 11.09.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.09.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 11. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9! jfr ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON Iþróttafélögin verða að taka við af skólunum Unglingarnir verða að kom- ast í snertingu við íþróttirnar eins fljótt og mögulegt er. Það er mjög þýðingarmikið, bæði Afbrot unglinga Framhald af 1. síðu. allmikinn fjölda afvega- leiddra stúlkna, sem lítt er hægt að aðstoða fyrr en sér- stakt heimili fyrir þær er orðið til. Á s.l. ári tók til starfa kven- lögregla, og var fyrst ráðin til liennar ungfrú Vilhelmína Þor- -valdsdóttir og starfaði hún ein nm skeið, en síðar réðist henni til aðstoðar ungfrú Sigríður Jónsdóttir. Hafa konur þessar unnið ötullega að málum þeirra kvenna, bæði ungra og gam- alla, sem lent hafa á glapstig- um. Þær hafa haft afskipti af 21 stúlku innan 18 ára aldurs, haft daglegt eftirlit með sum- um þeirra, leiðbeint þeim og út- vegað þeim vinnu hér í bæ eða í sveit. Er nú svo komið, að lög- reglukonurnar hafa að mestu tekið að sér eftirlit með þessum stúlkum og hefur það auðveld- að nefndinni störf hennar að þessu leyti. Færri afbrot unglinga 15 ára og eldri Sýnt er nú, að mikill árangur hefur þegar orðið af starfi vistheimilisins í Breiðuvík. Drengir þeir, sem þaðan hafa komið, hafa ekki svo vitað sé lagt aftur út á braut afbrota og óknytta. Árið 1954 frömdu álíka margir drengir afbrot og ár- ið áður. Flestir eru dreng- imir á aldrinum 12—15 ára. Hefur þetta verið svo hin síðari ár og er svo að sjá sem verulega dragi úr af- brotum unglinga eftir fulln- aðan 15 ára aldur. Má vera að skýringuna sé að finna í því, að drengir losna þá í flestum tilfellum úr skóla og fara að vinna sér inn pen- inga og freistast því síður tíl að taka f jármuni ófrjálsri hendi. Sakhæfisaldur er svo sem kunnugt er miðaður við 15 ár og hefur það væntanlega áhrif í sömu átt. Það má heita sjaldgæft, að drengir haldi áfram afbrotum eftir 15 ára aldur, nema þeir fari að neyta áfengis, en þá er líka voðinn vís. Það ber líka nokkuð á því, að drengir um og yfir 12 ára séu leiðir á skólasetu, en þrái að komast í starf, þegar alls- staðar er nóg vinna og vel borguð, jafnvel fyrir börn á þessum aldri. Þessir unglingar una því lítt að hafa enga fjármuni til þess að greiða fyrir sælgæti, kvik- myndasýningar, „hasarblöð“ og annan mirnað og verða því oft fyrir íþróttafélögin og æsku- fólkið sjálft að heilbrigðar og skynsamlegar íþróttaiðkanir verði að lífsvenju sem það get- ur ekki án verið. Skólaíþrótt- irnar í landinu veita misjöfn áhrif, þar csem líkamsæfingar í skólum eru litlar, geta í- þróttafélögin sérstaklega unnið gott og þarft verk. Maður má nú á dögum ekki sitja og halda að sér höndum, og bíða eftir æskunni. Það verður að skipu- leggja áróðurs- og útbreiðslu- starfsemina eins nákvæmlega og hægt er. Á stöðum þar sem margir eru og e. t. v. stór íþróttafélög getur auðveldlega komið til átaka við að ná í nýja félagsmenn. í þessu efni er það þýðingarmikið að félög- in semji um það að sniðganga allar óheilbrigðar aðferðir í því efni Það eðlilegasta og algengasta er að félögin beini áhuga sínum að æskufólkinu sem kemur út úr skólunum. Fyrst og fremst vegna þess, að eftir þann tíma fer það inn á erfitt aldursskeið, þar sem það verulega þarfnast íþrótta og félagslegs samstarfs. Á þessu aldursskeiði hverfa venjulega flestir úr röðum í- þróttahreyfingarinnar. Maður verður að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það. í stórum dráttum mundi á- ætlun um slíka starfsemi líta þannig út: Strax og skóternir hafa byrj- að störf að afloknu sumarhléi verði 1. bekkjum safnað til um- ræðufunda. Þessum fundum ætti að vera stjómað að nokkru leyti af yngri mönnum félag- Er hægt að áætla met í hlaiip- um mörgum árum fyrirfram? anna og vera fyrst og fremst skemmtileg samvemstund. í skemmtunum og alvöru verður þessu unga fólki svo sagt frá starfi félagsins, og stjórnin leggur fyrir það starfsáætlun fyrir haustið og veturinn. Hvernig starfið er skipulagt fer að sjálfsögðu eft- ir því hve margir hafa áhuga. Gætið þess að hafa verkefni bæði fyrir drengina og stúlk- urnar. Iþróttir inni og leikir fyrir drengina og handknatt- leikur, blak og fimleikar fyrir stúlkurnar er ágætt til að breyta til með. Byggi félagið sér upp skynsamlega starfs- áætlun mun það eftir stutta stund eiga vel starfandi ung- lingadeild. Sýnið æskunni umhyggju og þá athygli sem hún þarfnast. Látið markmiðið vera að sér- hver 1. bekkur fari í barna- og unglingadeildar félaganna. Úr „Start“ eftir C. E. Warig. (Start er lítið mánaðarrit sem norska íþróttasambandið gefur út til að vinn að barna- og unglingaíþróttum í Noregi. Rit þetta hefur orðið sterkur tengiliður milli yfirstjórnar, ráða, félaga, einstaklinga og skóla.) Venjuleg stærðfræði er ágæt þegar meta skal afreksgetu í- þróttamanna, heldur prófessor við Kaliforníu-háskólann fram. Nafn hans er Franklin M. Henry. Hann kýs a. m. k. fremur að nota reiknistafi en ‘Wes Santee skeiðklukkur þegar um met eða tíma er að ræða. Sem ‘hæfileikamaður í reikn- ingslist og líkamsfræðingur í viðbót, hefur hann nokkra kröfu á að vera tekinn alvar- lega, þegar hann heldur því fram að ensk míla verði hlaup- in á 3.57 1960 og 3.56 áður en 15 ár eru liðin þar frá og að heimurinn muni sjá hlaupara sem hleypur míluna á 3.50 áð- ur en árið 1980 sér dagsins ljós. Hlæið ekki. Henry sagði fyr- ir fram að mílan yrði hlaupin á 3.58 í fyrra og hann spáði því að 10000 m yrðu hlaupnir í fyrra á 28.54.0 og Zatopek hljóp þá á 28.54.2 svo það var ekki langt frá sanni. Henry skrifaði grein um þetta efni í fagblað nýlega og undirstrikar að hann skilyrðis- laust haldi sig að reiknings- fræðinni, afrekaskrám og línu- ritum. Hlauparana sjálfa kærir hann sig ekkert um. Aftur á móti hefur hinn þekkti pró- fessor í líkamsfræði gert sér sérstakt talnakerfi sem hann notar við öll hlaup frá 60 m til maraþonhlaups. Sérstaklega segist Henry vera öruggur með hlaup eins og míluna. Henry segir: „Lík- ingarnar eru byggðar á beztu tímum í 50 ár og því sem við vitum um líkamsbygginguna. Magn sykurs í blóði og súrefn- isnotkun, þegar maður hleypur hefur líka mikið að segja“. Sem Bandaríkjamaður er blaðamaðurinn fullur af áhuga fyrir því að fá að vita hvort Wes Santee tekst nokkur tíma að hlaupa mílu undir 4 mín- útum. Því svarar Henry að afrek einstaklinga sé'aðeins hægt að sjá fyrirfram ef þeir láti rann- saka sig nákvæmlega á rann- sóknarstofu. (Scott Baillie frá Un. Press) Atbugasemd frá sembráði Frakka Ársþing ISI Ársþing l.S.Í. hófst í gær að Hlégarði í Mosfellssveit. Eru rösk tvö ár síðan síðasta þing var haldið en það er nú haldið, sem kunnugt er, annað hvert ár. Ekki er íþróttasíðunni kunn- ugt um að nein stónnál séu þar á döfinni. Telja verður það þó merkis- viðburð er stjóm ÍSl getur skýrt þingheimi frá því að 'hún hefur tryggt heildarsamtökun- um samastað fyrir starfsemi sína, því fest hafa verið kaup á hæð í húsinu Grundarstíg 2, og hún greidd að fullu. freistingunni að bráð. Nokkur dæmi eru þess, að drengir þess- ir blekkja foreldra sína og að- standendur með því að láta sem þeir sæki skóla, þó þeir séu að slæpast um bæinn í leit að ævintýrum. Samstarf milli heimila og skóla þarf að verða það gott, að tekið sé fyrir slík „skróp“ iþegar í upphafi og drengjum þessum ráðstafað á viðeigandi uppeldisstofnanir. Þjóðviljanum barst í gær eftirfarandi orðsending frá franska sendiráðinu: „Hinn 3. september síðastlið- inn birti dagblaðið Þjóðvilj- inn í Reykjavík ritstjórnar- grein undir fyrirsögninni „Lýð- ræðisvernd“, þar sem lesa má meðal annars eftirfarandi um- mæli í sambandi við atburði þá, er gerzt hafa nýlega í Norður-Afríku: „....Nú hafa nánari fregnir sjónarvotta borizt af hinu grimmdarlega Og svívirðilega framferði franska afturhalds- ins í Norður-Afríku. Þar fet- ar þetta Atlanzhafsbandalags- ríki í fótspor þýzka nazismans, lætur her sinn gereyða níu þorpum, myrða alla íbúa þess, jafnt karla og konur, gamal- menni og börn, í hefndarskyni fyrir eitthvað sem aðrir menn hafa gert einhvers staðar ann- ars staðar....“ Franska Sendiráðið lýsir gremju sinni yfir slíkri með- ferð staðreynda, sem er fyrst og fremst alvarlegt brot gegn sannleikanum. Því allir þeir, sem fylgjast hið minnsta með rás viðburðanna vita, að ráð- stöfun sú, er gerð var gegn níu umræddum þorpum — „Mechtas" í Norður Constat- ine —, og sem var boðuð með opinberri orðsendingu frá að- alstjóm Algiers dagsettri 22. ágúst, gat ekki komið niður á konum og börnum af þeirri einföldu ástæðu, að þau höfðu áður verið flutt brott. Þeir hinir sömu vita einnig, að í þessum þorpum höfðu bæki- stöðvar sínar flokkar ofstækis- manna, sem með viðurstyggi- legum ódæðisverkum voru bein orsök að blóðsúthelling- unum hinn 20. ágúst í fyr- nefndu héraði. í óaidarflokk- um þessum voru einmitt að langmestu leyti menn, sem heima áttu í þessum þorpum. Það er líka sérstaklega alvarlegt, að höfundur rit- stjórnargreinarinnar skuli bera Frakkland svo þungum sökum án þess að hirða um — eins að sjálfsagt var í heiðarleg- um málflutningi — að minna á þau illverk og þá hryllilegu atburði, sem aug- ljóslega, og hvernig sem á' stóð, kröfðust umsvifalausra og harðvítugra gagnaðgerða frá þeirra hálfu, sem ábyrgir eru fyrir reglu í landinu. Það er með þessum gagnaðgerðum einum, sem tókst, áður en stefnt var í voða, að kæfa hreyfingu, sem þegar í byrj- un hneigðist til fjöldamorða ekki eingöngu á frönskum, heldur og á öðrum evrópsk- um íbúum. Allir hljóta að vera á einu máli um, að til þess að geta myndað sér skoðun á málinu er að minsta kosti vitneskja um þessar staðreynd- ir algerlega óhjákvæmileg. Að sjálfsögðu getur slík mál- færsla engan blett sett á Frakkland, né heldur það orð- bragð, sem höfundur rit- stjórnargreinarinnar hefur haldið sig geta leyft sér í grein sinni. Engu að síður þótti Sendiráðinu leitt, að ís- lenzkt dagblað geti í slíkum mæli iítilsvirt grundvallarregl- ur alþjóðakurteisi: það tillit, sem vinaþjóð á skilið í opin- berum, frjálsum umræðum sem henni við koma, hvernig sem kringumstæður og persónuleg- ar skoðanir kunna að vera, og þá sér í lagi þegar þessi vinaþjóð hefur fulltrúa á staðnum. Reykjavík 8. september 1955. Franska Sendiráðið.'4 Þessi athugasemd sendi- ráðsins er rædd í forustu- grein blaðsins í dag. 10. Regnbogabókin Regnbogaútgáfan hefur nú sent frá sér nýja bók, 10. Regnbogabókina. Heitir bókin Freyðandi eitur, sakamálasaga eftir Agöthu Ohristie. Bókin er eins og hinar fyrri Regnboga- bækur í litlu vasabókarbroti og tæpar 200 bls. ^ > ÚTBREIÐIÐ r> Jf] * * ÞJÓDVILJANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.