Þjóðviljinn - 14.09.1955, Side 1
Miðvikudagur 14. september 1955 — 20. árgangur — 207. töiubl.
Verðhækkumn á smjöri og ostum
rennur í vasa kaupmanna á næstunni
Kaupmenn hafa safnaS geysilegum birgSum oð
undanförnu til oð hagnýta sér verShœkkunina
Verðhækkunin á sumum mjólkurafur'ðum mun næstu
■mánuði renna óskert í vasa kaupmanna en koma bænd-
um að engu gagni. Hafa ýmsir kaupsýslumenn keypt
geysilegt magn af smjöri og ostum að undanförnu, þar
eð þeir vissu að verðið myndi hækka stórlega, og munu
græða stórar fúlgur á því að selja það á nýja verðinu.
Þannig hefur JÞjóðviljinn haft
spurnir af kaupmanni einum
sem keypti á einum útsölustað
tvö tonn af smjöri, og trúlega
hefur hann birgt sig upp víð-
ar. En þessi tvö tonn færa hon-
um nú í aukagróða — auk
venjulegrar álagningar — 17.200
krónur. Neytendur borga hækk-
unina, kaupmaðurinn hirðir
hana en bændur fá ekki eyri
í sinn hlut.
Það er að sjálfsögðu regin-
hneyksli að stjómarvöldin skuli
láta það viðgangast að verð-
hækkunin á landbúnaðarvörum
sé hagnýtt til brasks og spá-
kaupmennsku. í>að hefur verið
vitað síðan í vor að þessar vör-
ur myndu hækka og fyrir
nokkm var tilkynnt nákvæm-
lega hvað hækkunin mundi
verða mikil að meðaltali. Stjórn-
arvöldunum bar þá skylda til
að tryggja það að engin óeðli-
leg birgðasöfnun gæti átt sér
stað og hefði að sjálfsögðu ver-
ið auðvelt að búa þannig um
hnútana. En það hefur ekki ver-
ið gert; stjórnarvöldunum virðist
ósárt um það þótt upphæð sú
sem tekin er af neytendum og
átti að renna til bænda hverfi
í vasa kaupsýslumanna á leið-
inni.
Hafnarverk- 1
falliS breiS-
ist út
Hafnarverkfallið á austur-».
strönd Bandaríkjanna breiðist
út, og nær nú til allra hafna frá
Texas og norður að landamær-
um Kanada.
Hefur verkfallið lamað með
öllu afgreiðslu skipa í hofnun-
um, og er gert ráð fyrir að rík-
isstjórnin muni grípa til sér-
stakra ráðstafana gegn hlutað-
eigandi verkalýðsfélögum.
TTri.f-iqrverkamenn í Halifax,
Nýja-Skotlandi, og í höfnum við
Mexikóflóa, hafa hafnað beiðni
um samúðarvinnustöðvun, að
því er segir í bandariskum frétt-
um.
Fann enga
óánœgiu
JlllS hækkar - bara
ekki vísitalan!
Hefur nú haldizt óbreytt í tvo mánuði
Það er sama hvað hækkar í verði, ekki breytist vísital-
an. Hún hefur enn veriö reiknuð 165 stig, og samkvæmt
henrti hefur því verðlag haldizt óbreytt síðan 1. júlí!
að komast upp í 170 stig, sam-
kvæmt hinum opinbera út-
reikningi.
Þ.jóðviljanum barst i gær til-
kynning frá viðskiptamálaráðu-
ne>rtinu þess efnis að vísitalan
væri enn 165 stig, eins og í
ágúst og júlí! Er þetta mjög
dularfull niðurstaða, ekki sízt
þegar .þess er minnzt að fiskur
hækkaði í verði í síðasta mán-
uði, og fiskur er mjög mikill
- þáttur í grundvelli vísitölunnar,
■ þótt ýmsar aðrar algengar
neyzluvörur komi þar vart til
greina.
Þessi nýi útreikningur er
miðaður við verðlagið 1. sept.
•s.l. og er því hækkunin á land-
'búnaðarvörum að sjálfsögðu
ekki komin með í reikninginn.
Það hefur verið tilkynnt að
hún muni nema 5 stigum, þann-
ig að raunvei-ulega er vísitalan
ÞAÐ er þegar ljóst að happ-
•drættið líkar vel. Strax í gær
var skilað fyrir 5 blokkir, þó
er dreifing enn skammt á veg
komin. Næstu daga verður lok-
ið við að dreifa til margra
kaupenda og stuðningsmanna
hér í bænum og treystir blaðið
þeim nú sem fyrr til að bregð-
ast vel við og taka virkan þátt
í að gera árangurinn sem bezt-
an. Tryggingin fyrir því að sal-
an gangi vel er sú, að við sé-
um nógu samhent og dugleg,
þess vegna er nauðsynlegt að
hefja söluna af fullum krafti
strax í dag.
Kaup er hins vegar greitt
með 164 stiga álagi og brejdist
ekki fyrr en 1. desember n.k.
Hækkun landbúnaðarafurða
hækkar tímakaup Dagsbrún-
armanna um 51 eyri --1. des.!
Þjóðviljanum hafa borizt fyrirspumir um pa5
hver áhrif hœkkun landbúnaðarafurða muni hafa
á kaup. Eins og áður hefir verið skýrt frá jafn-
gildir hœkkunin fimm vísitölustigum, og sam-
kvæmt því mun tímakaup Dagsbrúnarmanns
hœkka um 51 eyri á klukkustund. Dagsbrúnar-
verkamaöur sem kaupir t. d. prjá lítra af mjólk
á dag á pannig að fá á tæpum þremur tímum þá
uppbót sem mjólkurhækkuninni nemur. Hins veg-
ar kemur kauphœkkun þessi ekki til framkvæmda
fyrr en 1. desember og eiga því launþegar að bera
hana bótalaust í hálfan þriðja mánuð. Auk þess
á eftir að koma í Ijós hvort ríkisstjórnin á eftir
að gera sérstakar ráðstafanir til að falsa vísitöl-
una enn; slíkt hefur gerzt fyrr.
Þessi kauphœkkun kemur ekki aðeins í hlut
Dagsbrúnarverkamanna, heldur allra launpega.
Það var sem kunnugt er einn árangurinn af verk-
föllunum í vor að vísitöluskerðingin var afnumin.
Einn bandarísku öldunga-
deildarmannanna sem verið
hafa á ferðalagi um Sovétríkin,
hefur átt viðtal við blöð í Ber-
lín.
Kvaðst hann að vísu ekki
hafa búizt við að finna í Sov-
étríkjunum uppreisnarástand
gegn sovétstjórninni, en hitt
hefði sér komið á óvart að
hann hefði hvergi orðið var við
óánægju með ríkisstjórn Sovét-
ríkjanna. ,
Öðru nær! Fólk hefði verið
stórhrifið af stjórn sinni og
afrekum hennar.
Kvaðst þingmaðurinn ekki
geta skýrt þetta með öðru en
því, hvílíkir meistarar Rússar
væru í fjöldasálarfræði!
Tító frestar
Frakkiandsför
Tító, forseti Júgóslavíu, hefur
frestað för sinni til Frakklands
en ákveðið hafði verið að hann
færi þangað í opinbera heim-
sókn í næsta mánuði.
Ástæðan er talin óvenjulegar
annir franskra stjórnarherra
um þær mundir.
Ráðgert er að Frakklandsför-
in verði farin í byrjun næsta.
Sovétríkin og Vestur-Þýzkaland taka
upp stjórnmálasamband
Adenauer segísf hafa fengiS loforS um heim- ^
sendingu þýzkra sfriSsfanga
Sovétríkin og Vestur-Þýzkaland hafa airáðið að
taka upp stjórnmálasamband.
Var það tilkynnt að loknum viðræðufundum sov-
ézku og vestur-þýzku ráðherranna í Moskva í gær.
'Jndirrituðu Búlganín forsætisráðherra og Adenau-
er kanslari skiöl um þessa ákvörðun, en hún er háð
.'•amþykki þjóðþinga beggja ríkjanna.
IffiFIC' *• •»
I frásögn Moskvuútvarpsins
af þessum málalokum Moskvu-
samninganna var þess getið að
hann maetti teljast ekki hvað
sízt árangur af viðræðum Búlg-
anins forsætisráðherra og Aden-
auers kanslara í gærmorgun, en
þá ræddust þeir við einslega í
tvær klukkustundir.
„Fyrirvarar" Adenauers
Adenauer lét svo um mælt
að hann hefði gert tvenna
fyrirvara við samkomulagið.
í fyrsta lagi að hann teldi
stjórn Vestur-Þýzkalands tala
af hálfu alls Þýzkalands.
í öðru lagi hefði hann
fengið loforð um að þýzkir
stríðsfangar í Sovétríkjunum
yrðu látnir lausir áður en
langur tími liði.
100 þúsund Rússar i
Þýzkalandi
Á síðdegisfundi samninga-
nefnda Rússa og Þjóðverja
fluttu Búlganiu og Molotoff
ræður.
Lagði Búlganín þunga á-
herzlu á að Hitlersherinn hefði
fiutt hundruð þúsunda Sovét-
borgara nauðuga til Þýzkalands
á stríðsárunum.
Mikill fjöldi þessa fólks hefði
látið lífið af hungri og harð-
rétti, en þó væru enn í Þýzka-
landi um hundrað þúsund Rúss-
ar, sem flestir byggju við hin
bágustu kjör, og væri neitað að
senda heim til ættlands síns.
Kvaðst Búlganín vænta þess
að stjórn Vestur-Þýzkalands
venti við blaðinu og gerði ráð-
stafanir til að auðvelda þessu
fólki heimförina.
Nokkuð hefði borið á því að
reyrit hefði verið að misnota
betla fólk í glæpsamlegum til-
gangi. Sumir þeirra sem heini
hefðu viljað snúa, hefðu verið
kvaldir og ofsóttir, þangað til
þe:r létu af ætlun sinni. Sovét-
rík:n mundu taka vægt á þess-
r" ''fbrotum, sem sumt af þessu
fóT’ti hafi verið neytt ti! að
; fremja gegn ættlandi sínu, og
kanpkosta að gera það á ný að
góðilm borgurum.
Mo'otof+' átaldi, að vestur-
; þýzka stjórnin léti bandarísk-
i um félagsskap haldast uppi að
| senda frá Vestur-Þýzkalandi
sæg loftbelgja inn yfir Sovét-
ríkin. moð áróðursflugmiða gegn
sovétbi iðunum. Væri að belgj-
um H"ssum auk þess hætta á
loftsiglingarleiðum.
Það væri opinberlega viður-»
Framhald á 10. síðu.